Vísir - 20.03.1965, Page 7

Vísir - 20.03.1965, Page 7
V ISIK . JLaugaraagur zu. marz iuöd. # Æskan undir merki Krists MBBS "■ Ó, syng þínum Drottni Sitt hvorum megin í kirkjunni fyrir framan kórinn sitja ferm- ingarbömin svo hátíðlega al- varleg á svip, telpumar í síð- um, blúndulögðum kjólum, drengirnir í svörtum fötum með hvíta slaufu, því að þetta er löngu áður en sr. Jón á Akra- nesi fann upp fermingarkyrtl- 'ana. Uppi í kórdyrunum stend- ur gamli presturinn í svörtu hempunni sinni og heldur yfir okkur fermingarræðuna. Hann að hann er orðinn ellimóður og andstuttur eftir að vera búinn að prédika í 47 ár. Sjálfsagt hef- ur ekki verið neitt sérstakt við þessa fermingarræðu. Hún hef- ur áreiðanlega verið gott og gilt Guðs orð eins og sr. Jóhanns var von og vísa. Ekkert situr samt eftir af henni í minni þess fermingardrengs, sem þetta rit- ar, nema það, sem hér segir: „Kæru fermingarbörn. Mig langar til að gefa ykkur gott ráð, sem ég veit að verður ykk- ur til blessunar í lífinu, ef þið farið eftir því. Við ykkur stúlk- ur vil ég segja: Gangið í K. F. U. K., og við drengina: Gangið í K. F. U. M. Það er hollur fé- lagsskapur. Þar fáið þið gott ferðanesti út á æviveginn. Þar verður ykkur ekki kennt neitt annað en gott. Þar verður ykk- ur leiðbeint um margt, hjálpað til þess að lifa þannig að þið verðið nýtir menn, ykkur og foreldrum ykkar til gagns og sóma“. Syngið Drottni nýjan söng. fermingarbörnum frá vorinu 1924, sem fengu þessi heilræði fermingarföður síns sr. Jóhanns Þorkelssonar, hafa farið eftir því. Hitt er ekki að efa, að mik ið hollráð var það, sem hanr; gaf, því að ekki getur ung stúlka heppilegri félagsskap heldur en K. F. U. K. og K. F. U. M. ★ Þessar endurminningar vökn- uðu eitt kvöldið nú í vikunni á Æskulýðssamkomu K. F. U. M. og K. í Laugarneskirkju. Kirkj- an er full af fólki á öllum aldri, en meiri hlutinn er ungt fólk, sem fylgist vel með öllu, sem fram fer^ hlustar af athygli á alvarlegan boðskap ræðumann- björtum æskuglöðum rómi. Og eldra fólkið syngur líka og lítur í kringum sig af hrifningu, því að það er svo glatt cg ánægt yfir því að æskulýðurinn er hér fagn andi og biðjandi í húsi Guðs en ekki reikand; úti á hálum heims K.F.U.M. og K. hefur haldið Æskulýðsviku í Laugarneskirkju í rúman áratug og hafa þær helzt aldrei fallið niður. Sóknar- presturinn — sr. Garðar Svavars son og sóknarnefndin^ (formaður hennar er Hjörtur Guðmunds- son, varðstjóri) hafa sýnt þessu starfi mikinn skilnmg og góða fyrirgreiðslu, enda hefur K.F.U. M. og K. alltaf verið kirkjulegur félagsskapur og hlýtur sam- kvæmt eðli sínu og uppruna hér á íslandi að vera það. Hann er eina verulega kröftuga leik- mannshreyfingin innan fslenzku kirkjunnar og það er mikil fórn fýsi og mikil fyrirhöfn, sem liggur að baki öllu því víðtæka og fjölþætta starfi, sem fram fer í félögunum allan ársins hring. Og það er mikið starf, sem ligg- ur í því að koma á samkomu- haldi eins og því sem fram fer í Æskulýðsvikunni, sjá um kynn- ingu, prentun og auglýsingar, en um það sér sérstök nefnd úr Laugarnesdeildum félagsins, fá ræðumenn sem geta gefið sér tíma og lagt vinnu í að semja ávörp og erindi og svo fólk til að annast allan þann margþætta söng_ sem fram fer á hverri samkomu, einsöng, kvartett, kvennakór og blandaðan kór. Um þann þátt samkomuhaldsins hafa aðallega annazt þau Helga Magnúsdóttir skólastjóri, Kristín Þór skrifstofustúlka og Gústaf Jóhannesson gjaldkeri. Vita all- ir, sem til þekkja hvert feikna starf liggur í því að æfa og und irbúa söngfólkið. í lok einnar samkomunnar hitti ég sóknarprestinn í Laugar nesi sr. Garðar Svavarsson. — Þú sækir Æskulýðssam- „Já, alltaf þegar ég hef tæki- færi til. Mér finnst það eink- ar ánægjulegt að svo gott sam- starf skuli vera milli K.F.U.M. og K. og kirkjunnar. Það er góð vika hér í Laugarnessókn með- an æskulýðsvikan stendur. Það er gleðilegt að sjá yngri og eldri streyma til kirkjunnar og fylla hana kvöld eftir kvöld. Það er uppörvandi fyrir okkur prestana. sem höfum oft svo misjafna kirkjusókn að sjá vott þess, hve rík ítök kristinn boðskapur á í mörgu fólkj, því að þar sem sannleiksorð Jesú hljóma skír og skær, þar er upplýsandi birta og hjálp fyrir hvern þann, er geng- ur í einhverju myrkri". Fyrstu æskulýðsvikur K.F.U.M. og K. í Laugarneskirkju voru undirbúnar af aðalfélaginu, sem hefur bækistööð sína við Amt- mannsstíg. Hin síðari ár hafa þær meir og meir hvílt á deild- um félagsins f Laugarnesi, sem eiga sitt eigið hús við Kirkju- teig 33. Þar er blómlegt starf, unnið af fórnfúsum meðlimum í þágu æskunnar. Þar eru fundir fyrir unglingadeild K.F.U.K. öll mánudagskvöld kl. hálf níu en fyrir K.F.U.M. á föstudagskvöld um á sama tíma. Auk þess eru tómstundakvöld á þriðjudögum kl. 8-10. ★ Æskulýðsvikan í Laugarnes- kirkju í ár stendur þessa viku og lýkur á morgun. í kvöld sjá Kristileg Skólasamtök um sam komuna, á morgun verður messa og altarisganga kl. 2. Og svo annað kvöld lokasamkom- an. Þá er efnið: Minnstu Jesú Krists, ræðumaður Bjarni Eyj- eða ungur maður valið sér ins brautum. komurnar sr. Garðar. ólfsson. t herrans helgidómi . talar hægt og með hvíldum, því Ekki er nú vitað hve mörg af anna, það sem syngur sálmana, Kirkjan og þjóðin

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.