Vísir - 29.12.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 29.12.1964, Blaðsíða 7
V1 SIR . Þriðj'udagur 29. desember 1964. m ursref, sem Skrifta-Hans hefur jafnan áður orð'ið í meðförum þeirra, er hann hafa leikið. Þetta raskar þó heildarsvip leiks ins alls ekki; hann verður hressilegrí og ólíkt nútímalegri fyrir vikið og tekst tilraun þessi svo vel, að eins má gera ráð fyrir að hún gangi af þeim gamla dauðum. Karl Sigurðsson leikur Pétur bónda — gervið er ágætt, leikur líka, sér í lagi er brosið erftirm’innilegt. Þá er ekki annað eftir en þessi venjulega setning, að leikn um hafi verið mjög vel tekið, leikendur kallaðir fram hvað eft ir annað ásamt leikstjóra og leiktjaldamálara og þökkuð frammistaðan með dynjandi lófa klapp'i í þetta skiptið er allt þetta satt; klappið var meira að segja óvenju innilegt. Ævintýrið hafði sigrað í Iðnó — enn einu s'inni — náð tökum á áhorfend- um, ekki síður en svo oft áð- ur ... Loftur Guðmundsson. Jólatónleikar í Háskólabíói Sinfóníuhljómsve'it Islands heldur síðustu tónleika sína á þessu ári, jólatónleika, í Há- skólabíói í dag. Stjórnandi er Proinnsías O’Duinn og eru þetta síðustu tónleikarn'ir, sem hann stjórnar hér, en að þeim lokn- um fer hann heimleiðis. Síðar mun ætlun hans vera að flytjast til Bandaríkjanna. Á efnisskránni eru að þessu sinni: Promeþeus. forleikur eftir Beethoven, Schubert, Sinfónía nr. 6 í c-dúr, Rimsky-Korsakoff, Scheherazade, sinfónísk svíta op. 35. Eins og að framan getur, eru þetta síðustu tónleikarnir á þessu ári, en þeir sjöttu á þessu starfsári, en auk þess hafa ver- ið fjórir skólatónleikar og einu sinni barnatónleikar á þessu starfsári. Leikfélag Ævintýri Reykjavíkur: á göngufö EFTIR J. C. HOSTRUP Þýðing: Jónas Jónasson frá Hrafnagili — Leikstj.: Ragnhildur Steingrimsdóttir Á nú að fara að leika Ævin- týrið einu sinni enn? Jú, ekki ber á öðru. Er ekki úr nógum nýjum leikr'itum að velja á heimsmarkaðinum eða hvað? Var ekki hægur vandi að finna þar eitthvert nýtt og athyglis- vert leikhúsverk t'il að sýna í Iðnó um jólin — stílfærða krufningu á samtíðinni eða gjall andi söngleik, eða bara eitthvað annað en þetta? Eru ekki le'ik- skólalærðir upp úr því vaxnir að fást við þetta gamla leikrit, sem verið hefur samanhóuðum áhugamönnum í þorpum og sveitum handhægast viðfangs- efn'i í marga áratugi, og danskt í þokkabót? Hvernig eiga ungar höfuðborgardætur að geta túlk- að þessa gömlu, józku búgarðs- rómantík og hver ætli hafi leng ur gaman af fettum, heimsku og gormælgi Kranz gamla birki- dómara? Það er ekki nema eðl'i- legt að þannig sé spurt. Og það væri ekki nema eðlilegt að svör in yrðu eitthvað á þá leið, að þetta væri ekki hægt. Svarið, sem við fengum á frumsýning- unni sl. sunnudagskvöld getur því varla kallazt með öllu eðli- legt, því þar sýndi það sig óve- fengjanlega, að þetta er vel hægt — meira að segja lafhægt. Að ungu stúlkurnar á assesors- garðinum Strandbergi hafa kann ski aldrei verið rómantfskari og elskulegri en einmitt nú, og að unga kynslóðin skemmt'i sér ekki síðhr en hin eldri að heimsku og skringilegheitum Kranz gamla. Að Skrifta-Hans, sá slóttugi refur. framgengur 1 endurnýjung lifsins, að Ver- mundur hefur ef til vill aldrei verið dæmigerðari ótukt, og hin gamla og löngu horfna stúdenta kynslóð á enn ítök meðal áhorf- enda. Og loks — að frumsýn- ingargest'ir virtust á einu máli um, að það hefði verið verulega skemmtilegt tiltæki hjá’ Leikfé- laginu að velja þetta gamla og hugnæma leikrit til sýninga um jólin. Ef handrit Hostrups væri í okkar