Vísir


Vísir - 15.12.1964, Qupperneq 9

Vísir - 15.12.1964, Qupperneq 9
v T s » n \ v ember (964 9 >f Jpyrir nokkru var skýrt frá þvi í fréttum, að fram- kvæmdir væru að hefjast við byggingu svokallaðra Iðngarða. Þeir eiga að risa upp inni í Sogamýri, rétt við húsið Sjón- arhól, burstahús sem menn kannast við og taka eftir við innkeyrslu til Reykjavíkur á homi Miklubrautar og Grens- ásvegar. Það var núna í byrjun nóv- ember, sem nokkrir forustu- menn í Iðnaðarmálum komu þar saman og þar á meðal einnig Jóhann Hafstein iðnaðar- málaráðherra. Var þá fyrsta skóflustunga við byggingar- framkvæmdir þessar tekin með vélskóflu e’inni sem komin var þangað til að hefja verkið. Flutti Sveinn Valfells ræðu þar á staðnum, þar sem hann lýsti því nokkuð, hverjar vonir iðn- aðarmenn gerðu sér um þessa framkvæmd, en Sveinn er for- maður félagsins Iðngarðar. Síðan hefur Vís'ir leitað sér nánari upplýsinga um verk þetta, aðallega hjá einum stjórn armanna, Sveini K. Sveinssyni verkfræðingi. Með stofnun Iðngarða, sagði Sveinn, er verið að gera tilraun til að sameina fleiri aðila að byggingu iðnaðarhúsnæðis Má t.d. geta þess, að í þessum framkvæmdum eru sameinaðir 16—18 aðilar og ef þessir framkvæmd heppnast vel má vænta þess að fleiri fram- kvæmdir fylgi brátt í kjölfarið, en mikils er um vert í þessu sambandi að lánastofnanir og borgaryfirvöld séu hlynnt þess- ari aðferð til að bæta úr þörf- inni fyrir iðnaðarhúsnæði í borginni jyjTálið hefur verið alllengi á döfinni. Má segja að fyrsta skrefið í því hafi verið tekið haustið 1958, þegar þáverandi skipulagsstjóri Reykjavíkur, Gunnar Ólafsson hélt erindi um það á fundi í Félagi ís- lenzkra iðnrekenda, en áður hafði hugmyndin þó verið rædd víða og höfðu borgarstjóri og borgaryfirvöld áhuga á því, þar sem það hefur verulega þýð- mguví skipulagsmálum borgar- innar. í framhaldi af þessu leitaði Félag íslenzkra iðnrekenda til Landssambands iðnaðarmanna um að vinna að framgangi málsins og var skipuð sameig- inleg nefnd félaganna. Var nið- urstaða þess að samvinna varð um það að stofna félagsskap'inn Iðngarða og voru eftirtaldir fimm menn kosnir i stjórn þeirra: Sveinn Valfells formað ur, Sveinn K. Sveinsson, Guð- mundur Halldórsson, Tóma> Vigfússon og Þórir Jónsson jþað varð svo t’il mikillai hvatningar í þessu efni þegar ákveðið var að 10 mill jónir króna af enska láninu svo- nefnda skyldu renna til bygg ingar Iðngarða. Iðnaðurint hefur átt í sífelldum erfiðleik um með að afla lána til bygg ingar stærra iðnaðarhúsnæðis sem er mjög kostnaðarsamt Et að vísu fjarri því, að þetta 10 milljón króna lán nægi til að koma upp þeim stórbyggingum sem þarna eiga að rísa upp. Eru þátttakendur í félaginu þó von góðir um að enn rætist úr þessu og hafa mætt velvild í Viðræð um við iðnaðarmálaráðherra or bankastjóra framkvæmdabank ans.. Ýmsar athuganir hafa farið fram á þvl, hvaða fyrirkomulag væri hentugast við byggingu Iðngarða Gert er ráð fyrir því, að reistar verði þarna fimm stórar verksmiðjubyggingar, fjórar þéirra verða yfir 5 þúsund fer- metrar að gólffleti en ein þeirra rúmir 3000 fermetrar að gólf- fleti. J fyrstu yar um það rætt að byggingarnar yrðu a. m k. tveggja hæða, en við nánari at- hugun hefur verið horfið frá því og verða þær aðeins grunn- hæð, þar eð verksmiðjurekstur á I. hæð er talinn mun hag- kvæmari en á fleiri hæðum. Hver aðili um sig sem tekur þátt í fyrirtækinu getur hins vegar ráðið því, hvort hann gerir kiallara undir húsunum eða fyllir upp grunninn. Nú í fyrstu lotu verður grafinn grunnur helmingsins af hverri byggingu, en framhaldið síðar þegar ástæða er til. Bygging- arnar verða reistar úr strengja steypubitum, en það er nú talið hentugasta bvanintTarformið , Þó verður að -taka fram í þessu sambandi, að framan við hverja verksmiðjubyggingu verður reist tveggja hæða for- hús, sem ætlað er fyrir af- greiðslu og skrifstofur og til ýmissrar slíkarar starfsemi. Á svæðinu verður komið fyr- ir allstórum bílastæðum og at- hafnasvæðum úti við. Og þó viðkomendur hefðu eins og skiljanlegt er óskað jafnvel eftir stærri athafnasvæðum, þá er Uppdrátturinn sýnir staðsetningu verksmiöjuhúsanna fimm á svæðinu við Miklubraut og Grensásveg, í sveig meðfram