Vísir - 15.12.1964, Síða 7
V í S I R . Þriðjudagur 15. desember 1964
7
Neiðarsendar —
Framh. af bls. 8
markaðinn eftir 2—4 ár,
— en á þeim árum geta þær
stöðvar, sem nú standa til boða.
verið búnar að bjarga mörgum
mannslífum. — Ég vil í þessu
sambandi leyfa mér að minna
á, að ekki voru allir heldur
sammála um notagildi gúmmí
björgunarbátanna fyrst þegar
notkun þeirra var leyfð hér á
landi. Þeir voru líka ákaflega
ófullkomnir þá miðað við það,
sem þeir eru orðnir í dag, —
og ennþá er stöðugt unnið að
endurbótum á þeim, eftir því
sem reynslan sýnir að endur-
bóta er þörf Þó hygg ég, að
enginn telji það lengur hafa
verið fásinnu, að taka gúmmí
bátana í notkun á sínum tíma,
þótt reynslan hafi síðar sýnt,
að þá mátti endurbæta. — Við
værum mun fátækari þjóð í
dag, ef við hefðum misst þá
menn sem björguðust á gúmmí-
bátum fyrstu 2—4 árin, sem
þeir voru í notkun á íslenzkum
skipum.
Það er von mín að allir hugs-
andi menn geti sameinazt um
þá ósk, að öll íslenzk skip
verði búin neyðarsendistöðv-
um fyrir gúmmíbáta hið allra
fyrsta, og að ekki sé réttlæt-
anlegt að slá þeirri framkvæmd
á frest.
13. desember 1964,
Hjálmar R. Bárðarson.
SamvÍMUtryggagar í nýtt
húsmeði að Ármúla 3
Skipulagsbreytingar gerðar
á starfsemi fyrirtækisins
Samvinnutryggingar hafa nú
flutt í nýtt glæsilegt húsnæði
að Ármúla 3. Þar er fyrirtækið
starfrækt á tveimur hæðum, 3.
og 4. hæð, en véladeild Sam-
bandsins er til húsa á 1 og 2.
hæð. Strax og ákveðið var að
flytja í þetta nýja húsnæði, á-
kváðu forráðamenn fyrirtækis-
ins að nota tækifærið og gera
um leið skipulagsbreytingar á
starfseminni.
Hin nýja deildarskipting
verður þannig að annars vegar
eru framkvæmdadeild og hins
vegar þjónustudeild. Fram-
kvæmdadeild skiptist svo f þrjár
deildir, söludeild, tjónadeild og
áhættudeild, Þjónustudeildin
skiptist f bókhald og skýrslu-
vélar, skrifstofuumsjón, af-
greiðslu, fjármál, stærðfræði-
lega þjónustu og statistik.
Samvinnutryggingar hafa nú
starfað í 18 ár, en þær tóku
formlega til starfa 1. sept.
1944. Ármúla 3 hefur Hákon
Hertervig ark'itekt teiknað en
allar framkvæmdir hefur teikni-
stofa SlS, undir stjórn Gunnars
Þorsteinssonar séð um. Allar
innréttingar eru með nýju
snið'i , þar sem þær eru lausar
og færanlegar, og þess vegna
mjög hentugar, ef gera þarf
breytingar síðar. Þá er það
einnig nýjung að hitakerfið er
jafnframt loftræsting.
Líftryggingarfélag'ið Andvaka
lýtur sömu stjórn og Samvinnu
tryggingar, en er rekið sem
sjálfstætt félag bókhaldslega séð
Hins vegar hefur verið ákveðið
að starfsemi þess verð'i felld
undir hið nýja skipulag, eftir
því sem ástæður gefa tilefni til.
