Vísir - 20.03.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 20.03.1965, Blaðsíða 2
VlSIR . Laugardagur 20. marz 1965. FARUK LÁTINN Hinn burtrekni Egyptalandskonungur varð ekki nema 45 ára gamall SíÐÁN Farúk konungur ásamt Narriman drottningu og syn; þeirra Ahmed Fuad, sem var þriggja ára þegar myndin var tekin. Sovézkir á gangi um geiminn Þarna er ein vinkvenna Farúks og sú tryggasta þeirra undanfarin ár og var meö honum, þegar dauðann bar aö garði svo skyndilega. Hún heitir Irma Minutola, var kjörin Ungfrú Napoli 1953 og hefur síðan talið sig tii listamanna sem söngkona undir nafninu Irma di Canosa. Farúk taldi hana veia hina fullkomnu konu. Svo er að sjá og heyra að so- vézkum sé ekkert ómögulegt lengur, að þéir lúti ekki framar eðlislögmálum eða öðrum lög- málum, nema eftir því sem þeim sjálfum gott þykir. Nú verður það ekki talið fréttnaemt á næstunni, þó að þeir skreppi í smágönguferð um geim'inn í mörg hundruð kílómetra fjar- lægð frá jörðu og með átta km hraða á sekúndu, eða 28.800 km. hraða á klst. — hvað bend ir óneitanlega til þess, að Mosk vísinn fari að gerast úrelt far- artæki þar heima fyrir. Að sjálfsögðu þurfa menn að vera sæmilega að héiman búnir til slíkrar gönguferðar, jafnvel þótt sovézkir séu, en þó kváðu skór endast sæmilega, miðað við vegalengdirnar, þvf að til tölulega mjúkt kvað þarna vera undir fæti, og víst þurfa höfuð föt að vera sæmileg, og þá e'inkum að þau séu bundin vel undir hökuna, því að nokkur gustur myndast, þegar svo hratt er farið. Skjólflíkur þurfa þó ekki að vera svo ákaflega vandaðar að sögn — ekki ef menn klæðast innanundír fræði kenaingum sósíalistaflokksins, sameiningarflokks alþýðu, sem ekki kváðu gefa íslenzkum föð urlandsnærfötum neitt eftir á ferðalögum. Sanna þessi ferða lög sovézkra raunar það, sem sumir telja að þau hafi átt að afsanna — það englaflakk út'i þar — því að fyrst venjulegum sovézkum borgurum er fært að ferðast þar um að vild... víst eini staðurinn utan landamær- anna, þar sem þeim leyfist að ferðast um að vild, þá er alls ekki tæknilega útilokað að engl arnir get'i ferðazt þar um líka, eftir að hafa haft til umráða alla eilifðina til að venjast að stæðunum ... Hver tilgangur sovézkra er með slíkum geim- gönguferðum er ekki enn full- komlega vitað, en ýmislegt kem ur t'il greina ... er það hald sumra, að þetta sé fyrst og fremst gert i því skyni að fylgj ast með rússneskum sálum, einkum þeirra, sem dóu í stal línskrj trúarvillu. ef unnt reyndist að hafa nokkur áhrif á skoðanir þeirra í éilífðinni, eða að minnsta kosti að fylgj- ast með því hvert bær sálir fara og hvar þær lenda. Þá er og ekkj ómögulegt, að reynt verði að hefia skipulegan áróður með al englanna, ef þeir á annað borð fyrirfinnast, og kannski að fylkja þeim gegn kínversk- um á jörðu niðri. og þá helzt á þeim forsendum, að ef kín verskum tækist að leggja undir sig geiminn, mund'i verða þröngt um englana úti þar.... FARÚK, fyrrum konungur Egypta, lézt I fyrrinótt í Róma- borg. Baname'in hans var slag sem hann fékk á nýtízku veit- ingahúsi, þar sem hann var að snæða kvöldverð með ást- mey sinni. Dæmigerð mynd af þessum mesta sællífisseggi ald arinnar. Heimsfrægð Farúks, síðasta konungs Egyptalands, byrjað'i eiginlega fyrir alvöru þegar honum hafði verið steypt af stóli. Hóglífi hans á baðströnd- um Ríveríunnar urðu að hrein ustu goðsögnum og um allan heim var fylgzt frá degi til dags með því sem Farúk gerði, hvað hann borðaði, hvernig hann bruðlaði með peninga sína, og það var rætt um ást- meyjarnar, sem hann hafði á hverjum fingri. Fyr'ir hneykslis blöðin var Farúk gullnáma og á forsíðum þeirra var nafn hans iðulega nefnt f