Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 20.02.1965, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Laugardagur 20. febrúar 1965. m a Ljóskross vígður á turni Innri- Njurðvíkurkirkju Á sunnudaginn kl. 3 verður guðsþjónusta í kirkjunni í Innri Njarðvík og við það tækifæri verður vígður ljóskross af sér- stakri gerð á turni kirkjunnar. Þetta er stjörnubyggður kross lir málmi. Á hann eru fest neon Ijós í tve'imur litum, blár kross en hvítt í stjörnugeislunum út frá honum. Innri Njarðvíkurki'kja er ein af elztu hlöðnu steinkirkjunum hér á lándi. Hún var vígð 18. júlf 1886. Fyrir byggingu henn- ar stóð þá Ásbjörn Ólafsson bóndi og hreppstjóri í Innri Njarðvík. Sjómenn — Framhald af bls. 16. Fyrirhugað að reisa flugskýli á Akureyri Vöntun á flugskýli við Akur- eyrarflugvöll hefur háð fram- gangi flugsamgangna á Norður- landi undanfarið. — Nú er allt útlit fyrir að úr þvi rætist bráð- lega þar sem flugráð og flug- málastjóri hafa Iagt til að reist verði flugskýlj á Akureyrar- flugvelli. Flugskýli þetta á að verða það stórt að það rúmi stærstu flugvélar Flugfélags Is- lands, Cloudmaster. Flugmálaráðherra hefur feng- ið málið til meðferðar og verð- ur verkið boðið út strax og hann hefur gengið frá þvl. Ráð- gert er að flugskýli þetta verði stálgrindarhús, klætt stálplöt- um. Gert hefur verið ráð fyrir flugskýlinu í skipulagningu Ak- ureyrarflugvallar. Stjórnfræði og íslenzk stjórn- mól, nýr erindnflokkur skipti gildi ekki um hin nýju stóru skip.Telur LÍÚ það eðlilegt að útgerðin fái meiri hluta en áð ur í aflanum þegar hægt hefur verið með tæknibúnaði að fækka mönnum um 5-6 og aflamögu- leikamir margfaldir á við minni bátana. Áhöfnin hefur nær ein göngu notið fækkunar á mönn- um og skipt á milli sín þeirra hlut. Útvegsmönnum þótti eðli- legt, að þeir fengju að hluta að njóta þess, þegar þeir leggja til tæki, sem gera mögulegt að fækka mönnum. Samsvarandi dæmi væri það, ef eigandi jarð ýtu þyrfti að greiða þeim sem stjómar henni kaup til jafns við það cem jarðýtan vinnúr á við verkamenn. Á næstunni hefst á vegum Fé- lagsmálastofnunarinnar erinda- flokkur um STJÓRNFRÆÐl OG ÍS LENZK STJÓRNMÁL en frá þvi Félagsmálastofnunin hóf starfsemi sína, hefur hún á hverju vori efnt til erindaflutnings um ýmsa mikil- væga þætti félagslífsins. Eins og að undanförnu hafa ein ungis þjóðkunnir fyrirlesarar verið fengnir til þess að flytja erindin, sem eru 12, en fyrirlesararnir verða: Einar Olgeirsson, alþm., Emil Jónsson, ráðherra, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, Geir Hall grímsson, borgarstjóri, Gils Guð- mundsson, alþm., dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri, Hannes Jónsson, félagsfræðingur, og Ólafur Jóhann esson, prófessor, Á fundi méð fréttamönnum skýrði Hannes Jónsson, forstjóri Fjórhendur píunóleikur hjú Tónlisturféluginu Á næstu tónleikum Tónlistarfé- lagsins verður fjórhendur píanó- leikur. Eru það bandarískir píanó- leikarar, hjónin Milton og Peggy Salkind sem koma þar fram. Tón- leikar þeirra verða í Austurbæjar- bíói á mánudag og sunnudag. í tónbókmenntunum er mikið af glæsilegum verkum, sem samin voru upprunalega fyrir fjórhendan píanóleik og hafa t.d. méistarar eins og Mozart og Schubert samið fjöldann allan af sllkum tónsmíð- um, en ýmis önnur tónskáld einnig lagt þar gjörva hönd að verki, svo sem Brahms, Dubussy og Hinde- mith, svo að nokkrir séu nefndir. Þau Salkind hjón hafa farið víða um lönd og vakið athygli fyrir leik sinn. Þau stunduðu bæði nám við fuilliard tónlistarskóla í New York, en síðan stunduðu þau bæði nám hjá Edward Steuermann. Á efnisskrá þeirra eru m.a. Són- ata i C-dúr eftir Mozart, Fantasía í f-moll eftir Schubert, Jeux d’enfants (Barnaleikur) eftir Bizet. og Ma mére l’oye (Gæsamamma) eftir Maurice Ravel. Salkind-hjónin sem hent á píanó. leika fjór- Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, O. KORNERU