Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 8
s V I S IR . Föstudagur 24. júlí 1964. VISIR * Otgefandi: BlaSaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. AðstoðarritstjÖri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja VIsis. - Edda h.f. Flokki ofaukið "Vísir hefir oft bent á þá staðreynd undanfarnar vikur að Framsóknarflokknum sé orðið ofaukið í íslenzkum stjórnmálum. Hann hefir leikið hlutverk sitt á enda. Hann er hvergi lengur kvaddur til ráða, þegar mestu þjóðfélagsvandamálin eru leyst. Enginn þarf að spyrja um álit hans eða skoðun. Sjálfur telur hann sig vera sérstakan umbjóðanda og málssvara fólksins, sem býr í sveitunum. En hvernig hefir hann reynzt því? Hag- stofan skýrði frá því fyrir skömmu að tekjulægsta stéttin á landinu væru íslenzkir bændur. í þeirri einu yf irlýsingu fellst þungur áf ellisdómur yf ir stef nu Fram- sóknarflokksins. Þannig er komið fyrir því fólki, sem flokkurinn segist bera sérstaklega fyrir brjósti. Hins vegar vantar ekki kokhreystina í málgagn flokksins, Tímann. Þar er nöldur og gagnrýni daglegt brauð, eins og hjá barni sem sett er utangarðs til refsingar. Að dðmi málgagnsins er ríkisstjórnin óalandi og óferjandi. Þess vegna skal sú spurning lögð fyrir málgagn Framsóknarflokksins: Hvaða úrræði Jiefir flokkur- inn? Htver eru hans ráð? Hverjar eru hans lausnir? Sannleikurinn er nefnilega sá að til þeirra hefir ekki heyrzt. Allt nöldur blaðsins er neikvætt, niðurrifstal. Hið jákvæða skortir. Og í því felst einmitt meginskýr- ingin á hinu mikla fylgistapi flokksins. Hann er flokk- ur nöldurs og svartsýni, en ekki jákvæðrar uppbygg- ingar. Slíkum ilokkum treystir fólkið ekki. Þar skort- ir hug, og dug, þrótt og þor. Uppurin togaramib ^lvarlegar voru upplýsingar fiskifræðiriga hér í Vísi í gær um að fiskistofnarnir á miðurii íslenzku togar- anna þyldu ekki meiri veiði. Sú staðreynd spáir illu um framtíð togaraútgerðarinnar hér á landi og eru reyndar örðugleikar hennar þegar nógir. Þess vegna er ^ðlilegt að sú spurning vakni hvort þetta útgerðarform muni ekki hverfa úr sögunni hér á landi með þeim skipum sem nú eru til í landinu. Til þess að svo verði ekki þarf mikla lækkun á útgerðarkostnaðinum, þriðj- ungi færri sjómenn og hærra verð fyrir fiskinn. Spurn- ingin er, hvort raunhæfur möguleiki sé á framkvæmd þessara atriða. Á því veltur framtíð togaraútgerðar- innar. Lýðháskóli fís ¦ s ¦ m m SgB J gær lauk fyrsta námskeiði norræna lýðháskólans hér á landi. Þátttakendur voru frá þremur Norðurland- anna, um 50 talsins. Stofnun þessa skóla er nýr þáttur í norrænni samvinnu. Honum f agna íslendingar því skól- inn mun auka þekkingu Norðurlandabúa á íslenzkum efnum. Þess er að vænta að á næstu árum vaxi skól- anum fiskur um hrygg, því ætlunin er að hann verði haldinn hér á hverju sumri.. Forstöðumenn hans eiga þakkir skildar fyrir framtakið. T>að kom fram í fréttum ný- lega, aS Grikkir myndu hafa 5000 manna lið á Kýpur, en Tyrkir 500. ForsætisráSherra Gríkklands, sem nýlega ræddi við Sir Alec Douglas-Home for- sætisráðherra Bretlands um Kýp ur, neitaði, að Grikkir hefðu sent lið ólöglega til eyjarinnar. ItrekaSi hann fyrri neitanir f þessu efni. — Og hið sama ger&i Inonu, forsætisráSherra Tyrk- lands, aS því er fréttir frá An- kara hermdu f gær. En almennt efast menn sannast aS segja um, að það sé rétt, að ekki sé um ólóglega herflutninga aS ræSa. StaSreynd er þaS, aS gæzlu- liSi Sameinuðu þjóSanna er nú meinað að fara inn f hafnar- hverfi Limassol, en þangað koma flutningaskipin frá Gríkk- landi, og það er miðað á gæzlu- HSsmenn byssum, ef þeir ætla aS fylgjast meS hvert þaS er flutt, sem skipin fluttu. Hví þessa leynd, ef allt er með felldu? Þannig spyrja menn, og Pappandreu, forsætisráðherra Grikklands. Myndin tekin í London, er hann ræddi þar í byrjun vikunnar við Sir Alec Douglas-Home, forsætisráðherra Bretlands. Pappandreu J víglínunni • • U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefir ftrek að yið Makarios