Núverandi framkvæmda-
stjóri Samvinnutrygginga er
Ásgeir Magnússon, lögfræð-
ingur. Stjómarform. Sam-
vinnutrygginga og Andvöku er
Erlendur Einarsson, forstjór'i
Ásgeir Magnússon
Batik og steintau
Æ
I
-isq ,\ctíi s'il N- .m l
^ríBJÍaisngis is'
i?. novd Í! 5s
'Æ Æin
16
1 Gallery 16 stendur nú yfir sýn-
ing á batik, ryateppum og stein-
taui. Eru það tvær konur, sem
hlut eiga þar að þær S'igrún Jóns-
dóttir og Hedi Guðmundsson. Sig-
rún sýnir þarna ryateppi sín, sem
hún hefur unnið úr íslenzku garni
frá Álafossi og Gefjun og má hvort
er Vill hengja þau á vegg eða hafa
þau á eólfið Einnig sýnir hún
batik en það eru áþrykkt efni og
notuð margvíslega t.d. f veggtjöld,
lampahlífar, kjóla, og svo er á
sýningunni hökull einn gerður fyr'ir
Kópavogskirkju.
Hedi Guðmundsso^ sýpir þarng
sfMWljétf v-éJÍa,BníÍlhi1 géi%a' úr leik
^unay^m^ef að' þvl leyt'i frá-
brugðið keramik að brenna má
hluti gerða úr þessu efni við
miklu hærra hitastig. Þarna eru
kaffisett, skálar ým'iss konar, ætl-
aðar fyrir súpur sumar en einnig
má taka úr settinu og nota t. d.
sem sósuskál. Margir aðrir hlutir
eru þarna á sýningunni, allir mjög
- NÝ BÓK -
Ég flaug fyrir
foringjann
Þetta er frásögn Hieinz Knoke
flugliðsforingja af hinum ógnvekj-
andi átökum loftherjanna í síðari
heimsstyrjöld.
Frásögnin er Iitrík og spennandi,
og hún gefur skýra mynd af and-
anum, sem rfkti f röðum þýzkra
flugmanna, þar eð hún var færð
í letur jafnóðum og atburðimir
gerðust
Þessa bók leggur enginn frá sér
ólesna.
Bókaútgáfan FÍFILL.
lamaðra
Höfundurinn lengst til vinstri
nýtzkulegir að gerð.
Sýningin sem er sölusýning er
opin daglega frá kl. 1—10 e. h.
til Þorláksmessu.
ím. Aðalfundur
Styrkfarfélags
Aðalfundur Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra 1964 var haldinn að
Sjafnargötu 14 13. des. Formaður
félagsins, Svavar Pálsson, endur-
skoðandi, flutti skýrslu stjómar.
Félagið rak æfingastöð að Sjafn
argötu 14, eins og undanfarin ár.
Þangað komu 376 sjúklingar og
fengu rúmlega 11.000 æfingameð-
ferðir.
Þá rak félagið sumardvalarhéimili
fyrir 40 fötluð börn í Reykjadal í
Mosfellssveit í tvo og hálfan mánuð.
Á árinu fóru rúmar 1.100.000,00 kr.
til fjárfestingar í Reykjadal. Þar
■ ar byggð sundlaug og lokið smíði
ivefnskála. Tekjur félagsins voru
alls 2 millj. 174 þús. krónur og var
þeim varið til að greiða halla á
rekstri æfingastöðvar og sumar-
Ivalarheimilis alls kr. 1 millj. 180
þús., en til eignaaukningar fóru
994 þús. krónur. Hrein eign félags
ins í lok reikningsárs 30. sept. s. 1.
er rúmar 6 milljónir króna og eru
bá 3 fasteignir félagsins taldar á
brunabótaverði
í stjórn voru endurkjörnir:
Svavar Pálsson, endurskoðandi.
Andrés Þormar, aðalgjaldkeri,
Baldur Sveinsson, fulltrúi,
Varaformaður er Friðfinnur Ólafs
son.
