Vísir - 20.03.1965, Page 3

Vísir - 20.03.1965, Page 3
VÍSIR . Laugardagur 20. marz 1965. Lítill labbakútur, sem hljóp :m stokka og steina. Fóstrurnar voru að hjálpa börnunum að byggja sér lítið hús á „Höllunum“, en það heita kletta- borgimar sem bamaheimilið og hin fagra Kópavogskirkja standa á. Fóstran heitir Oddný Gests- dóttir og er til hægri en við hlið hennar er Anna Jensdóttir, og lengst til vinstri er HeiBrún Guð- mundsdóttir. . . og þá er húsið risið af grunni. íbúarnir fluttir inn og virðast ánægðir vel. Innst situr Marla litla með bros á vör ,þá Jónína, Svana og Iris, sem fór hjá sér þegar hún var mynduð. Klettarnir í garðinum eru skemmtilegri en nokkur leiktæki og þar láta börnin ímyndunaraflið vinna. Kristinn litli beitti Jónínu vinkonu sinni fyrir í Bonanza-leiknum. Vorsólin er farin að skína. Á hverjum degi sem liður er sól- in örlftið hærra á lofti, vermir eilftið meira og senn em bömin farin að verða meira áberandi f lelk úti við. í gær fór MYNDSJÁIN f heim sókn á barnaheimilið f Kópavogi, en það tók til starfa fyrir nokkr- um mánuðum og er hin þarfasta stofnun eins og gefur að skilja f þessum bammarga bæ, sem segja má að hafi byggzt upp á barna- fólki og ungu fólki sem hefur ver- ið að stofna heimili. Bamaheimilið er mjög skemmti lega úr garði gert og úti við voru börnin að leik í garðinum, sem býður upp á mjög mlkla fjöl- breytni. Bömin voru á elnu máli um að vinsælasti leikurinn þama væri BONANZA. Þetta hafa þau lært f sjónvarpinu, en leikur þessi var einu sinni kallaður kúreka- leikur eða Roy Rogers-leikur, en svona breytast tímamir og börn- in með. ☆ SÓL OG VOR HJÁ ÞEIM UNGU í KÓPAVOGI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.