Vísir - 20.03.1965, Síða 16
.7"'
ISIF
Fræðslu
núm-
skeiðíð
; Næsti fundur á fræðslunám-
) skeiði verklýðsráðs Óðins verð-
ur í Valhöli næstkmiandi mánu-
dagsk. kl. 8,30. Bjarni B. Jóns
son hagfræðingur talar um á-
stand og horfur í efnahags- og
itvinnumálum. Á eftir verður
málfundur. I
Holræsið mikla tilbúið / haust
Holræsið mikla í Fossvogi
mun að öllum líkindum kosta
eitthvað yfir 40 milljónir króna.
Sagði Pétur Jónsson fram-
kvæmdastjóri Véltækni h.f. í
gærkvöldi, að verkinu miðaði
allvel áfram og vonaðist hann
til að því lyki í októbermánuði
n. k.
Hefur verið unnið af miklu
kappi við þessa miklu fram-
kvæmd síðan í október 1963
og mun því taka tvö ár að
ljúka því.Er holræsið liðlega 7
kílómetrar, nær frá sjávarmál-
inu skammt fyrir neðan Olíu-
félagið Skeljung í Skerjafirði
upp að Árbæ fyrir innan Elliða-
Unnið er nú á þrem stöðum
að holræsinu og eru milli 40
og 50 menn þar í vinnu með
fljótvirk tæki, vélskóflur, jarð-
ýtur, sem vinna á hinum geysi
Framh. á bls. 6
\
Laugardagur 20. marz 1965.
Drottningin
I síðustu
ferðinni
Kaupmaunahöfn í gær.
Ganila farþegaskipið Dronn-
ing Alexandrine lagði í morgun
af stað í siðustu ferð sína til
Reykjavíkur. Þegar skipið kem
ur til baka úr þessari ferð verð-
ur það selt
Að þessu sinni voru með skip-
inu nokkrir farþegar danskir og
Framh. á bls. 6
Nýtt tæki hefur verið prófað
hjá Eðlisfræðistofnun Háskólans
undanfama daga. Það er útvarps
tæki, sem notað er til að tíma-
setja gervitung! á brautum
þeirra og er hingað komið á
vegum Lundúnaháskóia og Kon
unglega brezka vísindafélagsins.
Enskur eðiisfræðingur, Ken Fea,
hefur unnið að því að reyna tæk
ið hér, ásamt dr. Þorsteini Sæm
undssyni, sem sér um jarðeðlis-
fræðirannsóknir Eðlisfræðistofn
unarinnar, og Hjálmari Sveins-
syni.
Ken Fea kom til landsins á
miðvikudagskvöldið og hafði þá
Framh. á bls. 6
HAFNAR HÉR Á LANDI
Ekki skyggnilýsing
í Frfkirkjunni
Skyggnilýsingarfundi þeim, sem
hafði verið boðaður f Fríkirkjunni
29. þ.m. hefur nú verið aflýst.
Safnaðarráð kirkjunnar ákvað að
draga leyfið til baka.
Blaðið hafði nýlega samband
við Kristján Siggeirsson formann
safnaðarráðs Frfkirkjusafnaðarins.
— Þegar við vorum beðnir á
sínum tíma um afnot af kirkjunni
var það gert af hálfu Sáiarrann-
sóknarfélagsins. Var gefið í skyn
að hér væri um erindi að ræða
eða eiithvað þvíumlikt, og var
því erindið auðsótt. Við er-
um það frjálslyndir að við höf-
um leyft t.d. Hjálpræðishernum
Skátum og Fíladelfíusöfnuðí að
halda samkomur hjá okkur, þeg
ar mikið hefur legið við hjá þeim.
En þá kom frétt og viðtal við
Ottó A. Michelsen, ritari Sálar-
rannsóknarfélagsins i einu dag-
blaði borgarinnar, þess efnis að
hér yrði um miðilsfund að ræða og
skipti það engum togum að sím-
hring’ingum linnti ekki hjá okkur.
Það var kallaður saman safnaðar-
ráðsfundur og þar samþykkt að
draga leyfið til baka.
Það var aldrei talað um miðils-
fund eða skyggnilýsingu, enda
hefðum við aldrei viljað leyfa það.
Haraldur Níelsson hélt á sínum
tíma oft samkomur i k’irkjunni, en
það voru aðeins erindi og messur,
sem hann hélt. Það voru ágætis
samkomur.
Vísir hafði tal af Ottó A. Mich-
elsen. Hann sagði að skyggnilýs-
ingarfundurinn yrði haldinn i ein
hverju öðru húsnæði I stað Frí-
kirkjunnar innan tiðar.
Radiotækið í notkun við að mæla feril gervitungla. Við tækið er Hjálmar Sveinsson, þá Þorsteinn
Sæmundsson og Bretinn Ken Fea.
TÍUNDI STARFSFRÆÐSLU-
DAGURINN Á MORGUN
Á morgun verður tíundi al-
menni starfsfræðsludagurinn
haldinn í Iðnskólanum
í Hátíðasal flytur forseti ís-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
ávarp. Stúlknakór undir stjórn
Jóns G. Þórarinssonar syngur,
en að athöfninni í Hátiðasal
lokinni, leikur drengjahijóm-
sveit undir stjórn Karls O. Run
óifssonar í anddyri Iðnskólans
eða úti fyrir aðaldyrum ef veð
ur ieyfir.
Klukkan 14 er húsið opnað
aimenningi og stendur starfs-
fræðslan til klukkan 17. Veittar
verða upplýsingar um 170 starfs
greinar, skóla og stofnanir, en
leiðbeinendur eru mun fleiri. Ef
lagðar eru við þessa tölu þær
starfsgreinar, sem frætt var um
á starfsfræðsludegi sjávarútvegs
ins hinn 28. febrúar s. 1., verða
starfsgreinar, sem unglingar
hafa átt kost á að fræðast um
á þessum tveimur dögum 214.
Til samanburðar má geta þess
að á fyrsta starfsfræðsludegin-
um var leiðbeint um 67 starfs-
greinar og leiðbeinendur voru
70. Að undirbúningi og fram-
kvæmd starfsfræðsludaganna
tveggja í vetur vinna milli 5 og
600 manns. Þá má geta þess
að í sambandi við þessa daga
Framh. á bls. 6
- v ; n ! < V.k\'W %• ?. ?'¥■'*> #!’>« T *>- •» »*...