Vísir - 18.03.1965, Qupperneq 8
3
VI S IR . Fimmtudagur 18. marz 1965.
VISIR
Otgefandi: BlaBaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 tínur)
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Iðnaðurinn i dag
Jslenzkur iðnaður er engin öskubuska í íslenzkum
þjóðarbúskap, ekkert olnbogabarn, sagði Jóhann Haf-
stein iðnaðarmálaráðherra á aðalfundi Félags ís-
lenzkra iðnrekenda. í ræðu sinni rakti ráðherrann 17
málaflokka, hagsmunamál iðnaðarins í landinu, og
gerði grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar á þessum
sviðum og framkvæmdum í þágu iðnaðarins. Benti
hann m. a. á hve Iðnlánasjóður hefði tekið algjörum
' stakkaskiptum síðustu árin, framlag ríkissjóðs aukizt
og sjóðurinn stórefldur. Þá stæði fyrir dyrum ný tolla-
lækkun á vélum til iðnaðarins í landinu, fjárveitingar
til leiðbeiningastarfsemi í ýmsum iðngreinum yrðu
auknar. Tækniskóla hefði verið komið á fót og grund-
völlur lagður fyrir stórauknum stálskipasmíðum hér
á landi. Þá ætti setning reglugerðar skammt í land
um breytingu á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán.
Ráðherrann drap á þá staðreynd, að þótt.sumar grein-
ar verksmiðjuiðnaðarins eigi nú við erfiðleika að etja,
þá má ætla að sumt af því séu tímabundin vandamál.
í flestum öðrum greinum iðnrekstursins hefur verið
vöxtur og gróska eins og opinberar tölur um hag-
vöxtinn sýndu, og væri óvíða í Evrópu um meiri vöxt
að ræða en hér. Tæplega væri ástæða til áberandi böl-
sýni meðan svo yeeri. Kvað ráðherrann naumast rétt
að vera að telja sér trú um að iðnaðurinn væri að kom
ast á vonarvöl. Væri það hreint og beint skaðlegt
að stuðla að því að festa þá skoðun í hugum fólks.
formaður F. í. I., Gunnar J. Friðriksson, drap á þá
erfiðleika, sem aukið innflutningsfrelsi hefur valdið
íslenzkum iðnaði á undanfömum misserum. Áherzlu
bæri að leggja á að tollalækkanir fari aðeins fram að
því tilskildu, að fyrir liggi athuganir, er sýni áhrif
breytinganna á viðkomandi iðngreinar og séð sé fyrir
ráðstöfunum til þess að gera iðnaðinum kleift að
mæta hinni breyttu aðstöðu. Hér má segja að kjarni
málsins sé fólginn. Iðnaðurinn er nú að skera upp hina
bitm reynslu haftaáranna, þegar leyfi fengust ekki
fyrir vélum eða nýjum húsbyggingum og iðnaðinn
skorti tilfinnanlega rekstrarfé. Þau erfiðu ár merg-
sugu iðnaðinn svo, að nú eiga sumar greinar hans
erfitt um samkeppnisaðstöðu alla. Þess vegna verður
að fara með varúð t tollabreytingar, vera vel á verði
gegn því að ekki séu fluttar erlendar iðnaðarvörur til
landsins á „dumping“ verði, og jafnan gæta þess að
iðnfyrirtæki með Iífsmátt séu ekki kæfð i of hröðum
breytingum. Ríkisvaldið verður vissulega að gera sér
ljóst, að iðnaðurinn þarf enn á mjög auknu fjármagni
að halda til þess að hann geti gegnt þjóðnytjahlut-
verki sínu. Iðnaðurinn gerir vissulega ekki kröfur til
neinna sérréttinda, en hann gerir þá kröfu að fá að
njóta sömu réttinda og vjðurkenningar og aðrir at-
vinnuvegir þjóðarinnar Það er sjálfsögð sanngirnis-
krafa.
Leikfélag
Reykjavíkur:
T^að verður óneitanlega for-
vitnilegt að fylgjast með
þeim viðtökum, sem þessi sjón-
leikur Dario Fo fær héma hjá
okkur. Við kunnum yfirleitt
helzt að meta gaman ef eitt-
hvað er meint með því, kannski
erum við þó ekki eins mikið
fyrir tvírætt kynmeiningagaman
og aðrar þjóðir ýmsar, að
minnsta kosti ekki, ef það er
óeðlilega fágað; við höfum að
vísu alltaf hlegið að grófu
gamni, en þó ekki nema við viss
ar aðstæður og í vissu umhverfi,
aldrei talið það sviðshæft eða
samkvæmishæft. En grátt gam-
an höfum við alltaf kunnað vel
að meta, þar sem illgirnislega
var sveigt að mönnum og mál-
efnum, einkum að mönnum, því
að okkur hefur alltaf hætt við
að meta málefnin eftir mönnum,
sem er og eðlilegt þar sem allir
þekkja alla. En gaman eingöngu
vegna gamansiris, það höfum við
alltaf kallað krakkaskap og fífla
læti, fyrir neðan virðingu full-
orðins fólks að halda því á loft
og hafa skemmtun af. Þó hefur
það varðveitzt í frásögnum af
gömlum ieikjum, að til var að
fólk hér á landi skemmti- sér
Margrét Olafsdóttir og Gisli Halldórsson í hlutverkum í 3. atriði.
