Vísir - 14.11.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 14.11.1964, Blaðsíða 7
71 S I R »y iKi'a Laugardagur 14. nóvember !!)84. 7 9BTJI Jarðnesk gieði af sauðfé SYNING ASGERÐAR BUADOTTUR JJin svonefnda abstrakt-list hefur frá öndverðu ráðið rfkjum í nokkrum greinum mynd listar. Hún hlaut þar almenna viðurkenningu löngu áður en hún var uppgötvuð á ný á voi- um dögum. Ein þeirra greina er myndvefnaðurinn. Segja mætt:, að myndvefnaðurinn hafi verið á blómaskeiði, meðan mynztur og form hans voru abstrakt, meðan þau mótuðust við sam- leik ívafs og uppistöðu. En að sama skapi sem stóraukin tækni þróun í vefnaði gerði mönnum kleift að herma eftir náttúru- fyrirbærum (i natúralismanum), fór þessari göfugu list að hnigna. Hins vegar hefur ab- strakt-listin, þ. e. endur-uppgötv un hins andlega í myndlist, hvergi haft eins djúp áhrif eða= hreinsað andrúmsloftið eins vel og i myndvefnaði. Sýning Ás- gerðar Búadóttur í Bogasalnum, sem nú stendur yfir, er sann- færandi og glöggt dæmi þessar- ar þróunar. Ætla mætti, að það sé einkar freistandi fyrir listamanninn að láta gamminn geysa og gefa í- myndunaraflinu lausan taum- inn. Þeim mun eftirtektarverð- ara er að sjá, hvernig Ásgerður beitir listrænum aga í verkum sínum,* til þess eins að hlýða hinum ströngu grundvallarregl- um og listrænu lögmáli hand- verksins. rT'eppi er upphaflega ekkert annað en einfaldur dúkur í ýmsum litum, sem klæðir kald- an steinvegginn. Fallegt efni úr mjúkri og hlýrri ull er sérstak- lega vel til þess fallið, vegna þess að það er gætt einkar skemmtilegum litbrigðum, sem breytast eftir því hvernig þræð- irnir eru bundnir og birtan fell- ur á þá. Eru þar ótæmandi mögu leikar litbrigða og ,,gerðir“ efn- isins, sem lífga nakinn vegginn, án þess þó, að þar sjáist „mynd" í venjulegri merkingu. Það er einmitt þessi fegurð ullarinnar, sem Ásgerður lokkar fram og leysir úr læðingi. Veggteppi hennar eru oftast gerð í einum aðallit, blágrænum, orange eða rauðum, er skiptist síðan í fá- ein skýld litbrigði. Eins einföld er teikning þeirra. Vefnaðar- tæknin hefur í för með sér, að hinar mest áberandi áttir í myndbyggingu eru lóðréttar og láréttar skiptingar (uppistaða og ívaf). Þær eru jafnframt aðal- áttir í hýbýlum okkar, og þegar MYNDLIST þess er gætt í vefnaði, samræm- ast teppin mjög vel því um- hverfi. Næsta tilbrigði er ská- línan, sem rís og fellur eins og tröppur í vefnaði. Þannig verð- ur til þríhyrningsform sviþað og ferhyrningar mótast úr lóðrétt- um og láréttum lfnum. Þar við bætist loks boglínan. Þessi grundvallaratriði veita ótal möguleika til myndbyggingar, sem hafa þó allir þann kost, að vera f fullu samræmi við vinnu- aðferðina og lfnur veggjarins (arkitektúr). Ábreiða er hluti af vegg en ekki trönumynd eins og málverk, er bakgrunnur, eins konar leiktjald á leiksviði okkar daglega heimilislífs. Frammi fyrir þessu tjaldi ber að hugsa sér hin lífrænú, fjölbreyttu form mannslíkamans. Afstaða hans til hinna kyrrstæðu forma á veggn- um skapa þá heild, sem lista- maðurinn hefur í huga. Mér finnst, að Ásgerður skilji þetta einkar vel. Áhorfandinn gerir sér kann- ski of litla grein fyrir þeim list- ræna aga, sem Ásgerður beitir, misskilur hann jafnvel sem hug myndaskort. En það er einmitt þessum einfaldleika að þakka og þeim skorðum — er hún setur sér vísvitandi — að fegurð efn- isins og töfrar myndvefnaðarins koma skýrast í ljós. J list fyrri tíma, allt frá rena- issance-tímabilinu, voru myndir eins konar gluggar í veggjunum, op sem veittu sýn t. d. út í landslag. Myndir nú- tímans gegna ekki slíku hlut- verki, veita enga útsýn og sízt af öllu myndteppin; þær opna frekar innsýn, leiða okkur fyr- ir sjónir hin leyndu form manns andans, hrynjandi og sveiflur, sem búa hið innra með okkur. Áttablaðarósir á gömlum ís- lenzkum ábreiðum voru aldrei stæling á raunverulegum rós- um.