Vísir - 06.08.1964, Page 6

Vísir - 06.08.1964, Page 6
6 V í S IR . Fimmtudagur 6. ágúst 1964. vinnur sii grundvallorrannsóknum á ýmsum þáttum þjóð- múlu —i íyrstu verkefni verður „Menntun íslenzkrar æsku#/ — Stjórnurformuður Þórir Einursson Stjómir Sambands ungra Sjálf- stæðismanna og Heimdallar FUS hafa nú ákveðið að koma á fót Rannsóknar- og upplýs- ingastofnun ungra Sjálfstæðis- manna sem hafi það verkefni að vinna að „grundvallarrann- sóknum á ýmsum þáttum þjóð- málanna og gerir tillögur um stefnu og markmið ungra Sjálf- stæðismanna í þjóðmálum“ svo sem segir í samþykktum stofn- unarinnar. Þessi ákvörðun fyrrgreindra aðila er árangur af bréfi Bjama Benediktssonar, formanns Sjálf stæðisflokksins til ungra Sjáif- stæðismanna þ. 8. júní s.I., en þar hvatti hann til aukinnar rannsóknarstarfsemi ■ á vegum ungra Sjálfstæðismanna á grundvallarþáttum þjóðmál- anna. Stjóm stofnunarinnar Þórir Einarsson verður skipuð 7 mönnum og hefur Þórir Einarsson, við- skiptafræðingur, verið skipað- ur formaður hennar. STJÓRN STOFNUNARINNAR Svo sem fyrr segir er stofnun- in sett á stofn á vegum SUS og Heimdallar FUS. Skipar stjórn SUS fjóra menn 1 stjóm hennar, en Heimdallur þrjá. Formaður er tilnefndur af stjórn SUS og skal hann jafnframt eiga sæti í stjórn SUS. Er stjórn stofnunarinnár skipuð til tveggja ára í senn. HLUTVERK STOFNUNARINNAR Hlutverk Rannsóknar- og upp- Iýsingastofnunar ungra Sjálfstæð- ismanna er að vinna að rannsókn- um á hinum ýmsu þáttum þjóð- málanna I þvl skyni að móta og endumýja stefnu ungra Sjálfstæð- ismanna í þjóðmálum. Skal hún m. a. hafa vakandi auga á nýjum stefnum og straumum I þjóðfélag- inu og gera tillögur um stefnw ungra Sjálfstæðismanna í sam- ræmi við eðlileg viðfangsefni stjórnmálasamtaka ungs fólks. Ennfremur mun stofnunin hafa umsjón með útgáfu upplýsinga- rita til kynningar á stefnu og störfum ungra Sjálfstæðismanna. Mun stofnunin ýmist vinna að á- kveðnum verkefnum samkvæmt tilvísun stjóma SUS eða Heim- dailar eða fyrir eigið frumkvæði. UNDIRNEFNDIR Stjóm Rannsóknar- og upplýs- ingastofnunarinnar er heimilt að skipa undirnefndir, sem taki til meðferðar einstök tiltekin verk- efni og einnig getur hún leitað til einstakra manna um rannsókn- ir á ákveðnum atriðum. Stjómir SUS og Heimdallar fjalla um end- anlega afgreiðslu þeirra álita, sem stjóm stofnunarinnar sendir frá sér. MERKUR AFANGI Með tilkomu Rannsóknar- og upplýsingastofnunar er merk- um áfanga náð í starfsemi ungra Sjálfstæðismanna. Með henni skapast grundvöllur fyrir mjög auknum áhriftun ungra Sjálfstæð- ismanna á stefnu og störf Sjálf- stæðisflokksins, og er það vissu- lega ánægjuefni, að það skuli verða fyrir tilverknað formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjama Bene diktssonar. Fyrsta verkefni stofnnnartenar verður „Menntun islenzkrar æsku“, en Bjami Benediktsson óskaði sérstaklega eftir því, a8 ungir Sjálfstæðismenn tækju það til meðferðar. Nánar verður skýrt síðar frá öðrum stjórnarmönnum Rannsóknar- og upplýsingastofn unarinnar. ALLUR ER VARINN GÓÐUR Kínverskir kommúnistar haga gjörðum sínum í samræmi við málsháttinn gamla, sem segir, aö það sé of seint að byrgja brunninn, þegar baraið er dottið ofan f. Til þess að komast fyrir hugs- anleg skemmdarverk leyniþjón- ustu Bandaríkjanna og annarra þeirra útsendara alheimsauð- valds og afturhalds, sem hatast við íbúa Alþýðulýðveldisins Kina, hafa hin kommúnísku stjórnarvöld komið sér upp eink- ar haganlegu og þægilegu kerfi. f hverju einasta húsi, og þá væntanlega í hverju herbergi, er komið á fót nokkurs konar leyni þjónustu, þótt smá sé hún I sniðum, og síðan sér þessi inn- anhúss-lögregla um að koma á framfæri við hlutaðeigandi stjórnarvöld öllum upplýsingum, sem bent gætu til samvinnu ann arra fjölskyldumeðlima við væntanlega innrásarheri Banda- ríkjamanna. Af starfsfólki heimilisleyni- þjónustunnar er ekki krafizt staðgóðrar þekkingar á júdó, né heldur langskóiamenntunar I meðferð sprengiefna og leyni- merkja. Svo langt hafa kommún- istar náð á sviði nýtingar vinnu- afls, að þeir hafa séð sér fært að nytja til fullnustu það vinnu- afl, sem í kapitaliskum löndum er látið fara algjörlega til spill- is, sem sé böm. Meðfylgjandi mynd sannar ljóslega hina mik- ils um verðu, sósíalísku, skipu- lagshæfileika. Er hún af bömum, sem gerzt hafa sek um afbrot gegn rlkinu, og sjást, þau játa glæpi sina. Sennilega hafa af- brotin þótt vera fremur smá- vægileg, þvl ella hefðu þau vænt anlega verið send I vinnubúðir, sér til sáluhjálpar, en til þess að nota tímann og tækifærið, eru bömin um leið látin greina frá glæpsamlegum tilhneigingum f jölskyldumeðlima sinna. Ef ráða má af svip telpukindarinn- ar lengst til hægri, þá er ekki óliklegt, að þegar röðin kemur að henni, muni hún geta greint frá djöfullegu samsæri ömmu siifnar og C. I. A. um loftárásir fyrrgreindra aðila á samgöngu- leiðir kínverskra „sjálfboðaliða“ • til hjálpar undirokuðum Ibúum Suður-Viet Nam, sem nú eiga í heilögu stríði við alheimsimperi- alismann, alheimskapitalismann og fjöldann allan af öðrum al- heims-ismum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.