Vísir - 07.11.1964, Side 7

Vísir - 07.11.1964, Side 7
V1S IR . Laugardagur 7. nóvember 1964. 7 Hótel Hafnarfjörður varð að víkja fyrir nýrri gatnagerð unnar og vegna þess að börn þyrp ! Önnur hús sem stóðu á götu- ast unnvörpum að staðnum á með ^ stæðinu nýja hafa ýmist verið rif- an aðgerðir standa þar yfir. ' in eða flutt burt í heilu lagi. Fjöldaþjófnaðir harna upplýstir Einhvern næstu daga verður nýr simaklefi tekinn í notkun við Lækjar- torg í Reykjavík. Er hann staðsettur á gangstéttinni fyrir neðan Gimli, en gamli simaklefinn á torginu sjálfu verður lagður niður eftir áratuga trygga þjónustu, sem hefur þó öðru hverju verið trufluð af fádæma slæmri umgengni borgaranna og er það hald margra, að þar s6 ekki aðeins æskunni um að kenna. Vonandi ttkst borgurum Reykjavíkur að sýna hinum nýja símaklefa meiri sóma, og þá ætti bæjarsimatmm Bka að takast að koma svipaðri þjónustu víðar mn borgina (Ljósm. BG). Undanfaraa daga hefur verið unnið að því að fjarlægja gömul hús í Hafnarfirði sem staðið hafa i vegi fyrir Reykjavíkurveginum nýja, sem verið er að leggja á nýjum stað niður í Fjörðinn og sunnar en hann lá áður. Reykjavíkurvegur hefur til þessa legið I hlykkjum þar sem gömlu Fjarðargötumar lágu áður niður í Hafnarfjörð. Nú á að færa hann úr stað og leggja beint niður af ‘svokölluðum Sjónarhól. En til þess að það gæti orðið þurfti að rífa nokkur gömul hús og það mesta þeirra og sögulegasta var Hótel Hafnarfjörður, mikið hús og veg- legt á þeim tíma sem það var byggt á. Útveggir þess voru stein steyptir en loft og önnur innrétt- ing úr timbri. Það gegndi síðast gistihússhlutverki seint á stríðs- árinnum, en þá var rekstri þess hætt. Síðan hefur ekkert hótel ver ið starfandi í Hafnarfirði. Síðustu dagana hefur verið ráð izt með miklu offorsi á útveggi þessarar gömlu byggingar og grunn hennar, bæði með spreng- ingum og 50 tonna jarðýtu og er nú í þann veginn lokið að jafna hana við jörðu. Hefur lögreglan í Hafnarfirði orðið að standa vörð um húsið síðustu dagana vegna sprengihætt Innbrot Innbrot var framið í nótt í fisk- búð Sæbjargar á Hjarðarhaga 47. Brotizt hafði verið inn með þeim hætti að brotin var rúða í útidyra hurð bakdyramegin. Eftir það var auðvelt inngöngu því lykillinn stóð í skránni.- Stolið var um 250 krónum í skiptimynt, en öðru ekki svo séð yrði. Fyrir nokkru birtist fregn í dag- blöðum Reykjavíkur um tvo drengi sem höfðu ráðizt á telpu- krakka, sem send hafðj verið f verzlun með 1000 króna peninga- seðil og átti að kaupa eitthvað til heimilisþarfa. Telpan kom varningslaus, pen- ingalaus og mjög miður sfn til baka. Hún sagði farir sínar ekki sléttar. Tveir drengir, lítið eitt eldri en hún sjálf, höfðu ráðizt á hana niður á Lindargötu, þar sem hún átti heima, hrint henni í göt- una og hrifsað um leið af henni pyngjuna sem 1000-kallinn var geymdur í. Að því búnu tóku þeir til fótanna og forðuðu sér á flótta. Málið var strax kært til lögregl- unnar og hún leitaði drengjanna, en árangurslaust, þar til nú fyrir skemmstu að hún hafði uppi á þeim í sambandj við önnur og fleiri afbrot, sem bæði þessir drengir og margir aðrir voru við- riðnir. Mest var um stuldi að ræða hjá drengjunum, sem flestir eiga heima á takmörkuðu svæði í á- kveðnu hverfj bæjarins, enda lang samlega mest látið til sín taka þar. Einhverir drengjanna höfðu einn- ig óknytti og spellvirki í frammi og m. a. fór einn þeirra víðs vegar um húsakynnj stórhýsis á Lauga- veg 178 og sprautaði þar svokall- aðri tannafeiti vfðs vegar um veggi og þil. Þetta var hinn mesti ó- þrifnaður, enda aðkoman í mörg- um herbergjanna ljót og tók lang- an tíma að hreinsa olíuna burt. Þegar fyrsti drengurinn var staðinn að verki, kom í ljós að hann vissi um ,hóp kunningja sinna og féiaga, sem ýmist höfðu verið með honum að verki, eða þá með kunningjum kunningja hans. Þetta varð til þess að lögreglan hafði hendur í hári 15 drengja á aldrinum 9-14 ára sem stolið höfðu á fjölmörgum stöðum, og samanlagt þýfi sem þeir hafa við- urkennt að hafa stolið nemur 25- 30 þús. kr. Drengirnir hafa unnið ýmist einir eða í félagi með öðrum.