Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 9
VtSIR . Föstudagur 24. júlí 1964. íjað fór sem mann uggði á flokksþingi republikana f Bandaríkjunum. Barry Goldwat- er var lyft upp í forsetafram- boð, honum var lyft af öldu- faldi óskaplega sterkrar hreyf- ingar innan flokksins. Allir helztu forustumenn republikana- flokksins, sem ráðið höfðu frjálslyndri stefnu hans nær óslitið frá því á stríðsárunum, voru andvígir Goldwater, en þeir fengu við ekkert ráðið, hreyfingin kom neðan að og þeir urðu hræddir og hikandi, þegar hún birtist I öllu veldi sínu. Þeir líktust einna helzt fólki, sem farið er að verða roskið og tekur eftir einhverju einkennilegu tizkufyrirbrigði unga fólksins, það er eins og faðirinn, sem hefur megnustu andúð á bftil-hárklippingu son- arins, en fær ekkert að gert. Og hreyfing Goldwaters er einmitt eins konar tízkufyrir- brigði. Það eru að vísu ekki neinir unglingar, sem standa að baki þessu, heldur hópur fólks með sérstök viðhorf til lífsins. Og allt í einu hafa þeir eignazt spámann á borð við Ringo Starr eða Billy Graham, sem tekst með loddarabrögðum að gera þennan hóp að áhrifa- valdi í þjóðfélaginu. Þannig hleð ur þessi afturhaldsdella utan,á sig og hættan er fólgin í því að tfzkufyrirbrigðið hrifi of marga með sér. Það styrkir hana t. d. mjög þegar slfk á- trunaðargoð sem Eisenhower neyðast 'til vegna flokkstengsla að veita henni blessun sína, líkt og þegar Filippus prins veitti bftlunum blessun. Verst er að þetta tízkufyrirbrigði skuli vera mest á döfinni einmitt á kosn- ingaári. En takist að bægja hættunni frá að þessu smni, má telja vfst, að bólan væri hjöðn- uð eftir nokkrar vikur og mest- ur hlutinn af hinni tryggu hjörð Goldwaters myndi þá fljótlega hætta að hugsa um pólitík en srtúa sér aftur að kúrekasjðn- varpi. pTi hvað er þá svo hættulegt við Barry Goldwater. Það er einkennilegt, að þetta atriði hefur fremur lítið verið útskýrt f hinum mörgu heimsblöðum, sem þó hafa látið í Ijós hryggð sfna yfir þeirri smán og ógn, sem yfir hefur skollið og stað- hæfa, að Goldwater sé öfgamað- ur. Við skulum nú líta á ljósmynd af þessum hættulega manni. Við sjáum við fyrsta sjónkast, að svipur hans er raunverulega ein kennilega líkur skrumprédikar- anum Billy Graham. En þetta er þrátt fyrir allt aðlaðandi og drengilegur svipur. Að útliti og öllu Iátbragði er hann einmitt ágæt glansauglýsing af stjórn- málamanninum, sem virðist geta verið allra vinur og geislar út frá honum traustvekjandi post- ullegum áhrifum. En þessi aug- lýsing er einmitt kjarni skrums- ins. Lítum á stefnuskrá republik- anaflokksins, sem var samin á flokksþinginu í San Fransisco undir handleiðslu Goldwaters. Hún virðist ekki vera dónaleg. Þetta er fegursta stefnuskrá. Það á t. d. að leysa flest heims- vandamálin og töfraráðið er það helzt að sýna ekki undanláts- semi við kommúnista, heldur sækja á. Það á að brjóta niður Berlínarmúrinn. Það var vissu- lega á sínum tíma óafsakanleg linkind hjá Kennedy forseta, að láta nokkurn tfma líðast að rtann vævi reistur. Það á að vinna styrjöldina í Indó-Kína og það er einnig vissulega rétt, að það er ástæðulaust að láta kom múnista þar rjúfa vopnahlés- samninga og leyfa þeim að leika sér við aðtroðaVesturveldunum um tær. Það á að viðurkenna útlagastjórn kúbanskra flótta- manna og aðstoða hana við að steypa harðstjóranum Castro frá völdum. Allt eru þetta í rauninni eðlileg og skynsamleg stefnumið. Undanlátssemi hef- ur verið of mikil við kommún- ista í alþjóðamálum, án þess að þeir hafi gefið mikið í stað- inn. "C'n svo birtast í sömu stefnu- skrá yfirlýsingar um að Bandaríkin eigi að hætta eða draga stórkostlega úr efnahags og hernaðaraðstoð við