Vísir - 19.12.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 19.12.1964, Blaðsíða 3
VlSIR . Laugardagur 19. desember 1964 3 „Uss, það er verið að æfa al- vöru leikrit inni í sai fyrir „litlu jólin“, sagði lítil hnáta, sem stóð frammi á gangi fyrir framan dyrn ar á samkomusal Melaskóians. Við förum að ráðum hennar og opnum dymar varlega og læð- usfst ínn og Iítum í áttina til leiksviðsins. „Þeyi þú kona“, þrumar skrautklæddur hermaður, yfir væskilslegri konu. Mikið er um að vera í bama- og unglingaskólum borgarinnar þessa dagana. „Litlu jólin“ em haldin hátíðleg, skólarnir eru fagurlega skreyttir og haldnar era skemmtanir, þar sem nem- endumir sjálfir sjá um flest skemmtitariði, undir stjóm kenn- ara. „Og Ijósið skein í myrkrinu" nefnist Ieikrit sem 12 ára böm f Melaskólanum hafa æft að und- anfömu og sýna á jólaskemmt- unum þar. Þegar við skrappum í stutta heimsókn vestur 1 Mela- skðla stóð yfir síðasta æfing, á leikritinu. Leiksviðið var bóndakofi, og æfingin var um það bil hálfnuð Úr leikritinu „Og sólin skein í myrkrinu“ Á Ieiksviðinu eru talið frá vinstri: Kolbrún Þormóðsdóttir, Hilmar Viktorsson, Magnús Ingimundar- son, Ólafur Stefánsson, Gyða Guðmundsdóttir. Rúnar Matthíasson og Soffía Karlsdóttir. ' ;§f r—1 . ( ii j|||í Jólaleikritið æft í Melaskólanum þegar við Iæddumst inn. Fyrir framan leiksviðið stóð Guðríður Þórhallsdóttir kennari með rull- una f hendinni og fylgdist ná- kvæmlega með öllu, en á aftasta bekk úti í sal sátu nokkrir nem- ersdur og hlýddu á jafnaldra sína. Leikendurnir eru átta talsins, valdir úr 12 ára bekkjum skólans, að Rúnari Matthiassyni undan- skyidum, „en Rúnar er fenginn að láni úr 11 ára bekk, af því að hann er svo góður leikari", sagði einn leikendanna okkur. Leikritið er eftir Greham Du Bois og er f einum þætti. Og auðvitað verður allt að vera eftir settum reglum og ekk- ert má vanta til þess að allt fari sem bezt fram. Vandað hefur ver ið til leiksviðsgerðar, leikendur valdir úr öllum 12 ára bekkjun- um, og ekki má heldur vanta leikstjóra, leiksviðsmenn og hvíslara. Meira að segja er sett upp „saumastofa“, þar sem bún- ingar eru saumaðir. Þar ráða ríkjum kennslukonurnar Sigríður Ragnarsdóttir og Selma Kristian- sen. Það er ekki nóg með það að þær útbúi alla búninga og Þær sitja inni í búningsherbergi og eru að fara yfir leikritið: Áslaug, sem leikur Maríu mey. Jónfna, hvísari, Guðríður, leikstjórí, og Sigrún Ragnarsdóttir og Selma Kristianssen sjá um búninga og leik- tjöld (Ljósm. Vísis I. M.) þær allt það sem til þarf, bæði búningana og ýmislegt annað lauslegt sem þarf að hafa á leik- sviðinu. Stofa númer 16 hefur verið gerð að búningsherbergi. Eftir leikæfinguna skrappum við þangað niður. Þar vora staddir Magnús Ingimundarson, sem leikur liðsforingja úr liði Hero- desar. Við nánari athugun kom í Ijós að skrautlegi búningurinn hans var rauður telpukjóll, af dóttir hennar Sigrúnar kennslu- konu. Símon þjófur, sem leikinn sveipaður röndóttu gardínuefni og sjálfur aðalleikarinn Ólafur Stefánsson verður að láta sér nægja að leika f „kerlingar- kjól“ eins og stelpurnar kalla það, en á að vera skykkja. En hvaða máli skiptir það, á leik- sviðinu taka búningarnir sig mjög vel út og eru hinir eðlileg- ustu. Og ein leikkonan sagði við okkur: Þetta er allt f lagi með búningana, en heilhveitibrauðið sem við fengum á kennarastof- unni er án efa jafngamalt okkur. En „litlu jólin“ era mesta há- tíð sem haldin er i Melaskólan- um og jafnt kennarar sem nem- endur leggja sig alla fram við að skreyta skólann sem bezt og vanda vel til allra skemmtiatríða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.