Vísir - 30.01.1965, Blaðsíða 6
.V.V.V.W.V.V.V.V.V.
V J s
P/'ó/. Hálldór Halldórsson:
Því að þekking vor er # molum
Poul Möller, De islandske hándskrifter i dokumentarisk belysning
Fjórði kafli bókarinnar ber
nafnið „Med speidende 0ie“.
Hándskrifterne i nyere for-
skning. Þar er fremur tætings-
lega fjallað um útgáfur handrita
í Árnasafni og áhrif þeirra á
danska menningu. Sem dæmi
þess, hve norræn goðafræði
hafi náð djúpstæðum áhrifum
í Danmörku („Hvor dybt den
nordiske mytologi trods alt er
gáet“_ bls. 49) er þess getið,
að fjöldi sumarbústaða þar í
landi heiti Gimli („Girnle") og
mörg veitingahús Valhöll
(,,Valhal“).
Gott eitt skal ég segja um
hinn mikla danska málfræðing
Rasmus Kr. Rask og hina stór-
merku íslenzku málfræði hans.
Övarlegt er þó að segja, að
hún „stadig kan kaldes uover-
truffen“ (bls. 49), athuga-
semdalaust. Vel má halda því
fram, að aldre’i hafi verið sam-
in betri íslenzk málfræði miðað
við sinn tíma. En það er eðli
vísindanna að þróast. Rask átti
veigamikinn þátt í þróun mál-
vísinda, en eftir hans daga tóku
aðrir við og þokuðu þessari
þróun áfram. Það er ekki Rask
til hnjóðs, þótt menn vit'i nú
margt um Islenzka tungu og
sögu hennar. sem honum var
hulið. Og það er ekki honum
til heiðurs að gera hann að
eins konar endapunkti í þróun
íslenzkra málvísinda.
Á bls. 52 er þess gétið, að
1939 hafi ríkisframlag til
Árnanefndar verið aukið og þá
hafizt handa um samningu
,,fornnorrænnar“ (,,oldnordisk“)
orðabókar. Síðan segir, að áður
og fram að þessu hafi menn
orðið að láta sér nægja orða-
bók þá, sem Jón Ólafsson
Grunnvíkingur hafi samið og
ekki verið prentuð („Tidligere
og hidtil har man máttet (sic!)
nojes med den af Jón Ólafsson
efterladte"). Þó eru á eftir
taldar orðabækur Guðbrands
Vigfússonar og Fritzners. Orða-
bóka Björns Halldórssonar og
Eiriks Jónssonar er ekki getið.
hvað þá að minnzt sé á Lexicon
poeticum eftir Sveinbjörn Egils
son og síðar Finn Jónsson.
'Orðabókarhandrit Jóns Grunn-
víkings er merkileg málsöguleg
heimild, en fáir munu þeir
vera, sem notað hafa það á
sama hátt og menn nota venju-
legar orðabækur. Nú er unnið
úr þessu handriti við Orðabók
Háskóla íslands, og þar kemur
það að miklu gagni.
Æskilegt hefði verið, að höf-
undur hefði kynnt sér betur
þessi orðabókarmál, áður en
hann fann hjá sér hvöt til að
fræða aðra um þau.
Á bls. 53 er fjallað um út-
gáfustarf Árnastofnunar eftir
1941. Einkennileg tilviljun er
það, að þar er ekki minnzt á,
að nokkur íslendingur annar
en Jón Helgason hafi komið
nærri þessu útgáfustarfi. En
skylt er að geta þess, að
nokkru síðar (bls. 5-6) vitnar
höfundur til Einars Ól, Syeins-
sonar um það hverra þjóða
menn hafi útgefið og samið téð-
ar bækur. Þar er einnig .viður
kennt, að þetta verk sé ekki
einvörðungu danskt („at det
ikke er rent danskt" (bls. 55))
Fimmti kafli nefnist Hánd-
skrifteme kræves udleveret.
Þetta er á ýmsan hátt greina-
gott yfirlit um kröfur fslend
inga og fleiri um afhendingu
handrita úr Árnasafni. Kaflinn
er þó engan veginn hlutlaus.
því að ávallt er gert meira úr
rökum andstæðinga afhending-
ar en hinna, F°m viljað hafa líta
með sanngirni á málin. En ég
skal ekki elta ólar við slíkt.
Islendingar eiga skýrt yfirlit
um þessa sögu fram til 1959 í
Handritamálinu eftir Einar Ól.
Sve'insson (bls. 12—29), og um
það, sem síðar hefir gerzt má
bæði fræðast af grein dr Gylfa
Þ. Gíslasonar í Áfanga I. 1, bls.
5—21, um handritamálið, og
grein minni um sama efni i
Vísi 8. og 9. des. 1964. Ég læt
mér nægja að vísa til þessara
heimilda til samanburðar fyrir
þá, sem vilja líta hlutlaust á
málið.
