Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 8
V i S . R . Laugardagur 27. marz 1965. i m VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) • Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Hvað varðar jbd um þjóðarhag ? Xpmmúnistar eru ævir út í stóriðjuna. Langa hríð fur varla komið svo út tölublað af Þjóðviljanum, að þar væri ekki ráðizt með fúkyrðum gegn ríkis- stjóminni og öðrum, sem eru þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé fyrir íslendinga að hefja stóriðjufram- kvæmdir og stórvirkjanir í samvinnu við erlenda aðila. Vel má vera, að með slíkum áróðursskrifum sé hægt að blekkja einhverjar auðtrúa sálir, einkanlega vegna þess, að ástæðulaus ótti við erlent fjármagn hefur lengi legið hér í landi. Við höfum, í sannleika sagt, fram undir það síðasta verið ótrúlega skamm- sýnir í þeim efnum, ella hefði þjóðin fyrir löngu ver- ið búin að hagnýta sér þá möguleika, sem fólgnir eru í samvinnu við erlenda fjármagnseigendur. En nú er þessi ótti óðum að hverfa, enda hlýtur hver vitibor- inn maður að geta séð, að okkur þarf ekki að stafa minnsta hætta af slfkri samvinnu. Kommúnistar halda því fram, að við þurfum ekk- ert á samvinnu við erlenda aðila áð halda, við getum sjálfir byggt alumíníumverksmiðju fyrir 15 hundruð milljónir, ef okkur þyki rétt að reisa slíka verksmiðju, og virkjað Þjórsá fyrir um þúsund milljónir. Þeir halda þó varla að við getum þetta án þess að taka erlent lán, en telja þá leið miklu áhættuminni. Aðrir telja hins vegar, að með því að reisa sjálfir orkuverið, en láta útlendinga byggja verksmiðjuna og selja þeim svo raforkuna, sé áhættan á okkar hlið lítil sem eng- in. Hefur verið á það bent m. a., að breytt tækni í alumíníumvinnslu gæti orðið þess valdandi, að við sætum uppi með úrelta verksmiðju eftir nokkur ár. Það yrði fjárhagslegt áfall, sem við mundum varla rísa undir, og því í æði mikið ráðizt, að taka á sig slíka áhættu. Það getur því varla verið nokkurt álita mál, hvor kosturinn sé betri, og því hlýtur sjónarm^ð kommúnista að vera rangt, enda varla miðað við þjóð- arhag, fremur en fyrri daginn. Réttlætanlegar njósnir! Eirin af spámönnum Þjóðviljans ritaði fyrir nokkru í blaðið grein um „fyrirmyndarnjósnara“. Var þar rakin nokkuð saga þeirra Wennerströms hins sænska, Georges Paques hins franska og George Blake hins enska. Niðurstaða greinarhöfundar er sú, að Wenn- erström hafi verið óþokki meðan hann njósnaði fyrir aðra en Rússa, en eftir að hann fór að njósna fyrir þá voru verk hans góð. Og allir þessir menn kváðu' hafa verið að vinna fyrir heimsfriðinn með því að njósna fyrir Rússa, því þeir segjast hafa séð, að Rúss- ar væru aðeins að byggja upp varnarkerfi, en Banda- ríkjamenn árásarkerfi! Þeir geta nú stundum verið skemmtilegir í Þjóð- viljanum! Stutt blaðasamtal B)* U'jM by íssiResstn*, U« Scn- tic in 'sessica tiny sXUtt ö»y «s: Uwí óo. ; Sea. Jchr, P. Kmíwkíj- iÐ> c’ j W*n*íh«s<ttv l've ihougM ih»t; Ut; cour.tr?; roígíii 5». teettær afí 'J ve í»-; icr& »acl ih*; ‘fhím Uaíteój :^?Ziiobs. -U sttíhj ’ mm j ítegi slatkvn isí „ erer er.t-c'.e.i H! cver h e rettvs ■ ier.*- Ir. tiic meaRti rae, I: , fcsr.Ji fce tRiíffct oe ;.aja tfee fcl-, W'Ui' feelp Bve siiBiífeteíí obí: Jerf? H*c*itrnl Qhio: öeaatar Kerjsetíy fclways briugs hi» ittBCb ía * htoem ptr fea*. I $8**$ fc: -v j. fci his oífice. I *ee him mcsrnÍRE vfcea Sfctí CB th* öíe. -f '-ille’« S.J- vzyt btíag stitf t £, i: f; » fOT * rrv.'. fey töe for.i ..'c.j-ujsí fee ioete. wiouas. Th* 'oHm <S*y, fc« vutixQ tae tfe* «pecVat Pfconev *-fcá tfcey tc!-i feiœ, “fccrn. !7ijhtJ" h..í r>.