Vísir - 14.11.1964, Page 9

Vísir - 14.11.1964, Page 9
VlSIR . Laugardagur 14. nóvember löv. 9 ' Kirkjan og þjólin - Óvíða I sögum okkar mun getið um jafn mikla fastheldni v'ið foman helgisLað heldur en hjá þeim, sem nam land í Gaul- verjabæ, Lofti syni Orms Fróða- sonar. Segir í Landnámu: „Loft- ur fór utan þriðja hvert sumar fyrir hönd þeirra Flosa beggja móðurbróður síns að blóta að hofi því, er Þorbjörn móðurfað- ir hans hafði varðveitt að Gaul- um“. Þetta er mikið á sig lagt til að dýrka guð sinn á réttum stað. En hversu vel, sem Gaul- verjar hafa hlúð að guðshúsi sínu á íslandi, þá er það víst, að kirkja mun hafa komið þar í öndverðri kristni. Þar var og prestssetur og gerðist Bær auð- ugur staður. En langt er nú síðan þar var prestur, ekki síðan sr. Einar í Reykholti fór þaðan 1908, því að með lögunum frá 1907 hafði brauðið verið lagt niður og sameinað Stokkseyri. En kirkjulíf hefur löngum ver ið talið gott í Gaulverjabæjar- sókn og okkur fýsir að vita, hvort muni ekki enn í dag. Og nú ber vel í veiði: Prestur Gaul- verja, sr. Magnús Guðjónsson, er kominn í bæinn til að tala á Æskulýðsviku K. F. U. M. og K. Hann er á hraðri ferð, ætlar heim strax eftir samkomuna. Samt náum við tali af hönum sem snöggvast og spyrjum: Hvað er að frétta af kirkju- lífinu f landi hinnar brimóttu strandar? „Hvað er að frétta", tekur séra Magnús upp eftir okkur og hugsar sig um. Og nú er eigin- lega alveg víst hverju hann muni svara. Hverju nema þessu vanalega: Héðan er ekkert að frétta. En áður en þetta svar kemur, tökum við fram f fyrir sr. Magnús'i og segjum: „Þú get- ur þó a. m. k. sagt okkur eitt- hvað frá kirkjudeginum. Var hann ekki 11. okt. s. l.?“ „Jú, raunar var hann það. En hvað er hann eiginlega þessi kirkjudagur? Er hann eitthvað annað og meira en venju- iegur messudagur? 1 hverju er hann frábrugðinn? Kirkjudagur Gaulverjabæjar var nú til þegar ég kom austur. Hann mun hafa byrjað í tíð sr. Árelíusar. Hann getur gefið þér upplýsingar um uppruna hans. En kirkjudeginum er ætlað það sérstaka hiutverk að vekja og efla safnaðarvitund fólksins Raunverulega heldur fólkið sjálft þennan kirkjudag til þess að minna s'ig sjálft á að það er söfnuður, félagsleg heild, sem stendur að kirkjunni, hefur við hann sínar skyldur, sem því á að vera ljúft að rækja, á þar sitt athvarf sitt hlífðarskjól, sinn helgidóm. Og það er sann- arlega hægur vandi að koma á kirkjudeg'i í Gaulverjabæjar- sókn. Þar er gott kirkjufólk. góður söfnuður. Ég held það hafi bara verið við næstu messu áður, sem stungið var upp á því að halda nú kirkjudag að þessu sinni. Sunnudaginn 11. okt. var hann svo haldinn. Hvernig er svo kirkjudagur- inn? Hann hefst með messu kl. hálf tvö. Sóknarpresturinn tekur sér frí og fær annan til að stíga í stólinn. í Gaulverjabæ hafa þeir predikað á kirkjudegi bæði prófasturinn sr. Gunnar Jóhann esson á Skarði, og sr. Guðmund ur Óli Ólafsson á Torfastöðum Þá kom líka Torfastaðakórinr og söng við messuna. Á kirkiu deginum í ár predikaði sr. Sig urður Haukur Guðjónsson En eitthvað er nú meira en messan á kirkjudeginum? Já, á eftir er almenn samkvæmi í félagsheimilinu, — Félagslundi — sem stendur skammt frá. Þar er setzt að kaffidrykkju í boði kvenfélagsins. Það leggur fram mikið og fórnfúst starf hvern kirkjudag. Það er ekki sízt því að þakka hv?