Við eitt atriði vil ég þó leyfa
rnér að gera athugasemd. Á
bls. 78 segir, að rætt hafi verið
um nýskipan Árnanefndar í
dansk-íslenzku ráðgjafarnefnd-
inni. Tími er ekki tilgreindur,
en samkvæmt ís^pþeimildi
gerðist þetta á árurmm 193
36. Nýskipanin átti að
fólgin í því, að Islértzklr’fúÉ
ar fengju sæti í nefndinni. Síð-
an segir: „íslenzkir fulltrúar
hafa þó aldrei verið tilnefndir."
Hér sýnir höfundur enn ókunn-
leika sinn á íslenzkum heimild-
um, sem virðast geta komið að
haldi um nútíð eins og um for-
tíð. Á fundi háskólaráðs Há-
skóla Islands 7. ágúst 1936 var
um málið fjallað og kjörnir þrír
fulltrúar (prófessorarnir Árni
Pálsson og Sigurður Nordal og
Einar Arnórsson hæstaréttar-
dómari) af íslands hálfu. Þetta
gerðist að vísu ekki mótat-
kvæðalaust og allt háskólaráðið
gerði svo felldan fyrirvara: „að
þessi afskipti þess af stjóm
safnsins að' sjálfsögðu eru gerð
að áskildum óskertum öllum
rétti Islands bæði lagalegum og
siðferðilegum til að fá skilað
íslenzkum handritum úr safni
þessu. Háskólaráðið lítur svo
á, að það sé afar mikilsvert
fyrir íslenzkt menntalif, að ís-
Ienzk handrit, sem nú eru i
opinberum söfnum í Danmörku,
ANNAR
HLUTI
fiytjist sem fyrst h’ingað til
lands, og felur fulltrúum slnum
i stjórn Ánasafns að vinna eftir
frekasta maptti að því að fá sem
mestu af jslenzkum handritum
úr safni þessu skilað hingað
heim.“ . . r :
Nöfn hinna íslenzku fulltrúa
stóðu 'á ritum útgefnum af
Árnanefnd' um nokkurra ára
skeið, en raunveruleg afskipti
þeirra féllu niður við upphaf
síðari heimsstyrjaldar.
Þetta er veigamikið atriði i
sögu handritamálsins, þvi að
með þessu viðurkenndu opin-
berir danskir aðiljar rétt ís-
lendir-a til afskipta af stjórn
safnsms. Þetta er I samræmi
berling, en það hafi líkzt starfi
rannsóknarlögreglu („et næsten
detektivisk arbejde", bls. 90).
Um starf ritstjórans mætti
ýmislegt segja. Hann er vafa-
laust dugandi blaðamaður. En
segja mætti almennt — án
þess að hr. Larsen sé sérstak-
lega hafður í huga —, að starf
blaðamanna almennt er fólgið
I þvl að afla frétta og að til eru
þeir blaðamenn, sem mættu
'Mynd þessi var tekin i desember, þegar danskir þingmenn
komu í heimsókn í Ámasafn. Þar sést Poul Moller höfundur
bókarinnar Iengst t. v., en með honum Poui Nílsson formað-
ur þingnefndar og K. B. Andersen menntamálaráðherra.
við, að þeir, sem sömdu erfða-
skrá Árna, ætlast greinilega til,
að andleg og veraldleg yfirvöld
á íslandi fylgist með stjórn
safnsins,
Ég væni höfund ekki um að
víkja hér af götu sannleikans
af ásettu ráði. Trúlega stafar
skekkjan af ónógum kunnleika
af sögu málsins. En hvað sem
öðru líður, sýnir þetta, að hr.
Moller hefir ekki grandskoðað
fremstu síðurnar af útgáfum
Árnanefndar frá þessum tíma,
hvað sem vera kann um efni
þeirra að öðru leyti.
Sjötti kafli bókar kallast
Den store gave. Lovforslagets
tilblivelse og behandling. Þar
er rakinn ga^gur handritamáls-
ins eftir 1951 og birt margvís-
leg vitneskja, sem áður hefir
ekki verið kunn á íslandi, t. d.
er stuðzt við plögg danska
þingsins, sem ekki hafa birzt
hér, að minnsta kosti ekki nema
I ófullkomnum útdráttum. Mér
þykir leitt, að ég á erfitt með
að treysta frásögninni til hlítar,’
með þvl að ýmislegt, sem ég
hefi frumheimildir um, er ekki
I samræmi við þær.
Höfundur segist nú geta betur
en áður greitt úr flækjunnj um
tilraun frumvarpsins um hand-
ritamálið vegna starfs Dans
Larsens, ritstjóra við Kvöld-
vera vandari að meðulum og
grandvarari I skiptum sínum
við sannleikann. Um ritstjórann
sérstaklega mætti hins vegar
segja. að útdrættir úr skýrslum,
sem hann hefir gert, hafa gefið
aðrar hugmyndir en skýrslurnar
sjálfar, þegar þær hafa verið
birtar I heild. Því mætti einnig
bæta við, að sumt af því, sem
Kvöldberlingur hefir gert að
æsifréttum nú, hafði birzt á
prenti á íslandi fyrir nær fjór-
um árum. Til þess að afla slíkra
frétta þurfti aðeins að kynna
sér íslenzkar heimildir, öll
„rannsóknarlögreglustörf" voru
óþörf.
