Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 15
V1SIR . Föstudagur 26. febrúar 1965.
75
CECIt ST. LAURENT:
SONUR
KARÓ-
pi LÍNU
Karólínu tókst að halda aftur
af tárunum.
— Ég kom ekki til þess að
ráðleggja þér. Ég kom vegna
þess, að ég var hrædd um, að
eitthvað hefði komið fyrir þig.
Hermaður kom og færði hon-
um bréf frá sjálfum keisaran-
um.
- Það var svo sem alveg ó-
þarft fyrir þig að koma, sagði
Gaston er hann hafði lesið bréf-
ið. Ég hef fengið skipun um að
fara yfir ána með lið mitt og
fara á fund Oudinout marskálks.
Laurent, þú kemur með mér.
Við skiljum eftir flokkinn, sem
gætir vegarins frá Borisov.
Juan bar að og brosti dapur-
lega til Karólínu, en hann á-
varpaði hershöfðingjann og
sagði:
— Hershöfðingi, það er Gu-
eneau, sem stjómar þessum her-
flokki, sem verður skilinn eftir.
— Ég veit það, en við því
verður ekki hróflað.
Karólínu var lyft upp á hest
og látin sitja klofvega, þótt hún
væri nú í kjól — fyrir framan
ungan riddaraliðsmann, sem
varð allfeimnislegur á svipinn.
Vel gekk að komast aftur yfir
brúna Karólína fann aftur tjald-
ið, en hersveitin hélt áfram til
höfuðstöðvarinnar. Hún sagði
Pilar. að Gaston og Juan væru
nú þeirra megin árinnar.
- Af hverju getum við ekki
haldið áfram? spurði Pilar. Eftir
hverju emm við að bíða?
— Allur herinn er ekki kom-
inn yfir enn, svaraði Karólína.
Þeir segja, að 20-30 þúsund
hermenn séu ófamir yfir. Og
Rússar gera nú áhlaup úr öllum
áttum.
Æ, stundi Pilar, við komumst
aldrei lengra. Það á víst fyrir
okkur að liggja að deyja í þessu
skelfilega landi. Ég var búin að
heitstrengja, að leggjast niður
og bíða dauðans, ef þú kæmir
ekki aftur.
Hermaðurinn, sem var þeim
til vemdar og aðstoðar, kom nú
aftur eftir að hafa farið til þess
að afla frétta um Gaston og her-
sveit hans.
— Hershöfðinginn er með her-
sveit sinni í nálægð keisarans,
— þeir búast ekki við áhlaupum
hérna megin í nótt. Það er sagt,
að Rússar séu að koma fyrir fall-
byssum til þess að eyðileggja
brýmar, svo að liðið, sem eftir
er, komist ekki yfir.
— Vitið þér hvar d’Arranda
kapteinn er? spurði Pilar.
— Ég sá hann hjálpa Laurent
að stíga af baki. Laurent er kal-
inn á öðrum fæti alveg upp að
kné, og það. er yist ætlupip, að
hann fái að liggja hérna í tjald-
inu í nótt.
Þegar de Salanches kom
seinna um kvöldið sagði hann
þeim, að Juan hefði ekki viljað
koma, heldur hafi hann snúið
aftur í leit að vini sínum.
Enginn sagði neitt. Og Pilar
hugsaði sem svo:
„Hann hefur dottið niður á
þetta til þess að þurfa ekki að
sofa í sama tjaldi og ég“.
En hún ályktaði skakkt. Juan
taldi sig ekki neinum hömlum
háðan — hann taldi sig geta
frjálslega, þar sem hann var eng-
um bundinn. fómað lífi sínu, ef
þörf krefði, en sterkustu bönd-
in hér í heimi taldi hann bönd
vináttunnar — ekki ástarinnar.