vörzlum og Danir krefð ust þess af okkur, hefðum við mun gildari forsendur til að ne'ita að afhenda það en þeir, er þeir ríghalda í gömlu skinn- bækurnar okkar — eða hvenær urðu Islenzkir fornkappar þeir heimamenn í Danmörku sem Kranz gamli birkidómari og ass- esor Svale á íslandi? Ég geri ekki ráð fyrir að þess sé nokkur þörf að rekja efni þessa vinsæla söngléiks hér, enda eru kostir þess á allt öðru sviði, en að það sé efnismikið. Leikstjóm Ragnhildar Stéin- grímsdóttur var yfirleitt I „tradisjónellum” stíl, sem kann- ski hefur einhvern tíma verið danskkynjaður, en er fyrir Iöngu orð'in íslenzk leikhefð, en þó var þar um viss frávik að ræða og til b.óta, sem síðar verður vikið að. Leiktjöldin voru líka í hefð- bundnum stíl, en þó hafði Stein- þór Sigurðsson gert leiknum glæsilegri umgerð en ég hef áður séð. Haraldur Björnsson Ieikur assesor Svale af furðu- legum þrótti óg fjöri og syngur meira að segja hástöfum — það er raunar I fyrsta skiptið. sem ég hef heyrt hann syngja, svo að ég get ekkert um það sagt hvort að honum hefur farið þar aftur eða fram, en ekkí heyrð- ust nein ellimerki á röddinni. Björg Davfðsdóttir leikur Láru, dóttur hans, af miklum þokka; ég minn'ist þess ekki að hafa • séð hana áður á sviði, og sé þetta frumraun hennar, gefur hún sannarlega góð fyrirheit. Guðrún Ásmundsdóttir leikur Jóhönnu — og það þori ég að fullyrða, að ég hef aldrei séð hana lfkt þvf e’ins vel leikna, og er þetta enn einn sigur Guð- rúnar á sviði á skömmum tíma, sem skipar henni fremst I röð leikkvenna I „sínum aldurs- flokki". Brynjólfur Jóhannesson Erlingur Glslason, Arnar Jónsson og Pétur Einarsson í hlutverkum sinum I Ævintýri á gönguför. leikur Kranz b'irkidómara, en Brynjólfur er nýstiginn upp af sjúkrabeði' og hefur'ekki enn náð fullum þrótti; fyrir það gerði hárin — eflaust með vilja — Kranz dálít’ið hæglátari en áður, en hélt þó öllum skringi- legheitum hans til haga, einkum var leikur hans í viðskiptunum við Skr'ifta-Hans óborganlegur. Inga Þórðardóttir leikur Helenu konu hans og bregður hvergi út af þeim góða og gamla stíl. Gísli Halldórsson kom frum- sýningargestum áreiðanlega þægilega á óvart I hlutverka Vermundar. Hingað til hafa yf- irleitt úrvals söngvarar verið valdir I það hlutverk. en minna verið hugsað um le'ikinn, enda maðurinn rakin ótukt, sem leik- endur harfa hliðrað sér við að taka á sig. Það er ekki einungis að Gísli leggi sig fram við að skapa eftirminnilega ótukt úr náunganum, eins og vera ber, og mynda þannig eins konar kjölfestu I leikinn í heild, sem oftast hefur algerlega vantað — heldur syngur hann líka með þeim ágætum, að spurn’ing er hvort hann verði ekki „keypt- ur upp“ næst þegar meiriháttar óperusýning verður á döfinni! Pétur Einarsson leikur Herlöv stúdent, yfirleitt vel, en er þó fullhrjúfur I galsa sfnum. Arnar Jónsson leikur Ejbæk stúdent rneð ágætum, einkum þegar þess er gætt hve hlutverkið er fjar- iægt þeim tíðaranda, sem nú er ráðandi meðal manna á hans aldri — þó að ekki sé átt við gæjana og bítlana, heldur eðli- lega fulltrúa þe'irrar kynslóðar. Og svo er það Skrifta-Hans, sem þarna er kapítuli út af fyrir sig, þar sem bæði leikstjóri og leik- ari brjóta þar gamla léikhefð. í meðferð Erlings Gíslasonar verður Skrifta-Hans sumsé mað ur á bezta aldri, ber það með sér að hafa verið glæsilegur ná- ungi og væri það enn, ef hann rakaði sig og klæddist sómasam lega, slægvitur þorpari að vísu og ófyrirleitinn — en ærið fjar skyldur þeim laumulega smjað- ! INI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.