Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 27. marz 1965. Skyggniiýsingar- fundur í Lídó Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldinn skyggnislýsingarfund ur í Lfdó á vegum Sálarrannsókn- arfélagsins Húsið var þéttsetið á- heyrendum, eða milli 5—600 manns. Fyrstur tók til máls séra Sveinn Víkingur. Hann harmaði að ekki skyldi hafa fengizt stærra hús fyrir samkomuna en marg- ir hafi orðið frá að hverfa vegna þrengsla. Hann sagði að allir ut- an hreinna fábjána vissu að eitt sinn skal hver deyja og að í þvf sambandi væri rétt að gera sér grein fyrir því, að það væri mað urinn einn, sem gerði sér þessa staðreynd Ijósa manninum einum hafi verið veitt þessi dapurlega vitneskja. Maðurinn vissi ekki um stund né stað. Það væri engin á- stæða a’ð láta þessa staðreynd yf- irbuga sig og hefði þvf maðurinn fengið hughreystingu i framhalds lífi. Það væri t. d. aðaluppistaðan í öllum trúarbrögðum. Til eru menn sagði Sveinn Vík ingur, sem halda þvf fram, að ekki verði sýnt fram á að líf sé eftir dauðann með öðrum en trúnni. Hann hefði þó ekki séð nein skynsamleg rök fyrir því að maðurinn ætti að staðnæmast við einhvem ákveðinn þröskuld f þekkingarleit sinni. Hann minnist á aukna þekk- ingu á sálarfræði, sem hafði fleygt fram seinustu árin, og að Frá Skyggnilýsingarfundinum. . Eins og myndin sýnir var mjög & sálfræðingar viðurkenndu persónu Ieikann. Næst lék Jón ísleifsson, organ- isti„ sálma og mun það gert til þess að kapa hið rétta andrúms loft fyrir sjálfa skyggnilýsinguna. Meðan á þessu tóó var hálf- dimmt inni f salnum, þegar sjálf Framh. á bls. 6 Frá vinstri: Séra Sveinn Víking- ur, Hafsteinn Bjömsson, miðill, og Guðmundur Jörundsson. — dimmt f salnum. Krýsuvík í stað Surtseyjar Krýsuvík kom í stað Surtseyj ar, þegar átti að fara að mynda sýningarstúlkurnar i peisunum. Danska blaðið Se og Hor hafði sent blaðamenn í ferðina til Is- iands og mynduðu þeir í óða- önn, þegar sýningarstúlkumar höfðu sett sig í viðeigandi stell ingar við rjúkandi hveri og á milli stórra grýiukerta. Það var kalt í veðri en væntanlega hefur grávaran getað haldið hlýju á stúlkunum. Andstæður íslenzkr ar náttúm frost og funi hljóta að gera hverjum Ijósmyndara glatt f geði og nafnið ísland ætti eitt að nægja til þess að full- vissa hvaða menn sem væri um að myndatökur á loðskinnatízku ættu hvergi að fara fram nema þar. Blaðamaður Se og Hör, Hermann Bridde, formaður Loðdýra h.f.^ sem bauð í förina, Ylfa Brynjólfsdóttir, Hjörtur Jónason kennari, Birgit Filtenberg, Erik With, stjómarmenn Loðdýra h.f. Verner Rasmussen og Sveinn Guðbjömsson. (Ljósmynd: B. G.). Grýlukerti og hvftur minkur eiga vel saman. Danska sýningarstúlkan Birgit Filtenberg sýnir. (Ljósmynd B. G.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.