Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 11
V í S IR . Föstudagur 26. febrúar 1965. FH er enn tnplaust eftir sjö leiki í gærkvöldi hinn öruggi sigurvegnri KR tufði fyrir, en FH vur ullun leikinn Enn heldur siglingin áfram — sigling FH að hinum eftirsótta íslandstitli í handknattleik — 7 leikir allir unnir — eftir eru Fram, Ármann og Víkingur — segja má að liðið sé á „ytri höfninni“ og bíði þess að öld- umar lægi til að geta komizt að hafnargarðinum. KR var ein af hindrununum sem rutt var úr vegi. Það gerðist í gær í hörðum leik þar sem dómarinn sendi 5 leikmenn af velli um stundarsakir til að kæla skap þeirra. F.H. byrjaði mjög vel í þessum leik og yfirleitt má segja að fyrri hálfleikur hafi verið vel leikinn af þeirra hálfu op allan tímann var enginn í vafa um að þeir voru mun sterkari aðilinn, en K.R.-ingar ógn uðu samt á sinn hátt, ákveðnir og baráttuglaðir frá fyrstu mínútu til sextugustu. En það nægðj samt ekki og 25:19 var markatalan að leik loknum, en fimm víti K.R. annað hvort varin, f stöng eða yfir markið. F.H. skoraði 4 fyrstu mörkin í leiknum en K.R.-ingar minnkuðu bilið en forystan var áfram f hönd- um F.H. og varð bilið smám saman meira, 9:4, 11:5 mest bilið, en í hálfleik var staðan 14:9. K.R. byrjaði með að skora tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og hleypti það fjöri í leikinn. Það var Heins Steinmann, sem skoraði bæði þessi mörk af miðri línunni mjög laglega. K.R. komst næst F.H. í 15:13 og 16:14, en þá var Karli Jóhannssyni vísað út af fyrir gróf- an leik og Öm skoraði á meðan 17:14 Þá var röðin komin að Birgi Bjömssyni og hann var settur út í 2 mín. en þegar hann kom inn aftur var eins og meiri ró kæmi yfir leik liðsins og hvert áhlaupið á fætur öðm heppnaðist, og staðan var orðin 20:14 fyrir F.H. og Hjalti hélt áfram a ð verja vftaköstin. Eftir þetta var vart um annað að ræða en sigur F.H. og mismunur- inn varð 25:19. Leikur F.H. oftast óg K.R. gat ekki fylgt með í þessum darraðardansi fremur en Axel Kristjánsson kjörinn form. FH Sunnudaginn 31. janúar var að- alfundur F.H. haldinn í Góðtempl- arahúsinu. Fundurinn var fjölsótt- ur og sýnir það hinn mikla áhuga sem nú ríkir innan félagsins. Fund- arstjóri var kjörinn Ragnar Magn- ússon. Fráfarandi formaður Val- garð Thoroddsen flutti skýrslu stjórnar og kom þar fram að starf deilda félagsins hefur verið með ágætum. Knattspymudeildin sá um æfingar í knattspymu hjá yngri sem eldrj félögum. Þátttaka var mÍöB góð ekki sfzt hjá þeim yngri og má nefna sem dæmi að piltar yngri en 10 ára voru um 150 tals- ins. Félagið sendj lið til keppni í ölium flokkum ísl.mótsins. Þegar hausta tók, hófust fim- leikaæfingar fyrir yngri piltana í Kaþólska skólanum og eftir ára- mót var tekið að iðka knattspymu úti og inni og áhugi mikill um að standa sig vel á sumrj komandi. Stjórn knattspyrnudeildar F.H. skipa: Form. Árni Ágústsson, Ragnar Magnússon, Bergþór Jóns- son, Ævar Harðarson og Ingvar Viktorsson. Handknattleiksdeildin sá um æf- ingar allra flokka í handknattleik og var áhugi mikill að vanda. Flokkar félagsins tóku þátt í Is- landsmótinu og gekk vel, I. fl. hlaut íslandsmeistaratitil innan- húss. I Islandsmóti karla utanhúss sigraði F.H. í 9. skiptið í röð, sem er einstætt afrek. Þá áttj félagið 5 menn f liði íslands f heimsmeist- arakeppninni siðustu og 3 stúlkur á Norðurlandamótinu, og einnig 2 pilta í unglingalandsliðinu. Hand- knattleiksdeildin gaf út smekklegt almanak og seld; í fjáröflunarskyni. Stjóm handknattleiksdeildar F.H. skipa: Form. Gísli H. Guðlaugsson, Ragnar Jónsson, Geir Hallsteins- son, Indriði Jóhannsson og Ámi Guðjónsson. Valgarð minntist á íþróttasvæði F.H.. og skýrði reikninga