erkibiskup, að g&zluliðið ver'ST'ao' fa^tfiafna- og umferðarfrelsi til þess að geta gegnt hlutverki sínu, en fengið loðin svör. Og nú ræðir U Thant við brezka raðherra um sama mál, hættuna, sem stafar af þvf, að báðir aðilar halda áfram hernaðarlegum við- búnaði á eynni, í trássi við gef- in loforð, svo að við borð ligg- ur, að þjóðir, sem eiga hermenn í gæzluliðinu, kveðji þá heim, en fari svo, treystir enginn á, að stórátök eða jafnvel styrjöld verði afstýrt. FYRIR ÖRYGGISRAÐIÐ Þessi mál koma sennilega fyr- ir öryggisráð þá og þegar, hvern árangur sem þaS ber. ÞaS verða fyrst og frémst þær þjoSir, sem eiga fastafulltrúa i ráSinu, sem allt verSur undir komiS, segir U Thant, — en hvaS gera Rúss- ar? Beita þeir neitunarvaldi, ef til einhverra ráSstafana kemur, sem þeir eru mótfallnir? Krúsév hefir áður lýst yfir, aS flytja ætti allt herliS burt frá Kýpur og láta eyjarskeggja sjálfa um að leysa málið, en aS annarra áliti er þaS hiS sama og aS láta þaS gott heita, aS þeir berjist um það, og með þátt- töku Grikkja og Tyrkja, sem samningum samkvæmt eiga rétt á að hafa herlið á eynni. Bretar hafa þar herstöðvar, mikilvægar sameiginlegum vörnum banda- manna, — og Krúsév vill Breta burt Ifka. Margir byggja þvi ekki mikl- ar vonir á aðgerðum Sameinuðu þjóðanna, og kannski er það þess vegna, að Grikkir og Tyrk- ir, hverjir um sig, treysta hern- aðarlegan viðbúnað sinn. PAPPANDREU FÓR UNDAN I FLÆMINGI Viíið" var hér að framan að afstöðu Pappandreu forsætisráð- herra Grikklands, sem var í London alveg nýlega sem fyrr var sagt. Um afstöðu hans er rætt á þessa leið í frétt frá London: GAGNLEGAR VIÐRÆÐUR Pappandreu kvað viðræðurn- ar við Sir Alec hafa verið gagn- Iegar, þótt þær hefðu ekki leitt fram lausn. Hann kvað tilgangs- laust að hann ræddi við Inonu — það gæti jafnvel verið hættu- legt eins og sakir stæðu. Sjón- armiðin væru of ólík. Fór undan í flæmingi, er fréftamenn spurðu hann spjörunum úr Pappandreu fór undan í flæm- ingi, þegar fréttamenn létu rigna yfir hann spurningum um þær þúsundir hermanna, sem í seinni tið hafa verið settir á land á Kýpur með leynd. Pappandreu sagði, að það væri rétt (correct), þegar sumir héldu því fram, að reglulegir grfskir hermenn hefðu verið. sendir til eyjarinnar, en það hefði ekki verið ólöglegt. Hins vegar kvaðst hann „ekki vera í vafa" um, að stúdentar frá Kýpur, sem voru á Grikk- Iandi, og kýpur-ættaðir liðhlaup- ar úr gríska hernum, væru með- al þeirra, sem svarað hefðu kalli Kýpurstjórnar um liðsauka. Sænskur fréttaritari sagði við Pappandreu, að á Norðurlönd- um væri sá skilningur ríkjandi á „demokrati" (lýðræði), að menn gætu ekki fallizt á, að hér væri um „sjálfboðaliða" að ræða. ^ Forsætisráðherrann svaraði ekki beint, en sagði, að „hin gríska Kýpurstjórn" reyndi að koma sér upp reglulegum her af hæfilegri stærð, sem í væru hermenn, sem vildu hlýða þeim fyrirskipunum, sem teknar væru „stjórnmálalega". í LÍKUM DUR En þrátt fyrir hernaðarlegan, leynilegan viðbúnað, og að gæzluliðið getur ekki notið sín við framkvæmd hlutverks síns, tók Pappandreu þá afstöðu (og eins Inonu), að „fylgja þeim Iínum", sem Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu markað með þvf að skipa sérstakan sáttasemjara (Thuomioja), en ef það heppn- ist ekki að finna lausn með því að fara þá leið, „verðum við að bíða eftir að Allsherjarþing Sam einuðu þjóðanna taki ákvörðun, sem allir verði að fara eftir". Grfskt sjónarmið er þó — þangað til að minnsta kosti — að Kýpur verði að hafa ótak- markað sjálfstæði til þess að á- kvarða hvort eyjan skuli vera áfram í Brezka samveldinu eða — ef til vill — sameinast Grikk landi í bandalagi (gegn vilja hins tyrkneska þjóðernisminnihluta). I sameiginlegri tilkynningu í London var sagt, að Sir Alec og Pappandreu óskuðu báðir lausnar innan vébanda Samein- uðu þjóðanna, og tekið var fram að þeir telji aðild að NATO mik- ilvæga, til aukins skilnings á vandamálum bandamanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.