P-HANSEN forstjóra Guðrún Komerup-Hansen Döra og Andrés Reynir Kristjánsso Kristín Edda og Gunnar Skaftasoi. Ingibjörg og Viðar Komerup-Hansen Félagsmálastofnunarinnar, m.a. frá því, að erindaflokkur þessi hefði lengi verið £ undirbúningi. Á nám skeiðum Félagsmálastofnunarinnar um félagsstörf og mælsku, sem alltaf hafi verið mikið sótt, hefði hann lagt á það mikla áherzlu, að stjórnmálaþekking væri einhver hagnýtasta þekking, sem h’inn verð- andi mælsku- og stjórnmálamað ur gæti aflað sér. Hefði hann því hvatt nemendur sína til þess að kynna sér stjórnfræði eftir föng- um. Hins vegar hafi fram að þessu enga skipulega og hlutlausa stjórnfræðifræðslu verið að fá hér á landi. Nú yrði stigið fyrsta skref ið til þess að bæta úr þessari eyðu í fræðslukerfi okkar með þessum erindaflokki, sem yrði vonandi vísir að meiri og almennari fræðslu á þessu sviði, enda vonaðist han'n' til þess, að stór hópur áhugamamia um félagsmál og stjórnmál sækti erindaflokkinn. Hannes tók það fram, að efnis lega skiptist erindaflokkurinn í þrjá meginhluta/ Fyrsti hlutinn væri um hina eiginlegu stjórnfræð'i og mundu þeir Hannes og dr. Gunn ar G. Schram flytja þau 5 erindi, sem byggðu upp þennan hlutann, og tala m. a. um ríkið, hlutverk þess og stjórnskipun, valdið, e'inræði og lýðræði, áróður, al- menningsálit, vilja ríkisins og ríkjasamskipti á alþjóðavettvangi. Næst kæmi íslenzk stjórnskipu- lagslýs'ing eða ágrip af islenzkri stjórnlagafræði, sem prófessor Ó1 afur Jóhannesson mundi flytja. Cg þriðji hlutinn væri um íslcnzku stjórnmálaflokkana, sögu þeirra og meginstefnu. Mundu helztu forystu menn flokkanna flytja þessi er- ind'i, hver um sinn flokk. Erindin verða flutt siðdegis á sunnudögum kl. 4—6 og verður starfsemin til húsa í kvikmynda- sal Austurbæjarbarnaskóla. Innritunar- og þátttökuskírteini verða seld í Bókabúð KRON í Bankastræti og kosta kr. 150.00. ★ Arthur Greenwood, ný- lendumálaráðherra Bretlands, er í Brezku Guineu og ræðir við Bumham forsætisráð- herra. Einnig hefir hann set- ið einn fund með dr. Jagan, sem enn hefir lýst yfir, að hann sé mótfallinn stefnu Breta. Krefst hann þess, að brezki landstjórinn verði sett ur af, brezkt herlið kvatt heim, pólitískum föngum sleppt, og stofnað verði til nýrra kosninga. Loks hefir hann fyrirskipað sólarhrings allsherjarverkfall Dr. Jagan er nú leiðtogi stjómarandstöð unnar. Drottningin — Framhald af bis. 16. lega á sumrin þegar bjart er allan sólarhringinn. Það hefur verið skemmtilegt, maður hef ur kynnzt mörgum, ágætis fólki og allt hefur gengið vel, ég vona að það haldist. Að- eins smáóhöpp hafa komið fyrir. Drottningin er ágætt sjóskip, hún hefur oft lent í vondum veðmm og staðið sig vel. Nú siglir hún ekki meira hún hættir hér. Skipstjórinn er færeyskur fæddur í Vog, Suderoy, kvæntur danskri konu og eiga þau tvo uppkomna syni. Fjöl skyldan er búsett í Kaup- mannahöfn. - Ég hef siglt frá því árið 1928 á dönskum skipum og frá 1937 á Drottningunni, ekki samt alltaf sem skip- stjóri, fyrst var ég annar stýri maður svo fyrsti, ég hef verið í mörgum störfum. Ég hef samt ekki verið samfleytt á Drottningunni ég var í sigl- ingum til Ameriku f stríðs- byrjun og var í Kaupmanna- höfn, þegar Þjóðverjar komu,' þá var maður lokaður inni í höfninni, sfðar sigldi ég um Eyrarsund og til Þýzkalands neyddur til þess af Þjóðverj- um en þeir létu Danmörku hafa kol og koks á móti. Nú tek ég smáfrí áður en ég tek við Kronprins Olav, sem leys ir Drottninguna af hólmi. - Kronprins Olav er stærra skip en Drottningin tekur 300 far- þega en Drottningin tók um 200. Kostnaður — Framh. af bls. 1. kostnaðurinn við vamir íslands og nálægra svæða, á Keflavíkurflug- velli og annars staðar á landinu, sem Atlantshafsbandalagið bæri, næmi samtals á að gizka 60 millj. dollurum eða um 2600 milljónum króna á ári. Beinn kostnaður við reksturinn næmi hins vegar rúm- um 20 