Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 9
jVÍSIR . Föstudagur 26. júnf 1964. 9l ☆ A7VS getum gert okkur f hugar- lund, að Dönum hafi ekki veriö alls kostar rótt innan- brjósts í siðustu viku, þegar hvftt skemmtiferðaskip var að leggjast upp að Löngulínu. Og út um eitt kringlótta kýraugað gægðist kringlótt andlit Nikita Krúsjeffs valdhafa Rússlands. Menn hlutu að kvfða fyrir þvf, að hér var að hefjast erfið heimsókn. Það var ekki nóg með það, að lögregla einkennis- búin og óeinkennisbúin myndi fá nóg að gera, þvf að alltaf vofir sú hætta yfir, að geðveikl- aðir menn eða pólitískir æsinga- menn sækist eftir lífi svo heims frægs stjómmálamanns, sem hér var á ferð. Fyrir hinu báru menn ekki síður kvíðboga, að Krúsjeff sjálfur myndi verða erfiður gestur. Þannig hefur hann reynzt, hvar sem hann hefur komið. Hann er vanur að finna upp á ýmiss konar skrýtn um uppátækjum og útúrdúrum, sem hætt er við að rugli allar dagskrár og áætlanir. Og enn fremur hefur hann haft orð fyr ir að misnota oft gestrisnina með skefjalausum, pólitískum á- róðri og illkvittnislegum athuga semdum, sem hann klæðir að vfsu f búning gamansemi, en er þó á fremstu nöf velsæmis og kurteisi gagnvart þeirri þjóð, sem býður hann veikominn. Allu þessu kynntust Danir nú. Það var vissulega fróðlegt kuldaglott, þótt andlitið brosti út að eyrum. Og þá var svo und arlega stutt yfir f þumbaraskap inn. Á einu augnablikinu rak hann upp hrossahlátur, en á því næsta mátti sjá tortryggnina, jafnvel fyrirlitninguna eða stór- bokkaskapinn. jgins og geta má nærri, var forustumönnunum, sem þurftu að annast móttökumar, talsverður vandi á höndum. Það var erfitt fyrir þá að sitja þegj andi hjá, þegar Krúsjeff kom fram með staðhæfingar, sem mönnum þóttu jaðra við al- gera fjarstæðu. Margt varð að þola af honum vegna gistivin- áttunnar, en þrátt fyrir það reyndu hinir dönsku forustu- menn að malda í móinn með kurteislegum og smekkvísum hætti. Verður séð af fréttafrá- sögnum, að Dönum hefur tekizt þarna furðu vel að rata meðal- hófið. Þeir hafa ekki látið f neinu sinn hlut, en þó komizt hjá þvf, að hinn skapríki, aust- ræni einræðisherra fengi nokk- urt tilefni til að „springa f loft upp“. ■ Það hve vel tókst er mest að þakka danska forsætisráðherran um, Jens Otto Krag, sem sýndi aðdáunarverða festu, þolinmæði og lipurð. Hin laglega eiginkona hans Helle Virkner átti einnig mikinn þátt f að skapa þann góðlátlega og kurteislega anda, sem rikti f gestaboðum, þrátt fyrir það, að allir vissu, að það var ekki djúpt niður á and- stæðumar. Viðtökur dansks almennings vom yfirleitt þær, að fólk gerði allmiklar skipasmfðar. Átti við komu Krúsjeffs að hleypa af stokkunum 2500 tonna frysti og verksmiðjugkipi, sem Rússar hafa gefið nafnið „Ævintýra- skáldið Andersen". Þar flutti Krúsjeff ræðu, sem í rauninni var fyTir neðan allar hellur, svo ósmekkleg, frek og dónaleg var hún, að engum nema honum, hinum háttvirta gesti, hefði liðizt að tala svo. TTann hóf ræðuna með því að beiðast leyfis til að mega hafa hattinn á höfðinu, því að sólin væri svo heit á skallan- um. Næst kvaðst hann vera feg- inn að þurfa ekki að ávarpa að þessu sinni háttvirta ráðherra og embættismenn, heldur ávarp aði hann verkamenn sem félaga. Var sýnilegt að honum var fullkunnugt um það, að meðal starfsliðs Burmeister og Wain hefur verið helzta virki komm- únista f Danmörku. Sfðan sagði Krúsjeff: — Ég held að enginn héma