Vísir - 07.11.1964, Page 4

Vísir - 07.11.1964, Page 4
V í SIR . Laugardagur 7. nóvember 1964. Síðdegissamtal v/ð Ásmund Sveinsson um Einar Benediktsson á vetrarfrakkanum og um fegurðina sem engin orð ná yfir ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ '•k ^ ^ m. ^ ^ ^ wm m ^ m m, wm. m '•k "<«l m ^ ^ ^ m, ^ ■•, m. '•k m. >•. ^ ^ BÖRNIH SPURÐU: ER ÞETTA GULL? \71Ð stóðum úti í „skemmu“ Ásmundar, þar sem hann geymir listaverk sín í röðum í tugatali. Við höfum geng ið lítilli styttu sem hann geymir þar, styttu Ein- ars Benediktssonar. Það er sama styttan og nú hefur risið upp á Klambratúni, frummynd in, skáldið Einar Bene- diktsson í vetrarfrakka sínum, harpan á bak við. Hér er styttan aðeins miklu minni. Hún er vart meira en fet á hæð. Ásmundur beygir sig yfir þessa litlu styttu og segir: — Ég vildi sýna, að hann væri risi. Því að hann var risi. Hann var stór í öllu, hann gat ekki hugsað smátt. — P]rt:u ánægður með það að nú er búið að gera styttuna í stærri mynd. Hér fyr- ir framan okkur er hann eins og dvergur, eins og puti í puta- landi. En ég sá styttuna á Klambratuni. Þar kemur hann fram sem sannkallaður risi, myndin þar er risavaxin. — Stærðin á styttunni skiptir ekki öllu máli, heldur formið á henni. Egyptar kunnu þessa list. Allar myndir þeirra eru myndir af risum, formið er þann ig, skýrar, afdráttarlausar monu mental línur, svo að manni dett- ur ekki í hug annað orð en risa- ýaxið. — Ég man það, að þeg- ar ég var í Svíþjóð, vorum við nokkrir félagar að skoða mynd- ir í listaverkabók, þá sjáum við þar grúppu af andlitum, þetta voru egypzkar fornleifar og ekk ert var með þeim á myndinni ti! samanburðar svo að við gætum séð hina raunverulega stærð. En okkur kom saman um, að þessi mynd hlyti að vera risavaxin. Formið og línurnar gáfu manni bessa hugmym’ Svo nokkrum árum seinna var ég á ferð í Berlín og kom þar á safn og þar var þessi mynd. Og hún var svo furðulega lítil, aðeins spönn á hæð. Svo var það einhvern- tíma seinna sem Bandaríkja menn fóru að höggva risavaxnar myndir af forsetum sínum i fjallseggjar. En það var alvep óþarfi hjá þeim, það er hægt að gera myndir risavaxnar í snið- um án þess, að þær þurfi að vera stórar. Egyptamir kunnu þessa list og það yar held ég vegna þess, að þeir litu á mynd listina sem trúarathöfn. Mynd- irnar áttu að vera bústaður sáln anna eftir dauðann. Það var ekki fyrr en Grikkir komu til sögunnar, sem farið var að gera raunverulegar mannsmyndir — 'C’n hvað á harpan á bak við að tákna, — skáld- skapinn? — er það ekki? — Menn verða að skoða hana Og túlka hver fyrir sig. Maður gæti sagt, að hörpustrengirnir væru eins og geislar skáldskap- arins sem stöfuðu yfir hann, ja eða tónaregn, að skáldskapar- gáfunni rigndi yfir hann. Og sveigurinn efst á henni gæti táknað bylgju eða hafið. Svo hafg,. sumir sggt við mig, að þeini finnist oddurinn út úr að neðan vera eins og stafn á skipi, — eða hann gæti verið eins og fjallshlíð. Það verður hver og einn að sjá það út úr þessu sem honum sýnist. — Annars skal ég segja þér eitt, heldur Ásmundur áfram. Ég var við þarna niður á Klambratúni, þegar verið var reisa styttuna. Og ég var skjálf andi af hræðslu. Ég vissi að »*«r > <r • » . < k v -- 0 þeim myndi öllum líka við sjálfa standmýndiiia af Einari Benediktssyni, en hvað myndu þeir segja, þegar harpan væri reist á bak við? Svo stóð ég þarna og stand- myridin lá á hliðinni hjá okkur. Svo kom vörubfll úr Sindra með hörpuna. Eins og venjulega hópuðust börnin í kringum okkur, voru forvitin og áhuga- söm. Og þegar komið var með hörpuna, þá urðu þau hrifin og spurðu, hvort hún væri úr gulli, af því að hún glampaði eins og hún væri úr þeim eðla málmi. Mikið