Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 10
10 V1 S IR . Föstudagur 26. febrúar 1965. borgin í dag borgin í dag borgin i dag \æturvaíct > Reykjavik »rikuna 20.—27. febr.: Ingólfs Apótek. Næturvar7’ i Hafnarfirði að- faranótt 27. febr.: Kristján Jóhann esson, Smyriahrauni 18, sími 50056. Útvarpið Föstudagur 26. febrúar Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp 17.05 Endurtekið tónlistarefni 17.40 Framburðarkennsla í esper anto og spaensku 18.00 Sögur frá ýmsum löndum 20.00 Efst á baugi. 20.30 Siðir og samtíð: Jóhann Hannesson prófessor grein ir frá kenningum Aristó- telesar um dyggðina. 20.45 Lög og réttur: Logi Guð- brandsson og Magnús Thor oddsen hafa flutning þátt- arins með höndum. 21.10 Einsöngur í útvarpssal: Sig urve'ig Hjaltesteð syngur. 21.30 Útvarpssagan: „Hrafn- hetta.“ eftir Guðmund Dan lelsson. 22.10 Lestur Passíusálma XI. 22.10 „Beinagrindin,“ smásaga eftir Rabindranath Tagore. Þýðandi: Sveinn Sigurðsson Elín Guðjónsdóttir les. 22.45 Næturhljómleikar: Síðari hluti tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands 18. þ.m. Stjórnandi: Igor Buke- toff. 23.30 Dagskrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 26. febrúarf 16.30 17.30 18.00 19.00 19.15 19.30 Verður kynnt síðar. Password: Spurningaþáttur Skemmtiþáttur Phil Silver Frétt'ir. Encyclopedia Britannica: Kaflar úr ensku alfræði- orðabókinni. Grindl: Grindl erfir enskt óðalsetur og hlýtur nafn- bót'ina „Lafði Grindl.“ 20.00 Skemmtiþáttur Sid Caesar. 20.30 Skemmtiþáttur Jack Paar: Gestir þessa þáttar, sem tek inn er í London, eru söng konan Judy Garland, leikar inn Robert Morley og rit- höfundurinn Randolph Church'ill. 21.30 Rawhide: Nýr hjarðmaður Lou Bowdark telur Favor trú um að hann þekki leið yfir eyðimörkina sem hægt sé að reka hina þyrstu hjörð eftir, en Rowdy hefur ekki m'ikið álit á þessari áætlun 22.30 Headlines: Mark Steve í hlutverki blaðamannsins Steve Wilson. 23.00 Fréttir. 23.15 Northern Lights Playhouse: „Köllunin," forlagadraum- ur og óveðursflug milli Hong Kong og Tokyo eru fyrirboðar spennandi hild- arleiks og ævintýra. Aðal- hlutverk: Michael Redgrave og Sheila Sim. Sýn'ingar- tími 1 klst. og 35 mín. Bítillinii í Sálinni kans Denna # # ^ STJÖRNUSPÁ # Spáin gildir fyrir laugardaginn 27. febrúar. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú verður grip'inn nokk- urri þreytu eða vonleysi, en það varir ekki lengi og ættirðu að sporna við að það næði of sterkum tökum á þér. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Athugaðu vel t'illögur annarra í máli, sem þú hefur áhuga á og snertir ef til vill atvinnu þína að einhverju leyti. Hafðu sam- band við aðra áhugamenn. Tvíburarnir, 22. maf til 21. júní: Þú átt enn við nokkra efna hagsörðugle'ika að stríða, en þeir eru tímabundnir og rætist úr þeim. Haltu þig að störfum þfn um þá lagast þetta. Krabbinn, 22. júnl til 23. júlf: Varastu öll afskipti varðandi persónulegar de'ilur á vinnu- stað eða milli nákominna ætt- ingja. Hafðu yfirleitt sem fæst orð, svo ekki vgldi ósætti. Ljónið, 24 júlí til 23. ágúst: Taktu nú á svo um munar, þröskuldurinn er síður en svo óyfirstíganlegur, ef þú neitar sjálfur að viðurkenna það — og þú hlýtur viðurkenningu fyr ir. Meyjan. 24. ágúst til 23. sept.: 1 fljótu bragði kann þér að virð ast dagurinn atburðasnauður, en þó mun ýmislegt gerast, sem mun hafa sín áhrif síðar meir og jákvæð fremur en hitt. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Margt má liggja í þagnargildi þó að satt megi vera, og skaltu leggja þér það á minni. Var astu að leggja dóm á viðbrögð eða framkomu annarra. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þessa dagana verður undarleg tvískipting hjá þér — annars vegar nokkrir örðugleikar vegna einhverra nákominna, hins veg ar eins og allt leiki í lyndi. Bogmaðurinn. 