geti ásak- að mig fyrir að ég er kommún- isti, hér eru lfka margir komm- únistar. Ég veit að kommún- istaflokkurinn er löglegur f Danmörku, og jafnvel þó hann væri bannaður, gæti ég not- fært mér exterritorial-réttinn. Síðan minnti hann á það, að þegar Sovét-Rússland hefði verið ungt, hefðu verkamenn í Vestur-Evrópu safnað fé þvf til stuðnings og bætti við: — Nú er þetta öfugt. Nú er- um það við, sem veitum hjálp þjóðum, sem eru að berjast fyr- ir sjálfstæði sfnu. Ég Ijóstra ekki upp neinum leyndarmálum, Krúsjeff flytur ræðu sína hjá Burmeister & Wain — með hattinn á höfðinu. sinni, þegar hann vann f stál- veri í Ukrainu: — Ég man það, sagði hann, að þegar verksmiðjan fékk stór- ar pantanir, var auðveldara að þvinga atvinnurekendurna. Ég man, að við biðum eftir þvf að enda viðurkenna sovézk lög alls ekki að hægt sé að gera verkföll. Sfðan leiðrétti Munck með hógværum orðum ummæli Krúsjeff um, að skipasmíða- samningarnir hefðu verið ein- Erf iður gestur í mbil& 8® és fyrir þá, að sjá þennan heims- fræga mann f meiri nærsýn en hann hefur birzt f fréttum og fréttamyndum. Að ytra útliti virtist það koma mest á óvart, hve lágvaxinn Krúsjeff er. Samt ber minna á þvf vegna þess, þve þéttvaxinn og sterklegur hann er og framkoman örugg og með miklu sjálfstrausti. Margir höfðu orð á þvf, hve þeim virtist hann höfuðstór, og greindur og skjótur er hann vafa laust f hugsun. Margt hefur mönnum þó e. t. v. vaxið í áugum vegna hinnar miklu frægðar hans og þótt þeir sem þarna hittu hann, hefðu ekki áður staðið augliti til auglitis við hann, var hið sérkennilega andlit hans og svipur þó gam- alkunnugt af þeim fréttamynd- um af honum, sem berast stöð- ugt um víða veröld. Danir fengu lika sannarlega að kynnast gamansemi og brönd urum Krúsjeffs. Þar hefur það e. t. v. komið þeim mest á óvart, hve þurr þessi gamansemi hans er. Ég held að flestir hafi ímynd að sér, að þegar sá gállinn væri á honum, væri hann léttur og glaður, en það fannst þeim Dön um ekki, sem fylgdu honum eftir. Þeim fannst mestöll gam- ansemi hans vera neikvæð, það var hálfkæringur, bak við hana sér fyllilega grein fyrir þvf, að hér var á ferð andstæðingur, já, mjög hættulegur andstæð- ingur, foringi eins mesta her- veldis og atómveldis heims. En fólk skildi lfka að rétt væri að sýna honum kurteisi og gest- risni, hér var t. d. ekki staður né tækifæri til að rifja upp Ung verjalandsmálið. Danska þjóðin tók á móti rússneska einræðis- herranum í þeim anda, að vest- rænar þjóðir eru jafnan reiðu- búnar að mæta Rússum f frið- samlegu samstarfi, það er ein- ungis undir Rússum sjálfum komið og hegðun þeirra á al- þjóðavettvangi, hvort slíkt sam- starf getur tekizt. J fréttum frá Danmörku hefur ýmislegt verið sagt um heim- sókn Krúsjeffs. Ég ætla nú að Iáta mér nægja að ræða nokk- uð um síðasta dag heimsóknar- innar, einmitt daginn sem mest kom til skoðanaágreinings, þó það færi sem fyrr segir allt fram í góðu, í gervi gamansgmi og brandara. Þennan dag kom Krúsjeff fyrst í heimsókn til Burmeister og Wain skipasmíðastöðvarinn- ar, sem eins og flestum er kunn ugt smíðaði Gulifoss á sfnum tíma og hefur að undanförnu gert samninga við Rússa um þó ég segi, að þegar við und- irrituðum samninginn um skipa- smfðarnar, vorum við ekki ein- ungis að hugsa um eigin hag, heldur vorum við Iíka að hugsa um að tryggja verkamönnum skipasmfðastöðvarinnar atvinnu, einmitt þegar svo virtist sem minnkandi