Vísir - 19.12.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 19.12.1964, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Laugardagur 19. desember 1964 BIFMIBAS Finnið hentugt bifreiðastæði, skiljið þar vel við bifreiðirnar og gangið á milli verzlana í dag er annar mesti um ferðardagur ársins. Þús- undir ökutækja aka um hinar þröngu götur mið- borgarinnar og gangstétt- imar margar hverjar rúma ekki allan þann f jölda gang andi fólks, sem fer um mið borgina í verzlunarerind- um. Mörg undanfarin ár íiefur lögreglustjórinn í Reykjavík auglýst sér- staka takmörkun á um- ferð, sem miðar að því að gera alla umferð í jólaös- inni greiðari og að koma í veg fyrir slys og önnur um "erðaróhöpp. Umferðarnefnd Reykjavíkur- borgar cg lögreglan vilja vekja at- hygli ökumanna á bifreiðastæðum í og við miðbæinn. Auk aimennra bifreiðastæða hefur umferðar- nefnd ' .gið bifreiðastæði Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga við Sölvhólsgötu og bifreiðastæði Bílasölu H.S. við Ingólfsstræti 11, ti! . notkunar fyrir almenning í dag frá kl. 13,00 og á Þorláks- messu 23. des. frá kl. 17.00. Ökumenn eru hvattir til að velja greiðfarnari ^ötur að miðborg- inni og bifreiðastæðunum, og aka sem minnst um Laugaveginn og Hverfisgötu Þess í stað er öku- mönnum bent á að aka um Skúla- götu eða Hringbraut og Sóleyjar- götu og síðan þvergötur þær sem liggja að verzlunargötunum. Aðalreglan ætti að vera sú, að velja heppilegar og greiðfærar göt- ur til þess að komast niður í mið- borgina. Síðan að finna þar heppi- légt bifreiðastæði, leggja bifreið- inni skipulega þar og ganga á milli verzlana. Sérstök athygli skal vakin á því, að samkvæmt stöðumælareglugerð inni er óheimilt að láta bifreið standa Iengur í stöðumælareit en 30 mín. og varðar misnotkun sekt. Vegna hinnar miklu umferðar hefur lögreglustjórinn í Reykjavík mikinn viðbúnað til þess að mæta þessari miklu umferð. I dag og á Þorláksmessu verður nær allt lög- reglulið borgarinnar við Iöggæzlu og umferðarstjórn víðs vegar um borgina, einkum þó í miðborginni og nágrenn, hennar. Einstefnuakstur er í Pósthús stræti frr Hafnarstræti til suðurs. Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs. Á Frakkastig frá Hverfis- götu að Lindargötu. Hægri beygia er — bönnuð af þremur götum. Úr Tryggvagötu í Kalkofnsv . Úr Lækjargötu í Skólabrú. Úr Snorrabraut í Njáls- götu. í dag milli kl. 20,00 og 22,00 verður öll bifreiðaumferð bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti og einnig á Þorláks- messu. en þá frá kl. 20,00 til 24.00. Hér hafa "ðeins verið nefndir tveir liðir takmörkuninnar sem gilda til 24. desember, en að öðru leyti skal fólki ráðlagt að lesa aug- lýsingu um takmörkun á jólaum- ferð, sem birzt hefur í öllum dagblöðunum í Reykjavík. Og að lokum: Sýnið kurteisi og lipurð í um- ferðinni. Virðið tímann, notið bif- reiðastæðin, akið umferðaræðar sem flytja umferðina fljótt milli austurs og vesturs, um leið stuðlið þér að betri og öruggari umferð. (Frá umferðardeild lögreglunnar). ALLT 9 J0LAMAT9 Svínakótelettur, steikur, bógar, hamborgara- hryggir, nautabuff og gúllas. Lambakjöt, kótelettur, sneiðar, læri, hryggir heilir, úrbeinuð læri, fyllt læri. Úrvals hangikjöt, saltkjöt og svið. Útlent grænmeti, púrrur, sellery, hvítkál. Nýir og niðursoðnir ávextir. iORGARKJÖR Borgargerði 6 . Sími 34408.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.