Enginn mundi sakna hans. Pilar
elskaði hann — að líkindum -
en vafalaust hafði hún þrátt fyr-
ir það verið hamingjusöm með
Tinteville. „Hún gleymir mér“,
hugsaði hann. „Allir geta gleymt
nema mæður, - þær gleymdu
aldrei“. En hann átti enga móð-
ur. Sú, er hann sem bam hugði
móður sína var látin, Karólínu
og de Salanches þótti vafalaust
vænt um hann. Keetje mundi
kannski eftir honum, en Guene-
au þurfti á honum að halda.
Þegar hann kom að brúnni sá
hann, að það var algerlega von-
laust að komast yfir móti
„straumnum", en hermennirnir
komu nú yfir í svo þéttri fylk-
ingu, að furðulegt var, að brúin
skyldi ekki bresta undan þunga
þeirra. Margir þeirra báru log-
andi blys og sló annarlegri, næst
um draugslegri birtu á ána,
brúna og hermennina. Sumir
sungu, aðrir vom með hróp og
köll.
Liðsforingi nokkur sem kann-
aðist við Juan rejmdi að fá hann
ofan af áformi sínu, er hann
hafði sagt honupi frá því.
— Þarna er hermaður. sagði
liðsforinginn, sem þrívegis hefur
gert tilraun til þess að komast
yfir .Hann vill komast yfir til
þess að leita að bróður sínum.
Þeir reyndu að komast áfram,
en straumurinn gegn þeim var
þéttari og þyngri en svo, að
nokkur von væri um, að áform
þeirra gæti heppnazt. Þegar
Rússar hæfðu brúna með nokkr-
um fallbyssukúlum urðu her-
mennirnir á brúnni gripnir
felmtri. Nokkrir biðu bana eða
særðust og sumir duttu út af
henni. Fyrir framan þá Juan og
hinn nýja félaga hans voru her-
menn gripnir æði, en smám sam-
31
an fækkaði á brúnni, því að þeir
sem voru hinum megin og ætlað
j höfðu yfir, hikuðu nú. Þetta not
uðu þeir sér Juan og félaginn
og komust nú alllangt áleiðis eft
ir henni eða þar til straumurinn
hófst af nýju. Eitt sinn var Juan
næstum dottinn í ána og hefði
dottið í hana, ef félaginn hefði
ekki gripið í hann. Þeir voru al-
veg að gefast upp við tilraun-
ina, að reyna að komast yfir, og
stóðu þar og horfðu á þá sem
komu, í von um að sjá þeirra
meðal þá, sem þeir leituðu að.
En loks tókst þeim að komast
yfir og skildi svo með þeim.
Juan hitti nú nokkra liðsfor-
ingja, sem gátu frætt hann á
því, að flokkur Gueneau hefði
átt í bardaga síðdegis, og þeir
gátu sagt honum hvar bardag-
inn hafði átt sér stað.
Juan hélt áfram. Hann var
annað veifið að hitta franska her
menn, annaðhvort smáflokka
eða hermenn, sem fóru einir síns
liðs. Færð var þung og veittist
flestum erfitt að kafa snjóinn.
„Ef Gueneau er særður verð
ég að bera hann í fanginu, ef
kraftamir leyfa“, hugsaði Juan,
„og sé hann látinn gref ég hann
í fönn“.
Þegar hann var kominn upp
á dálitla hæð skimaði hann í
allar áttir og kallaði á hann.
Hann gat ekki betur heyrt en
að einhver svaraði veikt og hann
gekk á hljóðið og kom að litlum
gilskomingi. Er þar kom vom
þar fyrir særðir hermenn, sem
höfðu verið skildir þarna eftir.
Þeir héldu víst fyrst, að hann
væri læknir, og þeir báðu hann
að hjálpa sér. Þeir voru hrelldir
og þjáðir, en þegar þeir komust
að því, að hann var ekki læknir
og hafði ekki meðferðis neitt til
lækninga, ekki einu sinni sjúkra
bindi, formæltu þeir honum sum
ir hverjir, en aðrir gripu í hann
krampakenndu taki, og báðu
hann grátandi að hjálpa sér. -
örvæntingarfullur gekk hann
j frá einum til annars. Allt í einu
• nam hann staðar og hrópaði:
j - Gueneau!