Þjófar, lík og falarkonur
EFTIR DARIO FO
Þýðandi: Sveinn Einarsson — Leikstjóri: Christian Lund
við þess háttar gaman, en líka
að oftast nær gekk það út i
einhverjar öfgar. Það má kann-
ski segja, að þetta gaman hins
ítalska höfundar gangi líka út
í öfgar, en það er soralaust með
öllu, lætur að minnsta kosti öll
málefni í friði og heggur hvergi
hlífar af manninum að minnsta
kosti; öfgamar verða þá helzt
í ærzlunum, en það er matsat-
riði og fer bæði eftir leikurum
og áhorfendum.
En enginn skyldi halda að það
væri vandalaust að túlka gaman
sem þama er á boðstólum; ekki
fyrir okkur, sem eigum ekki
þetta létta skap og stundarkæti
þeirra á Suðurlöndum og óneit-
anlega bar nokkuð á þessum
stirðbusahætti, sem er þjóðar-
einkenni okkar, fyrst í leiknum
— það var eins og leikendurnir
þyrðu ekki almennilega að ærsl-
ast eins og efni stóðu til af ótta
eða feimni við áhorfendur; eins
og þeir spyrðu sjálfa sig hvort
þetta væri hægt hérna, frammi
fyrir virðulegum frumsýningar-
gestum, enda bersýnilegt að
fmmsýningargestir spurðu hins
sama: litu í laumi hver á ann-
an — getur hann hlegið að
þessu, og þó fyrst og fremst,
getum við hlegið að þessu. En
smám saman fór að losna um
þessar hömlur, frumsýningar-
gestir gleymdu því að þeir voru
ekki neinir, krakkar lengur og
þegar leikararnir fundu breyt-
inguna á andrúmsloftinu, náðu
þeir sér óðara á strik, svo að
þarna varð um gagnkvæma
keðjuverkan að ræða.
Það er kannski rangt að tala
um sjónleik, þvf að þetta eru
i rauninni þrír einþáttungar og
ekkert samband þeirra á milli
innbyrðis efnislega; það er ein-
ungis stíllinn, sem tengir þá, frá
sagnarmátinn. Mér fannst fyrsta
atriðið, eða fyrsti þátturinn,
veikast og rislægst, en ef til
vill var það mest fyrir það, að
þetta var fyrsta atriðið — að
leikendur, höfundur og áhorf-
endur voru að kynnast og ekki
vissir um hvort þorandi væri að
sleppa þéringunum, en þetta ger
breyttist strax við upp-
haf annars atriðis — þegar þeir
Gísli Halldórsson og Brynjólf-
ur Jóhannesson tóku forystuna
í leiknum, og þau Erlingur Gísla
son, Bríet Héðinsdóttir og Pét-
ur Einarsson fylgdu þeim svo
fast eftir, að ekki mátti á milli
sjá á köflum. Að mínu áliti var
þetta atriði heilsteyptast að leik,
sé hægt að tala um heilsteypt
ærsli. Mætti og segja mér, að
það væri bezt gert frá höfundar-
ins hendi. Þeir Brynjólfur og
Gísli voru bókstaflega óborgan-
legir — og þó sér í lagi Gísli.
Þess ber að geta, að þessi þátt-
ur verður enn hreinræktaðra
gaman á sviði hér en suður á
Italíu, því að höfundur veitist
þar að bandittarómantíkinni,
sem ekki á sér nein ítök hjá
okkur .. . ekki þessi, sem þarna
er sveigt að. Okkar banditta-
rómantík er annars eðlis og þarf
ekki annað en að skreppa í
Þjóðleikhúsið um þessar mundir
til að kynnast henni lítillega,
fullvissa sig um að hún sé til,
þó að öll sé hún daufari en sú
ítalska, að minnsta kosti eins
og þau fimmmenningamir túlk-
uðu hana.
Þriðja og síðasta atriðið var
óneitanlega gamansamt, og
margir leikendanna fóru
skemmtilega með það gaman —
og enn var það Gísli Halldórs-
son, sem hafði forystuna á
hendi, þó að leikendur veittu
honum örugga og skemmtilega
fylgd. Haraldur Bjömsson naut
sin mun betur þar en í fyrsta
atriðinu, en eitthvað skorti í leik
og látbragð Guðmundar Pálsson
ar i öskutunnunektarsýning-
unni, kannski var hátíðleikinn
ekki nógu sannfærandi, brodd-
borgarayfirbragðið ekki nógu
stílfærð andstæða nektarinnar
og tunnunnar.
Sænskur leikstjóri, komung-
ur, Christian Lund, var ráðinn
hingað til að annast stjóm og
sviðsetningu leiksins. Hann hef-
ur áreiðanlega unnið vel. Ein-
hvern veginn finnst mér að
þetta gaman geti varla legið
vel við sænskum, en það er
kannski misskilningur, eða leik-
stjóri þessi undantekning — og
kannski er æska hans honum
einmitt hjálparhellan. Steinþór
Sigurðsson hefur gert atriðun-
um skemmtilega og viðeigandi
umgerð, eins og hans var von
og vísa. í leikslok var leikend-
um klappað lof í lófa og eins í
lok atriða ...
Loftur Guðmundsson.