Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 5
5
V í SIR . Föstudagur 26. febrúar 1965.
þirtgsjá Vísis
þ i n g s j á V Ps'
Húsnæðismálastjórn — Náttúrurannsóknir
Fundir voru í báðum deild-
um Alþingis í gær.
í neðri deild voru 4 mál á
dagskrá og voru 2 þeirra tekin
fyrir, meðferð einkamála í hér-
aði, afgreitt sem lög frá AI-
þingi og frv. um skipsströnd
og vogrek afgreitt til efri deild
ar, hvort tveggja umræðulaust.
í efri deild voru 3 mál á
dagskrá og voru öll tek-
in fyrir. Voru það frv. um land-
græðslu, Iaunaskatt, sem kom
f>á nefnd og frv. um náttúru-
rí’tinsóknir.
AUKNAR TEKJUR
HÚSNÆÐISMÁLA-
STJÓRNAR.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son hafði framsögu af hálfu
nefndar á frv. um launaskatt.
Er frv. þetta til staðfestingar
á bráðabirgða-
lögum, sem
gefin voru út í
sumar samkv.
júnísamkomu-
laginu, og ger-
ir ráð fyrir að
1% launaskatt
ur verði lagður
á öll greidd laun, nema tekjur
af landbúnaði. Skal skattur
þessi renna í Húsnæðismála-
sjóð ríkisins.
Er frsm. hafði rakið efni
frv. sagði hann, að þessi breyt
ing væri liður í þeirri við-
leitni að efla sjóðinn sem mest.
En þó væri eftir að gera veiga
mikla hluti og mundi frv. verða
lagt fyrir þetta þing, sem gerði
ráð fyrir 40 millj. kr. tekju-
aukningu hans.
f sumar hefðu ýmsar breyt-
ingar verið gerðar til að efla
sjóðinn. Mætti þar m. a. nefna
að öllum lánum úr honum
hefði verið breytt í vísitölu
bundin lán, útlánastarfsemi líf-
eyrissjóðanna hefði verið
breytt til samræmis útlánastarf
semi Húsnæðismálastjórnar og
framlag rfkissjóðs til atvinnu-
bótasjóðs gengi til kaupa á
skuldabréfum Húsnæðismála-
stjórnar allt að 40 millj. kr.
Auk þess var svo ráð fyrir gert
með júnísamkomulaginu, að
ríkisstjórnin tryggði 250 millj.
kr. lán til Húsnæðismálastjóm
ar seinni hluta árs 1964 og
fyrri hluta árs 1965. Átti með
þessu láni að reyna að vinna
upp hinn mikla fjölda lánaum-
sókna, sem fyrir lágu hjá Hús-
næðismálastjóm. Nú þegar
hefðu verið veittar 180 millj. af
þessum 250 og væri langt kom
ið með að sinna öllum lánsum
sóknum. Að lokum sagði Þor-
valdur að þetta væru meiri að-
gerðir en nokkru sinni áður
hefðu verið gerðar í húsnæðis
málum og sýndi það bezt hve
mikilvæg þau væm talin.
NÁTTÚRURANNSÓKNIR.
Menntamálaráðherra, Gylfi
Þ. Gíslason. lagði fram í efri
deild frv. um náttúrurannsókn
ir en það er
komið frá
neðri deild.
Nokkur orða-
skipti urðu um
frv. milli hans
og Ólafs Jó-
hannessonar.
Sagðist Ólafur
frv. en hann
saknaði þess, að ekki væri gert
ráð fyrir í því að nokkur tengsl
væru milli Háskólans og Nátt
úrufræðistofnunarinnar, sem
ætti að koma á fót með frv.
Það ætti að tengja þessa stofn
un Háskólanum og koma upp
vísi að náttúrufræðideild við
hann.
Menntamálaráðherra svaraði
og sagði að ekki væri tíma-
bært að taka ákvörðun um
kennslu í sam-
bandi við
þessa endur-
skipulagningu
á rannsóknar-
málum. Þetta
hefði verið
skoðun Há-
skólans og for-
stöðumanna Náttúrgripasafns-
ins. Það væru aðrar áætlanir á
döfinni um eflingu Háskól-
ans, sem yrðu að ganga fyrir.
