Vísir - 15.12.1964, Side 15
V í S I R . Þriðjudagur 15. desember 1964
/5
JÓLAÆVINTÝRI Á BLAÐINU
FILMUR QG VÉLAR S.F.
U.H.H Ijyprr ' ■ >. *uuu
Filmur
Töku- og sýningarvélar
Ljósmynda- og
litskuggamyndavélar
— Já, ég hefi verið „góður“ —
eða „góð“ — og gert „eins og
mamma sagði. Mig langar í kúreka
föt og bát og byssu ... eða mig
langar í brúðu og brúðuhús ...
Öll börnin óskuðu sér þess, sem
þau annað hvort voru búin að óska
sér lengi, eða flaug í hug í svipinn,
en öll báðu um eitthvað fyrir sjálf
sig, ekkert um neitt fyrir systk-
ini sín, eða aðra. Og það var ekki
annað að sjá eða heyra en að þau
myndu fá það, því að jólasveinninn
hélt áfram að kipka kolli og brosa,
en mömmurnar voru dálítið óþolin
móðar og reyndu að fá börnin með
sér:
- Svona, nú eruð þið búin að
sjá jólasveininn, nú verðið þið að
koma.
Um klukkan hálfþrjú var dálítið
hié á ösinni kringum jólasveininn
og ég notaði tækifærið til að spyrja
hann:
- Má ég spyrja þig um dálítið?
— Spurðu bara.
— Ég heyrði að börnin biðja aldrei
um neitt nema handa sér. Kemur
það aldrei fyrir, að eitthvert þeirra
biðji þig, að muna eftir að koma
með böggul handa öðrum?
— Það hefir ekki komið fyrir
enn.
— En koma ekki stundum börn,
sem augljóslega geta ekki fengið
það sem þau óska sér — sem óska
eftir því, sem ekki er hægt að gefa
þeim neina von um.
— Þau fá víst flest eitthvað, og
það verður að láta þau halda í von-
ina.
— Ertu hérna á hverjum jólum?
Kannski var dálítill kuldi í rödd
minni. Ég er ein þeirra sem vil ekki
missa trúna með öllu á jólasvein-
inn, þótt hann sé ekki nema blekk
ing.
— Þetta er nú fimmta árið, sagði
hann ... og svo kom hann auga
á sex ára snáða, sem var að toga
mömmu sína til hans nauðuga.
Komdu blessaður, litli vinur,
og jólasveinninn brosti út undir
eyru.
Ég fór í lyftunni niður á fyrstu
hæð og á leiðinni í ritstjórnarskrif
stofuna skrapp ég inn í apótek og
keypti fötur sem áttu að vera fyrir
tak við kvefi. Og þegar ég lagði
handritið á borðið fyrir framan Pét
ur lagði ég pappaöskjuna með töfl
unum við hliðina.
Það var eins og hann sæi ekkert
nema öskjuna. Hann horfði á mig
undrandi á svipinn eins og hundur
sem bíður eftir. að maður kiappi á
kollinn á sér.
— Hvað er nú þetta?, spurði
hann eins og í óvissu
— Það er við kvefi, sagði ég.
— Ó, já, þökk . . . og hann tók
eina og það tók nú aldeilis
tímá og það var eins og hann
vissi ekki hvað segja skyldi eða
gera. sjálfur fréttastjórinn, og ég
sat þarna og ég skemmti mér kon
unglega svo lítið bar á.
Ég varð fyrri til og sagði:
— Ég er smeyk um að mér hafi
ekki tekizt vel... að það sé ekki
sérlega frumlegt.
- Hvað?
— Frásögnin — jólapistillinn,
sem á að koma í blaðinu á morgun.
Það er kannski í henni dulbúin árás
vegna þess kaupskaparbrags sem
kominn er á flest varðandi jólin.
Hann las pistilinn og ég virti
fyrir mér svipbrigðin á andliti hans
meðan hann Ias. Þegar hann hafði
lesið hann fljótlega sagði hann:
— Þetta er ágætt, það er „jóla-
stemning" í honum, gæti verið
verra.
— Ég þakka.
- Þú reynir að setja eitthvað
saman á morgun.
Og nú ætlaði ég að taka mig til
og skrifa um eitthvað, sem vakti
menn til úmhúgáúnár úm'tilgangirm
Méðííáö':ÉáltÍgfcj'ól. Þdð 'kúm í lj(§,
að drengjakór átti að syngja i dóni-
kirkjunni klukkan sex.
Kirkjan var fagurlega skreytt,
sígræn kringum hvern glugga, og
á altarinu logaði á háum kertum I
skínandi silfurstjökum og fyrir
framan altarið var jólatré prýtt
ljósum og ýmsu skrauti.
Það var jólasvipur á öllu í kirkj
unni — líka á fólkinu — og orgel-
tónarnir bárust um allt og endur
köstuðust frá steinhvelfingunni, og
svo hljómaði söngur drengjanna,
barnslegur hreinn og skær og fag
ur, yfir honum var hin eilífa birta,
og brátt yfir öllu, og ég sat þarna
og snerti ekki við blokkinni minni
eða blýantinum. Ég var úti á mörk
inni með hirðunum, sem gættu
hjarðar sinnar . .
