Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 15
VISIR . Föstudagur 24. júlí 1964. 15 McKINLEY KANTON: • • Leynilögreglusaga Hann hafði heitstrengt, að koma fram hefndum á manninum, sem myrt hafði föður hans og bróður, en það liðu 60 ár þar til hann komst á slóðina... Það var ekki nema svo sem tveggja mínútna akstur frá aðal- götunni að húsi Eli Goble. Ljós skein í öllum gluggum. Gamli maðurinn lá. Hann — horfði á okkur augum, sem voru eins og hálfsokkin inn í augna- tóftirnar og vírtust því kannski dekkri en þau voru, og þau voru rauðþrútin. Honum veittist erfitt að draga andann. - Jæja, Eli, hvernig líður þér? Það er Patterson læknir, sem með mér er. Gamli maðurinn hnyklaði brýrnar, er hann horfði á mig. - Ekki sem bezt, sagði hann, nú held ég að hjartaskömmin sé alveg að bila. - Vertu nú ekki áhyggjufull- ur, Eli, sagði læknirinn, þetta líður hjá eins og vanalega og þú verður 100 ára, vertu viss. Hann tók hlustunartæki upp úr tösku sinni. Hann hlustaði hann og var fljótur að því. - Hafðu engar áhyggjur, Eli, ég held þú verðir betri á morg- un Taktu meðalið eins og ég mælti fyrir um og þér mun sofn ast vel í nótt. Gamli maðurinn tautaði eitt- hvað og heyrðist í honum dálít ið hóstakjöltur um leið og við fórum. Ég veitti því athygli er við vorum að fara, að allt of mikið var af húsgögnum í anddyrinu svo að vel gæti farið og var ein hver skuggabragur þarna á þrátt fyrir að ljósin loguðu. Klukkan 16 daginn eftir hitt irmst við Martindale læknir og í lækningastofu hans og vorum við þá að koma úr sjúkravitjun- um, Blaðið Cottonwood Herald lá á borðinu út breitt og í ramma á forsíðu stóð eftirfarandi: Eli Goble gefur bænum skemmtigerð. Kaupsýslumaður og land- nemi velur minnismerki. — Breytt áætlun hátíðahald- anna á morgun. Á bæjarráðsfundi síðdegis í dag var einróma samþykkt, að þiggja gjöf sem Eli Goble bauð frarn Hinn mikllsmetni og virti uppgjafahermaður úr Borgarastyrjöldinni, maður- inn, sem mest hefir byggt í Cottonwood, hefir boðist til að gefa Cottonwood 30 ekru skóglendi, sem framvegis á að bera heitið Goble Memorial Park Kunnugt er, að dráttur varð á, að hann gerði viðvart um þessi áform af völdum veikinda. Öldungurinn, elztur virðing armanna í Cottonwood, setti sem skilyrði fyrir gjöf sinni, að minnismerkið yrði í lundi álmtrjáa í hinum nýja skemmtigarði. Af þessu leiddi nauðsynlega breytingu. Hætt var við að gróðursetja álmtré á Norðurhæð (North Hill) á búgarði Louis Wilsons hand- an Coonárinnar, og verða þau þess í stað gróðursett í jaðri Austurhæðar, sem eru á 30 ekra spildunni, sem Goble gaf. Menn safnast saman til skrúðgöngu á Ráðhústorginu og verður gengið yfir Austur brú til hins nýja skemmti- garðs, þar sem hátíðahöld Skógræktardagsins hefjast. J. Medley Williams hefir ákveð ið, að hljómsveit Cottonwodd bæjar ... Læknirinn benti á blaðið. — Það mun einhver segja, að þetta sé í fyrsta skipti, sem heyrst hafi að Eli Goble hafi gefið eitthvað - það er að minnsta kosti það fyrsta, sem hann hefir ekki eitthvað upp úr peningalega. Ég get ekki séð að hann hafi neitt upp úr þessu nema heiðurinn — og til þessa hefir Eli Gobi aldrei hirt um að ver.i heiðraður. Allt hefir snú ist um að nurla saman. Já. Noll ins ritstjóri kallaði hann elztan virðingarmanna í Cottonwood. Eli Goble á líka í rauninni Herald-bygginguna . . . Klukkan hálfsex næsta morg- un barði læknirinn að dyrum hjá mér. Ég vaknaði upp með and- fælum. Mér datt ekki í hug, að neitt hefði getað knúið hann til þess að fara á fætur og vekja mig svona snemma dags, nema mikil alvara væri á ferðum, svo sem að gera yrði keisaraskurð á konu, sem gæti ekki fætt . . . Ég bauð honum inn í gistihús- herbergi mitt og hann beið þar meðan ég klæddi mig. — Hvað er að? spurði ég um leið og ég vætti andlitið með köldu vatni. — Ég ætla að biðja yður að hjálpa mér - við gröft. — Og ég hélt, að það væri keisaraskurður. — Það er miklu alvarlegra en nokkur uppskurður - í mín- um augum. Ég sá nú, að það var eldlegur áhugi í augum læknisins, og