Vísir - 19.12.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 19.12.1964, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Laugardagur 19. desember 1964 Bókadómur — Firamh. af bls. 8 hans og háttum nánar en margra annarra, sem meira hefur þó verið um skrifað. Er 811 sú vitneskja næsta forvitnileg ungum sem öldnum, og á stjórn Bókaútgáfu Menningarsjóðs þakkir skildar fyrir útgáfu bókarinnar. Þetta á ekki að vera ritdómur, og verð ég því ærið stuttorður. Það, sem kom mér til að skrifa þessar lín- ur, var þetta: Mér virðist, sem rík ástæða sé til að gefa út nýja útgáfu af Illgresi — með öllum þeim upplýsingum um skáldið, sem unnt er að fá og erindi eiga til íslenzkra lesenda. Ennfremur mun vafalaust, að í syrpum Magnúsar Stefánssonar sé margt kvæða, sem ekki aðeins þoli dags ins ljós, heldur séu merkileg, bæði sem skáldskapur og sem gögn til kynningar á þroskaferli vinnubrögðum og lífi skáldsins. Mundi ekki Bókaútgáfa Menning- arsjóðs telja sér það kærkomið verkefni, að gefa út þá bók, sem gerði skáldskap og ævi Magnúsar Stefánssonar skálds nt*kum veginn þau skil, sem vert mundi. Guðmundur Gíslason Hagalin. Stólskip Framh. at bls. 16 STÆKKUNARÁÆTLANIR í Tímariti iðnaðarmanna, sem nýlega er komið út, segir frá miklum áhuga skipasmíðastöðv- anna á stækkunum. Skipasmíða stöð Marsellíusar Bernharðsson- ar á ísafirði hefur þegar verið stækkuð svo, að hún tekur 400 lesta skip í dráttarbraut, og stækkunarframkvæmdir eru hafnar hjá dráttarbraut Akra- 'ness. Þá segir í blaðinu frá á- ætlunum Slippstöðvarinnar á Ak ureyri, Dráttarbrautar Seyðis- fjarðar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur um stækkun. Vísir hefur frétt, að Slippstöð in á Akureyri hafi látið gera áætlun um stálskipasmíðastöð og slipp, sem taki 400—500 lesta skip og hefur gert útboðs- lýsingu á fyrsta áfanga verks- ins. Hefur stöðin haft samband við nokkra aðila, innlenda og erlenda, sem líklegir eru til að vilja bjóða í framkvæmdir við slíka stækkun. Þessar fram- kvæmdir munu taka eitt ár, ef lánsfé fæst. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur um nokkurt skéið staðið í samningum við pólskt ríkis- fyrirtæki, sem smíðar dráttar- brautir og skipasmíðastöðvar, og hefur fengið tilboð í smíði stöðvar, sem taki 400 tonna skip. Samkomulag hefur tekizt við Pólverja á þeim forsend- um, að lánsfé fáist, en gert er ráð fyrir að stöðin kosti um 70 milljónir króna og hafi 400 manna starfslið, þegar full af- köst nást. Er ráðgert að byggja stöðina í þremur áföngum og yrði fyrsti hlutinn dráttarbraut með hliðarfærslum, og á þeim hluta að ljúka f maí 1966. Ann- ar hlutinn er viðgerðaþjónusta fyrir stálskip, svo að gera megi við um 220 fiskiskip á ári, og þriðji hlutinn er nýsmíði stál- skipa, og er áætlað, að þeim hluta ljúki árið 1969. Pólverjarnir, sem sömdu við Njarðvíkingana, eru um þessar mundir hér á landi á vegum íslenzk-erlenda verzlunarfélags- ins, sem hefur umboð fyrir þá, og hafa þeir ferðazt talsvert um iandið og talað við eigendur skipasmíðastöðva. LÍTIL AFKASTAGETA Fyrir utan skipasmíðastöð Marsellíusar munu aðeins vera hér þrjár skipasmfðastöðvar, sem geta smíðað stærri stálskip en 200 lesta. Það er Stálvík í Arnarvogi, Stálskipasmiðjan í Kópavogi og Stálsmiðjan í Reykjavík. Árleg afkastageta þeirra er mjög óveruleg, en