ð kirkjudagurinn raunverulega er fyrir alla þá. sem taka þátt i honum. Við kaffidrykkjuna er mikill. söngur og frjáls ræðuhöld og nú á sunnudaginn var, fengum við kvikmynd. Það er nú í fyrsta sinn, en það er nauðsynlegt að hafa einhverja tilbreytingu á dagskránni. Hún má ekki verða of sjálfsögð — eða gefin fyrir- fram — ekki sú sama ár eftir ár. Það er heldur ekki svo að skilja, að kirkjudagurinn sé ár- lega haldinn. Ég tel að bað væri of oft. f,A verður hann að vana. Er kirkjunni aflað fjár á kirkjudeginum? Ekki er nú til þess stofnað Hins vegar hafa henni oft bor- izt góðar gjafir á kirkjudeginum bæði f peningum og munum. Nú seinast var búið að setja ljóskross á kirkjuturninn, sem var gefinn kirkjunni af þeim hjónunum Guðlaugu Narfadótt- ur og Hirti Níelssyni, sem lengi bjuggu í Dalbæ. Það er mikill og fagur gripur. Ég held að hann eigi að sjást frá hverjum bæ f sókninni og ég þykist sjá hann heiman frá mér, alla leið utan af Eyrarbakka. Er kirkjudagurinn vel sóttur? Já. það finnst mér. Raunar er kirkjan alltaf vel sótt. Að meðaltali sækja hana 25% ailra sóknarmanna við almennar guðsþjónustur. Þeir eru 200 í allt, en við messu eru sjaidan færri en 50, stundum fleiri. Á kirkjudögum gæti ég trúað, að kirkjugestir væru hátt á annað hundrað. Kirkjan laðar þá að. Sveitin og kirkjan eiga svo mikil ítök í hjörtum þeirra. Þeim finnst '-:tta kærkomið tækifæri til að heilsa upp á gamla sveitunga. Hvað er oft messað í Gaul- verjabæ? Það er oftast messað þriðja eða fjórða hvern sunnudag. Eru stundum messuföll? Nei, aldrei. Hefurðu sérstakt starf fyrir börnin í sókninni? Því miður er nú varla hægt að segja það. Stundum hef ég sérstaka dagskrá fyrir þau eft- ir messu. Hver er organisti? - Pálmar Þ. Eyjólfsson á Stokks Veyri. Hann er líka organisti í Stokkseyrarkirkju, ágætur tón- 'istarmaður, smekkvfs og skyldurækinn og heldur uppi á- gætum kirkjusöng í báðum kirki unum. Það er ómetanlegt fyrir hverja sókn að hafa slfkan starfsmann. Fólkið er líka á- hugasamt Það slær ekki slöku við æfingar, þrátt fyrir miklar annar. Hverjir eru í sóknarnefnd? Páll Guðmundsson á Baug- stöðum. Hann er formaður. Með honum eru Gunnar Sig- urðsson í Seljatungu og Hall- grímur Þorláksson í Dalbæ Safnaðarfulltrúi er Guðlaugui Jónsson á Hellum. Sr. Magnús má ekki vera að þvf lengur að spjalla um kirkju og safnaðarlíf í prestakalli sínu. Hann ætlar aftur heim strax eftir samkomuna í kvöld, eins og fyrr er sagt og það er ekki vert að" tefja hann Iengur. ☆ En vel á minnzt. Það var hann séra Árelíus. Það er bezt að slá á þráðinn og vita hvað hann vill leggja til þessara mála. 3-35-80, séra Árelíus — Komdu blessaður. Ég hef heyrt að þú hafir fundið upp k'irkju- daginn í Gaulverjabæ. Viltu segja mér hvernig þú fórst að þvf? „Þegar ég var prestur í neðstu hreppum Árnessýslu fannst mér, að ég gæti svo lítið gert fyrir Gaulverjabfíjarsöfnuð, af því að hann var fjarlægastur. í þorpunum, Eyrarbakka og Stokkseyri, gat ég kennt við skólana, annast margs konar félagsstörf einkum fyrir börn og unglinga, staðið fyrir mótum og samkomum. En þessu varð ekki komið við austur frá, nema mjög takmarkað. Þá datt mér einu sinni f hug að taka upp þá venju að tala nokkur orð eftir