önnur ríki. Slík yfirlýsing getur vart táknað annað en að Goldwater vilji slíta öllu eðlilegu samstarfi við þær ótalmörgu fátæku þjóð ir, sem eiga í rauninni allt sitt undir því að mega njóta slíkrar aðstoðar áfram. Ef stefnuskráin er skoðuð i þessu ljósi, sést að við það ger- breytist innihald hennar í heild. Andi einhverrar ofbeldishneigð- ar skín í gegn. Goldwater virð- ist ekki'telja að Bandaríkin þurfi neitt sérstaklega að leita samstarfs við aðrar þjóðir. Þeir geta séð um að leysa þetta sjálfir, af því að þeir eru öfl- ugasta heimsveldið. Og jafn- framt því sem Goldwater þykist kunna töfraráðin til að leysa vandræðin, ríkir hjá honum skilnings og áhugaleysi Amer-, íkumannsins á þvi hvernig ;, Barry Goldwater frambjóðandi republikanaflokksihs. lýðræðisþjóðfélag ófært um að veita nauðsynlega forustu. Þess- ar hugmyndir virðist ekki hægt að finna hjá Goldwater. Hann stefnir þvert á móti að því að draga úr ríkisvaldinu. Banda- mennina með litum kynþátta- haturs. Goldwater mun vera sjálfur af Gyðingaættum, svo að sízt ætti að sitja á honum að gera það. Þó nálgast viðhorf hans og sérstaklega viðhorf Goldwater roðnaði við þessi ummæli og svaraði, að þau væru móðgandi, þar sem með þeim væri dreginn í efa héiðar- 'eiki hans. Ciðferðislögmál öfgamanna er að vísu sterkt en með nokkuð öðrum hætti. Það er oftast svo sterkt að í gegnum bað sér hann aldrei annan sann leika en sína eigin öfgafullu skoðun. Og siðferðisstyrkur hans verður helzt fólginn í þvi að hann sér ekki og skilur ekki að það sé neitt athugavert að beita öllum meðölum til að ná sínu einsýna markmiði og brjóta þau siðferðislögmál sem aðrir hófsamari menn eiga sér Það er sennilega þetta atriði, ;em menn óttast mest hjá Gold water og þá ber ekki hvað sízt á þessum ótta hjá fjarlægum bandamannaþjóðum. Goldwater 'erður auðvitað ekki að ó- eyndu sakaður um sömu af- ^töðu og nazistar og komm- únistar hafa haft, að samningar séu til þess að svíkja þá þegar hentugt tækifæri kemur. En framkoma hans og ummæli mörg þykir mönnum benda til að hann sé maður,.sem hagar æði mikið seglum eftir vindi Þetta er það fyrst og fremst, sem Evrópumenn óttast í fari Goldwaters. Þeir óttast fáfræði og áhugaleysi Klettafjalla- mannsins á viðhorfum gömlu álfunnar. Þeir óttast, að hann tiri i6v""o7>liV vandamálin hafa komið og hvernig hægt sé að forðast að önnur slík vandamál komi upp í framtíðinni. IJarry Goldwater er kallaður öfgamaður, en það er ekki alltaf svo auðvelt að skilgreina slík pólitísk hugtök sem öfga- maður og öfgaflokkur. Sínum augum lftur hver á silfrið. Það sem einum finnst eðlilegt, finnst öðrum fordæmanlegt. Við sem teljum okkur standa í stjórnmálaskoðunum á grund- velli lýðræðislegra hugmynda, teljum þá yfirleitt öfgamenn, sem vilja hverfa út af þessum grundvelli. Auðvitað er mörg missmíðin á lýðræðislegu stjórn arfari í ýmsum löndum. Stund- um geta öll sund virzt lokuð af sundrungu og stjórnmála- spillingu. Jafnvel þá teljum við varasamt að hverfa frá lýðræð- isstjórninni, því að það er ekki víst, að við getum þá svo auð- veldlega komið henni á aftur og tryggt hin verðmætu mannrétt- indi, sem verða lítils virði undir einræði. En einmitt þá koma oft upp raddir um að eina ráðið sé að taka upp einræðisstjðrn, a. m. k. um stundarsakir. Að þessu leyti voru nazistar og kommúnistar ákafir öfga- menn, jafnvel þó' kommúnistar hyldu eðli sitt í hugtakinu „ein- ræði öreiganna". De Gaulle Frakklandsforseti nálgast þessar öfgar. Hann taldi hið franska ríkjamenn virðast ekki þurfa að óttast að hann komi á fót Gesta po og fangabúðum eins og Hitler. Hins vegar nálgast hann þetta nokkuð í ást sinni á vald- inu. Það kemur að vísu ekki mikið