Þegar öllu var lokið flýtti ég mér
út. Það var orðið dimmt og það
var kalt og ég flýtti mér að ná í
næsta strætisvagn til þess að kom-
ast sem fyrst í skrifstofuna til þess
að skrifa pistilinn minn. Ég reyndi
að lýsa hvernig mér var innan-
brjósts, er ég sat í kirkjunni, en
þegar ég var búin og las það yfir,
sá ég, að þótt ég hefði skrifað um
jólaljósin og sönginn þá voru þetta
innantóm orð, skurn, kjarnann vant
aði Mér hafði ekki tekizt að lýsa
þeim kenndum sem vöknuðu á þess
ari helgistundu í kirkjunni.
Þótt klukkan væri orðin átta log
aði enn Ijós i skrifstofu Péturs, Ég
barði að dy-rum og fór inn.
— Er þér að batna kvefið, spurði
ég og forðaðist að tala um jóla-
pistilinn, sem ég hafði nýlokið við.
— Mér er næstum batnað sagði
hann og brosti, og hann leit sannast
að segja miklu skár út. Mér fór að
létta í skapi.
— Og hvað hefur gerzt í dag,
spurði hann og sneri sér að því,
sem honum fannst mestu máli
skipta.
— Það, sem gerðist var dásam-
legt, ef ég bara gæti skrifað um það
sem vert væri, sagði ég dálítið hik
andi, en það tðkst mér ekki.
— Við þurfum öll, að gera okkur
grein fyrir í hverju okkur er áfátt,
ástunda að þroskast og þjálfast, og
þá tekst okkur kannski að ná mark-
inu
Hann tók blöðin, sem ég hafði
lagt á borðið fyrir framan hann og
fór að lesa.
— Þú hefir náð býsna góðum
tökum á þessu, sagði hann, og er
hann hafði hlaupið yfir það, lagði
hann blöðin frá sér þreytulega.
-WtffW tefizrf Ég nota
það á morgun.
Það var eins og skugga leggði á
andlit hans. Og það lagðist í mig,
að orsökin væri, að frásögnin hefði
minnt hann á litla drenginn hans,
sem hann hafði misst af slysförum,
og ég varð hryggari en ég fæ með
orðum lýst. Mig langaði svo inni-
lega til þess að geta haft þau áhrif
á hann, að hann gæti gleymt, en
svo komst ég, að þeirri niðurstöðu,
að þess mætti ég ekki óska. Ó, hve
mig langaði til þess að hughreysta
hann.
— Pétur, sagði ég aumkunar-
lega, kannski tekst mér betur á
morgun.
— Það er ég líka viss um, sagði
hann án þess að líta upp.
Ég fór aftur inn f kompuna mína,
og tók til á skrifborðinu mínu, ég
var ekki í skapi til að skrifa neitt.
Næsta dag fór ég í barnaheimili
og skrifaði um undirbúning jólanna
þar. Og daginn þar á eftir fór ég á
skemmtun fyrir börn starfsfólks
verksmiðju nokkurrar.
Sýningarlampar
Skoðarar
8—16 mm filmuleiga
ÁRS ÁBYRGÐ
Transistor
ferðatæki
og viðgerðaþjónusta
Leiðbeinum
meðhöndlun á
sýningarvélum
og tökuvélum.
i
mrmnnr
FILMUR DG VÉLAR 5.F.
Skólavörðústíg 41. Sími 20235.
Fiskkaupendur
Vil selja fisk af bát, sem gerður er út frá Faxa-
flóa á komandi vertíð, gegn einhverri fjárhags-
aðstoð við að koma bátnum af stað til veiða.
Tilboð merkt (<yetrarvertíð 1965“ sendist afgr.
Vísis.
OMEGA-URIN heimstrægu eru enn i gangi frá siöustu öld.
OMEGA-ÚRIN fást hjá
Gardari Óiafssyni úrsmið
LÆKJARTORGI SlMl 10081
,V.,A%V.,.VAV.W.V.V/.V.
Þá er allt ákveðið Tarzan, seg
ir Judd, Naomi hjúkrunarkona
verður héma í tvo mánuði og
Tshulu höfuðsmaður í mánuð til
þess að hjálpa þér að framkvæma
ráðagerðir þínar Það er ágætt
Judd yfirforingi, segir Tarzan, við
getum hjálpað þeim innfæddu,
sem misst hafa hægri hendina,
meðan þeir eru að venja sig aftur
við dagleg störf. Ég ætla að segja
Yeats hershöfðingja í gegnum
senditæki Tshulus að um leið og
og ég næ mér aftur, þá geta
Tshulu og Naomi, hjúkrunarkona
snúið sér aftur að skylclustörfum
sínum hjá Mombuzzi. Gangi þér’I
vel Tarzan, segir Judd um leið
og hann kveður.
S/ENGUR
4EST-BEZT-koddar «;
índumýjum gömlu I;
íængiimat, eigum
1ún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
tæsadúnssængur — ■
"ig kodda af ýrosuro «;
itærðum \
%
OÚN- OG í
FIÐURHREINSUN «I
Vatnsstfg 3. Sími 18740.
■.••■.v.v.v.v.v.v.v.v.v