Mætti þar nefna eðlisfræði-
stofnun, taka upp kennslu fyrir
kennara við framhaldsskóla
innan heimspekideildar og taka
upp kennslu til síðari hluta í
verkfræði. Þegar þessum áætl
unum væri lokið, kæmi að nátt
úrufræðinni. Síðan var frv. vís
að til 2. umr. og menntamála-
nefndar.
LANDGRÆÐSLA.
Landbúnaðarmálaráðherra,
Ingólfur Jónsson, lagði fram í
efri deild frv. um landgræðslu,
en það er komið frá neðri deild.
Helztu nýmæli frá núgild-
andi löggjöf í þessum málum,
sagði ráðherrann vera, að nú
væri tekin upp skipuleg gróður
vernd. Þá yrðu gróðurvemdin
og sandgræðslan sameinuð í
eina stofnun, Landgræðslu und
ir stjóm landgræðslustjóra.
Gert væri ráð fyrir skipun gróð
urverndarnefnda þar sem
þess þætti þörf og meira sam-
starf milli ríkisins og þeirra,
sem að þessum málum störf-
uðu. Gert væri ráð fyrir að
grædd lönd yrðu nýtt af bænd
um. Þá væru ákvæði um að inn
an 5 ára skuli gert yfirlit um
landskemmdir.
Var frv. síðan vísað til 2.
umr. og landbúnaðarnefndar.
iiiiiiiiilliliiliili
BÍLABÓNUN — HREINSUN
Hreinsum og bónum bíla. Vönduð vinna — Sækjum sendum.
Pönturium veitt móttaka í síma 51813 kl. 12—1 og eftir kl. 7
á kvöldin.
GÍTARMAGNARI — EKKOTÆKI
Til sölu guitarmagnari, ásamt mjög vönduðu Echotæki (Rever-
beration). Uppl. í síma 36087 frá kl. 7.45 e. h.
SENDISVEINN ÓSKAST
Sendisveinn óskast strax á skrifstofu eftir hádegi. H.f. Ölgerðin
Egill Skallagrímsson Ægisgötu 10.
Blaðburður
Barn eða ungling vantar okkur nú þegar eða
um mánaðamótin til að bera Vísi til kaupenda
í Kópavogi (Hvammar og Hlíðarvegur).
Hringið í síma 4-11-68.
^v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v:
Loksins einnig á íslonoi
Eftir mikla frægðarför á Norðurlöndum,
ÞÝzkalandi, Belgiu, Hollandi, Italíu og
mörgum öðrum löndum, hafið þér einnig
tækifæri til að hylja og hlífa stýri bif-
reiðar yðar með plastefni, sem hefur
valdið gjörbyltingu á þessu sviði. Ótrúleg
mótstaða. Mjög fallegt. Nógu heitt á
vetrum. Nógu svalt á sumrum. Heldur
útliti sínu. Svitar ekki hendur. —
Mikið litaúrval.
Sími 21874
.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V,
.vimw
■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v
Fasteignin Skúiatúni 4
(áður Sölunefnd vamarliðseigna),
er til sölu. Eignin verður til sýnis laugardaginn 27. febr. kl. 2—4 e. h.
TÚN S.F.
SJALFVIRKA
ÞV0TTAVÉLIN
‘ENGLISH ELECTRIC’
★ heitt eða kalt vatn
til áfyllingar
'ir stillanleg fyrir 7
mismunandi gerðir
af þvoíti
hitar — þvær —
3-4 skolar — vindur ★ Verð kr„ 18.846,00
LIBERATOR
★ AFKÖST: 3-3V2 kg af
þurrum þvotti í einu
★ innbyggður hjóla-
búnaður
★ EINS ÁRS ÁBYRGÐ
OGí&GJ
taugavegi 178
Stmi 38000
★ Verð kr. 10.866,00
SJALFVIRKI
ÞURRKARBNN
★ sjálfvirk tíma-
stilling
aðeins einn
stillihnappur og
þó algerlega
sjálfvirkur