Vísir - 14.11.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 14.11.1964, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Laugardagur 14. nóvember 1964. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis -» Edda h.f. Nöldur T'imans y[ikið hljóta þeir lesendur Tímans, sem eitthvað hugsa !ö vera orðnir þreyttir á hinu eilífa nöldri blaðsins um þjóðmálin. Mest af þessu er leiðinlegur þvættingur i aanna, sem ekkert jákvætt hafa til málanna að leggja, en eru alltaf á móti öllu, sem aðrir gera. Allt er notað sem nöldursefni út í stjórnarvöldin. Það er t. d. á máli Tímans „öngþveiti, sem hvergi á sinn líka í nálægum löndum“, að stofnun eins og Útvegsbankinn skuli fá leyfi til að auka húsrými sitt. Einn af bankastjórum Útvegsbankans er velmet- mn Framsóknarmaður. Ritstjóri Tímans ætti að spyrja hann, hvort stofnunin hafi ekki haft fulla þörf fyrir aukið húsrými; hvort hann hafi beitt sér gegn því að byggt yrði ofan á húsið. Útvegsbankinn stendur á ein- um bezta stað, sem til er í allri Reykjavík. Því fé er áreiðanlega vel varið, sem notað er til þess að stækka húsið jafnvel þótt bankinn sjálfur þyrfti ekki að nota >að allt í bili. Tíminn segir að efnahagsástandið á íslandi „ein- kennist af öngþveiti og skipulagsleysi“ og rökstyður >á fullyrðingu með því, að vinnuafl skorti til þess að ! ramkvæma margt, sem æskilegt væri að geta gert -em fyrst. Er það ríkisstjórninni að kenna að íslend- igar eru ekki nógu margir til þess að anna öllum þeim erkefnum ,sem úrlausnar bíða? Hvaða tillögur um 1 kipulagsbreytingar, sem vit er í, hefur Framsóknar- lokkurinn borið fram? Engum mun kunnugt um þær, og ekki verður þess minnzt frá valdatíma hans, að hann hafi yfir sérstökum skipulagssnillingum að ráða á nokkru sviði. Það er minnstur vandinn að setja út á cg nöldra, og það hefur Tíminn gert linnulaust s. 1. 5—6 nr, en á jákvæðri gagnrýni örlar aldrei í því blaði. Verðbólgan ^ndstæðingar ríkisstjórnarinnar tönnlast sífellt á því í ræðu og riti að stöðva verðbólguna. Þeir ættu þó sízt að tala þannig, því að sjálfir hafa þeir unnið að því eftir megni að magna hana sem mest. Og hefði stjórnarandstaðan ekki unnið svo sleitulaust að þessu áhugamáli sínu, væri löngu búið að stöðva þessa öfug- bróun. Það er þýðingarlaust fyrir þessa herra að halda því fram í blöðum sínum að þeir eigi hér enga sök. Hvert mannsbam á landinu veit um þá aðstöðu, sem / þeir hafa haft til þess að vinna skemmdarverkin og nvernig þeir hafa notað hana. Tilkynnt hefur verið að 29. þing Alþýðusambands íslands eigi að koma saman n. k. mánudag. Eftir því sem núverandi ráðamenn sambandsins telja munu stjórnarandstæðingar, eða þeir sem hingað til hafa værið það, vera þar í meirihluta. Óskandi væri þó að kipt væri um og að þessi samtök Alþýðunnar fengju ábyrgari forustumenn en þau hafa haft undanfarið. Minni-Grund, glæsi- legt elliheimili Starfsmannahúsi Elliheimilis- ins að Blómvallagötu 12, hefur nú verið breytt f elliheimili og verður húsið framvegis kallað „Minni-Grund“. Fyrst i stað verða þar 30 vistmenn, auk 18 starfsmanna, en síðan verður húsið alveg tekið undir vist- menn. Blaðamenn skoðuðu hús- ið nýlega undir leiðsögn Gísla Sigurbjörr.ssonar, for- stjóra. Húsið er byggt 1945, og er 25 20 ferm. að stærð. Að undanfömu hafa farið fram allmiklar lagfæringar á húsinu og er byggingin öll hin glæsi- legasta, herbergi ,og gangar bjart ir, gólfin öil teppalögð og hús- gögnin hlýleg. Þegar eru komnir 22 vistmenn á Minni-Grund, þar af 16 kon- ur. Alls eru í húsinu 50 her- bergi. Á næstunni verða 28 notuð fyrir vistmenn, 18 fyrir starfsfólk og 4 herbergi eru not uð sem dagstofur og kaffistof- ur, auk þess sem eldhús er á hverri hæð. Vistfólkið fer yfir á Elliheim il'ið til þess að borða, en getur fengið kaffi úti á Minni-Grund. „Ég álít að það eigi að vera þannig í framtíðinni, að það e'igi að byggja lítil, snotur vist- heimili umhverfis stóru elliheim ilin, sem verða þá nokkurs kon- ar móðurskip. 1 dag höfum við mik'inn áhuga á að byggja eða kaupa hús, sem við getum not- að fyrir elliheimili, sem yrði þá eingöngu fyrir konur“, sagði Gísl'i. Nú eru 348 vistmenn á Elli- heimilinu hér í Reykjavík, en 39 í Hveragerði. Félag háskólamennt- aðra kennara stofnað Sunnudaginn 8. nóvember var Félag háskólamenntaðra kenn- ara stofnað í Háskóla íslands. Stofnendur eru einkum cand. mag. og B. A.