fyrirsögn- um með stóru letri. Faðir Farúks Fuad konung- ur, komst til valda eft’ir fyrri heimsstyrjöldina fyrir tilstyrk Englend'inga. — Farúk fæddist 1919 og 17 ára gamall tók hann við völdum að föður sínum látn- um. Hafði hann hlotið menntun í England'i og var hrifinn af Englendingum og mjög hliðhöll ur þeim. Ári eftir valdatökuna giftist Farúk æskuvinkonu sinni, prins essunni Faridu Zulficar. Það var mikið látið af Farúk á þess um árum, hann var talinn gáf- aður, framfarasinnaður, góður íþróttamaður og heilbrigður maður á sál og líkama. Með ttmanum breyttist þetta og myndin sem hann skilur eftir er < mótsetningu við það sem upphaflega var ætlað. Hann skildi Við konu sína sem hafði alið honum 3 börn og um svipað leyti skildi Fawzia systir hans Við Persa- keisara, en þetta var 1948. Ævintýri Farúks með fjölda mörgum konum urðu nú al- mennt umtalsefni en 1951 gifti hann sig aftur. Kona hans nú var Narriman, aðeins 17 ára gömul stúlka, sem hafði verið trúlofuð einum af mönnum Far- úks í utanríkisþjónustunni. Á þessum tíma var almennt talið að þolinmæð'i egypzku þjóðar- innar gagnvart konunginum væri á þrotum og 26. júlf 1952 lýsti Naguib, hershöfðingi yfir því að herinn hefði gert upp- reisn í landinu, en hershöfðing inn var raunar handbendi Nass- ers, sem nú situr við völd I Egyptalandi. Þegar Egyptaland var gert að lýðveldi eftir heppnaða upp- reisn hersins sat Farúk konung- ur f Monaco, sem hafði gert hann að „borgara“ sínum, og reyndi að koma tölu á allt það óhemju fé sem hann hafði kom ið undan úr konungdæmi sínu. En það reyndist erfitt verk. Pen'ingum og eignum kom hann fyrir í Sviss og Bandarfkjun- um. — Ári eftir flóttann frá Egyptalandi skildi hann við Narr iman og gaf sig að glöðu p’ip- arsveinalífi, sem hann hefur eytt í hópi fagurra kvenna í - glitrandi spilavítum, s’indrandi baðströndum og fallegum hó- telum. Þetta varð einvaldurinn fyrrverandi allt að yfirgefa f miðjum leik. Kári skrifar: AÐEINS SAMEIGINLEGUR GJALDSEÐILL. íbúðareigandi skrifar okkur og kvartar yfir Gjaldheimtunni. Hann segir m.a.: „Svo er mál með vexti, að ég á eftir að greiða gjöld af íbúð minni, sem er 18.45% af hús'inu, samkv. mati. Gjaldheimtan sendi að- eins eina rukkun fyrir allt hús- ið en sundurliðar ekki gréiðsl una fyrir hverja fbúð, hvað þá að hún sendi sérstakan reikn- ing til hvers fasteignae'igenda, sem mér finnst þó vera það eðlilegasta. Ég tel, að Gjald- heimtunni sé skylt að senda gjaldheimtuseðil t'il hvers íbúð areigenda f hverju húsi ef í- búðirnar eru fleiri én ein í því. Þá fer ekki á milli mála, hvað hver á að borga. Ég hringdi í Gjaldheimtuna. Stúlka svaraði f símann en hún gat ekkj gefið mér upplýsingar um þetta mál, svo að ég bað hana um að fá að tala við ein- hvern fullmektugan, sem gæti gefið upplýsingar um reglur fyr- ir greiðslu á fastéignagjöldum. Hún gaf mér samband við slík- an og ég bar fram við hann þá spurningu, hvort þetta atriði um gjaldheimtuseðlana væru landslög eða reglur, sem Gjald- heimtan hefði sett sjálf. Hann sagði, að þetta væru landslög, að bvf er hann vissi bezt. HALTU KJAFTI! Ég spurði hann þá, hvort það væri einhver vafi um þetta Svarið var: Haltu kjafti. Mér brá heldur betur og greip andann á lofti, en þegar ég hafð'í náð mér spurði ég hvort hann væri einn af þeim mönnum, sem skattgreiðendur greiddu laun fyrir. Þá fékk ég svarið: Haltu kjafti, éttu skft og farðu til andsk ... helv ... asninn þinn. Og hann skellti símanum á með þessum um- mælum Nú spyr ég, hvort maður þessi sé starfi sfnu vaxinn, þar sem hann þarf að gefa um- beðnar upplýsingar með svona penum orðatiltækjum?"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.