Vísir - 14.11.1964, Síða 15

Vísir - 14.11.1964, Síða 15
V1SIR . Laugardagur 14. nðvember 1964. 15 Þegar þau voru komin í Uthverf ið, sem hún bjó I, skein máninn hátt á himni og bláieita skugga lagði yfir veginn og litlu garðana fyrir framan húsin í hverfinu. Skugga bar á útidyr hússins sem Mary bjó í. Og út úr skugganum heyrðist allt í einu mælt ásakandi röddu: — Það var mikið, loks gat þé dottið í hug að koma heim. Það var Norman, sem mælti, og hann leit á Stephen svo beiskju- og fyrirlitningarlega, að Mary varð óttaslegin. Og til þess að koma í veg fyrir, að neitt leiðinlegt gerðist, flýtti hún sér að segja: — Af hverju hringdirðu ekki og sagðir, að þú myndir koma Þá hefði ég vitanlega ekki farið neitt . . . ? Hún leit á Stephen og það kom enn meira fát á hana. — Æ, það er satt, þið þekkist ekki . . . má ég kynna ykkur . . . Norman Underwood — Stephen Jepson! — Gleður mig að kynnast yður, sagði Norman, en það var næstum sem hann hvæsti orðunum af vör- um sér. - Látið yður alveg á sama standa um mig, herra Underwood . . . ég er ekkert hættulegur. Svo er víst ekki meira, sem þörf er að segja. Góða nótt, Mary. — En, Stephen? — Og þökk fyrir ánægjulega kvöldstund. Hann kinkaði kolli og brosti vin- samlega — en aðeins eins og þegar menn kveðja kurteislega. Og áður en Mary fengi sagt nokk uð var hann horfinn. Það fór eins og hrollur um hana, þegar hún heyrði ekki lengur fótatak hans. — Ætlarðu ekki að bjóða mér inn?, spurði Norman og var vottur hæðni í rödd hans. Framkoma hans særði Mary djúpt. Hún horfði á hann á svipinn eins og hún vissi varla hvaða maður þetta var. Það var eins og henni hefði verið kast- að úr einum heimi í annan. — Sannast að segja finnst mér það nokkuð seint, tautaði hún. — Of seint, urraði hann. Klukk- an er ekki nema rúmlega tíu og það er mikilvægt, sem ég verð að tala um við þig . . . og ég get varla talað um það við þig úti á götu . — Komdu þá með inn. Mary fór á undan, fann lykilinn og opnaði. — Það er víst bezt, að ég helli upp á könnuna, sagði hún er inn var komið. Meðan hún var að sýsla við það minntist hún þess, er hún hellti upp á könnuna, vegna þess að Stephen MARGUERITE MURRAY: v UNDIR ÖRLAGATRÉNU var gestur hennar. Það var ekki sársaukalaust um að hugsa. Hún hellti I bollana og bar þá inn á bakka, en þá hafði Norman enga lyst á kaffi, og vildi heldur I glas. ★ - Þau sátu allanga stund þögul, en loks gat Mary ekki stillt sig um að taka til máls. — Um hvað viltu tala við mig, Norman? Hann horfði á hana og hnyklaði brúnir — Hvað hefir komið fyrir þig, Mary? Þú ert gerbreytt. — Það held ég ekki. Þetta er eitt hvað, sem þú gerir þér I hugar- lund. Hún færði sig til í sætinu, skorð aði sig betur. — Ég hefi lagt seinustu hönd á viðskipti í dag, viðskipti, sem ég sá um alveg á eigin spýtur, og hagn ast vel á. Fyrir tæpri viku mundi hún hafa orðið hreykin Normans vegna og óskað honum til hamingju og bein- línis fundið til metnaðar vegna dugn aðar hans. Norman hélt áfram: — Með þessum viðskiptum moka ég sannast að segja inn peningum, svo ég get litið allt öðrum augum fram á við en áður. Framtíðarhorf urnar sem sagt ólíkt bjartari allt í einu. Og ég hefi verið að hugsa um hvort við ættum ekki þú og ég ... . : Hann þagnaði af ásettu ráði,- eins/, og hann byggist við, að hún mundi segja eitthvað, en hún þagði. Hann yppti öxlum ergilegur á svip og sagði: — Geturðu ekki látið þér skilj- ast