***■ ar* r*. I sa. Stutta blaðasamtalið við Kennedy og Hoobler þingsvein sem varð upphafið að ástum og hjónabandi þeirra Jack og Jackie. J>að gerðist haustið 1952 þegar Jacqueline var blaðakona á Times Her- ald með 8 þúsund króna laun á mánuði og skrif- aði sinn fasta spurninga- þátt „Inquiring Camera Girl“. Þá var henni falið dag nokk- urn að fara í þinghúsið og leita til nokkurra ungra þingmanna og þingsveina og leggja spum- ingar fyrir þá. Spurningin, sem hún skyldi leggja fyrir þingmennina, hljóð- aði svo: „Hvernig likar yður við þingsveinana?1, og þing- sveina spurði hún: „Hvernig lík- ar yður við þingmennina?“ Jginn þingsveinninn, Jerry Hoobler, svaraði: „Kennedy öldungadeildarþingmaður kemur alltaf með brauðpakka í þing- húsið og borðar bitann í skrif- stofu sinni. Ég sé hann á hverj- um degi í lyftunni. Lögreglu- verðirnir eru alltaf að villast á honum, hann er svo unglegur, að þeir halda að hann sé skemmtiferðamaður að skoða þinghúsið. Fyrir nokkrum dög- um ætlaði hann að hringja í JJinn ungi öldungadeildarþing- maður svaraði spurningu JacqueHne svo: „Ég hef oft hugs að það, að þjóðin væri betur sett ef þingmenn og þingsvein- ar hefðu hlutverkaskipti. Ef lög þaraðlútandi væru samin þá myndi ég með glöðu geði af- henda Hoobler þingsveini emb- ætti mitt. Það er einmitt hann, sem oftast hefur komið mér að liði, að úskýra það fyrir lög- regluvörðunum að ég sé þing- maður. Áður en ég kynntist Hoobler þingsveini hélt ég að Herald, að Jacqueline og John Kennedy væru farin að vera saman. J^eorge Kalek ljósmyndari seg- ir: — Jacqueline talaði aldrei sjálf um þetta. En svo var sérstaklega farið að skrifa um kynni þeirra £ slúðurdálki Walter Winchells. Eftir að þetta birtist þar, kom Jacqueline á skrifstofuna og nokkrir starfs- menn hópuðust í kringum hana og sögðu: „Halló, Jackie, hef- urðu séð að þú ert orðin blaða- matur?“ Ritstjórinn kallaði Jacqueline inn til sín og varaði hana við kvenna gullinu JOHN F. KENNEDY einn síma þinghússins. Þá kom vörður að honum og sagði við hann: — Má ég benda yður á það, að þessi s£mi er aðeins ætlaður fyrir öldungadeildar- þingmennina". (Það má taka það fram í þessu sambandi, að Kenn- edy hélt unggæðingslegu útliti sínu mjög lengi. Eftir að hann hafði verið kosinn forseti Banda ríkjanna, viðurkenndi Young öldungadeildarþingmaður frá Ohio, að hann hefði alltaf verið á móti Kennedy, vegna þess að hann hefði einu sinni verið með honum í steypubaði og undrazt það hvað hann hefði verið strákl ingslegur og grannur, gersneydd ur þeim virðuleik, sem menn ætlast til að forsetinn hafi til að bera. hann væri öldungadeildarþing- maður vegna þess, hve virðuleg- ur hann er“. þetta samtal við Kennedy hafði örlagarík áhrif fyrir Jacqe- line. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem Jackie hitti Jack. En samtalið varð samt upphaf nán ari kynna. Þau áttu eftir að kynnast betur og í sambandi þeirra, kynnum og ást, áttu eftir að vera hæðir og lægðir, þar skiptust á ánægja, afskiptaleysi, þrá og andúð. En á hverju sem gekk fóru þau nú að hittast æ oftar, unz leið þeirra lá saman að altarinu. Nokkrum dögum eftir að þetta stutta samtal við Kennedy birt- ist, fór fyrsti orðrómurinn að berast út um skrifstofur Times Hún roðnaði og svaraði: — Hvað eigið þið við? Og samstarfsmennirnir svör- uðu: — Lestu dálkinn hans Winchells og sjáðu það sjálf. Jacqueline sótti blaðið og las. Svo hrópaði hún: — Nei, nei, þetta er ekki satt. Við erum aðeins kunningjar. Það er ekk- ert á milli okkar. — gn skömmu síðar kom hún til mín, heldur George Kalek áfram, og bað mig um að finna í myntiasafninu og lána sér nokkrar fallegar ljósmyndir af börnum. — Hvað ætlarðu að gera við þær? spurði ég. Hún sagði að sér hefði verið boðið í veizlu með John Kennedy og hana langaði til að hafa eitt- hvað til tilbreytingar að sýna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.