Vísir - 30.01.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 30.01.1965, Blaðsíða 8
p V í S } P • ^°g. VISIR ^Utgetandi: Blaöaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgrelðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuð) I lausasölu 5 kr. eint - Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðia Vfsis - Edda h.t Kom við kaun Tímans jjað kom auðsjáanlega illa við kaun Tímans, sem haft var eftir bóndanum að vestan, í forustugrein Vísis s.l. miðvikudag. Blaðið heimtar að skýrt verði frá nafni mannsins og telur að það sem haft var eftir honum sé uppspuni að öðrum kosti. Þetta er gamla viðkvæðið hjá Tímanum, þegar honum er bent á, að fólk sé orðið undrandi yfir skrifum hans. Væru orð þessa bónda eindæmi og rækjust þann- ig á við skoðun almennings út um byggðir landsins, væri sök sér að slá því föstu, að hér væri um tilbún- ing að ræða. En það er nú eitthvað annað en svo sé. Úr öllum áttum, að sunnan, vestan, norðan og aust- an, berast fréttir um að fólk sé löngu hætt að trúa orði af því sem í Tímanum stendur um þjóðmálin. Vitaskuld vilja ekki hreintrúaðir Framsúknarmenn viðurkenna þetta fyrir öðrum, og kemur þó fyrir að jafnvel sumir þeirra geta ekki orða bundizt, sbr. það sem Bjartmar Guðmundsson sagði um „tvo gáfaða Þingeyinga, sem hafa fylgt vissum flokki síðan þeir fæddust“, er ætluðu að segja þeim Þórarni og.Ey- steini, „að mælirinn væri að verða fullur“. Það er því borin von hjá Tímanum, að allir, sem líta á skrif hans sem þvætting og markleysu, hafi „gufað upp“. Þeir lifa allir góðu lífi, þar á meðal bónd- inn að vestan. Hins vegar var það sem eftir honum var haft í fyrrnefndri forustugrein, sagt í kunningja- samtali, og því ekki rétt að birta nafn hans að hon- um forspurðum. En leyfi hann það, er sjálfsagt að veita Tímanum þá ánægju. Samt mætti svo fara, að | ritstjóra Tímans brygði í brún, þegar hann sæi nafnið, 1 því að bóndi þessi var, a. m. k. til skamms tíma, einn | af fylgismönnum Framsóknarflokksins. Þeim blöskrar víðar en í Þingeyjarsýslu, og það | mætti æra óstöðugan, ef birta ætti nöfn allra, sem eru hættir að taka mark á Tímanum og láta þá skoð- j un sína í ljós við ýmis tækifæri. Bóndinn að vestan | var aðeins nefndur sem eitt dæmi af svo ótal mörg- um, sem eru orðnir dauðþreyttir á sultarsöng og móðuharðindavæli blaðsins. Fólki lízt þeir menn ekki líklegir til forustu, sem kyrja þennan söng dag eftir dag og viku eftir viku á mestu velgengnistímum, sem þjóðin hefur lifað. Fólkið í sveitum landsins hlýtur að sjá það bezt sjálft, að framfarir í landbúnaði hafa aldrei verið meiri en síðan viðreisnarstjórnin kom til valda. Og þeir, sem hafa trúað því, að Framsóknarflokkurinn væri sérstakur vemdari og velunnari bændastéttar- innar, ættu að bera saman verk hans, þegar hann fór með völd, t. d. í vinstri stjórninni, og það sem þessi ríkisstjórn hefur gert fyrir landbúnaðinn. Ef sá sam- anburður væri óvilhallur, mundi hann ekki verða Framsóknarflokknum hagstæður. Hér sjást þau móðir og stjúpfaðir Jacqueline, Frú Janet Lee skildi við mann sinn og giftist árið 1942 Hugh Dudley Auchinloss. Hann varð góður stjúpfaðir, hugulsamur og Ijúfmannlegur. Tanet Lee, móðir Jecqueline, " ætlaði ekki að gifta sig aftur eftir skilnaðinn við Jack Bouvier. Hún ætljð að helga sig algerlega uppeldi dætra sinna. En hún var svo fögur og aðlaðandi kona að það var varla hugsanlegt að karlmenn irnir létu hana í friði. Árið 1942 breytti hún líka um á- kvörðun, þá hitti hún Hugh Dudley Auchinloss og giftist honum nokkrum mánuðum síðar. Brúðkaupsveizlan stóð í húsi Auchinloss í Merry- wood í Virginia-fylki. Ekki var þó um neina hveitibrauðs daga að ræða. Þetta var á stríðsárunum og brúðguminn hafði verið kallaður til þjón- ustu í flotanum. Morguninn eftir varð hann að mæta í bækistöð sinni. En Janet sneri aftur til New York, til íbúðar innar, þar sem hún bjó með tveimur dætrum sínum. Það var ekki fyrr en alllöngu síð ar sem þau hjónin og börn þeirra sameinuðust í eina fjöl skyldu undir sama þaki. Þetta hjónaband skapaði talsvert ný og breytt viðhorf fyrir systumar tvær Jacque- line og Lee, að vera nú • á heimili manns sem ekki var faðir þeirra og með börnum hans sem ekki voru systkini þeirra. jyjóðir þeirra var 33 ára þeg- ar þetta gerðist en Mr. Auchinloss 45 ára. Hann var afkomandi skozkra landnema sem höfðu komið til Ameríku i byrjun 19. aldar. Hann var fæddur í bænum Newport á Rhode Island, hafði lært lög- fræði við Yale og Columbia- háskólana. Á þriðja áratug uldarinnar hafði hann starfað í utanríkisráðuneytinu sem skjalavörður og sérfræðingur í milliríkjasamningum, siðan hafði hann gerzt kauphallar- miðlari og grætt drjúgum fé. Hann var ýmsum kostum búinn, sem gerðu hann ágæt an lífsförunaut frú Lee. Hann var ríkur, örlátur og ljúfmann legur. Hann var virðulegur maður og mjög myndarlegur, hjálpsamur og hugulsamur í erfiðleikum. — Hann hafði kvænzt tvisvar sinnum áður en skilið við báðar konurnar. Fyrsta kona hans var dóttir rússnesks flotaforingja sem hafði flúið Rússland á bylt- ingartímanum, önnur konan, sem hann var giftur 1932 — ’41, hét Nina Gore Vidal. í fyrra hjónabandinu átti hann son, Hugh jr., sem var venju- lega kallaður rússneska gælu nafninu Éusha og tvö böm í síðari hjónabandi Nini og Tommy. Á næstu fimm árum eftir brúðkaup þeirra Auchinloss og Janet Lee eignuðust þau tvö börn, dóttur, sem var skírð Janet Jennings og son, James. Fjölskyldutengsl bam anna voru þannig talsvert flókin, ýmist systkin, stjúp- systkin eða hálfsystkin, en Jacqueline hændist að stjúpföð- ur sínum sem var góður maður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.