hverja messu um það, sem hægcværi að gjöra fyr’ir kirkjuna eða söfnuðinn og á einhvern hátt yrði til bóta og tilbreytingar. Auðvitað spurði ég safnaðarstjórn og aðra ráða eða hleraði eftir óskum fólksins. Stundum voru þetta smávið- gerð’ir og breytingar, stundum einhverjir hlutir sem vantaði, stundum eitthvað um sönginn o. s. frv. -'nu sinni fundum við upp á því, að boða til altaris- göngu öll fermingarbörn, sem fermd höfðu verið síðustu sjö árin. Það var mjög hátíðleg at- höfn, ógleymanlegir samfundir. En líklega var kirkjudagur- inn hið merkasta, sem kom fram í þessum ræðum til um- ræðu og athugunar. Aldrei eða sjaldan voru þessar ræður eftir messu lengri en tveggja til þriggja mínútna tal. Kirkjudagshugmyndin hafði þá hvergi verið reynd, sem ég veit til hérlendis, nema á Akra- nesi hjá sr. Þorsteini Briem. Nú er kirkjudagshugmyndin orðin fastur liður í starfi safn- aðarins, annað hvort ár í sept- embermánuði. Það má segja að tilgangurinn sé tvíþættur. Ann- ars vegar að gefa söfnuðinum kost á t'ilbreytingu, gera daga- mun, þar sem kirkjan og safn- aðarstarfið er gjört að mið- depli ræðu og íhugunar — hins vegar lítils háttar fjársöfnun fyrir starfið og húsið — kirkj- una sjálfa og garðinn, skreyt- ingu og fegrun innan og utan. Það er reynt að fá einhvern utan að komandi prest til að prédika eða messa þennan dag, kórinn æfir sérstaklega nokkur lög, einhver úr safnaðarstjórn- inni talar um knýjandi nauð- synjar eða þarfar framkvæmdir. Ég get ekki sk'ilið svo við þetta málefni, að minnast ekki á eitt sem bar á góma í þessum ,,eftirmessu“ræðum og á kirkju degi. Það er vinnuhjálp handa bágstöddum. T.d. held ég, að einu sinni eða tvisvar hafi söfn- uðurinn hjálpað til að endur- byggja hús, sem brunnu í elds- voða í sveitinni. Þarna var það sérstaklega ungmennafélagið, sem gekk fram fyrir skjöldu, en með því og kirkjunn’i eða prestinum var hið bezta samstarf. Ungmenna- félagar studdu bókstaflega safnaðarstarfið með ráðum og dáð. Og yfirleitt dettur mér Gaul- verjabæjarsöfnuður 1 hug, þegar ég heyri talað um góðan söfn- uð sem hefur lifandi áhuga fyr- ir kirkju sinni" Svo mælti sr. Árelíus. ☆ Fyrir nokkrum árum sagði fréttaritari útvarpsins í norð- lenzkri byggð frá þvl að aðal- tilefni eldra fólks t'il að koma saman væru útfarir og afmælis- veizlur. — Þetta mun rétt vera. Síðan kirkjugöngur og messu- ferðir almennt lögðust niður, fer margt eldra fólk til sveita lítt eða ekki út af he'imilum sínum nema af fyrrnefndum tilefnum. Þetta er illa farið. Andleg og félagsleg einangrun er engum holl, maður er manns gaman og I strjálbýli jafnt sem fjölblýli er hverjum manni nauð synlegt að hitta náunga sinn sem oftast og blanda geð'i við hann. — I hverju prestakalli getur kirkjudagurinn verið á- kjósanlegt tilefni til sllkra samfunda bæði eldri og yngri, já ekk'i sí?t hinna eldri. í skjóli vorrar dýru móður, kristnu kirkju er gott að eiga sér slfk- an samfundastað til að upp- byggjast I samfélagi safnaðar- ins og styrkja þá stofnun, sem „ljóssins trú I hjörtum manna glæðir. Hún Iætur hljóma lífsins mál, sem lífgað getur hverja sál“ G. Br. Rætf við sr. Magnús Guðjónsson á Eyrarbakka um kirkjudog og kirkju- Síf í Gauíverjabæjarhreppi i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.