þó ileit hann út eins og hann hefði legið andvaka alla nóttina, en ég var sannast að segja ekki al- mennilega vakandi, og spurði einskis frekar. Þegar við komum út sá ég, að tvær rekur voru í bflnum og haki og öxi. Læknirinn ók eftir aðalgötu bæj arins og út úr bænum til norð- urs. Tveimur mínútum siðar 6k- um við yfir brúna á Coon-ánni. — Þarna er búgarður Louis Wilsons, sagði hann. Við fórum út úr bifreiðinni við jfjarlægari enda maísekru og jtókum rekurnar og exina með jokkur. Læknirinn dró andann jnqkkuð þungt, en allur drungi |Vaf úr hinum athugulu augum ihans. Við gengum fram hjá eik- [arskógi og tveimur giljum, þar sem var mikill runnagróður, og komum loks að kræklóttu eikar tré sem stóð eitt sér í hlíðar- slakka. Það var mjúkt safamikið gras undir fótum okkar, sprott ið up úr feitri preríumoldinni. — Þetta er Norðurhæð, sagði læknirinn. Og hér fyrir neðan er bærinn. Fyrir neðan okkur bugðaðist Coon-áin. Á bökkum hennar og upp eftir hlíðunum uxu Ijósblá blóm með fremur loðnum leggj- um og fannst mér mikið til um fegurð þeirra. — En hvað þau eru falleg, sagði ég. Hvað heita þau? Ég hefi aldrei séð þau fyrr. — Þetta eru eins konar anemónur, sagði læknirinn, sem menn kalla „bláa vorblómið", — þau koma nefnilega eins og vorboði hér . . . en nú verðum við að taka til höndum Hynacolar Corporation a subsid-iarv op ppBS*m D y txsicSxv ome * FILMAN AMARKAÐNUM 25ASA eirtinni Kr. 195.- >35: ¦¦ . V21) MYNDÍR »160." 35 " *36 .,'•',* ¦• 225.- * HEILDSÖLUBIRGÐIR J. P. Guðjónsson h.f., . Skúlagötu 26. Sími 11740 ÚTSÖLUSTAÐIR I Reykjavfk: Filmur & vélar, Skólavörðustfg 41. Björn & Ingvar, Aðalstræti 6. Amatörverzlunin, Laugavegi 55. UTI A LANDI: Verzl. Kyndill, Keflavík. Gullsmiðir Sigtryggur & Pétur, Akureyri. Bókaverzlun Þórarins Stefánssoriar, Húsavík. RETTI LYKILLINN AÐ RAFKERFINU í Í DÚN- OG ;. FIÐURHREINSUN ;. vatnsstig 3. Slmi 1874C SÆNGUR REST BEZ1-koddai. Endurnýjum gömlu sængurnar, e:gum dún- og fiSurheld vei. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. I f.V.V .".W."i TÍ:L SOLU 2 herb. risibúð við Efstasund 2 herb. kjallarafbúð við Shellvög 2-3 herb. íbúð við Nesveg, litið nðurgrafin, fln Ibúð í göðu j standi. Bílskúrsréttur J 4 herb. íbúð við Hátún, harðviðar- hurðir og innréttingar 4 herb. íbúð við Seljaveg. Nýstand sett og máluð 4 herb. íbúð við Ránargötu Einbmýlishús (lítið) við Bergbóru- götu Raðhús við Hvassaléiti á tveimur hæðum 6 herb. ibúð í heimunum tilböin undir tréverk íbúðin er 155 ferm á II. hæð 2 stofur 4 svefnherb. bað, snyrtiherb. fyrir gesti, e'.d- hús stórt, búr, þvottahús, allt á sömu hæð. Bílskúrsréttur. JÖN INGIMARSSON, lögmaður, Hafnarstræti 4. Sími 20555. Söíumacur: Sigurgeir Magnússon. Kvöldsími 34940. ÍWntun? Volkswagen 58, '62, '63 Comet 63 Opel Kadet '63 og '64 SAAB '63. Rússajeppi '62, lúxus hús. Simca '63. Skipti á Diesel. Taunus M 17 '63. Treiter vörublll '61. prenlsmlðja & gúmmlstímplager& Efnhollf 2 - Slmi 20960 1 r^rs-smsms Et T A R Z A N Samningurin segir nú að við munum EIGA það land sem við ræktum, segir Abuzzi. En ÉG sé tvo galla aðra sem við þurfum að breyta. í samningnum segir í&''2jUk£>__ THE TREATYSAyS WE MUST fW Í5ATUSIS EACH YEAR ONE-FIFTH OF THE LANP'S PROfUCE OR PROFITS. IK/ FATHER CANNOT PUT HIS THUM5PKINT TO THOSE TWO WORfS 'SACHyEAR'! BECAUSE,5IK,SOME VEARS THE^X LOCUSTS fESTROyOURCROCS.OR'A ' VEAR WITH0UT RAIN SIVES US NO PROPUCE. SHOULf NOT THE TRE' ' -' WE BONGOS WILL PAV PAV c.. TH OFEVEKYHAMST1 < .Mi Herrcesokkar creDe-nylon kr. 29.00 að við verðum að greiða Batusun- um einn fimmta hluta af fram- leiðslu okkar ár hvert. Þetta get- um við ekki samþykkt. Og af hverju ékki? spyr Tarzan. Vegna þess að stundum verðum við fyrir skakkaföllum af völdum veðurs eða skordýra þannig að fram- leiðslan er mjög lítil. Þá megum við ekki við þvl að greiða Batus- unum einn fimmta. Ég held að við verðum að breyta samningn um þannig að þar segi að við greiðum þéim þetta eftir hvern góðan uppskerutfma. Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.