Vísir - 29.12.1964, Blaðsíða 4
4
V í S IR . Þriðjudagur 29. desember 1964.
■
WpiiiiSijiil
• Bitlaaðdáendur í Bretlandi og
raunar um allan heim eru nú
mjög áhyggjufuilir yfir líðan
bítil-söngvarans Ringo Starr. í
síðustu viku varð hann að leggj
ast inn á sjúkrahús í London til
þess að láta taka úr sér háls-
kirtla. Höfðnjjpieir valdið honum
miklum óþt^indum og þjáðist
hann einkum af þungum höfuð-
verk, sem gerði honum lífið
leitt. Voru kirtlarnir illa farnir
og sáu læknar enga aðra leið en
að taka þá úr honum.
Aðgerðin var framkvæmd á
Háskólasjúkrahúsinu í London.
Tókst hún vel að því er læknar
segja enda er þetta einföld og
hættulaus aðgerð. En það versta
við þetta og það sem veldur
bítil-aðdáendum mestum áhyggj
um er, hvort rödd Ringo breytist
ekki við þetta. Það er alkunna
að söngrödd manna getur ger-
breytzt við það að hálskirtlarnir
eru teknir úr þvi og í þessu til-
felli getur það skipt miklu máli,
því að Ringo hefur verið bezti
söngvarinn í Bítil-hópnum og
hinn sérkennilegi raddhreimur
hans hefur sett mjög sérstæðan
svip á sönglö^ Bítlanna. Það er
hann sem skapað hefur hinn sér
staka millihljóm sem hefur gert
söng þeirra frábrugðinn öllum
öðrum söng og bítlahljómsveitir
um allan heim hafa átt svo erfitt
með að stæla.
Þegar Ringo var útskrifaður
af sjúkrahúsinu nú um síðustu
helgi og gekk út á götuna, hafði
múgur og margmenni safnazt
saman fyrir utan anddyrið til
þess að sjá átrúnaðargoð sitt.
Þurfti að ryðja honum braut í
gegnum mannssöfnuðinn. Blaða-
menn sem voru viðstaddir
reyndu að ná tali af honum og
höfðu eins og eðlilegt er mtStan
áhuga á að spyrja hann hvort
hann héldi að hann fengi rödd-
ina aftur.
Ringo svaraði því ekki neinu
Hér kemur Ringo út af sjúkrahúsinu og aðdáendur og blaðamenn hópast i kringum hann,
Bítiar um allan heim dhyggjufullir
ákveðnu, aðeins hristi loðinn
kollinn og var ósegjanlega dapur
og niðurdreginn á svipinn. Voru
myndirnar, sem hér birtast tekn
'atd við' það tækifæri' ög sýna
þær glöggt vohleysissvipinn á
andliti hans.
Bítil-unnendurnir um allan
heim vona þó að þetta sé ekkert
alvarlegt og að svipbrigðið sé
aðeins látalæti, þeir vita sem er
að Ringo er hið mesta ólíkinda-
tól
*
En.svo mikið er víst, að næsta
mánuðinn geta Bítlarnir ekki
komið fram opinberlega, þvi að
þann tíma má Ringo ekki reyna
á raddböndin.
• •
SKELEGG DONSK RODD
í HANDRITAMÁLINU
Ur grein J. Schleimann i Perspektiv
gá danski blaðamaður, sem
hvað bezt þekkir til manna
og málefna hér á landi er
Jörgen Schleimann. Hann
starfar í Kaupmannahöfn, og
er m. a. ritstjóri danska tíma-
ritsins Perspektiv, sem er
eitt vandaðasta menningar-
málatímarit Danmerkur. í síð
asta hefti þess rits birtist
grein eftir Schleimann um
handritamálið. Kveður þar
mjög við annan tón en í skrif
um margra danskra fræði- og
menntamanna. — Er greinin
mjög hliðholl íslendingum og
í henni felst jafnframt hörð
ádeila á málfærslu dönsku
fræðimannanna og röksemd-
ir þeirra í handritamálinu.
Engin lagakrafa.
í upphafi greinarinnar, sem
ber nafnið „Haandskrifter og
Lidenskabsmænd", segir Schlei-
mann að oft hafi verið að stjórn
málamönnunum vegið I ritinu.
Það gerist hins vegar ekki í
þetta sinn, því I handritamál-
inu hafi þing og stjórn sýnt
miklu meiri víðsýni og skilning
heldur en fræðimenn og stúdent-
ar landsins.
Þá fer Schleimann nokkrum
orðum um lagalegu hlið málsins.
Bendir hann á að það sé eitt af
ráðum andstæðinga afhendingar
að hengja hatt sinn á lagalega
réttinn. Það sé gert til þess að
flækja málið Um lögfræðideilu
sé hér enga að ræða. íslending
ar setji ekki neina lagakröfu
fram I málinu. Hér sé einungis
um það að ræða að handritin
verf afhent af Dana hálfu sem
gjöf.
Fyrir okkur Dani eru tvö
meginatriði þessa máls. 1 fyrsta
lagi er það sú spurning hvort
unnt verði að halda áfram rann-
sóknum á handritum í Reykja-
vík. Og I öðru lagi er það spurn
ingin um hvort ástæða sé til
þess að ætla að I framtíðinni
muni Islendingar hafa verri
tæknileg rannsóknartæki undir
höndum en Danir, Vera má að I
dag séu ekki jafn góð skilyrði
til handritarannsókna í Reykja-
vík, og í öðru lagi er það spurn-
það liggur hins vegar ljóst fyrir,
segir höfundurinn, að handrita-
rannsóknir fara fram á íslandi I
dag og þvl er unnt að fram-
kvæma þær á norðlægari breidd
argráðu en i Kaupmannahöfn.
íslenzk vísindastarfsemi
Halda hinir mótmælandi vls-
indamenn að heimurinn standi
kyrr? spyr Schleimann síðan. Er
þeim ekki ljóst að stöðugt er
verið að stofna nýjar vísinda-
stofnanir um heim allan, þar
Framh. á bls. 10
Ringo var mjög dapur og áhyggjufullur
húsinu.
er hann kom út úr sjúkra-
l