Vísir - 30.01.1965, Blaðsíða 5
V1 S IR . Laugardagur 30. ianúar 1965,
5
KARDIMOMMU-
BÆRINN
Leikstjórinn, Klemens Jónsson,
virðir fyrir sér senuna. Á hinni
myndinni sjáum við ræningjana
bíða úti í sal eftir því að fara
inn á sviðið og eru þeir all
skuggalegir ásýndum.
*
Þeir Kasper, Jesper og Jóna-
tan eru aftur komnir á kreik
og læðast um svið Þjóðleikhúss
ins. Fyrirgefið, Kardimommu-
bæjarins. Nú er kominn nýr
hópur af krökkum á þeim aldr
inum siðan leikritið var sýnt
hér í fyrsta sinn fyrir fimm ár
u siðan, sem mesta ánægju
mun hafa af því að skemmta
sér með öllum íbúum Kardi-
mommubæjarins. Naut það þá
fádæma vinsælda og var upp-
selt á hverja sýningu.
í Kardimommubrenum skeð-
ur margt skemmtilegra atburða
og íbúarnir eru nú flestum kunn
ugir — hver kannast ekki við
ræningjana Kasper, Jesper og
Jónatan, Soffíu frænku, Bastian
borgarstjóra og alla hina?
1 Myndsjánni í dag birtum
við myndir úr Kardimommu-
bænum en fyrsta sýningin verð
ur núna á sunnudaginn. Á stóru
myndinni sjáum við Kardi-
mommubæinn í allri sinni dýrð.
Vetram'ki á NorSurlandi
i og fennti þá bæði fyrir dyr og
j glugga.
Undanfarið hefur nokkuð hlán-
að, snjórinn hefur sjatnað og veg
ir hafa verið ruddir á flestum höf
Vetrarríki hefur verið meira á
Norðurlandi það sem af er þess
um vetri en um mörg undanfarin
ár. Til sveita hefur verið illfært
milli bæja á nokkru farartæki nema
helzt skíðum, og jafnvel reynzt
erfitt suma dagana að komast eft
ir götum Akureyrar vegna fann-
fergis og djúpra skafla. í mestu
hríðunum gerði allt að 4—5 metra
skafla við sum hús á Akureyri
Andapollurinn á Akureyri. Enda þótt hann sé lagður að nokkru leyti, er hann samt að mestu
auður og þar halda endumar sig í þéttum hnapp í hinu norðlenzka vetrarríki. í baksýn til vinstri
er bamaskólinn. Ljósm. Sigurbjöm Bjamason.
Nú er aðstaða fyrir Islendinga að komast langt í skíðalandsgöng-
unni og að þessu sinni geta þeir ekki afsakað lélega þátttöku
með snjóleysi. Ekki er sagt að þessir ungu Akureyringar séu
að Ieggja af stað í skíðalandsgönguna, þegar myndin er tekin,
en svo mikið er víst, að ekkert er til fyrirstöðu að þeir geri það,
ef þeir eru ekki þegar búnir. Ljósm.: Sigurbjörn Bjamason.
uðleiðum um byggðir Norður-
lands. Samt er þar enn viða mik
ill snjór, jafnt á láglendi sem til
fjalla.
BPá-.