fyrirhugaðri götu sern kölluð er Skeifan. Frjáís samtök iðnaöarmanna um "hýjfflingu Iðngarða hér greinilega um verulega framför að ræða frá því sem tíðkazt hefur í eldri hverfum við iðnaðarbyggingar, þar sem lítið athafnasv'ið hefur stundum gefizt. að verk sem nú er byrjað á, að grafa grunna fyrir þessum byggingum er eitt út af fyrir sig æði m'ikið og sýnir það hve verkið er stórt, að talið er að flytja verði brott um 100 þúsund rúmmetra af jarðvegi, en á þessum stað i Sogamýrinn'i er mjög djúpt niður á fast. Hefur verið samið við verktaka að sjá um þetta verk, að grafa grunnana og á gerð grunna og fylling þeirra að vera lokið að öllum fimm húshelmingunum um 1. júlí n.k. Þá þarf að taka ákvarðanir um, hvernig fram- hald verksins verði unnið, en væntanlega verður einstökum verktökum falin framkvæmd hinna einstöku þátt.a þess ngar sérstakar nýjungar Koma fram í byggingar- tækni við smíði þessara húsa, strengjasteypubitarnir eru nú orðnir vel þekktir hér á landi, hafa rutt sér víða t'il rúms, en það er mikill kostur við þá, hvað hafið á milli uppistaða þeirra er langt svo að auðveld- ara og frjálslegra er að koma vélum fyr'ir f vinnusölunum. Þarna verða iðnfyrirtæki með mjög mismunandi starfsemi svo sem brauðgerð, bifreiða- stlllingar, vélsmíði, trésmíði. sútun, vinnufatagerð, kvenfata- gerð, bílasprautun o. fl. Hugmyndin er hins vegar að með því að byggja svo mörg og stór verksmiðjuhús samtímis megi koma við ýmis konar hag- kvæmrii í framkvæmdum. Síðan þegar Iðngarðar eru komnir upp getur verið hag- kvæmt að hafa ýmiss konar sameiginlega þjónustu, svæðið yrði allt girt sem he'ild og yrði þá nægjanlegt að hafa einn vaktmann fyrir það. Þá er lík- legt að koma mætti á ýmiss konar sameiginlegri þjónustu, svo sem sameiginlegri matstofu, þar sem mætti hafa bankaútibú og ýmiss konar almenna þjón- ustu fyrir starfsfólkið, t.d. setja þar upp almenna slvsavarð- stofu og e.t.v. vöggustofur eða barnagæzlu fyrir starfskonur sem ynnu þar Sigvaldi heitinn Thordarsen arkitekt vann að teikningu Iðn- garða og síðar Þorvaldur Kr'ist- mundsson, arkitekt. Að byggingu þessa flokks standa frjáls samtök iðnaðar- manna, sem vænta sér góðs af slíku félagslegu samstarfi sín á milli. Ef reynslan sannar hagkvæmni þessarar aðferðar má vænta þess að fleiri bygg- ingarflokkar fylgi á eftir, en eins og eðlilegt er, þá munu borgaryfirvöld hlynnt því að unnið sé að skipulagningu iðn- aðarsvæða í samvinnu Við slík félagasamtök, fyrir því er lika reynsla í borgum erlendis. Sjálfsævisaga bónda, sem margi hefur upplifað Meðal ævisagna á bókamark- aðnum fyrir þessi jól er bók sem bókaútgáfan Skuggsjá tefur út og kallast „Kalt er við kórbak.” Er þetta sjálfs- ævisaga Guðmundar J. E'inars- ;onar frá Brjánslæk. Guðmundur er nú sjötugur >g hefur upplifað margt frá- sagnarvert á langri ævi. Hann stundaði sjó á yngri árum eins og títt var um Vestfirðinga fór siðan i lingar til fjarlægra landa, dvaldist um hríð í Fær- eyjum sigldi til Miðjarðarhafs ins og kom m.a. til hafna f Englandi, til Kaupmannahafnr' og /íþjó? 'efur hann man> að segja frá þessum ferðum sínum. Síðan fluttist hann aftur heim og gerðist bóndi á Brjáns læk og í Hergilsey en búrskapur varð erfiður enda var heims- kreppan skollin á. Lengst hefur hann búið á Brjánslæk, en komið suður á vetrum, og þá gegnt starfi sem dyravörður hjá Alþingi. Hanri átti erfiðe iaga og er þetta saga maim semþurfti að þola ,þrautir oe sorgir og svo mikla erfiðleika, að það hefði margan bugað. Samt var hann bjartsýnn og 'itmst 'ffið hafa eefið sér mikið Guömundur bóndi á Brjánslæk, | sern skrifað hefur sjálfsævisögu. Sjálfsævisaga Jóns á Laxamýri komin át Út er komin hjá forlagi Odds Björnssonar á Akureyri ævisaga Jóns H. Þorbergssonar á Laxamýri og nefnist hún Ævidagar. Er hún r'ituð af Jóni sjálfum og er mikil bók, hátt á fjórða hundrað blaðsíður, prýdd fjölda mynda. Jón er sem kunnugt er einn af héraðsfrömuðum Þingeyjar- ýslna gildur bóndi og mjög vakand'i um landsins gagn og nauðsynjar. Segir hann frá æsku sinni og uppvexti, námsárum utanlandsferðum og búskap í glöggu og ljósu máli. Er bókin öll hin læsilegasta og eigu- legasta.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.