Vísir


Vísir - 15.12.1964, Qupperneq 3

Vísir - 15.12.1964, Qupperneq 3
Kristín Sigurðsson í handofnum íslenzkum ullarkjól, skreyttum tréperlum. Ragna Ragnars í Ijósbláum brokade-kjól með hvítri chiffon-skreytingu. VISIR Þriðjudagui 55 desember 19G4 Sýningarstúlkurnar átta í síðum samkvæmiskjólum. Þær eru talið frá vinstri: Unnur Arngrímsdóttir, Kristín Bernhöft, Kristfn Sigurðsson, Herta Árnadóttir, Ragna Ragnars, Lilja Norðfjörð, Hildur Sveinsdóttir og Hildur Jakobsdóttir. jpyrir skömmu efndi Zonta- klúbburinn f Reykjavík !1 skemmtisamkomu á Hótel iögu til styrktar því málefni. rrú Friede Briem, forniaður Zonta- dúbbsins, flytur ávarp. sem klúbburinn vinnur fyrir. En Zontaklúbburinn er alþjóð- leg kvennasamtök og taka klúbbarnir á hverjum stað að sér ýmiss konar góðgerða- styrktar- eða menningarstarf semi. Klúbburinn í Reykjavík hefur tekið sér það hlutverk að veita heyrnardaufum bömum hjálp og hefur klúbburinn þegar unnið mjög gott starf á því sviði með kaupum á heyrnarprófunar tækjum, sem síðan hafa verið tekin í notkun á Heilsuverndar- stöðinni í Reykjavík. í Zonta- klúbbnum eru 35 konur, sem eru fulltrúar ýmissa starfshópa. Myndsjáin birtir nú nokkrar myndir frá skemmtisamkomu Zonta-klúbbsins, sem var ákaf- lega vel heppnuð og voru veit- ingasalir Hótel Sögu þéttskipað ir. Margt var þar skemmtiatriða svo sem skemmtiþættir Karls Guðmundssonar og Ómars Ragn arssonar og hljómsveit Svavars Gests lék þar fyrir dansi ásamt söngvurunum Ragnari Bjarna- syni og Elly Vilhjálms. Hvort all ir eru þar taldir sem þar komu við sögu er óvíst, en hitt er víst að þegar allir þeir aðilar sem þarna komu fram vissu að hvaða hlutverki var starfað, þá brugðust þeir þannig við, að ekki var við það komandi við þá að þeir tækju neina greiðslu fvrir fyrirhöfn sína. Vfyndsjáin birtir þó í dag að A eins myndir frá einum þætti þessarar skemmtunar en það var mikil og fjölskrúðug tízkusýning, sem þarna var hald in og vakti mikla hrifningu meðal hins fjölmenna áhorfenda hóps. Það var verzlunin Parísar tízkan í Hafnarstræti sem sá um tízkusýninguna, en fram- kvæmdastjóri verzlunarinnar, frú Rúna Guðmundsdóttir, er einmitt ein af félagskonum í Zonta-klúbbnum. /^tta sýningarstúlkur komu fram á þessari sýningu og var það fjölbreytt úrval nýj ustu tízku frá París, sem þær sýndu þarna. Voru það bæði ullar- og jerseykjólar og kvöld kjólar og samkvæmiskjqlgr bæði síðir og stuttir, ennfrem ur undirföt, náttkjólar og slopp ar. Myndimar sýna aðeins lítinn hluta þess tízkufatnaðar, sem þama kom fram.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.