Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 16
VÍSIR Fðstudagur 26. febrúar 1965 140 fluttu frú Siglufirði Á árinu sem leið fluttu 140 manns alfarið úr Siglufjarðar- kaupstað. Ekki eru tiltækar tölur um aðflutning fólks til Siglufjarðar á árinu né fæðingar, en fullvíst má telja, að um verulega fólks- fækkun sé að ræða. Þessi fækkun verður fyrst og fremst rakin til aflabrests á síld veiðivertíðinni i fyrra og til ann arra erfiðleika í atvinnumálum. Þykir Siglfirðingum þetta að vonum ískyggileg þróun og telja að þetta sé ein mesta mann- fækkun í sögu kaupstaðarins á einu ári. F.L TRYGGIR FORKAUPSRÉTT AÐ ÞRIÐJU FQKKERS- VÉLINNI Samriingar undirritaðir i gær um kaup á nr. 2 t gær kl. 17.30 undirrituðu samninga um kaup á nýrri Fokkers-Friendship flugvél þeir Örn O. Johnson forstjóri Flug- félags Islands h.f. og hr. Switzer frá útflutningsdeild Fokkers- smiðjanna í Amsterdam. Flugfé- lagið hefur fengið forkaupsrétt að þriðju flugvélirfni og sagði Örn að ákveðið yrði fyrir ára- mót hvort af þeim kaupum yrði. Færi það m. a. eftir því hvernig hún Iíkaði f Færeyja- flugi. Flugfélagið fær fyrstu Fokk- ersvél sína í maí n.k. en vél þá sem samið var um í gær, fær fé- lagið í marz 1966. Kaupverð beggja vélanna er sama, 40 milljónir hvor vél. Ríkisábyrgð hefur fengizt fyrir 80% af verði vélanna. Örn O. Johnson kvaðst þess fullviss, að Fokkers Friend- ship mundi henta aðstæðum hér vel og mundi hún verða vinsæl. Vélin verður notuð á aðalflug- leiðir innanlands, til Akureyrar, ísafjarðar, Egilsstaða og Vest- mannaeyja. Flugtíminn til Ak- ureyrar verður um 50 mínútur f stað 80 mínútna áður. Flug- tíminn til Eyja verður rúmur stundarfjórðungur. Einnig eru Framh. á bls. 6 Rauði krossinn kaupir blóðbíl Rauðj kross íslands minnist 40 ára afmælis síns sem var 10. des. s.L með þvf að vekja þessa dagana athygli ahnennings f landinu á starfsemi sinni, en framundan er hinn árlegi fjáröflunardagur fé- lagsins — eða á miðvikudaginn kemur öskudaginn. 1 tilefni af þessu ræddu formað- ur félagsins og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri þess, við frétta- menn síðdegis í gær um starfsemi félagsins fyrr og síðar og fram- tíðarverkefni. Eitthvert merkasta viðfangsefnið nú er kaup og rekstur á blóðbíl, sem notaður verður við bióðsöfnun í samstarfi við Blóðbankann. Hann hefir oft vantað blóð, þegar mikil slys hefur borið að höndum, og sú hætta vofir jafnan yfir að ekki sé til nægilegt blóð þegar slíkt ^erist eða miklar skurðaðgerðir eiga sér stað f sjúkrahúsunum. Reykjavík ein getur ekki lengur séð landinu fyrir blóði. Þess vegna þarf að skipuleggja blóðsöfnun úti um landið með stuðningi Rauða kross deildanna. Á fundinum las dr. Jón Sigurðsson upp bréf frá Valtý Bjarnasyni blóðbankastjóra, þar sem gerð er grein fyrir þörfinni á blóðsöfnun. Rauði krossinn hefir nú pantað sérstakan blóðbíl sem sendur verður um landið til blóð- söfnunar. Bíllinn er af Mercedes Benz-gerð. Sérstakt fyrirtæki ann- ast innréttingu hans, uppsetningu tækja í honum o.s.frv. Blóðbank- inn leggur til þjálfað starfslið til blóðsöfnunarinnar Kæliklefi verður í blóðbílnum og sérstakur