Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 2
VI S IR . Föstudagur 24. iúlí 1964. Máhmrmr í Imésliíinu orBnir þrír — því báðir nýliðarnir vinna við þaii sförf Tveir nýliðar munu leika með íslenzka landslið- inu gegn Skotum á mánudagskvöldið. Þeir eru báo- ir allforvitnilegir fyrir þær sakir, að annar ke. ->t í liðið óvenju ungur og mun hann yngstur allra þeirra, sem valdir hafa verið til að leika landsleik í knattspyrnu, hinn er „gamall" knattspyrnumað- ur, sem hefur verið í fremstu röð undanfarin ár en aldrei komizt að til að'leika í landsliði. Báðir hafa þeir slitið barnsskónum á Skipaskaga, þeim skaga í heiminum, sem áreiðanlega á heimsmet í framleiðslu á snjöllum knattspyrnumönnum. Báðir vinna þessír menn sömu störf, — eru húsamálarar. Þriðji málarinn í þessu liði er Rikarður Jónsson og er það án efa einstætt landslið, sem hér er sent fram, a. m. k. í þessu tilliti. Högni að æfa frjálsar Iþrðttir með ungum sveinum staðarins, þ. á m. Valbirni Þorlákssyni, og stangarstökk þeytti Högna 1 3.30 metra hæð, I sveit Kefla- víkur í 1000 m. boðhlaupi náði hann afbragðs árangri og setti ásamt félögum sínum drengja- met. Fimmtarþraut og tugþraut voru þó þær greinar, sem hann hélt mest upp á og á Meistara- móti íslands varð hann annar á eftir Hollywood-kvikmynda- leikaranum Pétri Ronson (Rögn valdssyni). — En hvernig stóð á því að þú ventir þínu kvæði I kross og fórst í knattspyrnuna? - Ég hafði alltaf áhuga fyrir fótbolta og áður en varði var ég kominn í meistaraflokkslið Keflavíkur. Ég var i framlínu og síðar byrjaði ég að leika HÖGNI Högni Gunnlaugsson er 27 ára gamall Skagamaður, sem fluttist fyrir 10 árum yfir fló- ann til Keflavíkur, Þar hóf EYLEIFUR varnarmann, en mig hefur allt- af langað til að leika í fram- línunni og sakna hennar. — Og hvernig leggst leikur- inn í þig, Högni? — Ágætlega. Ég held að Skot arnir hljóti að vera betri að- ilinn, en við verðum bara að reyna okkar bezta til að hindra að þeir sigri okkur, og hver veit nema við getum staðið í þeim og jafnvel sigrað. Það er aldrei hægt að spá fyrir um úrslit í knattspyrnu fyrirfram, sagði Högni að lokum. Högni Gunnlaugsson er mál- ari að atvinnu, kvæntur Ástfríði Jónsdóttur og eiga þau tvær stúlkur og einn dreng, sem ef- laust munu fylgjast vel með framgangi föður síns á leikvell- inum á mánudaginn. Eyleifur Hafsteinsson er kornungur Skagamaður, sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt I sumar í leik í Keflavík. Það var eiginiega hálf dapurlegur leikur, því þá sneri Akraness- liðið heim án stiga, en heima- liðið var tvefan stigum ríkara eftir. Eyleifur hóf að leika með meistaraflokki Akraness í vor, en í fyrra Iék hann 1 3. aldurs- flokki. Hann er einhver skemmtilegasti leikmaður okkar um þessar mundir, ekki full- harnaður, en knattliðugur og fótfimur og þarf aldrei á Framh. á bls. 6. FERÐIR VIKULEGA BRETLANDS i/ep . ICELANDJMIt. F$6rh ,kunningjar' í skozka landsliðinu Á. m. k. fjórir þeirra leikmanna, sem hér munu leika á mánudags- kvöldið, hafa komið hér áður. Það eru þeir J. S. Cole, W. Neil og R. B. Clark, sem allir komu hing- að með Middlesex Wanderers á vegum Þróttar í vor, og P. G. I Buchanan, sem lék hér með brezka ! landsliðinu í fyrra. í STUTTA sáinMlid Vilhjálmur og Höskuld- ur með sumarbúðir / Reykholti Við hittum Vilhjálm Einarsson inni á Laugardagsvelli 1 fyrra- kvöld og röbbuðum lítillega við hann og inntum eftir hinum vin- sælu drengjanámskeiðum, sem hann og Höskuldur Goði Karls- son hafa haldið undanfarin sum- ur. — Jú, við erum einmitt að ganga frá fyrsta hámskeiðinu okkar, sagði Vilhjálmur. Nám- skeiðin hefjast 4. ágúst og standa til 25. ágúst. Þau verða haldin í Reykholti og stendur hvert námskeið vikutíma. — Og hvernig hefur aðsóknin verið? — Ágæt. Fyrsta námskeiðið er fullskipað og við erum alltaf að taka við umsóknum á sfðari námskeiðin. Við munum leggja áherzlu á að kenna íþróttir, frjálsar iþróttir, knattleiki og sund, en einnig er farið f inni- leiki, gönguferðir og fleira. Vilhjálmur bað „Stutta samtal ið" að geta þess, að nánari upplýsingar gefur hann í síma 14127 eftir kvöldmat.' ISLEN STULKUR A SIGURFERÐ I ÞYZKAL. Ármannsstúlkurnar í handknattleik eru nú á keppnisferðalagi um Þýzkaland. Þær flugu ut an fyrir skömmu síðan til Gautaborgar, en f óru suður á bóginn með lest. Armannsstúlkurnar kepptu við gestgjafa sína í Miinchen, E. SV. Lain, á mánudaginn og lauk þeim með íslenzkum sigri 5:2, en síðan unnu þær liðið 1880 með 10:2. í fyrrakvöld kepptu Ármanns- stúlkurnar við E. SV. Lain á af- mælismóti félagsins. Nú vann Lain með 2:1, en aðra leiki kvöldsins unnu íslenzku stúlk- urnar. Fyrst Neuaubing með 6:1, þá 1860 með 7:0 og E. SV. Munchen með 12^:3. í lið Ármannsstúlknanna vant ar aðeins Ruth Guðmundsdóttur en í markinu leikur Jónína Jóns- dóttir úr FH. KR vann 3. flokk Þessir ungu piltar úr KR komu mjög á óvænt i Reykja- víkurmóti þriðja flokks og sigr- uðu eftir mikla og harða bar- áttu. Aftari röð talin frá vinstri: Guðbjörn Jónsson, þjálfari, Jón M. Ólason, Bjarni Bjarnason, Gísli Arason, Magnús Sverris- son, Sigurður S. Sigurðsson, Sig urður P. Asólfsson. Fremri röð talið frá vinstri: Reynir Guðjónsson, Halldór Björnsson, Magnús Guðmunds- son, Smári Kristjánsson ög Jón- as Þór. KR Þróttur Fram Valur Vlkingur 6 stig 5 stig 5 stig 4 stig 0 stig & ^yi'TTrfPMMBríí I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.