Vísir - 14.11.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 14.11.1964, Blaðsíða 4
V jisik . Laugardagur 14. nóvember 1964. og félög fá inni i sína að Fríkirkjuvegi 11 „Eftir að borgarstjóm afhenti Æskulýðsráði þetta hús, getur það að- stoðað fjöldann allan af klúbbum og félögum, sem hafa átt í erfiðleik- um vegna húsnæðis- !eysis“, sagði Reynir Karlsson, framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur í viðtali við Vísi nú íyrir skömmu. Um 25 klúbbar og félög hafa nú fengið inni í hinum nýju húsa kynnum Æskulýðsráðs að Frí- kirkjuvegi 11. - Mikil breyting varð á starfi ráðsins s.l. vetur og nú hefur tómstundastarf ungl inga á gagnfræðaskólastiginu verið fært inn í skólana, en Æskulýðsráð hyggst reyna að ná meira til ungs fólks á aldr- inum 16 til 25 ára. Miklar endurbætur að Fríkirkjuvegi 11 Heimdallarsíðan skoðaði hið riýja húsnæði að Frfkirkjuvegi 11, undir leiðsögn Reynis Karls- sonar, framkvæmdastjóra. Borg- arstjóm afhenti Æskulýðsráði húsið snemma á þessu ári og að undanförnu hafa allmiklar endurbætur verið framkvæmdar á húsinu. Öll herbergi hafa verið máluð, gert hefur verið við gólf og unnið að dúklagningu. Þá hafa bæði pípulagnir og raflagn- ir verið yfirfarnar. — Við höfum átt í töluverð- um erfiðleikum með að fá iðn- aðarmenn, segir Reynir, en þó hafa t. d. flest herbergin verið máluð af unglingunum í þeim félögum og klúbbum, sem eiga að fá þau til afnota. Nú emm við farnir að sjá fyrir endann á þessum framkvæmdum og von- um að ekki líði langur tími þar til starfsemin geti byrjað hér í húsinu. Aðsetur klúbba og fé- laga á efri hæðinni — Á efri hæðinni verða fund- arherbergi fyrir hina ýmsu klúbba og félög. Á hæðinni eru alls 10 herbergi og verða þau Hið glæsilega húsnæði að Fríkirkjuvegi 11, sem borgarstjóm afhenti Æskulýðsráði. einkum notuð fyrir stjórnar- og nefndarfundi í flestum tilfell- um eru tveir til þrír aðilar um hvert herbergi og þar verða svo læstar hirzlur fyrir hvern klúbb eða hvert félag. Þá er einnig á þessari hæð aðstaða til þess að halda námskeið eða stærri fundi. Á neðri hæðinni er skrifstofa Æskulýðsráðs og þrjú samliggj- andi herbergi, þar sem reynt verður að hafa „opið hús“ í vetur. — Hváð áttu við, þegar þú tal- ar um „opið hús“? — Þá á ég við, að þessi her- bergi verði opin öllu ungu fólki. Þarna verða húsgögn og einhver leiktæki og einnig verður senni- lega hægt að fá keypta þar ein- hverja hressingu. Þá er ætlunin að efna til kynninga eins og t.d. á hljómplötum. 1 kjallaranum er allstór salur, sem lánaður verður til afnota fyrir klúbba og félög og við hliðina er svo veit- ingasalur og eldhús. Einnig er hér bakhús, en þar er m. a. góð- ur salur, sem ætlunin er að nota til funda og föndurstarfa og auk þess eru þar þrjú herbergi, sem verða þannig útbúin að ljós- myndavinna geti farið þar fram og grófari tómstundaiðja. Þá má geta þess, að fóstruskólinn hef- ur aðsetur hér að Fríkirkjuvegi 11 á morgnana og fram eftir degi. Stefnubreyting á starfsemi Æsku- Iýðsráðs í fyrra — ! fyrra varð stefnubreyting hjá Æskulýðsráði. Félags- og tómstundastarf unglinga á gagn- fræðaskólastiginu hefur færzt meira inn í skólana og gengst Æskulýðsráð nú fyrir sérstökum tómstundakvöldum einu sinni í viku í skólunum, í samvinnu við Reynir Karlsson, framkvæmdarstjóri skólayfirvöldin. Jón Pálsspn tóm stundaráðunautur hefur séð um þessa starfsemi fyrir