hreyfill tengdur frystikerfinu til þess að unnt sé að halda blóðinu á réttu kuldastigi hvort sem bíllinn er í gangi eða ekki. Með komu blóð- bílsins fást skilyrði til framleiðslu á blóðvatni, sem geyma má óá- kveðinn tíma. Framh. á bls. 6 •/■*. • •• í #•<■ mstsfíMífííf Við undirritun samninganna. Frá vinstri: Kjartan Thors, Bergur Gíslason, Guðmundur Vil- hjálmsson. allir í stjóm F. 1., Swietzer sölustjóri og Öm O. Johnson forstjóri. Starfsfræðsludagur sjávar- útvegsins verður um helgina Á sunnudaginn verður haldínn Starfsfræðsludagur sjávarútvegs ins í Sjómannaskólanum og verð ur opið milli kl. 14 og 17. Þessi dagur er nú orðinn að árlegri venju, og er fræðslan að þessu sinni mjög ýtarleg. í sambandi við daginn verða heimsótt nokkur fyrirtæki og ganga strætisvagnar milli Sjó- mannaskólans og vinnustað- anna. Skoðuð verða Fiskverkun arstöð B. Ú. R., Faxaverksmiðj an nýja, skip í höfninni, vélasal ur Vélskólans, Vélsmiðja Sigurð ar Sveinbjörnssonar og Hamp- iðjan Á fyrstu hæð Sjómannaskól- ans fræðir Fiskmatið um gæði og útlit fisks og störf við gæða mat. og þar verða einnig fulltrú ar frá Matsveina- og veitinga- þjónaskólanum, fulltrúar mat- sveina, framreiðslumanna og bryta. Þá verða þar sýnd sjó- vinnubrögð á vegum Æskulýðs ráðs og Lindargötuskólans. Á annarri hæð eru fulltrúar frá jámiðnaði, jám- og málm- steypu, ketil og plötusmíði, renni smíði og vélvirkjun, fulltrúar löítskéytamanna, fulltrúar í tæknifræði, skipatæknifræði, vél tæknifræði, skipasmíði, fulltrú- ar Vélskólans og vélstjóra. Þá eru fulltrúar frá Eimskipafélagi íslands, Skipadeild S.Í.S., Sölu- miðstöðinni, S. í. F. og Stéttar- sambandi fiskiðnaðarins. Á þriðju hæð eru fulltrúar há- seta, stýrimanna, skipstjóra og kafara Þá em sýnd siglingatæki, sýning Fiskifélags íslands, sýn- ing Landhelgisgæzlunnar, sýning um veiðarfæragerð og loks sýnir Tækniskóli íslands. Ólafur Gunnarsson sálfræðing ur sér um þennan starfsfræðslu dag að venju. fslenzk útgáfa af Kennedy-kvikmynd frumsýnd í kvöld I kvöld verður Kennedy-kvik- myndin i íslenzkri útgáfu frum- sýnd samtímis í Háskólabíói og Borgarbíó á Akureyri. Myndin nefnist „Years of Lightning Day of Drums“. Myndin var frumsýnd í nóvember s.l. samtímis í Washing- ton, Reykjavík, Róm, Beirut og Mexico City að viðstöddum gest- um. Var þar um enska útgáfu myndarinnar að ræða, en sfðan Framh. á bls. 3 Hinn árlegi bókamarkaður opnaður í dag Bókunum raðað upp á bókamarkaðinum. Að undanförnu hefir verið unnið af kappi að undirbúningi hins árlega bókamarkaðar i Listamannaskálanum, og verður hann opnaður 1 dag. Það er Bóksalafélag Tslands sem að honum stendur og ann- ast allan undirbúning sem áður þeir Lárus Blöndal og Jónas Eggertsson. Þarna verður mikill fjöldi bóka — titlar skipta vafalaust þúsundum, en ekki verða þarna bækur yngri en 4 ára. Bókaverð hefir hækkað og eldri bækurnar raunverulega orðnar mjög ódýrar. Reyndin hefir ávallt orðið sú, að eftir að slíkur bókamárkaður hefir verið haldinn, seljast upp seinustu leifar einhverra upp- laga, en þarna bjóðast sem sagt ýmis tækifæri fyrir bókavini.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.