Vísir


Vísir - 20.02.1965, Qupperneq 7

Vísir - 20.02.1965, Qupperneq 7
Fjórðungur sjúklinganna læknast með skurðaðgerð eða geislum. Hóet fUUinP HF HVáH4UM HONmm.., &n i- mm i :- rífÁ^N ?p w.*,wtHV ■ NU i>Ví., Undursamlegt er það, sem stöðugt gerist í frumum mannslíkamans. Hver einstök hinna 300 billjón fruma í mannslíkamanum er eins og efnaverksmiðja, sem stöðugt breytir hinum flóknustu efna- samsetningum, oft gegnum hundruð millistiga. Á hverri sekúndu skipta milljónir fruma sér í tvennt til þess að endumýja gamlar frumur og halda líkamanum Iifandi. Frumumar í innri smáþarma- veggjunum endumýjast t. d. fullkomlega á tveimur eða þremur dögum. Á æviskeið- inu er líkaminn endurnýjað- ur í heild oftar en einu sinni. Samt er hvert líffæri virkt á- fram. Og útlit manns breytist vart á árum og áratugum. Það er vegna þess, að hver einstök fruma getur stjórnað vexti og skiptingu sinni alveg nákvæm- lega eftir áætlun líkamans. Þegar maður sker sig í fingur, hættir húðin að framleiða vara- frumur undir eins og sárið hef- ur gróið aftur. En krabbameinsfruman hefur Átta aðvörunarmerki geta bent á krabbamein á fmm stigi. Það er Álþjóða heil- brigðismálastofnunin, sem hefur samið listann: ★ Áþreifanlegur hnútur eða harður blettur á brjósti, húð eða tungu. ★ Áberandi breyting á vörtu eða fæðingar- bletti. ★ Stöðugar meltingar- truflanir. ■k Stöðug hæsi eða þurr hósti, stöðugir erfið- Ieikur með að kyngja. ★ Óvenjulega miklar blæðingar við tíðir. Blæðingar utan tíða. ★ Blæðingar úr nefi, eyram, blöðru eða þörmum, án þess að nokkur ástæða virðist vera fyrir hendi. ★ Sár, sem ekki grær, kýli, sem ekki hverfur. ★ Óskýranlegur þyngd- armissir. Ekkert af þessum einkenn um þarf að þýða, að krabbamein sé á ferðinni. En þau ættu að vera næg ástæða til að leita læknis. Vf STR T---------'^gur 20. febrúar 1965. • Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur margir • Uppskurðar- og geíslunartækni er að ná hámarki • Örvæntingarfull leit að lyfjum hefur gefið von um bóluefni • Bezta leiðin er að hindra að krabbamein myndist • Virkasta lækningin er að greina sjúkdóminn á frumstigi MAR&m UFfí BARATTA VIB KRABBAMCINCR 0C VCRBIIR SKOTGRAfASTRlB misst stjórn á sjálfri sér. Hún hlýðir ekki lengur þeim líffræði- legu reglum, sem stjórna skipu- Iegu samhengi allra fruma lík- amans. Þessi alvarlega vöntun krabbameinsfrumunnar er eina samkennið á öllum' hinum margvíslegu gerðum krabba- meinsfruma og greiriir þær frá heilbrigðum frumum. En vís- indamennirnir vita því miður ekki, hvernig þétta samhengi í vexti og frumuskiptingu virkar. Eitt er þó víst. Það er, að stjórnun þessi fer fram á sviði, sem ekki er einu sinni hægt að ná til með sterkustu rafeinda- smásjám, — í sameindum, móle- kúlum líkamans, Á allra síðustu árum hefur tekizt að ljúka upp örfáum atriðum þessa mikla leyndarmáls með nýtízku til- raunatækni. í kjarna hverrar frumu hafa fundizt flóknar sameindir, sem tengdar eru í gormlaga keðjur. Þessar keðjur eru nefndar nafni, sem ekki er hægt að bera fram: Desoxyri- bonusmásýra, en það er stytt í DNS. DNS er iykilorð í lífefnafræði rannsóknanna í baráttunni við krabbameinið. Vís’indamennirnir hafa nefnilega uppgötvað, að þessar keðjusameindir eru bók- staflega teikningarnar að bygg- ingu og gerð líkamans. Skipu- lag frumeindanna í hverri DNS-sameind er eins konar dulmálslylcill, — öll atriði sem varða gerð hinnar lifandi frumu, eru falin í þessum dulmálslykl- um. Og í hvert s'inn sem ný fruma er