Þær voru reyndar sjaldséð- ar. Öll mynztur og tákn, „mynd- ir“, voru langt frá því að vera stælingar, heldur voru þau fall- myndir, ofanvarp innri hræringa og tilfinninga, skuggamyndir sálarinnar, varpað á vegg. Þann- ig finnst mér, að Ásgerði Búa- dóttur hafi tekizt að skapa aft ur tengsl við hina gömlu ís- lenzku hefð í myndvefnaði; ég vil taka það fram, einmitt vegna þess, að hún stælir hana ekki. Gömlu teppin voru litskrúð- ugri, en í því sambandi má held- ur ekki gleyma, að veggteppin voru eina skrautið í torfbæjun . . . . Eitt af teppum Ásgerðar. um ekkert annað var til, engin málverk, enginn KjáTval. Áður fyrr, er maðurinn sneri heim að loknu dagsverki, kom hann úr þögn og friði sveitarinnar. Nú hverfum við heim úr hávaða um ferðarinnar og taugaslítandi vél- arskrölti verksmiðjanna. Þetta er geysimikill munur, sem breyt- ir algerlega afstöðu listamanns- ins. Hans hlutverk er nú á dög- um að skapa aftur ró og kyrrð í hýbýlum okkar, stiila til frið- ar, vinna bug á öllu sem ofauk- ið er og hefur hátt. Þegar ég ferðaðist í vor um Norðurlönd, gafst mér tækifæri til að skoða þar myndvefnað. Þar var margt frábærlega fallegt að sjá, en einnig margt af lak- ara tagi. Að vísu standa Norð- menn og Finnar öllum þjóðum framar á sviði hins stóra góbe- lín-vefnaðar. Þó má fullyrða, að sýning Ásgerðar Búadóttur sé að mörgu leyti sambærileg því bezta, sem gert er á hinu tak- markaðra 7 sviði veggskreytinga fyrir borgarhús. Henni hefur tek izt að stfga mikilvægt skref fram á við f listgrein, sem ég tel að muni eiga sér mikla fram- tíð á Islandi. Sýningin er oþin til sunnudagskvölds h. 15. nóv- ember, og ætti enginn, sem hef- ur áhuga á myndvefnaði, að missa af þessari ágætu sýningu. Kurt Zier. Synti í heimslistinni Litið inn d sýningu Vilhjúlms Bergssonnr Málverkasýning Vilhjálms Bergs- sonar, sem staðið hefur yfir í Lista mannaskálanum undanfarið, lýkur á laugardagskvöld. Vilhjálmur er Grindvíkingur, fæddur 1937, lauk stúdentsprófi frá M.R. 1958 og hefur verið við nám í málaralist fyrst tvo vetur f Kaupmannahöfn, þar sem kennari hans var Mogens Andersen, og sfð- ar tvo vetur í París, þar sem hann vár við nám hjá Goetz. Vilhjálm- ur hefur tekið þátt í ýmsum sýn- ingum og er þetta þriðja sjálfstæða sýning hans hér á landi. Á leiðinni til Listamannaskálans þar sem ætlunin er að rabba við Vilhjálm stutta stund, berast hróp og köll glaðværra radda að eyr- um. Það er verið að tollera mennt- skælinga, og skammdegismyrkrið, sem er að síga á, er ekki eins svart Dg áður. —Það er kalt héma, segir Vil- hjálmur um leið og við göngum inn í salinn og kuldanum slær á móti okkur, nöprum, rökum kulda. Listaverkin hanga í röð á veggj- mum í einkennilegri andstæðu við Vilhjálmur Bergsson við eitt málverka sinna. skakkt gólf og gisna veggi. Frá dökkum grunninum geisla litirnir með dularfullum ljóma og minna á eðla skartgripi. Þarna eru 21 olíumynd og 7 teikningar og guache myndir og verður mér fyrst á að spyrja — Hvað hefur þá málað myndirnar á löngum tfma? — Ég hef unnið við þetta síðan um áramót. — Hvern- ig vinnur þú? Þegar andinn kemur yfir þig eða eftir einhverjum á- kveðnum vinnutíma? — Venjulega frá nfu fram til sex, en bregð þó út af og mála á kvöldin, ef mér sýnist svo. — Ertu búinn að hugsa fyrirfram hvað þú ætlar að mála? — Nei, ég mála það sem kemur í huga minn, f hitanum gleymir mað ur öllu, málarinn er eins konar miðill, festir það niður, sem hon- um er innblásið. — Nú hefur þú haldið tvær málverkasýningar áð- ur, finnst þér að stíll þinn hafi breytzt til muna? — Já, sennilega er ég nú að byrja að finna minn eigin stíl, þetta er persónulegra en ég hef gert fram að þessu, áður má segja, að ég hafi synt í hekns- listinni. ;— Þú notar mjög dökka Iiti? — fei endilega nauðsynlegt að allir noti skæra liti? Rembrandt notaði dökka liti, var hann verri fyrir það? — Hvað finnst þér um íslenzka málaralist í dag? — Gömlu mennirnir, þeir höfðu sinn eiginn stíl, en allir þessir menn rétt innan við fimmtugt, þetta eru frístundamálarar, nokkurs konar höfuðlaus her, þeir eru allir eins. Um leið og við göngum út úr salnum er eins og myndirnar, sem hanga á veggjum, stari á eftir okk ur með dökku óræðu tilliti — þær eru heldur ekki eins. Merkjasöludagur STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA er næstkomandi surínudag 15. nóv. Barnaskólabörn eru hvött til að aðstoða við merkjasöluna og mæta kl. 10 f. h. í barnaskól- unum. — Sölulaun 1.00 kr. fyrir merki. Styrktarfélag vangefinna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.