Vísir - 15.12.1964, Síða 16

Vísir - 15.12.1964, Síða 16
mm Þriöjudagur 15. desember 1964 Vetrarhjólpin í Hofnarfirði tekin til stnrfa Vetrarhjálpin í Hafnarfirði er nú tekin til starfa. Er þetta 26. starfs- ár hennar. Sfðastliðið ár úthlutaði nefndin 114 þúsund og 200 krón- um, en þar af lagði bæjarfélagið fram 45 þúsund krónur, en ein- staklingar, stofnanir og félög gáfu hitt. Fénu var úthlutað á 179 staði til fjölskyldna og einstakl- inga- Skátamir fara um bæinn í kvöld í annað sinn. Er þess vænzt, að bæjarbúar taki þeim vel eins og endranær. Nefndin telur að ekk'i sé sfður þörf en oft áður að styrkja fólk og gleðja fyrir jólin. Stjóm Vetrarhjálparinnar f Hafnarfirði skipa: Garðar Þor- ste'insson, prófastur, séra Kristinn Stefánsson, Þórður Þórðarson, framfærslufulltrúi, Gestur Gamal- íelsson, kirkjugarðsvörður og Gfsli Sigurgeirsson, heilbrigð'isfulltrúi. ^ Stjórnin f Israel hefir beðizt lausnar. ► 500 manns hafi farizt eða er saknað í nýjum flóðum f Kongo. eftir öll þessi ár Loksins skíðafæri Menntaskólanemar ganga 5 km. Nú er loksins kominn alvöru vetur í Reykjavfk eftir öll þessi ár og snjór yfir öllu. „Eftir þessu hefur verið beðið í tíu ár“ — sagði Ingimar Ingimarsson bíl- stjóri við blaðið, þegar hann var spurður um skíðaferðir i ná- grenni borgarinnar. Hann var þá einmitt að leggja af stað með fimm stóra bíla af menntaskóla nemum í skíðaferð, en það mun vera fyrsta skólaferðin á skíði á þessum vetri. Undanfarna vetur hefur verið lítið um skíðaferðir úr skólum borginnar vegna snjóleysis en nú er kominn nógur snjór. Mennta- skólinn fór á laugardaginn með Kjartani og Ingimar upp að Skíðaskálanum í Hveradölum og er myndin hér tekin, þegar verið var að leggja af stað. Fararstjór ar voru kennararnir og skíða- kapparnir Eiríkur Haraldsson og Valdimar Ömólfsson. Valdimar sagði blaðinu, að ferðin hefði tek izt mjög vel og hefðu 120 manns gengið Norrænu skíðagönguna, eða fimm kílómctra vegalengd. Færðin var góð að Skíðaskálan- um en hann er því miður lokað- ur. Þarna er gott skíðafæri og brekkur góðar. Snjórinn er 6- venju mikill í hrauninu og gott að ganga það, en það er frekar sjaldgæft, að svo sé. Valdimar sagðist ekki muna eftir almenni legu skíðafæri í nágrenni borgar innar síðan veturinn 1957 —’8, fyrir sjö árum. Veðrabrigði hafa verið svo mikil hér undanfarna vetur, að snjór hefur aldrei náð að festast að ráði. „Mér finnst ástæða til að gleðjast yfir því, að menn geta nú rifjað upp skíðakunnáttuna í þessu góða færi“ — sagði Valdimar að lok- um. FLUGMENN VÍLJA Fjölmennur fundur þeirrn um flugvullumúl Geysifjölsóttur fundur ís- lenzkra atvinnuflugmanna var haldinn í gærdag og var þar rætt um flugvallamálin og eru flugmenn þvl mjög mótfallnir að frekari lagfæringar séu gerð ar á Reykjavíkurflugvelli, en hafizt verði handa um nýjan flugvöll á Álftanesi. Finnski flugvallasérfræðingur- inn Hellmann hefur undanfarna mánuði verið hér á landi við athuganir á Reykjavíkurflug- velli, einkum vegna fyrirhug- aðrar flugbrautar frá vestri tii austurs. Flugmenn telja að aðflugs. og öryggisljós á Reykjavíkurflug- velli séu ekki nægilega góð, undirstöður flugbrautanna séu ótryggar og óráðlegt sé að verja fé í frekari framkvæmdir við völlinn. Flugmenn hafa lengi verið þeirrar slooðunar að flugvöllur fyrir utanlands- og innanlands-®- flug ætti að vera á Álftanesi og hafa orðið mikil blaðaskrif und- anfarin ár vegna þessara mála. Á fundinum í gær mun hafa verið skipuð þriggja manna nefnd til viðræðna við flugmála stjóra, og mun nefndin eiga að túlka skoðanir flugmanna á málum sínum. Áður munu flugmenn hafa rætt málið all- ítarlega við flugmálastjóra, en þær viðræður fóru ekki fram á vegum FÍA, félags ísl. at- vinnuflugmanna. 