Vísir


Vísir - 15.12.1964, Qupperneq 8

Vísir - 15.12.1964, Qupperneq 8
8 <54 VISIR Otgefandi: BlaSaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Þorsteinn 0. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr. á mánuði t lausasölu 5 kr. eint. - Simi 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Visis - Edda h.l Farkost skortir J^íldin veiðist sem óðast fyrir Austurlandi, en nú er Ijóst að aflabrestur hefur orðið hér sunnanlands á síld- veiðunum. Af þessu leiðir að síldin hrúgast upp á Aust- fjörðum, án þess að unnt sé að salta nema lítið magn 'iennar vegna fólkseklu þar. Á sama tíma standa sölt- unarstöðvarnar hér við Faxaflóa auðar að mestu, en hér er unnt að salta allt að 25 þúsund tunnur á sólar- hring. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu á föstudag- inn eru ekki skip fyrir hendi, sem annazt geti síldar- flutninga að austan hingað til Faxaflóahafna. Hér stendur íslenzk síldarútgerð frammi fyrir nokkru vandamáli. Með hinni nýju veiðitækni má búast við að unnt verði að veiða síld fyrir austan langt fram á vetur. En höfuðnauðsyn er að unnt sé að koma henni til söltunarstöðva hér sunnanlands. Einar Guðfinnsson í Bolungarvík lét á sumrinu framkvæma merkar tilraunir á umskipun síldar með sogdælum. Þær gáfú góða raun. Það sem nú skortir er því tankskip, eitt eða fleiri, sem tækju að sér flutninga og dreifingu síldarinnar. Hér þarf nýtt svar við nýju vandamáli. Er hér vissulega á ferðinni ærið verkefni bæði fyrir ríkisverksmiðjurnar og einstaka framtaks sama útgerðarmenn. Einangrunarsinnar pramsóknarflokknum má um margt líkja við flokk einangrunarsinna í Bandaríkjunum fyrir styrjöldina. Á sunnudaginn kom þessi innilokunarstefna flokksins mjög skýrt í ljós í Tímanum. Harðlega eru gagnrýnd útgjöld ríkisins vegna sendiráða íslands erlendis og bátttöku íslands í alþjóðasamvinnu og ráðstefnum. Þetta er furðulegt sjónarmið. Sjálfstætt ríki hlýtur að telja sér bæði hag að því og sæmd að taka þátt í al- bjóðlegu samstarfi. Því fé sem til þess er eytt er ekki varpað á glæ. Margs góðs höfum við notið fyrir atbeina ilþjóðastofnana. Þess vegna sætir það furðu að sjá því haldið fram, að íslendingar eigi að draga sig að mestu út úr slíku samstarfi og iðka innilokunarstefnu nýlenduþjóðar. Kemur hér enn í ljós að Framsóknar- flokkurinn lifir sífellt í fortíðinni, óttast kynni af er- lendum þjóðum og vill ala íslendinga upp sem heimsk, heimaalin börn. Væri þá von um að kjörfylgi flokksins tæki eitthvað að aukast. Jólabækurnar JV[argt eigulegra bóka kemur nú á jólamarkaðinn. Fyrir helgina kom ein hin merkasta þeirra út. Það er bókin Kvæði og dansleikir. Hún hefur að geyma safn ianskvæða frá fyrri öldum, sem bregður skörpu ljósi yfir skemmtan forfeðra vorra og veitir einstæða inn- sýn í gleði þeirra og þjóðbrag. Fæst af efni hennar hefur áður sézt á prenti, en þessi alþýðuskáldskapur f er margur jafn lifandi og ferskur eins og þegar hann | var fyrst sunginn fyrir mörgum öldum. Að slíkum bókum er góður fengur. í grcin í VÍSI 11. des. sl. segir, að framkvæmdastjóri Slysavamaféiagsins hafi sent blaðinu harðorða gagnrýni á greinargerð þá, sem Skipaskoð unin hafi komið á framfæri um •' tilraunir með neyðarsenda. Hér er um að ræða grein, sem Páll Ragnarsson, skrifstofu stjóri Skipaskoðunar rikisins, ritaði 3. des. sl., og aðallega fjallar um tilraunir þær, sem Skipaskoðun ríkisins hefur gert með ýmsar tegundir neyðar. stöðva fyrir gúmmfbáta á und- anfömum árum. Við þessar at- huganir hefur Skipaskoðunin notið ágætrar aðstoðar sér. fræðinga Landssímans og Land helgisgæzlunnar, eins og nánar segir frá í greininni. Grein þessi var send öllum dagblöð- unum, og vil ég hér leyfa mér að fara þess á leit að VlSIR birti grein Páls Ragnarssonar í heild, svo lesendur blaðsins geti gert sér ljóst hvort gagn rýni framkvæmdastjóra Slysa- vamafélagsins eigi rétt á sér. Það þurfti engar tilraunir að gera til að komast að raun um, að til væru sterkari sendar en iitlir neyðarsendar, ætlaðir í gúmmíbáta, og fá orku frá fá- einum vasaljósarafhlöðum. Skipaskoðun ríkisins hefur viðurkennt tvær gerðir neyðar- senda. Fjölmargar prófanir hafa farið fram við misjafnar aðstæð ur, bæði af hálfu Landssímans og