Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 7
V í S IR . Föstudagur 26, febrúar 1965. 7 FÖSTU D AGSG REININ Framhald bls. 9. að fara að sækja um inngöngu í Efnahagsbandalagið. Þá er Uns verjaland næst á listanum og er verið að undirbúa samninga við vestræna auðhringa þar. Er lík- legt að þeir verði byggðir á því, að auðhringarnir reki fyrirtækiri á ódýru vinnuafli í þessu komm úníska þjóðfélagi. Er það þá m a til mikils öryggis og tryggingar fyrir hina vestrænu auðjöfra að ekki þurfa þeir að óttast verk föll þar, því að verkföi! eru bönnuð í ríkjum kommúnis- mans. Finnst auðjöfrunum það ákaflega mikill kostur, það er nokkuð verkfallagrýlan sem a!lt af vofir yfir þeim í lýðræðisríkj unum. Það er líka dálítið einketini- legt að erlendir gestir sem heim sækja nú kommúnistaríkin reka fljótlega augun í alþekktar vör- ur og merki frá Vesturlöndum, sem að eru i sjálfu sér einnig tákn auðhringanna. Til dæmis er svaladrykkurinn Pepsi Cola nú orðinn ákaflega vinsæli : kommúnistaríkjunum. Lengst gengur þetta allt í Póllandi, þar er nú meira að segja farið að setja upp auglýsingaskilti á vest rænan hátt, þar glampar merki Pepsi Cola í neon-ljósum. Allt sýnir þetta að kommúmstarnir -----------------------------«> HUSMÆÐUR! 1001, eldhúsrúllan er fram- leidd sérstaklega fyrir notkun í eldhúsum ykkar og hjálpar ykkur viö dagleg stör,^.M,firr,l.i. ELDHUSRULLAN BEGNIR 1001 HLUTVERKI austur þar virðast hugsa al!t öðru vísi en kommúnistarnir hér sem fyrirfram afneita samning- um um erlenda stóriðju, þó þeir samningar séu mun hagkvæmari en þeir sem félagar þeirra í Austur Evrópu gera. U'mbreytingin í kommúnista- blökkinni er þó vissulega meiri en þetta. Þar eru nú aö gerast svo stórfurðulegir atburð ir, að það er engu líkara en að verið sé að afneita sósialisman- um. Þessi umbylting er kennd við rússneskan hagfræðing, sem heitir Libermann, hann er geð- ugur gamall háskólakennari í borginni Kharkov f Uln-ainu. En því er þessi hreyfing kennd við hann, að hann fékk fyrstur að setja fram hugmyndir sínar um þetta í blaðinu Pravda fynr 2 árum. Kenningar hans eru í stuttu máli í því fólgnar, að kerfi áætlunarbúskaparins hafi mistekizt í Sovétríkjunum og að nú verði að hverfa aftur til nýs grundvallar efnahagslífsins. Það verði að byggja efnahagsiífið í framboði og eftirspurn og sér- staklega á ágóðasjónarmiðinu. Þær hugmyndir að það sé fyrst og fremst nauðsynlegt að reka fyrirtæki á ágóðagrund- velli finnst okkur hér svo sjálf sagt, en austur f ríkjum komm únismans má segja að slíkar hugmyndir séu alger Dylting. Þar er allt í eigu ríkisins, sem að sér um að reisa fyrirtæki og verksmiðjur og sifkar fram kvæmdir ákveðnar eftir vissri áætlun alveg án tillits tii þpss hvort hver framkvæmd sé ábata söm. Öll laun eru greidd út úr hinum sameiginlega sjóði ríkis ins án tillits til þess hvort fyrir tækið ber sig. Jgn nú kom Libermann fram með hugmyndir sinar um ágóðann. Það er kannski bara tilviljun, að hann kom fram með þær, þegar allt efnahagskerfið var að komast í strand og hung ursneyð virtist yfirvofandi í Rússlandi nú fyrir tveimur ár um. En Libermann fordæmdi áætlunarbúskapinn eins og liann væri nú