23. nóv. til 21 des.: Þeir yngri eiga gæfu og gengi að fagna, þeir eldri í stríði Við sjálfa sig, og vita ekkj hvort þeir eiga að hrökkva eða stökkva. Steingeitin, 22. des. til 20 jan.: Varastu þá, sem í eyrun hlægja, þeir eru ekki allir vin- ir þegar á reyn'ir. Treystu yfir- leitt fyrst og fremst á sjálfan þig, en aðstoð annarra varlega. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Leitaðu einveru er líður á daginn og athugaðu vel af- stöðu, sem þú kemst ekki hjá að taka innan skamms. Ræddu mál þín sem minnst Við aðra. Fiskamir, 20. febr til 20. marz: Farðu með gát að yfir- boðurum, samstarfsmönnum og venzlafólki. Þetta fólk kann að reynast venju fremur hörunds- sárt 1 dag, einkum varðandi að- finnslur. Það er vonlaust að standa uppi í Bítilshári. Þessi mynd er frá einu atriði leiksins sem sýndur var á árshátíð Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar. Leikrit ið var stæling á Gullna hlið- inu og samsvarandi kölska er Bítillinn, hinn illi andi, sem reynir allt hvað hann getur að fá Denna, sem hýrist f mennta skjóðunni til aa ganga ekki menntaveginn. Þessi mynd var tekin á Hverfisgötunni í fyrradag, þeg ar Volkswagenbifreið og rússn eskur jeppi lentu saman í á- rekstri. Lögreglan er komin á staðinn og eins og að vanda safnast saman mikill mann- fjöldi á árekstrarstaðnum. í þessu tilfelli skemmdist Volks wagenbifreiðin mikið. Tjónið, sem verður sökum árekstra nemur nú milljónum króna árlega. LITLA KROSSGÁTAN Skýringar: Lárétt: 1. skemmd, 3. fantur, 5. sökum, 6. hvað, 7. svað, 8. öðlast, 10. komast, 12 hljóð, 14. hryllt, 15. á hjóli, 17. grískur bókstafur, 18. sauð. Lóðrétt: 1. gleðjast, 2. í hálsi (þf.), 3. konungur, 4. slæptist, 6. eymd, 9. maður, 11. tjóni, 13. op, 16. tónn. Ráðning á krossgátunni í gær: Lárétt: 1. gæs, 3. S.O.S., 5. óf, 6. ok, 7. áta, 8. af, 10. arfi, 12. rák, 14. töf, 15. Nói, 17. Na, 18. hillan. Lóðrétt: 1. góðar, 2. æf, 3. skart, 4. skeifa, 6. ota, 9. fáni, 11. fönn, 13. kól, 16. il. 0 THIS WAS THE VERY PROPER. 'CYHTUIA MORGAH' A FEW YEARS A60. ONLY THEN HER NAME WAS 'MOTHER FASIN/' Já, getur ganga Desmond, FBI skjalasafnið hjálpað okkur til þess að úr skugga um þessi fingra för, er þau skildu eftir í íbúð Morgan. Þér eruð heppinn herra Kirby, við vitum dálítið um þetta Svo þetta er hina eina og sanna Cynthia Morgan fyrir fáum ár- um en þá var Mamma Fagin. nafn hennar • VIÐTAL DAGSINS >f - Hafliði Jónsson, garð| yrkjumála- ráðunautur? — Já. — Hefur eitthvað borið á því að gróður sé farinn að koma upp í góðviðrlnu undanfarið? — Aðallega eru það laukarn- ir, sem eru famir að bæra á sér og svo e’instaka runnar. — Hvernig lízt ykkur á það? — Þetta er mjög slæmt, en snjórinn, sem kom í janúar, hann hjálpaði mikið, svo við erum ekki orðnir óttaslegnir ennþá. — Hvenær hefjist þið handa um vorstörfin? — í lok marz eða í byrjun apríl, þá byrjar hin raunveru- lega voryrkja hjá okkur, en við erum þegar farnir að hugsa um sumarblómin, uppeldið á þeim fer fram í Laugardal. — Eruð þið farnir að bera skarna á? — Já, hefur pokkur kvartað? Við höfum borið víða á. — Fólk venst þessu kanr.ski? — Ja, hann er ekki eins ilmandi núna eins og áður, við höfum lært meira um notkun' hans, nú er hann töluvert eldri það er enginn skarni afgreiddur yngri en 6 mánaða, þá er hann farinn að kólna og dampar ekki eins mikið. • — Hvaða verkefni eigið þ'ið fyrir höndum núna? — Stærsta verkefnið er Mikia tún, sem verður í smíðum í sumar. Framræslan verður ekk- ert smáræði, skurðarnetið, sem verður í túninu verður 6-7 km. á lengd og ef okkur tekst að ljúka við það, þá ætlum við að eiga við alla aðalvegina, við ætlum að koma öllu í grænt. Blöð og tímarit Blaðinu hemur borizt febrúar blað Faxa. Efni er m.a. Kefla- víkurkirkja 50 ára eftir Björn Jónsson, Kvæði, Rokkurinn henn ar ömmu, eftir Kristin Reyr, Minn ingar frá Keflavík, eftir Mórtu Valgerði Jónsdóttur, Rokkarnir eru þagnaðir, eftir H. Th. B., Slóð ið mikla eftir Jón Tómasson. Margt annað efni er í blaðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.