gladdi þetta mig,- því að nú skildi ég, að börnin höfðu auga. ■p'g er nú svo oft að tala við blaðamenn, en nú ætla ég að bregða út af vana mínum og tala v'ið ykkur alvarleg orð. Við eigum ekki að vera að blanda literatúrnum inn í þetta allt saman. Það er ekki rétt sem Einar Benediktsson sagði, að til séu á íslenzku orð yfir allt sem er hugsað á jörðu. Meira að segja sagði sálfræðingur einn nýlega við mig: — Það er ekki einu sinrii hægt að lýsa hári á konu til fulls í orðum. Og íslendingar verða að fara að Styita Einars Benediktssonar á Miklatúni. Ásmundur Sveinsson vinnur að eftirmynd Einarsstyttunnar. skilja það einhvern tíma, að myndlistin og tónlistin eru sjálfstæðar listgreinar og á ekki að vera að blanda litera- túrnum saman við þær. Þeir eru þarna litirriir og línumar og tónarnir án þess að það eigi eða ré hægt að lýsa því öllu í orðum. í margar aldir er bú- ið að kæfa niður með okkar þjóð allar tilfinriingar fyrir formi og litum. Hver veit hvað mörg listamannaefni hafa verið kúguð niður, ætli Sölvi Helga- son hefði ekki orðið eins mikill og Kjarval, ef aðeins hefði ver- ið ríkjandi annar hugsunar- háttur. Hvernig var það með sveitapiltinn ef hann setti sam- an stöku, þá var strax talað um að þetta væri andlegt, en ef hann skar eitthvað út, gerði einhverja mynd. þá varð hann að vera með það í felum, eða hann var í hæsta lagi kallaður handlaginn. Eitt var víst, að það var ekkert andlegt. Og enn heldur þetta áfram í skólunum, bar er ekkert gert til að halda vakandi hinu opna auga fyrir fegurðinni, hví ekki að Iáta þau skrifa um eða ræða við þau um fegurstu götuna í bænum, fegursta húsið sem þau þekkja. — E" ^vern'S fer fyrir börn- unum, sem héldu að þetta væri gull og svo vinnur tíminn á þessu, það fellur á það og spansgrænuhúð kemur á það? — Það mætti gylla það. Ef menn vildu gera vel til hörp- unnar minnar og barnanna, þá mætti gylla það líkt og turn- spíruna á Heilsuverndarstöð- inni, og sú gylling helzt vel. — Finnst þér h'itt ekki ein- kennilegt, Ásmundur, að börnin . skyldu halda að þetta væri gull sem var kopar? Hvernig var svo með gullið hans Einars, var það , ekki líka kopar? — iÞað er eitt sem er víst, hann hafði auga. Það sýriir hann í mörgum kvæðum sínum, eins og Spánarvín og Signu- bakka. — Þú meinar að hann hafi þá verið að reyna að lýsa því sem augu hans sáu í orðum. Hann hafi þá gert heiðarlega tilraun til þess. — Já, að vísu. Hann var stór, hann var risi, hann gat ekki hugsað nema í stórfyrirtækjum. Hann hefði aldrei getað farið að stofnsetja litla verzlunar- holu. Bak við þetta lá, að hann var ekki að hugsa um sjálfan sig. heldur alla þjóðina. Hug- sjón hans var að drífa okkur upp úr eymdinrii og gera okkur að mestu menningar og fyrir- myndarþjóð heims. Og það var annað merkilegt við hann, hann gerði allt að list. Meira að segja bissness’inn. Þegar hann talaði um framkvæmdir og við- skipti, þá var það líka skáldið sem talaði þar. Þess vegna tókst honum að ná svo mörgum á sitt band, að hann hreif þá með þessu. — HV6nær Serðir þú þessa mynd af Einari Bene- diktssyni? — Það var víst einhvern tíma í kringum 1930. Ég bjó þá inni í Laugarnesi. Ég var kom'inn heim fyrir nokkru og húsnæðislaus, ekki búinn að koma upp húsinu á Freyjugöt- unni. Þá minnir mig að það hafi verið Jónas frá Hriflu, sem útvegaði mér húspláss í Laug- arnesspítalanum. Hann stóð þá mikið til auður, holdsveikra- sjúklingunum hafði fækkað svo mjög. Herbergin voru sótt- hreinsuð og svo flutti ég inn. Þetta var uppi á efri hæðinni, ég held í suðurálmunni. Framhald á bls. 7. i» BET, V>v>v T7V",'riT . v-.v f ÍT1T jT ?T?rV v f v n n m' xÍK - 'H. i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.