— Hér, var svarað veikum
I rómi.
i
I
Juan gekk að manni, sem
hafði legið. en reyndi nú af
veikum mætti að rísa á kné.
— Hver er að kalla á mig?
- Gueneau, Gueneau, kallaði
Juan og gat ekkert annað sagt
og faðmaði að sér vin sinn,
nærri meðvitundarlausan. Hægri
handleggur hans virtist allur í
tætlum og enn vætlaði úr, þótt
blóðið storknaði nær þegar í
kuldanum, og andlitið var líka
blóðugt. Augnalokin voru hálf-
límd saman af storknuðu blóði
og það var á röddinni einni, sem
Juan þekkti hann — en brátt var
eins og eitthvað sem líktist brosi
kæmi fram á varir hans, er hann
hafði horft á hann drykklanga
stund.
- Það ert þá þú, Juan. Æ, ég
vildi að þú hefðir ekki séð mig
svona útlits. Það er tilgangslaust
fyrir þig að vera hér. Farðu aft-
ur og reyndu að komast yfir
brúna meðan tími er til. Kúla
tætti sundur á mér handlegginn
og ég fékk sverðshögg á ennið.
Reyndu heldur að hjálpa ein-
hverjum, sem geta gengið, fái
þeir stuðning. Margir eru þegar
látnir.
Juan hreyfði sig ekki úr spor-
um.
— Við höfðum lækni. Hann
gerði það, sem hann gat, og
batt um handlegginn, en það
stöðvaði ekki blóðrennslið. Nú
er hann dauður.
Og nú hvíldi höfuð Gueneau
við barm Juans, þar sem höfuð
Tinteville hafði einnig hvílt
nokkrum dögum áður.
WE SfEAIC WOT TO YOUv VSKEETIW6S, ttUMU'WHEN
'OglAIÁÁU'OTTA, SUT NEWS OF WUK FATHER'S
TO VOU? CHIEF-SOM PEATH REACHE7 US, IAV
0F A ttAU I LOVEP AN7 , PEOPLE M0UENE7.
*-j TESFECTE7! , —\ If.AMy FAY5 AN7 NISHTS.ý
Friður, Kiki vinir. Uli höfðingi menn erum ekki hungraðir betl- tala við þig, Motta galdralækn- Ég heilsa þér Mumu, þegar dauði
Bula-landsins og ég bjóðum yður arar, sem þurfa fseði frá ókunn- ir, heldur við höfðingja þinn, son föður þíns fréttist, þá syrgði ætt
til veizlu í friði. Svei, við Kiki- um mönnum. Við erum ekki að manns, sem ég elskaði og virti. flókkur rhinn hann í marga daga
og nætur.
FINSE
GARN
Verzlunin
Baugalín
horni Lönguhliðar
og Miklubrautar
íVentuti ?
prcntsmlöja & gúmmfst/mplagerð
Efnholtl 2 - Símí 20960
HEILSU-
VERND
Síðasta námskeið vetr-
arins i tauga- og vöðva-
slökun og öndunaræfing
um, fyrir konur og karla,
hefst mánudaginn 1
marz. Upplýsingar i
síma 12240.
Vignir Andrésson.
íþróttakennari
SÆNGUR
REZT-BEZT koddar
I' Endurnýjum gömlu «,
j! sængurnar, eigum
■: dún. og fiðurheld ver. v
/ Seljum æðardúns. og <j
gæsadúnssængur —
•: og kodda af ýmsum j!
:> stærðum. \
■: DON- OG í
.‘j FIÐURHREINSUN ;
Vatnsstíg 3. Simi 18740.
V.V.VW.V.V.W.’.V.V.V.V