Landhelgisgæzlunnar, m.a. úr gúmmíbát á sjó og úr flæð- Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri. Er ekki tímabært að setja neyðarsenda í gúmmíbáta? armáli við mjög slæm skilyrði. Þegar Landhelgisgæzlan reyndi aðra stöðina úr gúmmíbát 27. okt. s.l. svaraði kailinu m.a. tog ari í 52 sjómílna fjarlægð, og þó hafði engum verið tilkynnt fyrirfram að prófun ætti að fara fram. Þetta kallar framkvæmda stjóri Slysavamafélagsins að sé framkvæmt i laumi. Ég sé ekki hvers vegna próf unin ætti að vera minna virði þótt ekki sé tilkynnt um hana fyrirfram. Ekki er hægt að bú. ast við því þegar slys kann að bera að höndum, að hægt sé að tilkynna það fyrirfram og menn beðnir að hlusta. Framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins segir ennfremur að önnur þeirra neyðarstöðva, sem Skipaskoðunin hafi viður- kennt, hafi verið „innkölluð af framleiðendum" Þetta er mér alls ekki kunnugt um og skil ekki hvað við er átt. Báðar stöðvamar em til sölu, og hafa verið endurbættar á ýmsan veg, og m.a. hafa nokkrar mis. munandi gerðir af þessum tveimur stöðvum verið prófaðar hér, — ásamt að sjálfsögðu mörgum neyðarstöðvum, sem' ekki hafa hlotið viðurkenningu Skipaskoðunar ríkisins. Það er ekki rétt hjá fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags ins, að Alþjóðasamþykktin um öryggi mannslífa á hafinu frá '96Ó hafi tekið gildi Það ger- ir hún ekki fyrr en á næsta ári. Það er heldur ekki rétt hjá framkvæmdastjóranum, að sú al bjóðasamþvkkt krefjist neyðar- »’ "i'immfbátfl '’etta kem- ur greinilega fram í grein Páls Ragnarssonar, enda voru slík- ar neyðarstöðvar alls ekki til 1960, en þetta atriði er talið æskilegt að framkvæmt verði, og um það rætt sem tilmæli í ANNEX-D, 48. grein (Recomm endation). Þetta er einmitt það, sem Skipaskoðunin hefur verið að vinna að, að reyna að koma í framkvæmd, með því að at- huga ýmsar tillögur um slikar neyðarstöðvar á undanförnum árum. Skipaskoðunin telur sig þegar hafa fundið stöðvar, sem uppfylla óskir 48. greinar, og hefur þegar mælt með að þær verði teknar í notkun. SI. vor lauk Skipaskoðun ríkisins við samningi tillögu um breyttar reglur um radiobúnað ísl. skipa. í þessum tillögum er þess m.a. krafizt, að öll íslenzk skip verði búin slíkum neyðarsend- um fyrir gúmmíbáta, og auk þess fast stilltu móttökutæki fyrir neyðarbylgjuna 2182 rið á sek. Síðan voru þessar tiliög ur sendar til umsagnar sjó. mannasamtaka og útvegsmanna samtaka, og útgáfa þeirra hef- ur tafizt af þeim sökum. Það er að mínum dómi ekki nóg að setja kröfur um ákveðin tæki í reglur ef tækin, sem krafizt er, eru ekki íyrir hendi. | fyrrnefndri Vísisgrein tel- ur framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins að tilraun- irnar, sem framkvæmdar voru af Slysavarnafélagi íslands á tveimur klukkustundum, sunnu daginn 1. nóvember, hafi sann- að. að sendir Landssímans hafi reynzt það vel, að nauðsynlegt sé að hann sé umsmíðaður í gúmmíbátasendistöð. Bæði tæk- in, sem Skipaskoðun ríkisins hafi viðurkennt, hafi hins veg- ar reynzt ónothæf. Hér er ver- ið að bera saman tvo gerólíka hluti, venjulega færanlega tal- stöð Landssímans, og neyðar- stöðvar fyrir gúmmíbáta. Þetta kemur reyndar líka fram hjá framkvæmdastjóranum, því hann telur að umsmíða þurfi stöðina fyrir gúmmíbátana. Samkvæmt upplýsingum Lands símans er þessi talstöð hins vegar smíðuð í allt öðrum til- gangi, og ennþá hefur alls ekki komið til mála að framleiða þessa stöð, né aðra, sem upp- fylli þær kröfur sem gerðar eru til neyðartalstöðva fyrir gúmmi báta. Hafi ég skilið mál fram- kvæmdastjóra Slysavamarfél- agsins rétt, þá telur hann enn enga neyðartalstöð vera fyrir hendi, sem henti til notkunar í gúmmíbátum, og því sé enn ekki tímabært að krefjast þess, fyrr en talstöð Landssimans hefir verið framleidd fyrir gúmmíþáta. Þessu er ég að sjálf sögðu algjörlega ósammála. Neyðartalstöð, sem sannanlega getur dregið 50—60 sjómflur úr gúmmíbát er að mínum dómi ekki ónothæf. Að sjálfsögðu myndi ég fagna því af heilum hug ef Landssími íslands eða annar aðili framleiddi enn sterk ari stöð, jafnlitla, vatnsþétta sem flýtur og einfalda i notkun. Slík stöð getur lflca komið á 7ramhald á bls. 7

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.