Vísir


Vísir - 15.12.1964, Qupperneq 1

Vísir - 15.12.1964, Qupperneq 1
VÍSIR HERNÁMSSAG- ANSELSTBEIT Metsölubókin á markaðinum virð ist sem stendur vera „Árin, sem aldrei gleymast“ eftir Gunnar M. Magnúss. Hjá sjö bóksölum, sem Vísir hefur leitað upplýsinga hjá er hún ýmist í fyrsta, öðru eða þriðja sæti og hvergi neðar. Annars er röðin á 10 söluhæstu bókunum þessi: 1. Árin sem aldrei gleymast eftir Gunnar M. Magnúss. 2. Jóhannes á Borg eftir Stefán Jónsson. 3. Auðnustundir eftir Birgi Kjar- an. 4. Kennedy eftir Thorolf Smith. 5. Neyðarkall frá norðurskauti eft ir Alistair McLean. 6. Sjöstafakverið eftir Halldór Kiljan Laxness. 7. Síðasta skip suður, eftir Jökul Jakobsson og Baltasar. 8. f fararbroddi eftir Guðm. G. Hagalín. 9. Úr myndabók læknis eftir Pál Kolka. 10. Hvikul er konuást eftir Guð- rúnu frá Lundi. Hjá tveimur bóksölum var Kenne dy söluhæst, og alveg í sérflokki hjá öðrum þeirra. Hjá einum var Jóhannes á Borg söluhæstur og hjá einum Neyðarkall frá norðurskauti. Hjá hinum þremur eru Árin sem aldrei gleymast efst. í síðustu viku þegar Vísir aflaði sér upplýsinga um sölusæstu bæk urnar voru það „Sjöstafakverið" og „I fararbroddi", sem þá voru efstar, en salan á þeim báðum virðist hafa minnkað samanborið við sumar aðr ar. í>á voru í næstu sætum: Kenne dy, Árin sem aldrei gleymast og Jóhannes á Borg. Þær bækur sem mest hafa sótt á síðustu daga hvað sölu snertir, eru fyrst og fremst Auðnustundir og þar næst Neyðarkall frá norður- skauti og Síðasta skip suður. . Þetta eru bækurnar, sem eru á jólamarkaðinum í haust. Myndin var tekin í Bókhlöðunni á Laugavegi 47 í morgun og það er Jón Baldvinsson verzlunarstjóri sem stendur við hlaðann ásamt einni afgreiðslustúlku verzlunarinnar, frú Guðrúnu Þór. íiskleitar gera tvo togara út til Norðurhöfum Þýzkir togarútgerðarmenn hafa sem fleiri miklar áhyggjur af hinum þverrandi afla tog- aranna. Hafa togarar þeirra STRANDSKIPID LIÐAST SENNILEGAST ÍSUNDUR Björgunartilraunir hafa enn reynzt órangurslausar Líkur benda nú til þess að strand aða skipið við Raufarhöfn liðist í sundur á Kotflúðinni. Björgunar- tilraunir hafa hingað til reynzt ár- angurlausar, skipið er farið að gefa eftir, og ber þarna beinin, ef björg un tekst ekki mjög fljótlega. Síðdegis í dag kemur annað varðskip á strandstaðinn og munu bæði varðskipin reyna að draga Susanna Reith út á flóðinu á sjö- unda tímanum í kvöld. Ef það tekst ekki, eru horfur á björgun orðnar óvænlegar. Skipið vegur salt á Kotflúðinni og það er einung is hægt að toga I það úr einni átl austur af norðri, og er það áttir yfir skerið. Mjög aflmiklar dælur hafa verið settar um borð í Susanna Reith og hefur tekizt að halda framhluta og afturhluta þess þurrum, en dælurr Framh. á bls. 6. sjaldan komið fullfermdir úr veiðiferðum á fjariæg mið við Grænland, Barents-haf og Áabrador. Oftast eru þeir hálf- tómir. Samkvæmt skýrslu sem þeir hafa gefið út um veiðar á seinni helmingi þessa árs, er nýting skipanna aðeins 43%, en eðlilegt hefur verið talið, að hún væri 70%. Ekki stafar þetta af ógæftum, heldur bein- línis af því að fiskinn er ekki að finna í sjónum, a.m.k. ekki á venjulegum miðum. Þýzka togaraútgerðin hefur því gripið t'il sameiginlegra að- gerða til að leita að nýjum fiskimiðum og er nú verið að senda tvo togara t'il fiskileitar á norðurhöfum. Það er togaraút- gerðin sem kostar leitina. Þýzka blaðið Die Welt skýr- ir frá því, að fiskifræðingurinn dr. Ulrich Schmidt hafi nýlega gefið skýrslu um þverrandi veiði togara á öllum miðum. Hann segir þar að afli hafi rýrnað bæði v'ið Vestur- og Austur-Grænland, við ísland og Labrador. Hann er þó ekki þeirr ar skoðunar að fiskmagnið í sjónum hafi minnkað, heldur hafi stofnanir færzt til, og nú sé um að gera að reyna að komast á sporið aftur og leita þá uppi. Hann telur að orsakirn ar séu ekki ofveiði, heldur hitt, að hafið hafi kólnað og fisk- stofnarnir þess vegna fært sig til, hafi þetta gerzt bæði á Norðursjó og í Norðurhöfum. í fréttabréfi sem togaraút- gerðarmenn gefa út er látinn í ljós rtokkur vafi um þetta og sagt að þó vísindalegar skoð- an'ir séu mikilsverðar, þá sé ennþá mikilvægara að sanna þær í raun og sýna fram á að einhverjir nýir veiðimöguleikar séu til. Sjálfsagt sé að reyna að framkvæma fiskileit, þó vafa Framh. á bls. 6. Metsölubækur: 54. árg. — Þriðjudagur 15. desember 1964 - 278. tbl. Stúlka hékk á bílflaki úti / sjó •• — Onnur í stiga á bryggjuendanum og piltur lö örmagna á hryggjunni Skipverjar á vélbátnum Dím- on, sem lá við bryggju í Höfn- um, heyrðu allt í einu að kall- að var og æpt, þegar þeir voru um borð í bátnum á sunnudags kvöldið. Er þeir komu upp á þilfar sáu þeir hvar ungur mað ur lá máttvana á bryggjunni ung stúlka hékk i stiga á bryggjuendanum og skammt frá bryggjuendanum lá skemmd Volkswagenbifreið í sjónum og á henni hékk einnig ung stúlka og var hún mjög illa haldin. Pilturinn og stúlkan sem hékk í stiganum við enda bryggjunnar fengu strax skjóta aðstoð. en kaðli var hent til stúlkunnar, sem hékk á Volks wagenbifreiðinni og var hún síðan dregin að bryggjunni. Um 8 Ieytið á sunnudags- kvöldið munaði minnstu að stórslys yrði í Höfnum. Þrír unglingar allir innan við tví- tugt, fóru í ökuferð og óku m. a. niður að höfninni. Þegar bíll inn kom að uppfyllingunni hemlaði bílstjórinn til þess að draga úr ferðinni, þar sem miklar holur voru í uppfylling unni. Á eftir var ekið fram bryggjuna á hægri ferð og ætl aði pilturinn síðan að stöðva bifreiðina. Reyndust hemlamir Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.