þess og kom í ljós að engin skuld hvílir nú á svæðinu og skuldlaus eign nem- ur kr. 198.000.00. Að lokinni skýrslu formanns, fluttj Finnbogi F. Amdal gjaldkeri yfirlit um reikninga félagsins og kom f ljós að fjárhagur félagsins er allsæmilegur eftir atvikum. Síðan var gengið til stjómar- kjörs og hafði fráfarandi formaður orð fyrir uppstillingamefnd og kvað hann hana hafa komizt að samkomulagi um að setja fram eftirtalda menn, sem kosnir yrðu til eins ...'S. Form.: Axel Kristjánsson, vara- form.: Hallsteinn Hinriksson, ritari: Valgeir Óli Gíslason, gjaldkeri: Finnbogi F. Arndal. Meðstjórnend- ur: Kristófer Magnússon, Árni Ágútsson og Gísli H. Guðlaugsson. Vom allir þessir menn samþykktir. I varastjórn voru kosnir: Birgir Bjömsson, Bergþór Jónsson, Val- garð Thoroddsen. Endurskoðendur voru kosnir Guðmundur Ámason Framh. á bls. 6 Tólf mörk fyrstu 14 mín. gerðu út uf viB Víkingunu — en jboð sem eftir var af leik var jafnt Tólf mörk í röð í byrjun leiks án þess að geta svar- að fyrir sig. Það var þetta sem gerðist í leik Fram og Víkings í gær. Tólf mörk á 14 mínútum, 12:0 fyrir Fram, sem keyrði Víking niður í upphafi. Það var eins og fyrir hnefaleikara að fá ,knock-out“ í fyrstu lotu. Þær 48 mínútur sem eftir voru af leik voru jafn- ar og Framarar virtust hafa tapað tökunum á leiknum, enda var markatalan þær mínútur 20:19, — fyrir Vík ing! Það voru aðallega Gunnlaugur og Guðjón, sem voru ábyrgir fyrir þessu mikla markaflóðj fyrstu mínúturnar, ásamt ráðaleysi í sókn Víkinganna að Fram-vörninni. I hálfleik var staðan 15:5, en í seinni hálfleik var leikur liðanna svipaður, enginn glans lengur yfir íslandsmeistunum, en Vikingarnir börðust þótt við vonleysi væri að að strfða. Fram vann 'með 31:20. Beztu menn Fram voru Gunn- laugur Hjálmarsson, Guðjón Jóns- son, Gylfi Jóhannsson en hjá Vík- ing bar Sigurður Hauksson af, en Ólafur Friðriksson sæmilegur. Björn Kriptjánsson gerði þarna sitt „come-back“ ' og virtist óbanginn. Hann hefur áreiðanlega lagt hand- knattleikinn. of snemma á hilluna og ætti nú að taka hann fram og þurrka ryklagið af honum, því í honum getur verið góður kraftur fyrir liðið. Dómari var Valur Benediktsson og dæmdi agætlega fremur rólegan leik og prúðan. — jbp — STAÐAN í 1. DEILD F.H. 7 7 0 0 192-139 14 Fram 7 5 0 2 161-131 10 K.R. 7 2 2 3 132-139 6 Ármann 6 2 0 4 128-155 4 Haukar 6 1 1 4 115-138 3 Vfk. 7 1 1 5 140-166 3 önnur lið sem hætta sér út í þann leik Ragnar Jónsson, oftast stjarna liðsins var mjög miður sfn vegna meiðsla sem hann er ekki orðinn góður af. Hjalti varði vel enda þótt hann hafí undanfarið verið veikur, en bezti maður liðsins og Iangbezti leikmaður kvöldsins var Örn Hall- steinsson, sem hreinlega skilaði liðinu sigrinum í hendur. Ekki að eins að hann skoraði 10 mörk, held ur var hann mjög jákvæður f leik sínum í sókn og vörn. K.R.-liðið barðist vel og leikur liðsins er öruggur. Karl Jóhannsson og Gísli Blöndal voru beztu menn ásamt Sveini Kjartanssyni mark- verði sem varði ótrúlegustu skot. Ágætan leik áttu þeir Ifka Heins Steinmann og Hilmar Björnsson. Magnús Pétursson dæmdi skfn- andi vel í fyrri hálfleik. En hvernig stendur á þvf, að Magnúsi mistekst ævinlega f seinni hálfleik? Það er sennilega æfingaleysi. Dómara- starfið er erfitt starf, sem heimtar einbeitingu og eftirekt í alllangan tíma við erfiðustu skilyrði. Það tekur á þrekið og þegar það endist ekki nema í 30 mínútur þá er ekki við góðu að búast. — jbp — Næstu leikir verða leiknir næst- komandi sunnudagskvöld þá mæt- ast Ármann—Haukar og F.H.— Víkingur. Öm Hallsteinsson, bezti maðurinn f leiknum milli FH og KR í gær að skora í gegnumbroti á línu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.