Vísir - 30.01.1965, Blaðsíða 7
" \ GI-CURL
ER
SKADRAUMUR
HVERRAR
KONU
VIARKAR TÍMAMÓT
Þetta nýja hárliðunartæki, sem byggt er á vel kunnri og ævafornr'
aðferð, en hefur verið breytt og fullkomnað með tækni og þekk-
ingu nútímans, markar tvímælalaust tímamót i hárliðun og snyrt
ingu og gerir fyrri tæki og aðferðir úreltar.
NYUNG SEM FER SIGURFOR
Ný aðferð við hársnyrtingu kvenna ryður sér nú mjög til rúms bæði
í Evrópu og vestan hafs. Segja má, að það nýja hárliðunartæki, sem
um er að ræða, fari sem eldur í sinu um þá staði, þar sem kventízka
og hársnyrtihg er hvað mest í hávegum höfð.
FULLKOMIN HARSNYRTING Á 10—20 MÍN
MINNI FYRIRFERÐ . . .
Fyrirferðin á MAGI-CURL er mjög lítil vegna þess, að allt er innbyggt í tækið sjálft,
auk elementsins, „mótstöður“, „spennubreytar“ o. fl. Er því hægt að fara með
MAGI-CURL hvert sem er í venjulegu kvenveski eða öðru.
MAGI-CURL ER ÖRUGGT . . .
RafmagnseftiHit ríkisins hefur viðurkennt MAGI-CURL, sem fullkomlega öruggt raf-
magnstæki, enda er það vandað í hvívetna. Því til staðfestingar er 2ja ára skrifleg
ábyrgð á MAGI-CURL.
ÚTSÖLUSTAÐIR Á SUÐURLANDI:
Lampinn, Laugavegi 68, Gyðjan, Laugavegi 25, Ljós h.f. Laugavegi 20 Raforka,
Laugavegi 10 og Vesturgötu 2, Mirra, Silla & Valdahúsinu Oculus, Austurstræti í
Reykjavík, Kaupfélag Árnesinga, Selfossi, Stokkseyri, Eyrabakka og Hveragerði —
Haraldur Eiríksson, Vestmannaeyjum — Valdimar Long, Hafnarfirði — Stapafell, Kefla-
vík — Staðarfell, Akranesi.
TVEGGA ÁRA ÁBYRGÐ!
EINKAUMBOÐ: ÖLIA. BIELTVEDT jr. & CO.
Eftir að hafa látð athuga og gera samanbprð á helztu hárliðunartækjunum, sem fram hafa
komið erlendis, varð hið vestur-þýzka MAGI-CURL fyrir valinu. Liggja til þess margar
ástæður. I MAGI-CURL er sérstök málmblanda, sem „magnar“ hitaútstreýmið frá element-
inu þannig, að þótt raunverulegur hiti tækisins sé um 10° lægri en annarra tækja, sem
til greina komu, permanerst hárið jafnvel eða betur.
Kostur þessa hitamismunar á MAGI-CURL og flestum öðrum hliðstæðum tækjum, er sá að
MAGI-CURL má nota svo oft sem frekast er þörf á, án þess, að það skaði hárið hið minnsta.
Hið hvimleiða og óþægilega umstang með hárrúllur o. þ. h. í heimahúsum er flr sögunni, því nú geta konur
liðað og snyrt hár sitt undir öllum kringumstæðum og með jafngóður árangri á 10—20 mínútum ! !
GJÖRBREYTT VIÐHORF ...
Vissulega skapar þetta gjörbreytt viðhorf fyrir allan þorra kvenna, t. d. er eins
klukkutíma fyrirvari kappnógur fyrir bíóferð eða annað, komi óvæntir gestir
þegar „illa“ stendur á,
getur konan brugðið sér
frá og komið að vörmu
spori með sína beztu hár-
greiðslu o. s. frv.
HVERS VEGNA MAGI-CURL