hönd ráðs- ins. Við bindum miklar vonir við þessa starfsemi, en einkum er það þrennt, sem mælir með þvi að færa þetta inn í skólana. Skólarnir hafa þá betri aðstöðu til þess að fylgjast með því að unglingarnir taki ekki of mikinn þátt í tómstundastarfi, þannig að það taki frá náminu. Stefnt er að því að skólarnir verði nokkurs konar hverfisheimili eða miðstöðvar og síðast en ekki sízt: með þessu er verið að nýta hin glæsilegu skólahúsnæði borg arinnar. Sjóvinnunámskeið áfram — Hvað um aðra starfsemi í vetur? — Þá má fyrst nefna sjóvinnu námskeið, sem nú er að byrja. Þessi námskeið hafa ávallt not- ið mikilla vinsælda og verið fjöl- sótt. Námskeiðið verður að Lind- argötu 50 og hefur Hörður Þor- steinsson yfirumsjón með því. I’ Golfskálanum starfar svo vél- hjólaklúbburinn Elding, en aðal- Ieiðbeinandi er Sigurður Ágústs- son lögregluvarðstjóri, þá eru þar einnig starfræktir nokkrir klúbbar, svo sem flugmodel- klúbbur og skemmtiklúbbar æskufólks. — Getur verið að ykkar starf- semi dragi úr starfsemi ein- hverra æskulýðsfélaga í Reykja- vík? — Nei, ég vona hið gagn- stæða. Með þessu húsi hér er t. d. verið að aðstoða fjölmörg félög og klúbba, sem hafa átt í erfiðleikum vegna húsnæðis- leysis og ef það eru einhver fé- lög eða klúbbar, sem eiga í erf- iðleikum, þá vona ég að við heyr um frá þeim, sem fyrst, því við munum reyna að gera okkar bezta til þess að aðstoða þessi félög eða klúbba. Nýja húsnæðið stórbætir alln aðstöðu Æskulýðsróðs, útivistarsvæði i na- grenni borgarinnar segir Reynir ICarlsson, framkvæmdarstjóri RITSTJÖR AR: Pétur Sveinbjarnarson Steinar J. Lúðvíksson betur fer alltaf eitthvað nýtt á prjónunum, en ég veit ekki hvort að svo stöddu sé heppilegt að skýra frá því. Eins og áður hef- ur komið fram, höfum við mik- inn áhuga á að koma upp róðra- og siglingaklúbb í Fossvogi og einnig er stofnun bílaklúbbs í undirbúningi Þá má ef til vill geta þess, að við höfum mikinn áhuga á að koma upp útivistar- svæði hér í nágrenni borgarinn- ar, þar sem reykvísk æska get- ur m. a. dvalið í tjöldum yfir helgar og skemmt sér á heij brigðan hátt. — En eins og ég sagði áðan, þá erum við að reyna að ná til sem flests ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára, m. a. þess vegna gerum við þessa tilraun með það að hafa opið hús hér að Fríkjrkjuvegi 11. — Og ég vona, að sem flest ungt fólk láti sjá sig, sagði Reynir að lokum. — Einhver stór verkefni fram undan, Reynir? — Æskulýðsráð hefur sem á næsta letti Málfundaklúbburinn hefur þeg- ar hafið starfsemi sína og er næsti fundur klúbbsins þriðju- daginn 17. nóvember. Næsta er- indi í erindaflokki Heimdallar um „Stjórnmálastefnur samtím- ans“ er á miðvikudaginn. Þá mun Eyjólfur Konráð Jónsson flytja erindi, sem nefnist „Frjáls- hyggja og hægri stefna. Þá má einnig vekja sérstaka athygli á hinum ört vaxandi launþega- klúbb Heimdallar, en næsti fund- ur klúbbsins er fimmtudaginn 19. nóvember. Mun bá Þórir Ein arsson viðskiptafræðingur ræða um „Hlutverk nútíma verkalýðs- hreyfingar“. Heimdellingar og aðrir, sem áhuga hafa á starfi félagsins, eru hvattir til þess að líta inn á skrifstofu Heimdallar, sem er opin alla virka daga kl. 3—7. Um leið gefst þeim tækifæri til að skoða framkvæmdir við fé- lagsheimili Heimdallar, en ætl- unin er að það verði tekið í notkun um næstu áramót. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.