-prófsmenn við framhaldsskóla í Reykjavík og Kópavogi, en félaginu er ætlað að ná til allra starfandi kenn- ara á landinu, sem tekið hafa lokapróf frá háskóla í einni eða fleiri 'ænnslugrelnum og aflað hafa sér kennsluréttinda. Tilgangur félagsins er að stuðla að alhliða eflingu hvers konar almennrar menntunar og sérmenntunar innan stéttarinnar og f framhalc' skólum landsins og hyggst það beita sér fyrir kröfunni um háskólapróf fyrir alla bóknámskennara og skóla- stjóra við framhaldsskóla í landinu. Félagið mun standa vörð um hagsmuni og réttindi félagsmanna og vinna gegn þeirri háskalegu þróun, að ár- lega skuli bætast í starfsgrein- ina fjöldi nýliða, sem ekki fylla lögboðnar kröfur um menntun og réttindi. Á fundi með' fréttamönnum skýrði stjórnin frá aðdraganda féiagsstofnunarinnar. Á þingi L.S.F.K. í júní í sumar voru samþykktir gerðar, sem fela í sér að lítt skuli tekið tillit til menntunar við ákvörðun launa. Samkvæmt þessu skulu settir hlið við hfið réttinda- iausir menn og kennarar með fyllstu tilskilda menntun, sem er 4—6 ára háskólanám. Yrðu þá ævitekjnr þeirra, sem afia sér þeirrar íramhaldsmenntun- ar, sem nauðsynleg er til starfs ins og lög krefjast, iægrí en hinna, sem minni menntun hafa. Ef áðurnefndar samþykktir næðu fram að ganga mundu þær stefna öllu skólastarfi f landinu i bráða hættu. Menntun kennara er tvímælaust undirstaða allrar skólafræðslu. Því betur sem kennarinn er menntaður, þeim mun hæfari er hann til starfs ins. Laun kennara verða að vera með þeim hætti, að þau standi ekki í vegi fyrir því, að til starfa ráð- ist valið fólk. Þá kennara verður að launa bezt, sem mesta mennt un hafa til starfsins, því að hverf andi líkur eru fyrir að menn leggi á sig mikið nám, sé það í engu metið í launum. Álllengi hefur verið á döfinni- að háskólamenntaðir kennarar stofnuðu með sér félag vegna sameiginlegra áhuga- og hags munamála ,en áðurnefnd stefnu- breyting L. S. F. K. er þó ein meginorsök þess að félagið var stofnað nú. Stjórnina skipa: form. Jón Böðvarsson, cand. mag. vara- form. Adolf Guðmundsson, B.A. meðstjórnandi Ingólfur A. Þor- kelsson, B.A. varamenn Flosi Sigurbjörnsson, cand. mag og Gunnar Finnbogason, cand mag. Samband sveitar- Íélaga á Reykjanesi Stofnað hefir v.erið samband sveitarfélaga í Reykjanesum- dæmi; var það gert föstudaginn 6. þ. m. í Félagsheimilinu í Kópavogi. í sambandinu eru öll sveitar- félögin í umdæminu eða 3 kaup staðir og' 10 hreppar, en hvert þeirra um sig hafa áður sam- þykkt aðildina fyrir sitt leyti. Aðdragandi fyrr á árinu var sá, að bæjarstjórnin f Kópavogi ákvað að le'ita til annarra sveit- arfélaga innan Reykjanesum- dæmis, og voru á stofnfundinum mættir flestir fulltrúanna, sem kjörnir höfðu verið til þess að sitja hann. Fundarstjóri var Þórir Sæ- mundsson svéitarstjóri i Mið- neshreppi en ritari Ólafur And- résson oddviti Kjósahrepps. Framsögumaður flutti Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fyrir hönd undirbúningsnefnd- ar. Höfuðtilgangur með stofnun sambands'ins er að vinna að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaga m. a. á sviði at- vinnu, efnahags, mennta, skipulags og félagsmála, og samræma rekstrarfyrirkomulag sveitarfélaganna eftir því, sem við verður komið. I aðalstjórn voru kjörnir Hjálmar Ólafsson bæjarstj. Kópavogs Þórir Sæmundsson bæjarstj. og Ólafur Einarsson bæjarstj. Garðahrepps. Vara- stjórn skipa Hafsteinn Bald- vinsson bæjarstjóri, Hafnar- firði, Sveinn Jónsson bæjarstj., Keflavfk, og Jón Ólafsson odd- v'iti Kjalarneshrepps Endur- skoðendur Jón Ásgeirsson sve'itarstjóri, Njarðvíkum, og Höskuldur Ólafsson, Mosfells- hreppi. Að loknum fundi voru skoð- aðar hinar nýju skrifstofur Kópavogshrepps og þáðar hressingar. Á fundinum flutti Páll Líndal borgardómslögmaður fróðlegt erindi um innheimtu bæjar- gjalda. Aukinn útflutn- ingur S.H. í ár Útflutningi SH hefur það, seni af er ársins, reynzt meii en á sama tíma í fyrra. í Iok september höfðu verið flutt út 28,570 tonn cn á sama tíma í fyrra var búið að afskipa 26.281 tonnum. Heildarframleiðsla frystihúsa SH 30. sept .nber nam 36.115 tonnum en á sama tíma 1963 nam fram- ieiðslan 33.646 tonnum. Árleg he'ildarframleiðsla hefur verið sem hér segir sl. 10 ár: 1954 40.586 lestir 1955 43,7.’2 — 1956 39.349 — 1957 49.788 — 1958 71.523 — 1959 64.157 — ' 1960 61.269 — 1961 61.968 — 1962 62.435 - 1963 67.909 —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.