um síðustu áramót voru 38 stálskip í smíðum erlendis fyrir íslend- inga. Til októberloka hafa verið flutt inn á þessu ári fiskiskip fyrir 245 milljónir króna, svo hér er um mikinn gjaldeyri að ræða. En það er fleira en fjármagn- ið, sem innlendu stöðvamar skortir til þess að geta annazt allar viðgerðir fiskiskipa og til að auka innlenda nýsmíði fiski- skipa. Vinnuafl er einnig af mjög skornum skammti, og er einkum mikill skortur á fag- mönnum. Útvarpsumræður ú mónudagskvöld Ákveðið hefur verið, að útvarps- umræður um söluskattsfrv. fari fram næsta mánudagskvöld, 21. des. Sennilegt er, að það verði 3. umræða í neðri deild. Hver þing- flokkur hefur 45 mínútur til um- ráða, sem skiptast I tvær umferðir, 30 mín. og 15 mín. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins tala þeir forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson og fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen. Höfum úrval af ýmiss konar verkfærum til iðnaðar og alls konar smíða. Einkar hentugar jólagjafir fyrir iðn- aðarmenn, handlagna menn og unglinga. Höfum einnig mikið úrval af vörum til heimilisprýði fyrir jólin, í baðherbergi, eldhús og forstofur. Gjörið svo vel að líta inn og athuga hvað bezt hentar yður. b yggingavörur h.t Laugavegi 176 TILVALIN JÓLAGJÖF Hinir vinsælu sparibaukar okkar fóst nú í þrem gerðum BÍMÐARBANKI ISLANDS INNBROT í fyrrinótt var brotizt inn í sæl- gætissölu að Búðagerði 9. Hafði verið brotin rúða í lúgu og síðan seilzt eftir vindlingapökk- um og þeir hafðir á brott. Öðru var ekki stolið. Jóloölið Vegna frásagnar í myndsjá blaðs ins í gær um „jólaölið", skal það tekið fram til þess að forða mis- skilningi, að eina ölgerðin sem bruggar jólaöl, er Ölgerðin Egill Skallagrímsson. 100 millj. — tramh. at Dls 1. Tryggingastofnunar ríkisins skýrði Visi svo frá í gær, að greiddar yrðu út 40 milljónir króna í tryggingabætur í Rvik í desember. 60 milljónir hefðu verið sendar út á land til um- boðsmanna, en ekki væri vitað nákvæmlega, hversu mikið af þeirri upphæð yrði greitt út. Það yrði þó meginhlutinn. — Sverrir sagði, að ekki hefði ver- ið um neina hækkun að ræða í desember eins og oft áður en samt væri upphæðin þetta há sem greidd yrði. Venjulega er greitt út í Reykjavík í mánuði hverjum 25—33 milljónir. Sam- kvæmt frumvarpi ríkisstjórnar- innar um hækkun söluskattsins er gert ráð fyrir, að trygginga- bætur hækki um 3 prs. og mun sú hækkun koma til fram- kvæmda á næsta ári. Technicolor 8 mm litfilmur 2 x 25 fet „Type A“ Fökus Lækjargöfu KÁPA ÓSKAST Kúpa óskast ú 10 úra telpu. Upplísíma 41361 Seamaster Þetta er úrið, sem þolir bókstaflega hvaða meðferð sem er — þetta er úrið handa íþróttamanninum, fjallagarpinum og sjósókn- aranum. Þetta er úrið, sem karlmenni geta treyst. SEAMASTER er sterkt, fallegt og nákvæmt — sama á hverju gengur. Gjöf, sem karlmaður gleymir ekki Magnús E. Baldvinsson, Laugavegi 12. Hárkollur til sölu Til sölu nokkrar fallegar hárkollur úr ekta mannshári. Upplýsingar í síma 33721 Næsta ferð m.s. „Gullfoss" frá Reykjavík verður 2. janúar til Gauf mannahafnar og Leith. Farmiðar eru til í þessari ferð og í öðrui ins í janúar og febrúar. — Munið hin stórlækkuðu vetrs H.F. EIMSKIPAFÉLAG aborgar, Kaup- n ferðum skips- irfargjöld — ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.