9 DAGAR TIL JÓLA Önnur umræða fjórlaganna: Framlög til skólamála enn hækkuð verulega Niðurgreiðslurnar eru óleyst vandumúl Fjárlagafrumvarpið var tekið til annarrar umræðu í gær. Skil aði fjárveitinganefnd þá áliti. Meirihluti nefndarinnar leggur til, að útgjöld frumvarpsins hækki um 48 millj. frá þvi, er gert var ráð fyrir í frumvarpinu, er það var lagt fram. Þar af gerir meirihlutinn ráð fyrir 24 millj. kr., hækkun á framlagi til skólamála. í áliti meirihluta fjárveitinga- nefndar er á það bent, að niður greiðslur á vöruverði innan lands séu í frv. áætlaðar 336 milljónir og séu þær miðaðar við niðurgreiðslur eins og þær hafi verið í maí s.l. á ársgrundvelli að viðbættri áætlaðri söluaukn- ingu næsta ár. Hins vegar sé ekki gerð tillaga um það hvernig skuli á næsta ári fara með þær niðurgreiðslur, sem síðan hafi bætzt við og reynzt hafi nauð- synlegar til þess að halda vísitöl unni óbreyttri í samræmi við júní-samkomulagið. Segir í álit- inu, að eðlilegt sé að Alþingi marki sjálft þá stefnu sem fylgt verði til frambúðar í þeim efn- um. Hafj rfkisstjórnin nú þau mál til athugunar. Jón Árnason, framsögumaður fjárveitinganefndar vitnaði til ummæla fjármálaráðherra við 1. umræðu fjárlaga og kvað nauð- synlegt, að afgreiða fjárlögin *hallalaus enda væri það háska- legt, fyrir þjóðina, ef ríkissjóður væri rekinn með halla eins og nú horfði í efnahagsmálunum. — 2. umræða um fjárlögin verður fram eftir þessari viku en í byrj un næstu viku verður 3. um- ræða. Landspítalinn vill fálóðGrænuborgar Fyrir nokkru sótti Landsspítalinn um það til borgaryfirvaldanna að mega fá tii viðbótar við lóð sína, 'óð barnaheimilisins Grænuborgar, sem áður var skóli ísaks Jónssonar. Þannig stendur á máli þessu, að þegar Landsspltalinn fékk lóð sína fyrir nærri 40 árum lá Hringbraut- in í sveig þarna og hélt áfram til norðurs þar sem Snorrabrautin er nú. Fékk Landsspítalinn þá lóðina að Hringbrautinni. Siðan breyttist skipulagið þannig að Hringbrautin var lögð sunnar og sjá rhenn nú við það tækifæri að framlengja og stækka Landsspítalalóðina. Landsspítalinn hefur enn ekki gert neina áætlun um það, hvaða byggingar yrðu reistar á þessum lóðarparti, ef hún fengist, en það er margt sem enn vanhagar um. Nokkrar takmarkanir hafa verið á því, hvað sé hægt að byggja á þessu svæði vegna áhrifa frá flug- vellinum. Landsspltalinn hefur einn ig sótt um að fá lóð sunnan Hring- brautar. Reykjavíkurmeistarar voru sigursælir í gær Reykjavíkurmeistarar KR unnu FH I gærkvöldi I hörkuspennandi leik á Hálogalandi með 12:11 og skoraði Heinz -Steimann sigurmark KR úr vítakasti rétt fyrir leiks- !.ok. í kvennaflokki unnu Reykja- víkurmeistararnir einnig, Valur skoraði 10 mörk gegn 6. í Ieik karlanna voru markverð- 'irnir sérlega góðir, þeir Karl Marx hjá FH og Sigurður Johnny hjá KR. Beztar I liði Vals í kvenna- leiknum voru Sigríður Sigurðar- dóttir, sem skoraði 5 mörk, Vig- dís og Sigrún Guðmundsdóttir. Af FH-stúlkunum var Sylvía langbezt. í 2. fl. karla vann Valur FH Framh. á bls. 6. f

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.