mynduð, er hún sam hliða prófuð I þessum sameind[a kéðjum eins og f móti. Þetta gerist trilljón sinnum á hverri mannsævi. Því er ekki undarlegt, þótt í einu af þessum trilljón tilfellum verði einhver mistök. Þegar slík mistök gerast, færast eiginleik- ar gölluðu frumunnar yfir á dótturfrumur hennar. Þessi mis- tök geta þýtt upphaf krabba- meins. Líkurnar fyrir slíkum mis- tökum við frumuskiptingu auk- ast með auknum aldri manna, og þar með aukast líkurnar fyr- ir krabbameini. En það eru ekki öll mistök, sem valda krabba- meini. Mörg frávik frá réttri gerð frumunnar eru tiltölulega meinlaus. Það eru til mörg millistig milli heilbrigðra fruma og krabbameinsfruma. Eldra fólk gengur með óteljandi gall- aðar frumur, sem ekki hafa nein alvarleg áhrif á líkams- starfsemina. Og læknar verða oft varir við æxli, sem ekk'i eru illkynja, heldur það sem kallað er góðkynja, og þau æxli færa sig ekki milli líffæra eins og krabbameinið. Alveg eins og vísindamenn hafa fundið hundruð af ástæð- um sem valda krabbameini, þá hafa læknar fundið hundruð af tegundum krabbameins og margar tegundir krabbatneins geta ásótt hvert líffæri. Ein tegund húðkrabba er áratugi að grafa um sig en önnur teg- und drepur mann á örfáum vik- um. Lyf, sem tefja útbreiðslu einnar tegundar krabbameins, eru alveg gagnslaus við aðrar tegundir krabbameins, og jafn- vel gagnslaus við sama krabba- mein hjá öðrum sjúklingi. Orsakir einskis sjúkdóms eru jafn flóknar og margvíslegar og orsakir krabbameins og eng'inn sjúkdómur er jafn. margvlslegur og flókinn og krabbamein. Það er því engin furða, þótt bjart- sýnin hverfi smám saman á sviði vísindanna á þessum svið- um og menn leiti æ meira trausts í undralækningum, andalækningum og öðru slíku. Undralyf og furðulegustu krabbameinskenningar skjóta hvað eftir annað upp kollinum e'ins og sápukúlur. Það er raunar ekki til neitt eitt krabbarnein, eins og talað er um berkla, malariu eða sára- sótt. Þessir sjúkdómar eru af- markaðir og lýsa sér á einn hátt, en krabbameinin eru mörg, — óteljandi. Þetta veldur því, að aldrei verður hægtað vinna fullnaðar- sigur á krabbameini, það verður aldrei fundinn upp sá uppskurð- ur, það mataræði, þau lyf, sem gætu útrýmt krabbame'ini. Ein- hverjum tegundum krabbameins verður hægt að útrýma, en það verður aldrei hægt að brjótast í gegn á öllum vigstöðvum. Baráttan við krabbameinið er og verður skotgrafahernaður. Enginn heildarsigur vinnst, heldur aðeins smásigrar og smá ósigrar. Hnífar skurðlæknanna og geislar röntgenlæknanna hafa bjargað milljónum krabbameins- sjúklinga og lengt líf annarra. Fjórðungur allra uppskurða á skurðarstofurri heimsins er vegna krabbameins. En hlutfáll- ið m'illi sigra og ósigra er mjög misjafnt. Krabbamein í vélinda lifa aðeins tve'ir af hundraði í meira en fimm ár 30 af hundr- aði lifa í meira en fimm ár eftir blöðruhálskrabba, 40 af hundr- aði lifa af þarmakrabba, 45% lifa í meira en fimm ár eftir brjóst- og legkrabba og 80— 90% l'ifa í meira en fimm ár eftir kúðkrabba. Magakrabba lifa aðeins 12% af og lungna- krabba svo lítið sem 5%. Smám saman hafa skurð- læknar og röntgenlæknar aukið tækni sína. Það eru til kóbalt- tæki, sem meðhöndla mannslík- amann bak við meters þykka steypuveggi og blýveggi. Það eru til yfirþrýstingsherbergi og jafnvel lasergeislar eru notaðir gegn krabbameininu. En þrátt fyrir allt þetta má he'ita, að lækningatækni krabba Framhald a bls. 11.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.