hvað ég er að fara? — Jú, ég býst við því . . . Mary kinkaði kolli. — En þú hefir sjálfur sagt, að okkar I milli gæti ekki orðið neitt úr neinu. — Það var nú ekki sagt í römm- ustu alvöru, þótt það hljómaði 'kann ski þannig. Það kom ónotalega við hann! hvernig hún tók þessu. — Þú hefir verið dálítið erfið,! stundum, hélt hann áfram, og verð j ur það kannski, en það er ekki ■ svo slæmt, að ég geti ekki vanizt j þvl. Við þekkjumst þó, Mary, þekkj I um livort annað — þú veizt hvernig ' ég er. Nú þarfnast ég konu, sem skilur mig. Það er manni nauðsyn- legt sem gegnir störfum eins og ég, að eiga konu sem skilur hann. Mary starði í gaupni sér, og hún hugsaði sem svo, að hann væri kannski eina manneskjan í heimin- um, sem þarfnaðist hennar. Og svo stoltur var hann ekki, að hann gæti ekki komið aftur til hennar, og þó haut það að hafa verið erfitt fyrir hann. Hún leit upp og horfði á hann. — Ég vil ekki segja upp starfi mínu, Norman, sagði húrr. — Nei, því skyldir þú gera það ef þú telur þig færa um hvort tveggja. Hann kom og settist hjá henni og tók utan um hana. — En ég verð að kannast við, að ég hefi aldrei litið á starf þitt nema sem eins konar tómstundastarf . . Mér þykir leitt, að ég skyldi reið ast seinast, og þú veizt ekki hve mikið ég hef saknað þín. Þú ert eina konan I heiminum, sem ég kæri mig um, þótt þú farir í taugarnar á mér stundum. Við getum hitzt á morgun laust fyrir hádegi, snætt hádegisverð saman, og farið svo og keypt hringana. Hvað sem öllu leið mátti hún ekki koma of seint nú. Hún var lengi að klæða sig. Hún fór í kjól, sem hún vissi, að Norman þótti fallegur, og tók fram ilmvatnsglas, sem hann hafði gefið henni, ilmvatn, sem hún annars aldrei hafði munað eftir að nota. Hér eftir ætlaði hún að þókn- ast Norman í öllu. Þegar hún tók nýju handtöskuna sína út úr skápnum kom hún auga á bók, sem fröken Pollard hafði lán- að henni, en hún hafði lofað að skila henni fyrir þremur dögum. Henni fannst sem hún heyrði Norman segja með hæðnishreim: — Gleymin eins og vant er. Þú ert hirðulaus og verður það alltaf. Enn hafði hún gerzt sek um það, sem hánn ávallt sakaði hana um — sek um gleymsku. Og það var með réttu sem hann fann að þvl. Til allrar hamingju var enn tími til þess að skreppa upp til fröken Pollard í le'iðinni og skila bókinni, áður en hún færi til móts við Norman í veitingastofunni, þar sem þau voru vön að hittast. — Hvað þú ert falleg I dag — og hvað þér fer þessi kjóll vel, sagði gamla konan hr'ifin. Hún hafði boðið henni inn og ’oorið fram vín og kökur. — Stendur eitthvað sérstakt til í dag? Mary fannst, að hún yrði að segja henn'i allt af létta. Kapitula- skipti voru I lífi hennar. Það var tilgangslaust að gera sér vonir um það, sem aldrei gat orðið. — Ég ætla að hitta unnustuna minn, Við ætlum að gifta okkur bráðum, ég og Norman. — Norman? Gamla konan lyfti höfði undr- andi. — Nú það er þá allt annar maður en ég hélt. — Hann er sá eini, sem ... — Ertu viss um það? Fröken Pollard strauk sér um ennið. — Hann elskar mig og þarf á mér að halda. Eng'inn annar elsk- ar mig og þarfnast min, sagði Mary dapurlega. Löng stund leið og loks spurði fröken Pollard: — Hefirðu sagt Stephen frá þessu? — Stepfien? I Mary fann, að hún var orðin eldrauð í framan og henni gramd- . ist það. I — Nei, vitanlega ekki. Það er engin ástæða til þess. Hann mundi ekki hafa áhuga á þvi. Hann lifir I sínum eigin