Vísir - 30.01.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 30.01.1965, Blaðsíða 4
SVvK' KUO\) ÍEI.DUR HAtAR mm H/KÚT JhTA f> fjAlL Hhfm A'OKlí tliTM “HW‘WW*W‘- * . . . tó-a/« tftyu. l/V’/V'AV KfivDD >«/F>s4 vMtvví S-NWL USMft AJ»|V£r KÍ)A€>I: t.SlhimHWWH SkFí' Kvrw.'v'- 4mA/va ^-Aa, CRPAtt í>Au/m i&iySp: -/VA £>F - BVí>tM TI&JOí) iltHHHHfHilWtmhi > ÉR AO>T/Ui' TJ Au£>S V!h h“ . kMHúh i nnifei ikii.i: iunimn' HPKR T8l«ARl r kh rvr»v/ FuvOT SKrLO V- «n/j- wiaiwmwwwtwm&a STp'f U RP apMi Jacqueline Kennedy - Pramh. al ». slöu jy/Jini Rhea heitir kona sem var um langt skeið saumakona Janet Auchinloss og dvaldist stundum á heimili þeirra. Síðar stofnaði hún mikið sótta saumastofu. Hún segir svo frá: „Þegar Jacque line kom inn til mín, talaði hún oft um fjölskyldu sína. Hún kallaði Hugh Auchinloss aldrei pabba sinn. heldur kall aði hún hann frænda eða (uncle). Ég held að þetta hafi átt að sýna hin raunverulegu bönd sem tengdu þau saman, hún elskaði hann, dáðist að honum og virti hann, en hún gat ekki elskað hann eins og föður sinn. Hins vegar kallaði hún bæði stjúpsystkini og hálfsystkini sin einfaldlega systur og bræður. Og það gerði hún ekki aðeins til hægðarauka, heldur leit hún á þau i sannleika eins og syst kini sín“. Hugh frændi var fyrir Jacqueline tryggur vinur og ráðunautur. Og böm hans af fyrra hjónabandi kölluðu móð ur hennar Janet frænku og þau hjónin gættu þess að gera hvorugt upp á milli barnanna. Tjótt ekki væru þannig nein A blóðbönd milli Jacqueline og Auchinloss-fólksins tengd ust þau samt böndum kær- leika sem styrktist við góða sambúð sem ein fjölskylda. Síðar þegar Jacqueline var stödd á ferðalagi á Ítalíu skrif aði hún eftirfarandi til Hugh frænda: „í dag hef ég verið haldin ægilegri heimþrá. Það kemur í hugann myndin af stígnum niður að hesthúsinu við Merrywood með lausa- steinunum, sem renna niður þegar maður gengur eftir hon um og Hammersmith með þokulúðrunum, sem glyrnja á þokunóttum og þessi umhugs un hefur vakið upp í mér allar þær tilfinningar, sem binda mig við fjölskylduna sem ég elska og ber með mér hversu langt sem ég fer“. Nokkru síðar, þegar móðir hennar hélt upp á 10 ára af- mæli síðara brúðkaups síns, samdi Jacqueline vísnaflokk, þar sem hún lýsti með létt- um og gamansömum hætti ýmsum atvikum sem gerzt höfðu á þessu tímabili. Ljóð- inu fylgdi stuttur inngangur í óbundnu máli, sem sýndi þær tilfinningar, er hún bar til þeirra: „Þegar þið giftuð ykkur vorum við sjö manns, sem var skipað saman af til- viljunum lífsins, hver okkar einstaklingur út af fyrir sig, sem hefði getað einangrað sig frá hinum. En nú erum við hins vegar orðin níu og það sem þið hafið gefið okkur og við átt saman meo ykkur, mun varðveitast alla ævi okkar. ^ænst þótti Jecqueline um litlu systkinin sín, Janet Jennings og James. — Mini Rhea saumakona segir, að Jacqueline hafi oft komið inn í herbergið, þar sem hún var að vinna, með systkini sín, setzt með þau á gólfið og verið að leika sér við þau og gæta þeirra. Þegar Janet Jenn ings fæddist fannst Jacque- line ástæða til að gera brag um hana. I vísunum spáði hún litlu systur sinni fagurri framtfð, sagði að hún mundi taka þátt í stjórnmálum og verða kjörin fyrsti kvenfor- seti Bandaríkjanna þegar hún væri 21 árs. Janet er núna 19 ára stúdent í háskóla, svo að hún hefur enn tvö ár til að láta spádóminn rætast. Ann- ars ríkti víst lítill friður á Auchinloss heimilinu með öll um þessum börnum. Þar voru ærsl og gauragangur. En yfir- leitt var sambúð barnanna góð og sérstaklega þótti öll- um börnunum vænt um Jac queline. Þegar hún dvaldist í París, skrifaðist hún á við Yushi, elzta stjúpbróður sinn. Hann var trúnaðarmaður hennar og eins konar eldri bróðir. þrátt fyrir allt þetta kemur vart til greina annað en að skilnaður foreldranna og nýtt hjónaband móðurinnar hafi skilið eftir spor sín í lífi Jacqueline. Það er líklegt að skilnaðurinn hafi valdið því að þær systurnar Jacqueline og Lee urðu ákaflega sam- rýmdar, þó þær væru mjög ólíkar að skapgerð og hefðu ekki verið sérlega samrýmd- ar áður. Það má líka vera, að þetta hafi haft þau áhrif, að Jacqueline sem hafði verið op inská og léttlynd varð nú inn hverfari, feimin, með tilhneig- ingu til að loka sig inni i sfnum eigin heimi. Þetta kom jafnvel greinilegar fram hjá henni, þegar hún óx upp og fór að kynnast unglingum á sínum aldri af hinu kyninu. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.