Vísir - 30.01.1965, Blaðsíða 3
V í SIR . Laugardagur 30. ianúar 1965.
Útför Churchills
í dag verður Winston
Churchill borinn til graf-
ar. Hann valdi sjálfur
sinn síðasta hvílustað.
Það er í ættargrafreit
Churchill ættarinnar og
forfeðranna, Marlbor-
oughættarinnar, í kirkju
garði St. Martins kirkj-
unnar í Blandon. Er sá
staður skammt frá ætt-
arsetrinu, Blenheim kast
ala, þar sem hinir kunnu
Marlborough hertogar
ólu aldur sinn.
TTndanfama daga hefur lfk-
kista Churchills staðið á
líkbörum í Westminster Hall.
þar sem 200 þúsund Bretar og
útlendingar hafa gengið fram
hjá til þess að votta hinum
látna virðingu sína.
Útför Churchills verður að
öllu með þeim hætti, er kon-
ungar eru jarðsettir. Hann fór
sjálfur yfir áætlanir sem gerðar
höfðu verið um útför hans fyrir
allmörgum ámm. Valdi hann
sjálfur hvílustað í kirkjugarði
Hér sést ættargrafreitur Churchills. Hér verður hann graf-
inn, að eigin ósk, en ekki í Westminster Abbey, heiðursgraf-
reit Breta.
Sir Winston Churchill
(A útfarardegi hans)
„Hann kom þegar veröld reið allramest á“,
þegar Evrópa sundruð og máttvana lá
og beið þess með biluðum huga
að helfjötur þrældómsins þrengdi’ henni að.
Og þá virtist einsætt að létt yrði það,
hinn leiðtogalausa að buga.
Þá hóf hann upp raust sína. Heimurinn fann
að hér stóð að baki sá kraftur að hann
mundi’ að endlngu úrslitum ráða.
Því Churchill var mikill; en meiri var sá
er meitlaði orðin er sagði hann þá
er brýndi’ hann til dugs og til dáða.
Hann var sendur af guði. Því sigraði hann.
Og sigurinn Bretland - slíkt dylst ekki - vann:
stóð eitt þegar allt var í veði.
Vér hyllum nú Ieiðtogann - þökkum samt þeim
sem þama stóð ofar, sem frelsaði heim,
sem úrslitum ógnanna réði.
Sn. J.
hinnar litlu sveitakirkju en ekki
f heiðursgrafreiti Breta f West-
minster Abbey dómkirkjunni,
þótt það stæði honum til boða.
Verður útför hans hin vegleg-
asta sem nokkrum brezkum
stjórnmálamanni hefur verið
gerð, allt frá þvf að gerð var út
för hertogans af Wellington ár-
ið 1852. Sá er þó munurinn að
heiðursvörðurinn við útför
Churchills verður valinn úr
þrettán herdeildum, en var að-
eins valinn úr tólf er Welling-
ton var greftraður.
jV'ú á þessum morgni verður
^ kista Winston Churchills
hafin út úr Westminster Hall f
brezka þinginu og borin út á
fallbyssuvagn. Á vagninum
verður henni ekið til Sankti
Páls dómkirkjunnar, þaðan sem
útförin verður gerð.
Vagninn hefur verið notaður
við útför fjögurra konunga og
drottninga Bretaveldis, en aldrei
áður við útför ókonungborins
manns.
Fyrst var vagninn notaður við
útför Viktorfu drottningar 1901.
Kistan verður látin hvfla á
vagninum, sveipuð brezka fán-
anum, en við hlið hennar verð-
ur sverð Churchills og aðmíráls
hattur hans. Sfðan verður lagt
af stað til Sankti Páls kirkju.
Er það 1200 metra ferð um göt
ur Lundúna. Munu hermenn úr
flugher, flota og landher Breta
standa heiðursvörð á öllum
þeim götum sem ekið verður
um. Fallbyssuvagninn með
kistu Churchill • munu 142 her-
menn úr brezka flotanum draga.
Munu þeir ganga með sorgar-
göngulagi, aðeins 65 skref á
mínútu, 1 stað 75 skrefa. Aðeins
nánustu ættmenni Churchills
munu fylgja kistunni þessa leið
til kirkjunnar. Konungar og
annað stórmenni munu koma
akandi til hennar frá bústöðum
sínum.
Sir Winston Churchill. Þetta er ein síðásta myndin, sem
tekin er af hinum mikla stjómmálaskörungi.
Strax og kistan leggur af
stað frá þinghúsinu munu kveða
við kveðjuskot úr fallbyssum í
St. James Garðinum við Buck-
ingham Palace. Síðan munu
fallbyssur í Tower kastalanum
taka við og mun alls skotið 90
heiðursskotum — einu fyrir
hvert aldursár ChurchiIIs.
Líkfylgdina mun taka um einn
klukkutíma að fara frá þing-
húsinu til Sankti Páls kirkju.
7000 hermenn standa heiðurs-
vörðinn og pöllum hefir verið
komið upp fyrir áhorfendur á
leiðinni.
Samkvæmt ósk Churchills
Framhald á bls. 10
-<8>
St. Martins kirkjan í Blandon, nálægt Blenhei m kastala, ættarsetri ChurchiIIs. í garði hennar
verður Churchill lagður til Iiinztu hvíldar.