- Og enda þótt þeir þekkist ekki aliir innbyrðis eru keðjutengsl á milli þeirra, en þeir verstu voru á aldr inum 11 — 12 ára. Sumir drehgj- anna hafa orðið uppvísir að þjófn uðum og óknyttum áður, en aðrir ekki. Mál þeirra hefur nú verið afhent Barnaverndarnefnd Reykja víkur til meðferðar. Að sögn rannsóknarlögreglunnar höfðu drengirnir þá aðferð að fara inn í mannlausa vinnuskúra eða herbergi og næla sér í peninga úr fötum starfsfólks. Stundum stálu þeir veskjum með öllu, sem í þeim var, en stundum tóku þeir úr veskjunum aðeins hluta af þeim peningum sem þar voru geymdir. Þá var það ekki alltaf að menn urðu vafir við peningahvarfið fyrr en nokkrú seinna og gátu þá ekki ævinlegá áttað sig á hvar það hafi orðið. Komið hafði það fyrir að drengirn- ir voru staðnir að verki, þannig að þeir sáust vera að snuðra inni í mannlausum skúrum og herbergj- um. Þeir voru þá venjuiega aðeins reknir út án þess að Iögregiunni væri skýrt frá þessu. Þetta jók þeim hugrekki á ný og töldii sér óhætt að freista gæfunnar áfram. Lögreglan telur að slíkt eigi ekki að eiga sér stað. Það eigi að gera henni aðvart ef drengir eða aðrfr séu að snuðra að erindisleysa á vinnustöðugt fólks. Bæði léttir það henni oft starfið og komi í veg fyr ir frekari óknyttaferil ungtinganna. Auk þess eigi menn ekki að skilja peninga né önnur verðmíeti eftir í mannlausum skýlum né annars staðar á glámbekk. ER ÞETTA GULL? - Framhald at ols 4. — Þá hefur Einar komið til að sitja fyrir hjá þér? — Ekki var það nú beinlínis. Þetta var þegar þau Hlín voru að undirbúa ferðina til Túnis og þau höfðu víst ekkert hús- næði meðan þau voru að undir- búa hana. Þá kom Einar til mín og var gestur hjá mér í upp- undir einn mánuð. Þá notaði ég tækifærið og mótaði hann. Það lán beint við.ihann var svo mikill persónuleiki. — y^tti þetta þá að vera stand mynd frá upphafi? — Nei, ég gerði fyrst brjóst- mynd af honum. En svo var það einu sinni, að hann og Hiín voru að fara niður í bæ og það var fremur kalt í veðr'i. Einar bjó sig alltaf mjög vel, var illa við kulda, hann var í þykkum vetrarfrakka eða pelsi og mig minnir að hann hafi verið með tvo trefla. Hann stóð þarna á pólfinu hjá mér og var að bíða eftir Hlín og fyllti út í herbergið, sem hann terði alltaf og þegar hann var •ominn í þennan frakka, þá vllti hann enn meira út. Allt í einu hrópaði ég til hans: — Stattu kyrr. Og ég var með ]eir og mótaði i skyndi bessa línu sem ég sá Þetta «töð ekki lengi, því að þau burftu að fara niður í bæ'inn. Seinna stóð hann líka fyrir, og ég held ég hafi náð honum vel. Kunningjar hans segjast alveg þekkja svipinn, þarna er hann. Ég hefði ekki getað náð því eft ir á, þótt einhverj'ir hefðu komið til mín og beðið mig um að gera líkamsmynd við brjóst- myndina. Það er alveg ómögu- legt að gera slíkt eftir á. Það er ekki hægt að ná svipnum. — Hafðirðu eiliíerf Þekkt hann A áður en hann kom til þín í Laugarnes? — Ne'i, ég hafði séð hann áður, hafði m. a. verið sam- skipa honum út, þegar ég var strákur, en þá þorði ég ekki einu sinni að ávarpa hann. Þegar ég var við nám úti í Kaupmannahöfn, bjó hann þar í v'illu úti á Friðriksbergi, en ég hafði aldrei kynnzt honum bar. — Hver voru helztu áhuga- mál ' ans, cðan hann dvaldist sem gestur hjá þér? — Það var svo margt. Fyrst og fremst þetta að lyfta þjóð- inni upp. Og ég fann með hon- um sársauka yfir því, að hon um var orðið Ijóst, að hann gæti ekki lyft því grettistaki. Hann var þá uppfullur af hu^- myndum um hellana austur i sveitum og við ræddum um það, hvort þeir væru leífar fornrar byggðar. Hann sendi Ijósmyndir af þeim til British Museum, ef krafsið í hellis- veggjunum