smfðasamningar ætl uðu að hafa í för með sér minnkandi atvinnu, er hefði valdið verkamönnunum erfið- leikum. Jjað má fmynda sér, að við- staddir hafi rekið upp stór augu við þessa furðulegu túlk- un Krúsjeffs á skipasmíðunum f Danmörk, þvf að flestir vita, að Rússar hafa sótzt eftir skipasmíðum á Vesturlöndum, en verið mjög harðir f samn- ingum, prúttað og reynt að not- færa sér til hins ýtrasta, að þeir geta borið stóra samn- inga. Þá hafa þeir og krafizt mjög stutts smíðafrests og heimtað ella dagsektir. Er þessi samningaharka þeirra alkunn í Vestur-Evrópu. Enn hélt Krúsjeff áfram: — Nú ætla ég að biðja Munck forstjóra að halda fyrir eyrun, þvf að ég ætla að tala einslega við verkamennina. Hann fór nú að segja þeim sögu júr æsku hefja verkföll, þar til verk- smiðjan hafði fengið stórar pantanir, sem þurfti að liúka. Þá vissum við hvaða tfma ætti að velja til verkfalla og þið dönsku verkamenn hafið lært þetta ennþá betur. En ég er að- eins kominn hingað sem gestur og blanda mér ekki f innri mál- efni landsins. Ég er ekki kom- inn hingað til að skipuleggja verkföll! Félagarnir hérna vita líka sjálfir bezt, hvernig þeir eiga að gæta hagsmuna sinna. Jjannig hljóðuðu orð Krúsjeffs og eru þau eðlilega for- dæmd f allri Danmörku. Menn segja sem svo: — Hvernig ætli Rússum yrði við, ef vestrænir gestir færu að tala f verksmiðj- um Rússlands og hvetja verka- mennina þar til verkfalla. Skömmu síðar, þegar gestirn- ir sátu í hádegisverðarveizlu skipasmíðastöðvarinnar sá for- stjórinn Niels Munck og ástæðu til að grfpa nokkuð til and- svara, þótt hann gæti ekki kurt- eisinnar vegna gefið hinum rússneska forsætisráðherra það svar, sem verðugast hefði verið. En hann mælti m. a. og talaði á reiprennandi rússnesku: — Við höfum nú verið svo lánsamir, að verkamenn okkar hafa ekki gert verkfall í dag. Þá höfum við gert nýjan skipa- smíðasamning við Rússa og ég vona, að verkmennirnir okkar geri ekki mikil verkföll, því að það verður okkur mjög dýrt ef við getum ekki afhent skipin á réttum tíma. Ekkert tillit er tekið til þess í Rússlandi þó þeim seinki vegna verkfalla, hver góðgerðastarfsemi við hina dönsku skipasmíðastöð. Hann benti m. a. á það að Burmeister & Wain hefði nú í heila öld smíðað skip fyrir Rússa, fyrsta skipið var her- skip fyrir rússnesku keisara- stjórnina. Við vonum að Rúss- um líki enn svo vel við skip okkar, að þeir haldi áfram að sækjast eftir samningum við okkur. Tens Otto Krag forsætisráð- " herra sat einnig þessa veizlu og hélt stutta ræðu, þar sem hann kom andsvörum fram á kurteislegan hátt. Hann hélt því fram að með skipasmfða- samningunum högnuðust Rúss- ar og fengju góð skip fyrir lítið verð. Síðan sagði hann: — Skipið sem þér voruð að hleypa af stokkunum heitir „Ævintýraskáldið Andersen" og ræðan sem þér fluttuð ber fullan samjöfnuð við ævintýri hans. Það var ágæt ræða og ég skemmti mér við að hlusta á hana, sérstaklega, þegar þér fóruð að gefa góð ráð með verkföll. Annars var óþarfi að gefa okkur nokkur ráð með það. Því næst ætla ég að snúa mér að litla Nikita, dóttursyni yðar, sem hér er staddur, hélt Krag áfram. — Þegar hann hefur einhvern tíma vaxið upp og er orðinn forsætisráðherra Sovéíríkjanna mun margt líta öðru vísi og betur út en í dag. Skilningur og friður milli þjóða mun skapa það öryggi sem okkur skortir í dag. Litli Nikita mun upplifa betri heim en við Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.