orðinn. Hann væri orð inn haft á framtak og fram kvæmdir í landinu, enda er nú talið, að yfir 10 milljónir manna í Sovétríkjunum vinni að skrif stofuVinnu aðeins í sambandivið áætlunargerðirnar. öllu í fram- leiðslulífinu á að stjórna með áætlunum. Það er ákveðið fyrir fram, hvað hvert hérað á að framleiða mörg tonn af hverj um varningi, síðan hvað hver verksmiðja og vinnustofa á að framleiða, þá hvað hver vél og hver einstaklingur á að skila miklu á dag. Og þá er skrifað niður í áætlanir hvað mikið af karföflum á að koma upp úr hverjum kartöflugarði og hvað mikil mjólk á að koma úr júgri hverrar kýr, jafnvel úr hverjum spena. Hugmyndin hefur síðan verið að allar þessar áætlanir fælu í sér slíkan eldmóð hinnar sósíalfsku byltingar að það kæmi í staðinn fyrir ágóða hugsunina og menn gætu stritað og sveitzt í þvf að uppfylla þessar áætlanir, em venjulega voru þó settar alltof hátt. En því mið- ur, kýrin reyndist ekki hafn ti' að bera þann eldmóð sósíal- ismans, að júgur hennar fyllt- ust, jafnvel ekki verkamennirn ir heldur, að þeir hrifust mjög af þessum áætlunum, þvert á móti, það þurfti beinlínis að hneppa þá í lögregluofsókn til þess að fá þá vil að skila verk- inu. Það eru að vísu liðnir tfmar, sem Libermann er ekkert að rifja upp. Hins vegar heldur hann því fram, að þjóðlíf og framleiðsla séu nú orð'in svo fjölbreytt í hinum víðu Sovét- ríkjum, að það sé óðs manns æði, að ætla sér að skipuleggja allt þjóðlífið með áætlunargerð. Tjað þarf ekki að taka fram, ” að eftir að hugmyndir Lib ermanns komu fram, hófust upp miklar umræður um þetta á æðri og lægrj stöðum. Margir sáu, hve geysilega praktíska þýðingu þetta gat haft, en aðrir áttu erfitt með að kyngja því, þar sem að þeim virtist að hér væri með öllu horfið frá hugmynd um sósíalismans. Karl Marx hafði algerlega hafnað ágóða- sjónarmiðinu. Þetta var því al- gert brot á helztu grundva'.'ar reglu sósíalismans. En það var úr vöndu að ráða. Það er nú komið í ljós, að ár- leg framleiðsluaukning i iðnaði Sovétríkjanna er nú ekkj orð in meira en 6—7%. Það er að vísu tala sem þætti sæmileg '< hinum háþróuðu vestrænu ríkj um, en þetta er fjarri því að vera nógu mikið í landi eins og Sovétríkjunum, sem enn eru tiltölulega skammt komin í iðn- aðarframleiðslu. Svo að það er ákveðið skömmu eftir að Libermann hafði sett fram kenningar sínar, að gera smávegis tilraun með hugmyndir hans. Það var ákveð ið að það skyldi tekið upp að reka tvær fataverksmiðjur í Moskvu á grundvelli ágóðasjón armiðsins, en verksmiðiur þess ar skyldu selja vörur sínar til 22 klæðaverzlana í borginni. Verksmiðjur þessar heita Bolsé vika og Majak. Rekstri þeirra var nú komið á hreinan kapital fskan grundvöll. Höfuðstóll þeirra, sem rfkið lagði til var ákveðinn og skyldu þær greiða ákveðnar vaxtaprósentur af hon um. Svo var forstjórum þeirra gefin fyrirmæli um að reka fyrir tækin upp á eigin spýtur en til raun'in var um leið heiðarleg, að séð var um að þær fengju klæðavörur frá vefnaðai verk- smiðjum með eðlilegum hætti. 