væri lfkt og eitthvað sem þar fyndist, þá væri þetta mikil uppgötvun. Se'inna kom hann aftur og heimsótti mig, þá var ég fluttur annað, hafði vinnustofu i húsinu þar sem Iögreglustöðin er núna. Hann kom þangað með Árna Pálssyni prófessor og ég nam setningu sem hann sagði við mig, þegar hann var að kveðja mig: — Höggmyndalistin er meira en list, hún er vísindi. — Hvað átt'i hann við með því? — Ég held að hann hafi meint, að það er höggmynda- listin sem bezt hefur varðveitt frumsögu þjóðanna. Heil vísinda grein, fornleifafræðin, bygg'ir lang mest á höggmyndum, því að þær hafa varðveitzt bezt í jörðinni. — Cegðu mér annað, Ásmund- 1 ur. Mér virðist, að þú lýs- ir honum í standmyndinni sem glæsilegum heimsborgaralegum manni. En hefði þá ekki verið enn sterkara, að láta hann vera með hatt á höfði. Hefði það ekki sýnt heimsborgarann enn skýr- ar? — Nei, það hefði ekki getað gengið. Fyrst og fremst verður har. að vera berhöfðaður svo að tónaregn skáldskaparhörp- unnar hellist yfir höfuð hans Auk þess h^fði mynd'in eyði- lagst á því, hatturinn hefði orðið skraut: Og það er einmitt með skrautinu, sem rnyndir eru eyðilagðar. Ég '•hal segja þér. ég hefði sett þó ekk'i væri meira en hnapp á frakkann hans, þá hefði myndin verið eyðilögð. — Þú hefur kannski líka ver- ið að hugsa um það, að ef þú hefðir sett hatt á höfuð hans, þá hefði ennið ekki sézt eins vel Þetta hvelfda, breiða enni, sem mér virðist túlka svo vel, að þarna stcndur skáld. — Nei, það skiptir mig engu máli. Ég var ekkert að hugsa um að túlka skáldskap hans með enninu. Ég gerði hann eins og hann var. Þið verðið að skilja það, að þessi smáatriði skipta mig engu máli. Aðalatrið'ið fyrir mér eru útlínurnar, þessi monu- mentali stíll. Já, aðalatriðið fyr- ir mér er harpan. — tekur maður eftir þvi, Ásmundur, að það er allt annar stíll á standmyndinni en hörpunni. Vildir þú fallast á, að maður túlkaði það svo, að þetta sýndi hinn tvískipta per- sónuleika — annars vegar skáld ið, hins vegar fjárafla. og fram kvæmdamanninn? — Það get ég ekki á nokk- urn hátt tekið und'ir. Bæði standmyndin og harpan sýna þennan gamla anda, standmynd in kannski frekar þennan stór- brotna framkvæmdamann, já, eina sanna Evrópumanninn, sem við höfum átt. Það var vissu- lega stórkostlegt að eiga slíka hetju, harpgn sýnir með öðru forrni en í sama anda hinn stór- brotna skáldskap hans. Nei, það skal ég aldrei ,taka undir, að Einar Benediktsson hafi verið tvískiptur persónuleiki. Ilann er sá héilsteyptasti maður sem ég hef þekkt. Hann hefði heldur aldrei orðið slíkt skáld sem hann varð, ef hann hefði aldrei farið út fyrir landsteinana eða setið allt sitt líf sem sýslumað- ur á Islandi. Svo mikið er víst, að þá hefðu mörg kvæði hans áldrei orðið til. Það er ekkert annað en vitleysa þetta tal um að hann hafi verið tvískiptur milli skáldskapar og veraldar- vafsturs. Athafriir hans og hug- sjónir koma fram í skáldskapn- um og hann bjó allar fram- kvæmda- og fjáraflaáætlanir sín ar í skáldlegan búning. — Þú hefðir þá ekki viljað að standmyndin væri látin standa ein sér? — Þéir komu til mín og höfðu frétt að ég ætti standmynd af Einari Benediktssyni. Það kom sér vel, að hún var til. Ég held að þeir hafi hugsað sér í fyrstu að hafa aðeins standmyndina. En harpan fylgd’i. Ég sagði þeim að þeir mættu náttúrlega ráða, en bætti því svo við, að ég myndi þá reisa hörpuna sjálfur á túninu hjá mér. Svo kom í ljós, að þeir vildu fá hörpuna líka. Samt er ég ekkert viss um að fullorðna fólkið skilji þetta. En börnin skildu það og það gleður mig. Þau spurðu: — Er þetta gull. Þau hafa auga og þetta er þýð- ingarmesta mál okkar í dag. Við stöndum á tfmamótum. Okkur vantar aðeins herzlumun inn að verða menningarþjóð á fléír'i sviðum en bókmenntum Við megum ekki loka hinu sjá- andi auga barnanna. Þ, Th.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.