millj. dollara. TEKUR 3 ÁR. Aðmírállinn skýrði einnig frá þvi að framkvæmdir við endurnýj- un birgðastöðvarinnar í Hvalfirði væru nú i undirbúningi. Myndu þær taka um þrjú ár. Ekki kvað hann mundu verða fjölgað þeirri sveit í Hvalfirði sem birgðimar geymir, þrátt fyrir endurnýjunina. Innbrot — Framhald af bls. 1. hinn reynt að aftra nnbrotinu. Fóru þeir nú úr þessu húsi og yfir í næsta hús, sem er póst- og símstöðvarhúsið á scaðnum. Þar gekk sá sem hvatamaður var að glugga og braut í hon um rúðu, en við brothljóðið yfirgaf hinn hann og hvarf til skips. Innbrotsmaðurinn skar sig á hendi við að brjóta rúð- una, sem var tvöföld. Honum tókst að opna gluggann og komast í kjallara hússins. Við þetta vaknaði símstöð/arstjór inn Valtýr Hólmgeirsson og fór hann fáklæddur niður og kom að innbrotsmanni þar sem hann stóð með tvær málning- ardollur. Hann gekk að hin’jm ókunnuga manni og spurði hann hvað hann væri aö gera. Sá gaf lítið út á það, en hélt bráðlega upp stiga, upp á mið hæðina með málningardollurnar í hendinni og síðan á leið upp stiga á efstu hasð. Fðr símstöðv arstjóranum nú ekki að standa uaa á sama, þar sem íbúð hans ag fjölskylda var á efstu hæð og ætlaði að aftra mann'inum að fara upp, en sá í<eiddi þá til höggs málningarkrukkurnar og ætlaði að slá sfmstöðvarstjór- ann með þeim. En þá tókst ekki betur til en svo, að krukk- uraar féllu á gólfið og máln ingin flæddi um það. Þá ákvað símstöðvarstjórinn að hringja til hreppstjórans til að biðja hann um að hirða þenn an mann, en meðan hann var að hringja í símann, hvarf inn- brotsmaður úr húsinu. En síðar þekktist það, að hann var einn skipsmaður af Þyrli og hafði verið mjög ölvaður. Þessir um ræddu tveir skipsmenn hafa nú verið afskráðir af Þyrlí og verða sendir suður með Heklu. Þyrill var sem fyrr segir að lestá sfldarlýsL Er mikið síldar- lýsi enn á Raufarhöfn, þar sem áherzla hefur verið lögð á að taka lýsið fyrst á stöðum, sem hafa minna geymslurýmL Nú er fyrirhugað að Þyrill fari þrjár ferðir með sfldarlýsi frá Rauf- arhöfn. Útvarpið — Framhald af bls. 16. og sfma, erlendir sem innlend ir. í ræðu sinni gat útvarps- stjóri þess að hinn nýi sendir kæmi í stað 100 kílówatta Marconi-sendis sem verið hefði í gangi frá 1939 en þar áður var notazt við, frá stofn un útvarpsins 1930, 16 kw sendi. ' Hinn eldri 100 kw. sendir útvarpsins var að ýmsu orðinn úreltur, og vara- hlutir í hann mjög dýrir og alloft komu fyrir bilanir. Auk þess var gamli sendirmn mjög orkufrekur og sparast 3000 kwst orka á sólarhring með tilkomu hins nýja sendis. Því hófst útvarpið handa um útvegun nýs sendis og gerði í október 1961 samning við svissneska fyrirtækið Brown Boveri, eftir að útboða hafði víða verið leitað. Kost aði sendirinn 693.890 sviss- neska franka. Afgreiðslutím- inn var tæp 3 ár. Var síðan hafizt handa um uppsetningu í húsinu á Vatnsendahæð og notast til bráðabirgða við gamlan 20 kw sendi, sem nú verður varasendir stöðvarinn ar. Hinn nýi sendir kom tii landsins í október 1964 og var uppsetningu hans lokið um jól. Komu erlendir sér- fræðingar til verksins en einn ig annaðist það Sturla Eiríks- son yfirumsjónarmaður. Var það unnið og af sérfræðingum Póst og síma, sem tkó í fyrra að sér tæknirekstur út- varpsins. Eftir nýárið hafa farið fram stillingar og mælingar á sendinum og hefir hann reynzt vel í alla staði. Mun langdrægni útvarpsins aukast um 60% frá því sem undan- farið hefur verið við tilkomu hins nýja sendis. Skortur — Framhald af bls. 1. lágmark. en viðgerðir og eftir- lit á vélum Loftleiða fer fram erlendis að mestu leyti. Flugmenn, sem ræðnir eru er- lendis frá eru á mun hærra kaupi en íslenzkir starfsbræður þeirra og er sagt að flugstjórar erlendir hafi um 80.000 krónur á mánuði. Að vísu klípur full- trúi skattstofanna verulegan hluta af þvf, en nettótekjum- ar eru samt mun hærri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.