fram í stefnu hans í inn anríkismálum, en er þeim mun meira áberandi í utanríkisstefnu hans. Annað einkenni öfgamanna er að þeir þykjast til þess kall aðir að frelsa heila þjóð eða jafnvel allan heiminn. Þeir Iýsa hættum og ógnum sem vofa yfir landslýð með sterkum orð- um. Það þarf vist varla að minna á, hvernig nazistar og kommúnistar ætluðu að frelsa heiminn og kunnu að mála grýlur á veggi. Þess sama gæt- ir talsvert hjá Goldwater. Og ógnina málar hann mjög svört- um lit. Hin hræðilega komm- únistahætta vofir yfir veröld- inni og ekki sízt hinu heitt- elskaða föðurlandi. Kommún- istarnir hafa grafið um sig i bandarísku stjórnarfari, sam kvæmt lýsingum hans. Rikis- stjðrn Lyndon Johnsons er sósfalistastjórn, segir hann. Það er nokkru vægara orð en kommúnismi, en f augum fylg- ismanna hans þýðir það nærri nákvæmlega það sama. Með sllku orðbragði blönduðu skoð- anakúgun er Goldwater litlu betri en McCarthy á sinni tíð. Oft mála öfgamennirnir fjand- iMe filsrí tfrii! ýmissa fylgismanna hans á svertingjavandamálinu þetta. Þeir hafa mikla tilhneigingu til að líta á óróa og framsókn svertingja í Bandaríkjunum sem kommúnisma. 'TMl þess að ná að sameina þjóð sína grípa slíkir öfgamenn oft til þjóðernislegrar múgsefj- unar. Þeir vita glöggt, hvaða þjóðlegar erföir snerta dýpstu persónulegar tilfinningar. Auð- vitað þekkja allir góðir stjórn- málamenn þetta, ef þeir skilja og eru i snertingu við Iíf þjóð- arinnar. En ef þeir vinna í anda lýðræðisins, skilja þeir um leið, að margan slíkan helgidóm, sem snertir tilfinningarnar ber ekki að notfæra sér í pólitískri baráttu. Öfgamaðurinn hefur hins vegar engar vöflur á því. Samtímis þykist hann oft vera mjög siðferðilega sterkur á svellinum. Hann gengur sífellt með á vörunum orð sem eiga að sýna hreinskilni og siðferðislega fordóma. Og aldrei bregzt hann reiðari við en einmitt þegar hann er sakaður um óheiðar- leika. Þetta virðist sérstaklega eiga við um Barry Goldwater. Eitt atvik gerðist athyglisvert á flokksþingi republikana. Einn þingfulltrúi lét þar í ljós skilj- anlegan ótta við að Goldwater myndi sem forseti ekki fram- fylgja réttilega hinni nýju kyn- þáttalöggjöf, sem hann hafði greitt atkvæði gegn á þingi. Föstudagsgrmnin ríði sé maður, sem ekki sé fullkom- lega hægt að treysta. "C'n allt er nú auðvitað undir því komið, hvort Goldwater verður kosinn forseti eða ekki. Mistakist honum mun bólan verða fljót að hjaðna. En menn ægir við þeirri tilhugsun, að svo geti farið að hann verði kosinn forseti. Það er þá heldur uggvekj- andi, hve sterk hreyfing stend- ur að baki honum, sem hefur aukizt svo stórlega fylgi, að menn líkja henni við hinar öfl- ugu fjöldahreyfingar, sem komu t.d. Hitler og Mussolini til valda. Flæðir þetta ekki vfir og færir allt í kaf? l^kki er þó öll nótt úti enn og þvf er ómaksins vert, að rifja upp hvernig öfga- hreyfingar nazista og fasista og jafnvel kommúnista komust til valda á sínum tíma. Gegn þess- um öfgum var aldrei til ein samhent mótstaða. Þar var alls staðar margbrotin og marg- klofin flokkaskipun, margir lýð- ræðislegir borgaraflokkar og flokksbrot sem börðust misk- unnarlaust um völdin innbyrðis. Þessu fylgdi og stjórnleysi og vandræðaástand. Slíkt öng- þveiti fyrirfinnst ekki í Banda- ríkjunum í dag, þó nokkur hætta kunni að stafa frá kyn- þáttaólgunni, hún gæti valdið algerri ringlureið, ef t.d. upp- reisnarástandið i Harlem breidd ist út. Það mætti ætla að Johnson forseta takist að sameina hin lýðræðislegu og frjálslyndu öfl gegn hættulegustu atlögu sem öfgaöflin í Bandaríkjunum hafa gert gegn hinu bandaríska lýð- ræðisþjóðfélagi. Þorsteinn Thorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.