'C'orstjórar þessara tveggja kap italísku fyrirtækja fó-u nú öðru vísi að en tíðkazt hefur í hinum sovézka áætlunarbú- skap. Þeir fóru fyrst þá leið að kanna markaðinn, athuga hverj ar væru óskir neytendanna og síðan höguðu þeir framleiðsl- unni eftir því. Árangurinn varð svo glæsilegur að furðu sætti, af framleiðslunni varð stórfelldur hagnaður og annað sem Rússum þótti einkennilegra, að fram leiðsluvaran seldist nærri því alveg upp og hurfu kvartanir og skil á vörunni vegna galla. í samræmi við þetta ákvað fyrir tækið, að hækka laun starfs- fólksins, það skyldi fá að taka þátt í ágóðahlutanum. Og eftir fyrsta starfsárið nam nettohagn aðurinn 7%. Það hefur mikið verið bolla- lagt um það, hver hefði verið ástæðan fyrir falli rússneska ein ræðisherrans Krúsjeffs. Meðal ýmissa ástæðna hefur nú verið bent á þennan atburð, en svo virðist sem Krúsjeff hafi lítinn áhuga haft á þessum málum. Sá háttsetti maður, sem talinn er hafa átt frumkvæðið að því að þessi tilraun var gerð er einmitt Alexei Kosygin, en svo vill til, að hann valdist til að taka að sér stjórnarforustuna eftir fall Krúsjeffs. Og eftir að Kosygin tók við völdum hefur ýmislegt fleira einkennilegt verið að gerast inn an Sovétríkjanna, sem að vísu hefur farið lágt. En þegar það kemur allt saman, gætu menn fengið þá hugmynd, að Sovét- ríkin væru smám sjman að ger ast kapitalískt ríki. Tj’itt fyrsta verk Kosygins var að fá bændur aftur til einka ræktunar Iand, sem Krúsjeff hafði tekið frá þeim og er.nfrem ur er auðsætt að nann er að gera ráðstafanir til að halda áfram í miklu stærra mæli til rauninn; úr Bolsévika og Majak verksmiðjunum. I síðasta mán uði tilkynnti hann að 400 k'æða verksmiðjur og 78 vefnað.irverk smiðjur i Sovétríkjunum yrðu nú settar á rekstursgrundvöil ágóða sjónarmiðsins og lýsti því þá yfir um leið að svo gæti farið að þessum rekstursumbótum yrði komið á í öllum iðnaðinum. Eftir slíkar yfirlýsingar virð ist heldur Iítið eftir af sósíal- ismanum. Það er ekki anrað að sjá, en sósíalisminn sé hruninn til grunna í sjálfu forysturíki hans, Sovétríkjunum. Nú er tek ið upp á að reka fyrirtækin þar algerlega eftir kapitalískum regl um, sem hafa verið fordæmd- ar já, taldar hreinn glæþur. Má því segja að atburðir þessir séu hreinustu furðuverk. Það mætti fljótlega draga af þessu þá á- lyktun, að kommúnisminn sé búinn sem stefna. Þó er enn um sinn rétt að fara varlega í að draga ályktan ir af þessu. Það má segja að kommúnisminn sé búinn að vera sem stefna og kraftur. En öll þessi fyrirtæki eru þó enn eign ríkisins þó að þau séu rek in á sjálfstæðum grundvelli. Og enn sem komið er, þá nær þetta til svo sáralítils hluta framleiðsl unnar. Ekki er ólíklegt að aftur kippur komi í þetta, einfaldlega vegna þejrrar andúðar sem þetta nýja kerfi mætir hjá því stóra og áhrifamikla milljónaliðí á- ætlunarskrifstofanna, sem vill ekk; missa þá pólítíku aðstöðu sem fylgir áætlunarvaldinu. Þorsteinn Thorarensen. SKYNDISALA á slatta á fisksvunt- um, sjóstökkum og öðr- um regnklæðum, næstu daga. ÞRIÐJUNGS AFSLÁTTUR VOPNI Aðalstræti 16 — við hliðina á bílasölunni % BlLABÓNUN A HREINSUN ► BÓNUN OG HREINSUN VÖNDÚÐ ^ VINNA • PANTIÐ TfMA BT bilabónun, hvassaleiti n r^SIMI 33948 > FLUG Sími 22120 • Reykjovík Sími 1202 • Veslm.eyjum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.