Vísir - 29.12.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 29.12.1964, Blaðsíða 3
V í S IR . Þriðjudagur 29. desember 1964. 3 Þarna eru 6 af 8 þátttakendum. Frá vinstri Sigurbjörn Þór Bjarnason, Ágúst Bjarnason, Carl J. Eiríksson, Garðar Gíslason, Svavar Bjarna- son og Hallgrimur Steinarsson. Á myndina vántar þá Ágúst Sigurðsson og Róbert Jónsson sem voru saman í bfl. til að fara í þveröfuga átt, — þeir lentu út hjá Gróttu. Enn aðrir á bil með ófullkomin tæki í vindlakassa heyrðu fyrst í stöðinni, þegar þeir voru stadd ir við gamla vatnsgeyminn, — þ.e. í næsta nágrenni við Sjó- mannaskólann, þá gátu þeir ekki annað en fundið „rebba karlinn". Það ,tók Carl Eiríksson að eins 26 mínútur að „spotta" þessa stöð „refsins", en hinum megin við Sjómannaskólann var annar maður að komast að „refnum". Það var Ágúst Bjarnason og hann kom að bif reið Haraldar eftir 8 mínútur, var 34 mínútur á leiðinni og þriðji var ungur stúdent Svav ar Bjarnason og var um 50 mfn útur. ÍRA-menn sögðust hafa mik inn hug á að reyna slíka keppni aftur innan skamms og er mikill hugur í félagsmönnum að fá sem flesta í félagsskapinn, það er alltaf nóg rúm í loftinu fyrir áhugamenn um radíótækni. REFAVEIÐAR í REYKJAVÍK „ÞETTA ER TF-3 ÍRA“, hljómaði á öldum ljós- vakans sunnudagseftir- miðdag einn fyrir nokkru. Talsvert margir hafa eflaust heyrt þessi köll og hátíðnihljóð, sem fvlgdi á eftir í tæpa mín- útu. Þetta var endurtek- ið á tímanum milli kl. 13,30 og 16,30 með níu mínútna millibili á 80 metrunum, eða rétt við bátabylgjuna. Garðar Gislason — ungur tann- læknanemi er hér að hlusta á prufusendingu niður f Tjarnar- garði. Hann er ákveðinn og ein- beittur að sjá á myndinni. Þetta stafaði raunar af refa veiðum" í Reykjavík. Það voru áhugaménn um radíótækni f Reykjavík, sem voru að reyna að finna „refinn" sém hafði haldið sig einhvers staðar í höfuðborginni eða í nánd við hana og það var einmitt „ref- urinn“, sém sendi frá sér hljóð merkin! „Ég var eiginlega dálítið hepp inn í upphafi", sagði sigurveg- arinn í þessari skémmtilegu keppni radfóáhugamanna, Carl Eiríksson, en hann er rafmagns verkfræðingur að mennt. „Ann að sem líklega hefur hjálpað er það að ég var með transistor tæki, sem ég hef gert breyting- ar á. Þessar breytingar gera það að verkum að ég næ veik- ari endingu en önnur tæki og þannig náði ég einn fyrstu send ingu frá „refnum". Annars er ekki hægt að gera grein fyrir þeim breytingúm, sem ég hef gert í stuttu máli, en ég hef fengið vilyrði hjá félagi raf- magnsverkfræðinga að flytja fyrirlestur á fundi þeirra um þessar breytingar, sem eiga að geta orðið mjög gagnlegar að mínum dómi". — Hvernig byrjaði keppnin hjá þér Carl? „Ég byrjaði ítteð því að ganga í átt að Lsékjartorgi þegar keppnin hófst. Á túninu við Menntaskólánn heyrði ég fyrsta kallið. Ég vaf sá eini sem heyrði það og þakka það tækinu og þeim breytingum sem ég gerði á því, en það er gamalt, jap- anskt transistortæki. Ég heyrði strax að það kom úr austur- hluta borgarinnar, hljóp út á torg og upp f Kleppsstrætó. Með honum fór ég inn að Nóa túni, en var óheppinn, þvf send ingunni var að ljúka, þegar ég steig út úr vagninum. Ég varð því að bfða f 9 mínútur. Ég not aði mínútuna til að miða og þegar sendingunni lauk rauk ég af stað, ég gekk ekki, heldur hljóp, og var heppinn, því ég kom í flasið á „refnum" við Sjó mannaskólann. Ég þekkti bílinn að vísu ekki, en útbúnaðurinn á honum Ieyndi því ekki að ég var búinn að finna það sem ég leitaði að“. Örskömmu síðar kom arinar léitarmaður á staðinn. Hann hafði farið aðra leið að mark- inu og var að auki á bfl, sem er talið meira hagræði, en keppnin er raunar forgjafa- keppni, þátttakendum skipt í fót gangandi, á bflum og á mótor hjólum. Fótgangandi mega not færa sér strætisvagnaferðir ... „Refurinn" í þessari fyrstu keppni radfóáhugamanna var ritari lRA, Haraldur Sigurðsson, verkfræðingur. Hann sagði okk ur um þessa keppni: „Tími og bylgjulengd eru fyrirfram á- kveðin og þátttakendur eiga ekkert að vita um refinn, hver hann er, hvemig honum er fyr ir komið eða annað slíkt. Sent er út í mfnútu í senn en síðan líða 9 mínútur að næstu út- sendingu. Sendur er út tónn með hárri tíðni en vel heyran legur og gott að ná á tækin“. Islenzkir Radíóáhugamenn (ÍRA) er ungt félag að árum en telur þó 70 meðlimi, en þar af er helmingurinn af félagsmönn- um starfandi. Er þetta tóm- stundastarf sífellt að heilla unga menn og konur, en það sem háð hefur til þessa er að- stöðuleysið, en á því hefur nú verið ráðin bót, því félagið hef ur fengið rúm fyrir starfsemi sína að Fríkirkjuvegi 11. Þar hefur að undanförnu verið hald ið námskeið í „morse" og hafa 20 ungir piltar stundað það og hyggjast ljúka prófi í því, en þá geta þeir fengið leyfi til að fá senditæki. Keppni þessi var sú fyrsta sem félagið reynir, en keppnir sem þessar eru afar vinsælar víða erlendis, og þykja því skemmtilegri sem fleiri eru með. Raunar vantar íslenzku á hugamennina reglur um slíka keppni, því þeir hafa ekki kynnzt þeim að neinu gagni enn þá, en eiga von á að fá reglur frá erlendum áhugamönnum. Keppnin nú tókst að mörgu leyti vel. Sex af 8 þátttakendum fundu „refinn". En tveir fóru í vitlausa átt. Þeir höfðu aðeins transistortæki með stefnuloft- neti og létu loftnetið gabba sig Svavar Bjamason — þriðji til að finna refinn hér með heima- tilbúinn transistormiðara tengd- an við venjulegt transistortæki. nýstórlegri veiði- ferð áhugnmanna um radiótækni í Reykjavík Áður én lagt var upp. Ágúst Bjarnason (í bflnum) er með Ferritstefnuloftnet, Garðar Gíslaso méð transistortæki og Ágúst Bjamason með mið-unartækið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.