Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Föstudagur 26. febrúar 1965 — 48. tbl. IBUDALAN AUKIN STORLIGA • 180 milljónir króno hnfn verið Innnðnr nð undnnförnu • Mnrgvíslegnr tekjuöflunurleiðir byggingnrsjóðs Þorvaldur Garðar Kristjánsson skýrði í gær á þingi frá þeim miklu átökum sem gerð hafa verið af hálfu ríkisstjómarinnar í því skyni að stórauka fé til húsnæðislána og fullnægja öllum lánumsóknum sem Húsnæðismálastjóm höfðu borizt fyrir 1964. Helztu atriði em þessi: ★ Rúmar 130 millj. króna hafa nú verið iánaðar til íbúða- bygginga í samræmi við júnísamkomulagið. Er það helmingi hærri lánsupphæð en veitt var 1963. Alls munu verða lánaðar til íbúðabygginga 250 millj. krón- ur siðari hluta 1964 og fyrri hluta þessa árs. Ríkið veitir á næstunni 40 millj. króna óafturkræft fram- lag til aukinna húsnæðislána. Þá munu tekjur byggingarsjóðs af launaskattinum verða 50 millj. krónur á ári. Ríkisframlag til atvinnuleysistryggingasjóðs verður notað til kaupa á íbúðarlánabréfum húsnæðismálastjómar, og fást þar 40 millj. króna, sem renna til íbúðalána. Nýju kerfi ibúðalána verður komið á fyrir lífeyrissjóði landsins og útlánastarfsemi þeirra færð til samræmis við reglur húsnæðismálastjórnar. Fjórðungur af ráðstöfunarfé tryggingarfélaganna gengur nú til kaupa á íbúðalánabréfum húsnæðismálastjómar og hefur það þegar haft verulega þýðingu í eflingu veðlánakerfisins. Vextir hafa nú verið lækkaðir á öllum íbúðalánum niður í 4% og þau gerð vísitölubundin. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði í ræðu sinni að allar þessar nýju og merku ráðstafanir sýndu hve mikla áherzlu ríkisstjórnin Ieggur á aukningu íbúðalána og lausn húsnæðisvandans. Frum- varpið um launaskattinn, sem veitir um 50 millj. kr. í bygging- arsjóð ríkisins, væri einn þátt- urinn í þeim víðtæku ráðstöfun- um. Frekar mun verða sagt frá ræðu Þorvalds Garðars í blað- inu hér á morgun. HAFlSINN NÁLGAST NÚ AUSTURLAND Áttin hefur ekki breytzt Enn virðist isinn hafa færzt nær landi við Norðurland. Land fastur isruðningur er við Hæla víkurbjarg. Þá er ís sýnilegur alla Ieiðina frá vestri til norð- austurs frá Grímsey og er nú í 3-4 mflna fjarlægð, en var talinn i 10 mflna fjariægð i gær. Þá sást ís frá Langanesi í morg un. Vfsir átti í morgun tal við skipstjórann á Skjaldbreið, Magnús Einarsson, sem sigld'i í gegnum ís fyrir Horn og var nú staddur á Ingólfsfirði. Lýs- ing hans sýnir, að sigling er nú að verða mjög varhugaverð þama og kannski óvíst að skip- ið komist til baka aftur fyrir Horn. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, sagð'i í samtali við blaðið i morgun, að hann myndi aldrei eftir því, allt frá stofr.un Skipaútgerðar- innar 1929, að ísfréttirnar að norðan hefðu verið eins ískyggi iegar og núna. Taldi hann að eitthvað tvisvar sinnum hefði bað komið fyrir á öllum þess- um árum að skip Skipaútgerð- arinnar hefðu tafizt vegna íss. Magnús Símonarson í Gríms- ey sagð'i blaðinu í morgun, að ísinn hefð; ekki færzt nær eyj- unni í morgun, en hann hefði færzt austar. íshrönglið, sem var fyrir vestan eyjuna í gær, var nú komið ! allt að tveggja mílna fjarlægð frá eyjunni. Sam fellda ísbre'iðan, sem sást í gær í norðri og norðvestri, sést nú líka í norðaustri og er öll í um það bil 10 mílna fjarlægð. I Grímsey var suðvestlæg átt i morgun og gott skyggni. Eriendur Magnússon, vita- vörður á Siglunesi, sagði f morgun, að ísinn væri á svipuð um slóðum og I gær, ,8-10 mílur undan landi á breiðu belti og sæist hann meira að segja frá Siglufirði. Björn Kristjánsson, vitavörð ur á Langanesi, sagði blaðir.*u í morgun, að þar væri mjög gott skyggni og væri ekk'i sjá- anlegur neinn ís í um það bil 20 mílur frá landi. Út við sjón- Framh. á bls. 6 Fiskibátur í ísnum fyrir norðan. BLAÐIO I DAG BIs. 2 Hvað getur Liz tamið Burton lengi. — 3 Sænskir nemend ur á skóla- skemmtun. — 9 Föstudagsgrein. — 9 íslenzkar þróun- arsveitir. luflúeiuan ekki komin HingaS enn — en væntnnleg, segir borgarlæknir Vísir hringdi í borgarlækni, Jón Sigurðsson, til þess að fá hjá honum fregnir af influenzu- faraldrinum. — Við höfum ekkert orðið varir við faraldur- inn hérna enn. Þó má búast við að inflúenzan fari að koma upp úr þessu. Influenzan var margar víkur að komast yfir járntjaldið og er því ekkert undarlegt þó það taki hana nokkurn tíma að koma hingað frá Norðurlöndum. Einnig tefur það mikið fyrir út- breiðslu héma að inflúenza af sama stofni gekk hér yfir fyrir 2—3 árum, og að töluverður fjöldi hefur látið bólusetja sig. Það tekur líkamann 1—2 vikur að mynda mótefni gegn veikinni eftir bólusetningu, þannig að, sumir þeir, sem láta bólusetja sig úr þessu, munu eng,u að síður taka veikina. Það keriiur ekki að sök þó svo verði, því að bóluefnið myndar þegar nokkuð mótefni gegn veikinni og hjálpar þannig sjúklingnum í baráttunni við veikina. Það kostar lítið að láta bólusetja sig og veldur aðeins smáóþægind- um, eymslum á staðnum, sem bólusett er á og smáslappleika. Meðgöngutimi veikinnar er 1—3 dagar, þ.e. tíminn frá því fólk smitast og þangað til það veikist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.