Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 24.07.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR Föstulipur 24. jtílí 1964 Vfsi hefir bonzt eft rfarandi bréf: „1 tilefni af frétt í blaði yðar 18. júlí s.l.j þar sem rætt er um „alls konar skran og rusl" á Þingvöll- um, óska forráðamenn Valhallar á Þingvöllum að taka fram eftirfar- andi: Svo sem fram hefur komið í blöð- um nýverið og blaðamönnum Vísis er kunnugt um, hafa átt sér stað miklar og fjárfrekar endurbætur í Valhöll nú í sumar, sem raunar er enn ekki að fullu lokið. Slíkum framkvæmdum, sem kost- að hafa hundruð þúsunda kr., fylg- ir að sjálfsögðu „alls konar rusl og skran" en öllu slíku þarf að aka út fyrir þjóðgarðinn og hefur slíkt verið gert eftir því sem til féll. Með vfsan til framanritaðs finnst okkur forráðamönnum Valhallar Vísis-greinin (myndskreytt) rang- lát, þar sem við höfum lagt fram mjög mikla vinnu og fjármagn í að gera Valhöll sómasamlegan mót- tökustað jafnt fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Við óskum vinsamlegast eftir að þér, herra ritstjóri, birtið framan- ritaðar athugasemdir okkar í blaði yðar. Virðingarfyllst, Reykjavík, 20. júlí 1964, F. h. Valhallar, Þingvöllum Sigursæll Magnússon". Vegna bréfs þessa vill Vísir taka þetta fram: Hinir nýju forráðamenn Val- haliar hafa gert góðar umbætur á hótelinu, sem vel ber að meta. En þeir aðilar, sem taka að sér Iand- kynningu með hótelrekstri á Þing- völlum, verða jafnframt að gæta þess að þar sé sæmilega þokkalegt um að litast, en rusl liggi ekki fyrir fótum gesta á þessum sögufræga stað, en það var gagnrýnt hér í blaðinu. Þegar blaðamaður Vísis var þarna á ferð var þar að auki öllum byggingarframkvæmdum lok- ið á staðnum, svo ekki er unnt að nota þær sem afsökun fyrir því hráefni, sem sjá mátti í kring um Valhöll þessa daga. Þorkell BítiII: .'¦ \ „Þær norsku eru hraust- legri ..." a brauÖiá íslenzku bjöllurnar (beatles) hafa undanfarið troðið í fót- spor Snorra Sturlusonar. Þær brugðu sér til Noregs í byrjun júlí, splluðu þar og trölluðu, eins og þeir ættu lífið að leysa. „Það varð allt brjálað, hvpr sem við komum," sagði fyrirlið inn, lágvaxinn piltur milli tekt ar og tvítugs, sem leit ínn á skrifstofu blaðsins í gær. Hann var klæddur skrýtinni flík, sauð svartri með rauðri silkibrydd- ingu, svo stuttri, að hún hefði getað verið af bróður hans tíu ára. Hinar bjöllurnar úr Sóló- hljómsveitinni eru enn ókomn ar úr sigurförinni. Þær komu fram á sex stððum, spiluðu git arlðg og beatles lög („tvær raddir"). „EHefu hundruð manns á útiskemmtistað í Grönnelunden hlustuðu á okk- ur spila „Lóan er komin" — þvl miður var það eina íslenzka lagið sem við lékum f Noregi. Við höfum snúið því yfir í grúp söng." Þetta sagði hljómsveit- arstjórinn, í»orkell Árnason, og ýmislegt fleíra. „í Risör voru rifnar tölur af okkur — stelo- urnar slitu heila lokka úr hár inu á okkur — maður er hálf sköllóttur á eftir — já, maður — ott háldið um skóna okkar ... ég' meina öklana ... við máttum þakka fyrir að sleppa lif andi í gegn." „Eruð þið með snúna ökla?" „Ég held nú ekki," svaraði bjallan. „Hafið þið lat- ið athuga það?" Þá hló bjallan. „Hvað vakti mest eftirtekt?" „M.a. fötin — Norðmennirnir höfðu aldrei séð svona fín föt eins og við vorum í — þau eru úr silki, blússuefni". „Lentuð þið í ástarævintýrum?" „Guð hjálpi mér," svaraði bjallan. „Voru þær fallegar?" „Þær eru hraustlegri en íslenzku steln- urnar." Sóló-bítlarnir munu skemmta í Þórsmörk um Verzlunarmanna helgina fyrir farþega Ferða skrifstofu Úlfars Jacobsens „Við verðum með byltingu þar," sagði fyrirliðinn.' Myndin er úr næturklúbbi í London, þar sem eigandinn hefur staðið uppi í hárinu á bófum, sem kröfðu hann vemd- argjalds, og sneri sér til lögreglunnar. Hann hefur af ótta við hefnd bófanna komið fyrir útbúnaði til að fylgjast með öllum sem koma, sér þá í sjónvarpsviðtæki, og með því að styðja á hnapp getur hann lokað varðstöð sinni á auga- bragði, sem er útbúin sem eins konar byrgi — með dyrum & SÍáft jíiaid g<. baasl ' ¦ ¦-. .... Lufidúnabófar í tengsl- um við „físia Bófar í London semja sig æ meira að háttum hins al- ræmda glæpalýðs amerískra stórborga, sem knýja atvinnu- rekendur til þess að greiða sér stórfé fyrir vernd. Þetta hafa hinir alræmdu „gangsterar" Chicago til dæmis komizt upp með. í London eru það ekki, eins og nú er komið, eingöngu venjulegir ræningjar og bófar, sem á viku hverri stela verð- mæti svo milljónum skiptir, með árásum um hábjartan dag, held- ur krefjast þeir, að eigendur næturklúbba og slíkra staða greiði þeim gjald fyrir vernd, og hóta þeim meiðslum er valda líkamslýtum eða jafnvel bana, ef þeir fallast ekki góðfúslega á þetta. Margir atvinnurekendur, er fyrir þessu verða, þora ekki að kæra til lögreglunnar. í skeyti til Norðurlandablaðs segir: Þetta er kunnugt, en er samband milli bófanna og fólks, sem almennt nýtur virðingar sem heiðarlegt fólk? Daily Mirror birtir í þessari viku hneykslisfrásögur, þar sem er látið liggja að því, eða næst- um fullyrt stundum, að bófarn- ir hafi tengsl við áhrifamenn, Ibúur ktiisim 'oru 18 íbúar íslands reyndust vera 186.912 þ. 1. desem- ber 1963 samkv. tölum Hag stofu íslands um mann- fjölda. Af þessum fjölda bjuggu 76.401 í Reykjavík, 50.165 í öðrum kaupstöð- um og 60.346 í sýslum iandsins. I kaupstöðunum urðu þær breyt- ingar, að Kópavogur var orðinn þriðji stærsti kaupstaður landsins með 7.684 íbúa, en Hafnarfjörður var með 7.630. Akureyri heldur • / sem yfirvöldin þekki. Blaðið full yrðir, að þingmenn hafi tekið þátt í svallveizlum með kynvill- ingum í næturklúbbum undir- heima Lundúna. Málið verður nú tekið fyrir i neðri málstofunni. Þingmaður úr Verkalýðsflokknum, Marcus Lip- ton, hefur gert fyrirspurn til Brooke innanríkisráðherra og krefst þess. að rannsóknarnefnd verði skipuð. Samtímis óskar hann upplýs- inga um fyrirmæli saksóknara til lögreglunnar varðandi mál kynvillinga. stöðugt sæti næststærsta kaupstað- ar landsins og vár með 9.398 íbúa. Keflavík er fjórði stærsti kaupstað urinn með 4.919 íbúa og Akranes fimmti með 4.088 íbúa. Stærsta sýslan er Árnessýsla með 7.303 íbúa, en Gullbringusýsla hef- ur 6.064 íbúa. Minnsta sýslan er Austur-Barðastrandarsýsla með 524 íbúa. Minnsti hreppurinn í þeirri sýslu telur aðeins 47 íbúa, en það er Múlahreppur. Þó er til minni hreppur, Grunnavíkurhreppur í N-ísafjarðarsýslu með aðeins 7 í- búa. Konur reyndust færri en karlar á landinu. Þær voru 92.397, en karlar 94.515. mrp,-Bnimrti7inmiBWHi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.