► Á fundi Æðsta ráðsins fyrir
s.l. helgi var Nikita Krúsév
uefndur á nafn í fyrsta sinn,
þegar rætt var af opinberri
hálfu um misfellur af hans
liálfu. Það var félagi Belsjik
sem sakaði Krúsév um að eiga
sök á skorti á festu í efnahags-
legri skipulagningu og uppbygg
ingu á stjórnartíma hans. Þetta
ætti rót sína að rekja til þess
ágalla Krúsévs að leggja frani
hið æskilega í stað þess raun
verulega.
Spja/I
lV’ýtt hefti Tímarits iðnaðar-
manna er komið út. í það
ritar ritstjóri þess Otto
Schopka forystugrein og ræðir
um húsnæðismál iðnaðarins.
Hann segir:
(H Frelsi í byggingum.
— Á þeim árum, þegar allar
fjárfestingarframkvæmdir
voru háðar leyfi opinberra yf-
irvalda, var mikið rætt um
húsnæðismál iðnaðarins. Hin-
ar ströngu takmarkanir á
fjárfestingu, sem þá voru,
sniðu vexti iðnaðarins afar
bröngan stakk, og hefur það
':omið niður á honum síðar á
ýmsan hátt, m.a. f samkeppni
við innflutning og ekki stóur í
samkeppninni við aðra at-
vinnuvegi um vinnuaflið.
Samtök iðnaðarins, Félag
íslenzkra iðnrekenda og Lands-
samband iðnaðarmanna, leit-
uðu fyrir ailmörgum árum eft
ir samstarfi við Reykjavfkur-
borg um að bærinn veitti að-
stoð sína við að leysa hús-
næðismál iðnfyrirtækjanna,
og var þá ákveðið að ráð-
stafa landssvæði austan við
Grensásveg til iðnaðarhúsa.
Var hugmyndin að koma þar
á fót svokölluðu fjöliðjuveri,
þar sem mörg iðnfyrirtæki
söfnuðust saman á éinum stað
enda er það fyrirkomulag tal-
ið hafa marga kosti f för með
sér. í því augnamiði gengust
samtökin fyrir stofnun hluta-
félags, Iðngarða h.f., sem all-
mörg fyrirtæki eiga aðild að.
Er málið nú komið á það stig
að framkvæmdir á vegum fé-
lagsins munu vera um það bil
að hefjast.
0 Heppileg leið.
Sú leið, sem hér hefur verið
valin, er að ýmsu leyti mjög
heppileg og ættu önnur bæj-
arfélög að taka hana til fyrir-
myndar. Skipulagsmálum ým-
issa bæja hér á landi er í
ýmsu áfátt, og það. hefur ver-
ið látið viðgangast alltof lengi
að iðnfyrirtækjum væri leyft
að starfa óátalið í íbúðarhúsa
hverfum, f bílskúrum og kjöll
urum. Yfirleitt hefur þetta
stafað af illri nauðsyn. Fyrir-
tækin veita nauðsynlega þjón-
ustu, en hafa ekki átt í önnur
hús að venda. Mörgum litlum
iðnfyrirtækjum hefur reynzt
algerlega ókleift að koma sér
upp viðunandi húsnæði á eigin
spýtur.
Lausnin á húsnæðisvand-
ræðum þessara litlu iðnfyrir-
tækja er einmitt fólgin f því
að þau sameinist um að
byggja yfir starfsemi sína. Er-
lendis, einkum í Svíþjóð, tíðk
ast mjög mikið, að fyrirtæki
leysi þannig húsnæðisþörf
sína sameiginlega. Þessi lausn
er sérstaklega heppileg fyrir
fyrirtæki, sem ekki þurfa
nema lítinn gólfflöt.
Samtök iðnaðarmanna ættu
að gefa þessu máli miklu
meiri gaum en verið hefur. Á
því er enginn vafi, að það er
þörf fyrir slík félagssamtök í
flestum kaupstöðum landsins
og vafalaust einnig í mörg-
um hinna stærri kauptúna.
Þessir nýju byggingahættir
munu ekki aðeins vera til að
fegra bæina heldur einnig til
að efla samstöðu iðnaðar-
manna á hverjum stað. — Ó.S.