Vísir - 14.11.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 14.11.1964, Blaðsíða 1
VtSIB 54. árg. — Laugardagur 14. nóvember 1964. - 252. tbl. Vísindamenn / afmælis■ heimsókn til Surtseyjar Þannig lítur Surtsey út eftir eitt ár. Myndin var tekin úr flugvél yfir eynni í gærdag og gefur hún vel til kynna hversu geysistór Surtsey er orðin. (Ljósm. V. Linden.) 1963, sem skipverjar á vélbátnum ísleifi II. frá Vestmannaeyjum, veittu gosinu fyrstir manna at- hygtí. í tilefni af afmæli Surtseyjar fór leiðangur íslenzkra vísindamanna út í Surtsey í gær, og ætla vísindamennirnir að dvelja úti í eyjunni á afmælisdaginn m. a. við vísindastörf. í þessum leiðangri eru: Þor- leifur Einarsson, Guðmundur Kjartansson, Jens Tómasson, Gretar Guðbergsson og Ósvald ur Knudsen, kvikmyndatökumað ur. Fóru þeir með varðskipi frá Reykjavík kl. 2 í gær. Ætlunin er m.a. að vinna að ýmsum vís- 'indastörfum og taka kvikmynd úti í eyjunni. Frá því Surtur tók að gjósa, hefur hann gosið hvorki meira né minna en 750 milljór.- um rúmmetra af gosefni. Sam- kvæmt síðustu mælingum er eyjan 2,4 ferkm. að stærð, þar er helmingur hrauni þak’inn. Eyjan er um 2100 m. löng og 1500 m. á breidd. Hæsti tindur hennar er 173 m. Surtsey er nú önnur stærsta eyjan í Vest- mannaeyjaklasanum. Frá því gosið byrjaði hafa fjölmargir íslenzkir vísindamenn unnið að vfs'indastörfum varðandi gosið og eyna sjálfa, og auk þess hafa erlendir vísindamenn sýnt Surtsey mikinn áhuga. Efnt hefur verið til fjölmargra ferða til þess að skoða gosið og eyj- una, bæði með skipum og flug- vélum, og allmargir hafa stigið þar á land. Ennþá er gos í Surti og eflaust verður hann í góðu skapi 1 dag — á sjálfan af- mælisdaginn. EKKIN0G SILD VESTRA FYRIRALLAN FLOTANN — segir Jakob Jakobsson. Síldin er stygg og stendur djúpt Tiltölulega fá skip eru byrjuð á sfldarvertíð haustsins og veldur þar mestu 'tin langa sumarsíldar- vertið. Skipin, sem hafa verið úti, BLA-íÐHÐ 1 DAG BIs. 2 Laugardagskross- gáta Vísis. — 3 Myndsjá frá spila- kvöldi Varðar. — 4 Æskulýðsslða Heimdallar. — 5 Þingfréttir og erlendar fréttir — 7 Kurt Zier ritar um sýningu Ásgerðar Búadóttur. — 9 Kirkjan og þjóðin. hafa fengið dágóðan afla, en síld- in er ekki auðveld viðfangs. Er blaðið hafði samband við Jakob Jakobsson fiskifræðing í gær- kveldi, var hann ekki sérstaklega bjartsýnn. — Ég hef ekki athugað þetta nógu vel, enda getur varla heitið, að vertíðin sé byrjuð, sagði Jakob Sumarvertíðin var svo löng og nú eru mörg skipanna I Viðgérðum. Ég talaði um það snemma í haust og er enn þeirrar skoðunar, að Framhald á bls. 6 Flóð í barnaheimili í Kópavogi í gær Þegar starfsstúlkur Barna- heimilisins við Hábraut í Kópa- vogi komu tll vinnu f morgun rétt fyrir átta flæddi allt I vatni. Orsökin reyndist vera sú, að uppþvottavél hafði bilað. Börnin, sem komu á tilskildum tfma um áttaleytið voru eðiilega send heim þar sem ekki var hægt að Iáta þau ösla vatnið og ekki var annað húsnæði við hendina fyrir þau. Þetta er fyrsta barnaheimilið í Kópavogi og tók bað til starfa 8. september síðastllðinn. Er búið Framh á hls 6. Breyting á tollmati notaira bifreiSa Fjármálaráðuneytið gaf f fyrra dag út nýja reglugerð um mat á tollverði notaðra bíla. Helzta ný mælið í hinni nýju reglugerð er það, að veittur er ákveðinn af- sláttur af tolli á notuðum bflum, nákvæmlega eftir þvi hvað þeir eru gamlir. Verður því ekki leng ur metið eftir útliti og ástandi, eins og verið hefur Tollskrárnefnd hefur fjallað um málið að undanförnu og eins og fyrr segir gaf fjármálaráðuneyt- ið út reglugerðina f fyrradag. Til þess að fyrirbyggja misskilning, þá skal það tekið fram að hér er ekki um að ræða reglugerð um frjálsan innflutning á not- uðum bílum, eins og margir hafa haldið, og er því innflutningur háður leyfi, eins og áður. Hins vegar er aðalbreyting, sú að nú verða notaðir bflar, sem fluttir eru inn ekki metnir lengur af toll mönnum, og ekkert tillit tekið til útlits, en í stað þess kemur ákveðin flokkun eftir aldri bfl- anna og er viss afsláttur, eftir því hvað bílarnir eru gamlir. Enginn afsláttur er veittur ef bílinn er yngri en eins árs, en hins vegar 15% afsláttur frá verði nýs bfls, ef hann er 1—2 ára gamall. Ef bíllinn er 2—3 ára gamall er veittur 23% afsláttur og ef bíllinn er 3 ára og þar yfir, er veittur 35% afsláttur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.