heimi. — Jæja, þú lítur svona á þetta, sagði fröken Pollard og handlék dálítið postulínshlut, þagði drykk- langa stund, og sagði svo: — Nú verðurðu víst, að flýta þér, svo að þú kom'ir ekki of seint á þetta stefnumót. Míkið er nú veðrið gott. í þínum sporum mundi ég fara gangandi þvert yfir Cen- tral Park. Það hafði ekki verið ætlun Mary að fara um garBlnn, þótt veðr'ið væri fagurt, en kannski ætti hún að fara að ráði gömlu konunríar. Gangan yrði kannski hátíðarstund — það yrði að minnsta kosti seinasta stundin I lífi hennar, sem hún væri frjáls. Og um Ieið gæti hún rifjað upp margar góðar minningar ... Henni flaug I hug að fara yfir grasvellina skammt frá eikartrénu, þar sem hún hafði stumrað yfir fröken Pollard og einhver komið hlaupandi henni til hjálpar. Og það gerði hún og er hún var kom- in þangað heyrði hún kallað: — Mary — Mary, bíddu eft'ir mér. ★ — Hún sneri sér við skjótlega. Stephen var næsta fölur. Hann leit út eins og honum hefði ekki komið dúr á auga alla nóttina. Hann var órakaður, leit út eins og maður, sem beð'ið hafði skip- r.eika og glatað öllu. Og hann var alveg lafmóður. — Ætlarðu I raun og veru að giftast þessum sjálfglaða kaup- sýslubraskara? sagði hann, er hann loks náði andanum. — Hvernig veizt þú það? — Fröken PoIIard hringdi til mln fyrir skammr'i stundu. Af hverju ætlarðu að gera þetta, Mary? — Hann einn þarfnast mín. — Það er alveg frá, að hann þarfnist þln meira en ég. — Hvaða vitleysa er þetta? Mary gramdist svo að heyra þetta, að reiðitár vættu hvarma hennar. j — Þú getur vlst áreiðanlega Ikomizt af án mín. Þú ert meistari ! I að búa til mat, og kannt að halda ; á nál — getur sem sagt bjargað í þér á eigin spýtur. — Ég hefi komizt að raun um, : að ég get ekki starfað lengur, — I án þln. Við skulum skilja eftir útvarps renditæki Bulvos héma Tshulu, þar sem hann faldi þau, þangað til fallhlífarliðið kemur. Þú og ég vitum að aðeins ein skamm byssa og vélbyssa eru hlaðnar, en Bulvo og glæpalýður hans vita það ekki. Ef heppnin er með þá getum við kannski yfirunnið þá einn og einn I einu, áður en þeir eyðileggja sönnunargögnin um glæpastarfsemi slna. Það var eins og einhver dásam- leg kyrrð væri að færast yfir allt kringum þau. — Þegar þú snerir bak'i við mér I gærkvöld fannst mér allt hrynja I rúst fyrir mér. Ég get ekki starf- að, ekki hugsað — nema þá um þig. Viltu I raun og veru eyði- legga framtíð mlna, Mary? — Nei, það vildi ég slzt af öllu ... Ó, Stephen ... Og svo faðmað'i hann hana að sér þarna undir eikartrénu gamla — sem var orðið örlagatréð þeirra. Hann kyssti hana, löngum, mjúk- um, brennheitum kossi, og svo hvíslaði hún: — Ertu nú ham'ingjusamur? — Já, en sú hamingja verður ekki varanleg, nema ég fái að hafa þig hjá mér — um alla framtíð — Ég var annars að fara á stefnumót. — Ég veit það, en þú ert eins hamingjusöm og ég yfir, að þú ert hætt við að fara á það stefnu- mófc. Sögulok. HÁRGREIÐSLU STOFAN ÁSTHILDUR KÆRNESTEDt GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 m 18 DSII ferfúniácolor FILMA REST-BEZT-koddar I; Endurnýjuni gömlu j! sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. J» Seljum æðardúns- og j! gæsadúnssængur — .J og kódda af ýmsum |> stærðum. ■! :• DON- OG «: FIÐURHREINSUN J“ Vatnsstfg 3. Sfmi 18740. j! V.V/.V.V.VA’AWAVJÍ ^PACIT Qdhner •/ verkstæðið llerQslddimtrieti 3 - Sími IQÓ5I u

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.