Á nokkrum stöðum er vikið
að leyniskránni svo nefndu.
Svo er að sjá, að ávallt sé átt
við sömu skrána, þ.e. skrá, sem
runnin er frá þeirri, sem sér-
fræðinganefnd Dana og íslend-
inga kom sér saman um 19.
apríl 1961 á fundi I Sendiráði
íslands I Kaupmannahöfn. Mér
er ekki ljóst, hvort þetta er
rétt. Við samanburð á skrán-
um, sem birtust I Kvöldberlingi
5. nóv. 1964 (Árnasafn) og 14.
nóv. 1964 (Konungsbókhlaða),
við þá í'-rá, sem íslendingar
hafa af áðurnefndum fundi,
hefir komið I ljós, að þær eru
ekki samhljóða. Mér er spurn,
er skráin, sem danska þing-
nefndin 1961 fékk, skráin i
Kvöldberlingj og skráin, sem
danska þingnefndin 1964 fékk,
samhljóða? Ef svo er ekki,
hverjar breytingar hafa verið
gerðar, hvenær og af hverjum?
Skráin í sinni réttu mynd er
grundvöllur samkomulags'ins,
sem varð á ráðherrafundinum
21. apríl 1961, sem Poul Moller
minnist á (bls. 92). Hann viður-
kennir gildi skrárinnar, þar sem
hann segir, að ef raunsætt sé
litið á málið, verði að gera
ráð fyrir, að hún verði lögð til
grundvallar, þegar skipting
safnsins verði gerð („Men det
er s'ikkert realistisk at regne
med, at den fortrolige liste i
alle tilfælde vil blive lagt til
grund“, bls. 103). og síðar
segir hann: „en með því að
skráin er niðurstaðan af þeim
samningaviðræðum milli Dana
og íslendinga, sem lýst er I VI.
kafla, verður vart talið senni-
legt, að miklar breytingar
verði gerðar“ („Men da listen
er et resultat af de i kapitel
VI beskrevne dansk-islandske
forhandlinger kan det næppe
anses for sandsynligt, at store
fravigelser vil finde sted“, bls.
124). Þetta eru merkustu setn-
ingar bókarinnar.
Eitt af því, sem sagt er af
fundinum 19. apríl 1961, gæti
valdið misskilningi. Þess er
getið, bls. 92, að viðstaddir á
fundinum hafi verið Birkelund
ríkisbókavörður og prófessor
Skautrup af danskri hálfu og af
íslenzkri prófessoramir Sigurð-
ur Nordal og Einar Ól. Sveins-
son og sömuleiðis (,,samt“)
próf. Helgason. Flestir mundu
skilja svo, að Jón Helgason
hefði verið tilkvaddur af Is-
lend'ingum en svo var ekki.
Hann sat fundinn að ósk dönsku
nefndarmannanna, en auðvitað
með fullu samþykki Islenzku
fulltrúanna. Sýnir þetta, að
báðir aðiljar báru traust til
hans.
Um það, sem gerðist I danska
þinginu vorið 1961, skal ég ekk-
ert segja. Um það hefi ég ekki
nægileg gögn til samanburðnr.
En kaflanum lýkur með því, að
sagt er (bls. 109), að 16. des.
1964 hafi þingnefndin, sem nú
fjallar um handritamálið, leng-
ið svar frá fræðslumálaráð-
herra Dana um gagnrýni dr.
Ole Widdings á þeirri trúnaðar
skrá (fortrolige liste), sem feng
in hafi verið I hendur þjóð-
þingsnefndinni frá 1961. Síðan
segir, að Peter Skautrup og
Palle Birkelund hafi svarað,
að skráin væri ekki söm („iden-
tisk“) þeirri, sem þeir hefðu
gert fyrir fundinn 19. apríl 1961
og Skautrup talið það sök Jóns
Helgasonar. En spyrja mætti:
Til hvers var fundurinn hald-
inn? Var það ekki til þess, að
samkomulag næðist milli
dönsku og íslenzku fulltrú-
anna? Er þá nokkuð undarlegt
við það, þó að skráin breyttist
á fundinum? Peter Skautrup
segir I greinargerð til fræðslu-
málaráðuneytisins danska, sem
birt var sem kjallaragrein I
Kvöldberlingi 17. des. 1964, eft
irfarandi: „Ég hefi þó aldrei
haft þessa skrá [þ.e. þá skrá,
sem afhent var ráðuneytinu eft
Framhald á bls. 10
!